Alþýðublaðið - 30.01.1976, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 30.01.1976, Qupperneq 8
I Iðnaður Formaður Félags islenzkra iðnrekenda, Davið Scheving Thorsteinsson hafði framsögu um málefni islenzks iðnaðar á fundi i Trúnaðarmannaráði Alþýðuflokksfélags Reykja- vikur nú á dögunum. Á fundin- um lét Davið Scheving Thorsteinsson m.a. svo um mælt, að ísland væri nú orðið láglaunasvæði. Iðnaðurinn, sem taka yrði við meira og meira vinnuafli væri svo illa á vegi staddur vegna þess, hvernig að honum væri búið I landinu, að hann gæti ekki greitt þau laun sem greiða þyrfti svo iðnverkafólk nyti góðra lifskjara. Davið benti á, að ekkert annað virtist komast að i hugum ráðamanna þjóðarinnar en stóriðja, sem grundvallaðist á erlendu fjár- magni og notaði tiltölulega lit- ið vinnuafl, en fengi mjög ódýra orku. Iðnaður lands- manna sjálfra, sem byggður er fyrir innlent fé og á að sjá sifellt stærri hluta vinnuafls þjóðarinnar fyrir atvinnu, væri hins vegar alger hom- reka og nyti hvergi nærri jafn- réttis á við hinar tvær aðalat- vinnugreinar landsmanna sjávarútveg og landbúnað. í orðum formanns Félags is- lenzkra iðnrekenda er fólginn beizkur sannleikur. Við höfum lengi vitað, að hinar svo- nefndu frumframleiðslu- greinar — sjávarútvegur og landbúnaður — geta ekki tekið við meira vinnuafli, en starfar á þeirra vegum nú. Vegna örra tækniframfara er jafnvel liklegra, að eftirspum eftir vinnuafli i þessum atvinnu- greinum minnki fremur en aukist jafnvel þó framleiðsla atvinnuveganna haldi áfram að aukast bæði i magni og að verðmæti. 1 þessu sambandi þarf t.d. ekki annað en að lita á þá öru vélvæðingu, sem orðið hefur i frystihúsum og annari fiskverkun á umliðnum árum. í frystihúsunum hafa t.d. flökunarvélar komið i stað fjölda fólks, sem áður hand- flakaði fiskinn og i rækju- vinnslu hafa afkastamiklar vélar leyst mannshöndina af hólmi. Það nýja vinnuafl, sem kemur út i atvinnulifið á hverju ári, verður þvi að lang- mestum hluta til að leita sér verkefna i öðrum atvinnu- greinum en sjávarútvegi og landbúnaði. Eina framleiðslu- í kreppu atvinnugreinin i þröngri merkingu þess orðs, sem gæti tekið við þessu vinnuafli, er iðnaðurinn — ekki erlend stór- iðja heldur okkar islenzki iðnaður. Þetta höfum við íslendingar lengi vitað, en ekkert gert til þess að gera islenzkum iðnaði það kleift að færa út kviarnar, auka fjölbreytnina og gerast samkeppnishæfur i fram leiðslu við erlendan iðnaðar- innflutning og hvað kjör varðar við aðra atvinnuvegi landsmanna. Vist hafa verið gerðar áætlanir um, hversu miklu vinnuafli iðnaðurinn þurfi að veita viðtöku á næstu árum og samdar hafa verið skýrslur og tillögur um, hvernig á að gera honum það fært. Stundum hefur verið talað um „islenzka iðn- byltingu” i þessu sambandi og iðnrekendum og landsmönn- um öllum verið gefin hin fegurstu fyrirheit i þessu sam- bandi sem gætt hafa menn augnabliks bjartsýni og trú. En þvi fegurri, sem fyrirheitin hafa verið og þvi bjartsýnni, sem forráðamenn iðnaðarins hafa verið gerðir, þeim mun meira hefur áfallið verið þegar i ljós kom, að allt voru þetta innantóm orð — glamur eitt og gyllingar. íslenzki iðnaðurinn hefur ekkert fengið nema svikin loforð. Það, sem gert hefur verið i iðnaðarmál- um er allt i sambandi við við- ræður við erlenda auðhringa um stóriðju á íslandi, sem grundvallast á þvi að nota litið vinnuafl en þeim mun meiri orku, sem boðin er langt undir þvi verði, sem iðnaður lands- manna sjálfra þarf að greiða fyrir hann. Með þessu móti er þjóðin að grafa sina eigin gröf. Ef hinn vinnuaflsfreki islenzki iðnaður verður stöðug hornreka þá gerist tvennt. 1 fyrsta lagi það, að stöðugt erfiðara verður að útvega þvi fólki atvinnu, sem bætist á vinnumarkaðinn á ári hverju. í öðru lagi það, að iðnaðurinn getur aldrei orðið samkeppnishæfur og greitt iðnverkafólki mannsæmandi kaupgjald. Þannig gerir van- þróaður islenzkur iðnaður ís- land að stöðugu láglaunasvæði og þá er þjóðin komin i vita- hring, sem erfitt verður að losa hana úr. PlasbM lil PLASTPOKAVERKSMKDJA Shnar 82439-82455 Vatn»gör6um 6 Bo* 4044 — Raykjavfk Pípulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarfjarðar Apátek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. fréttir.....fréttir.....fréttir......fréttir..... fréttir..... fréttir.... Geir að kanna viðhorf til samninga? Enn hafa engar áreiðanlegar fregnir farið af niðurstöðum við- ræðna Geirs Hallgrimssonar við Harold Wilson um landhelgismál- ið. Ljóst virðist þó vera, að Geir hefur ekki komið heim með neitt frágengið samningsuppkast, en eftir likum að dæma mun hann hafa komið heim með hugmyndir um, hvað Bretar eru fáanlegir til þess að ganga langt i samkomu- lagsátt. Mun verkefnið vera að kanna, hvort möguleiki sé fyrir þvi, að stjórnarflokkarnir fáist til þess að samþykkja samninga á þeim grundvelli og mun Geir ætla sér þessa viku og næstu helgi til að ganga úr skugga um það. Að sögn Dagblaðsins frá i gær eru heldur dræmar undirtektir hjá stjórnarliðinu og ef marka má skrif Timans, eru Framsóknar- menn ekki sem ánægðastir. í dag kl. 2 e.h. hafa verið boðað- ir fundir i Landhelgisnefnd og Utanrikismálanefnd Alþingis og munu landhelgismálin vera þar til umræðu. Vinnuveitendasambandið: verkbonn GETA VERID MIKID AFL Stjórn Vinnuveitendasam- bands íslands hefur fengið fulla heimild til boðunar verkbanna. Af þvi tilefni hafði Alþýðublaðið samband við framkvæmda- stjo'ra Vinnuv eiten dasám - bandsins, Ólaf Jónsson, og spurði hann, hver væri hin raunverulega ástæða fyrir þvi að Vinnuveitendasambandið væri nú með hótanir um verk- bönn. Ólafur sagði, að verkbönnin væru i eðli sinu svipuð og verk- föllin. Hvort um sig væri lögleg aðferð, sem fulltrúar vinnuveit- enda eða verkalýðsfélög gætu gripið til, ef þeim þætti ástæða til. ,,Um þetta eru bein ákvæði i vinnulöggjöfinni”, sagði Ólafur. „Verkbann er fyrst og fremst fólgið i þvi, að atvinnugrein, sem gert er verkfall hjá, getur stöðvað sinn rekstur og er þá ekki bundin af þvi að greiða laun til starfsfólks sins. Þetta á sérstaklega við, þegar verkföll eru boðuð i tiltölulega fámennum hópum, þar sem atvinnufyrirtækin eru knúin til þess að hafa mestan hluta starfsfólksins áfram á launum, eftir að allt er meira eða minna komið i strand,” sagði Ólafur Jónsson. Hann benti einnig á, að til þess að hægt væri að boða verkbann, þyrftu samningar að sjálfsögðu að vera útrunnir og uppsagðir. Þó sagði Ólafur, að mögulegt væri að nota verk- bannið, til þess að knýja fram samninga, jafnvel þótt ekki stæði þannig á að samningar væru uppsagðir. Þetta á sér- staklega við atvinnugreinar, sem byggja á árstiðabundinni starfsemi. ólafur sagði þó, að þessu hefði ekki verið mikið beitt. „Þetta er vissulega mikið afl ef þvi er beitt, en það eru að sjálfsögðu sömu vandræðin með það eins og með verkföllin”, sagði Ólafur Jónsson að lokum. Þá hafði Alþýðublaðið sam- band við Skúla Pálmason hjá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna. Hann sagði að Vinnumálasambandið sæi algerlega um þessi mál fyrir samvinnufélögin, en þrátt fyrir það væri yfirleitt um samstöðu að ræða milli Vinnumálasam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins, enda væru hagsmunir beggja þeir sömu. Skúli sagði, að verkbönnin beindust fyrst og fremst gegn einskonar skæruhernaði, sem verkalýðsfélög og sérhópar gætu beitt'gegn vinnuveit- endum. A hinn bóginn, ef til allsherjarverkfalla kæmi, þá væri i rauninni engin forsenda fyrir verkbanni. Þá sagði Skúli, að lokum, að Vinnumálasambandið hefði ekki enn aflaö sér heimildar til verkbanns og hann gæti ekki sagt um það hvort svo yrði gert. Að visu gæti stjórn Vinnumála- sambandsins sjálf tekið þessa ákvörðun, en til þess hefði ekki komið enn. B Reynsluakstur vélhjóla Ilse Reuter, 27 ára, frá Stuttgart, vinnur fyrir sér með þvi að reyna vél- hjól áður en þau eru seld. Hún er vafalaust eini reynsluekillinn i Vestur- Þýzkalandi, sem hefur þetta að atvinnu, en Ilse veit ekkert betra en að setjast á bak BMW, Kawsaki eða Harley-Davidson. Hún ætti að vita það, þvi aö hún ferðast um 40 þúsund kilómetra árlega á vélhjóii (aö- eins 900 I einkalifi). Hún vinnur hjá iðnfyrirtæki og fær ekki meiri laun en einkaritari. Hún er hins vegar hrifnari af vélhjólaakstri en ritvél, en undir leöurjakka og hjálmi er konan, sem viö vildum sjá klædda kvöld- kjól eöa skartbúningi. Ákvörðun um tíma- setningu verkfalla tekin á mánudaa Þrátt fyrir daglega fundi ASI og vinnuveitenda með sáttasemjara, virðist litið sem ekkert þokast i samkomulagsátt. Hagstofustjóri, Klemens Tryggvason og Jón Sigurðsson, forst.m. Þjóðhags- stofnunar, hafa mætt á fundum og gert grein fyrir spá Hagstofunnar um verðlagsþróunina fram eftir árinu. Þá hefur sérstök nefnd, sem vinnur að málefnum lifeyris- sjóðanna gert grein fyrir tillögum sinum, en i þeirri nefnd eru Bjarni Þórðarson, trygginga- fræðingur, frá rikisstjórninni, Pétur Blöndal frá ASl og Guðjón Hansen frá Vinnuveitendasam- bandinu. Þessi nefnd hefur gert grein fyrir ýmsum möguleikum um breytingar á skipulagi og rekstri sjóðanna. Næsti fundur með sáttasemjara hefur verið boðaður kl. 10 i fyrra- málið. Eftir helgina hefur baknefnd ASI verið boðuð til fundar og þar verður gerð grein fyrir gangi mála til þessa. Þá verður einnig tekin ákvörðun um hvenær skuli timasetja verkföll. —B Vegfarandi á aðeins að ganga yfir götu á sebrabrautum Út er komin islenzk skipaskrá árið 1976, sem Siglingamála- stofnun rikisins gefur út miðað við 1. jan. ár hvert. Siglingamálastjóri, Hjálmar R. Bárðarson hefur sent svohljóðandi greinargerð vegna skipaskrárinnar: Efni þessarar skipaskrár, sem miðast við 1. janúar 1976 er i öllum meginatriðum óbreytt og því viðbótarefni haldið, sem fram kemur i ýmsum sértöflum aftan við aðalskrána. Þessari fullkomnun skipaskrár hefur verið mjög vel tekið, og gildi þessa nýja efnis eykst, þegar hægt er að gera samanburð sömu atriða frá ári til árs. Skipaskrá þessi er gefin út af Siglingamálastofnun rikisins samkvæmt lögum um stofnun- ina, en þar segir m.a. að birta skuli árlega skrá yfir islenzk skip, svo og að þar skuli birta skrá yfir einkaleyfisnöfn skipa, skip í smiðum, skip sem felld hafa verið niður af skipaskrá á árinu og annan ganlegan fróð- leik um íslenzkan skipastól. Þessum ákvæðum laganna er reynt að framfylgja með þvi að birta ýmsar sérstkar skrár og töflur yfir einstök atriði, sem til fróðleiks og gagns getur verið um islenzkan skipastól. Eins og i skipaskránum und- anfarin ár er i þessari skrá heimahafnar skips sérstaklega getið I öðrum dálki, á eftir nafni skipsins, þar eð heimahöfn skips þarf ekki alltaf að vera sami staður og heimili skrásetts eiganda. 1 siðustu skrá (1975) var i fyrsta skipti birt sérstök skrá yfir djúpristu, ytri stærðarmál og þyngd skipa. Þessi skrá var þá tekin með samkvæmt tilmæl- umhhafnaryfirvalda og skipa- smiðastöðv, til hagræðis vegna viðlegupláss fyrir skipin i höfn- um og við slipptöku skipanna. Frá síðustu skrá hefur verið bætt við nokkrum skipum, og verður svo framvegis eftir þvi sem hægt er að afla nánari upp- lýsinga um skipin. Þess ber þó aö geta, að þessar upplýsingar eru ekki nákvæmar, enda fyrst og fremst hugsaðar til leiðbein- ingar og hægðarauka fyrir þá, sem þessar upplýsingar þurfa að nota (sjá bls. 258). A undanförnum árum hafa mörg skip verið endurmæld i samræmi við núgildandi alþjóð- legar mælingareglur, enda er nú svo komið, að mjög fá skip eru enn me eldri mælingu, en þau eru eins og aður merkt með sérstöku merki framan við rúmlestartöluna. Þar sem ekkert merki er, þá er um að ræða skip, sem mælt er samkvæmt gildandi mælinga- reglum. Eins og undanfarin ár hefur verið reynt að safna saman til birtingar myndum af öllum nýj- um islenzkum skipum, 100 brl. ogstærri, semskráð hafa verið á árinu. 1 ár eru myndir af 12 nýj- um islenzkum skipum (sjá bls. 270) og vantar því aðeins mynd af 1 skipi, Hvalvik, sem skráður var 1975. Eins og undanfarið er i ár i meginskránni tilgreint hvað veiðar talið er að hvert islenzkt fiskiskip sé útbúið til að stunda. Vegna þess hve fiskiskip, sem stunda aðrar veiðar en togveið- ar hafa stækkað, eru mörkin milli togara og annarra fiski- skipa orðin mjög óglögg. Þar sem oft er spurt um það, hve stör islenzki togaraflotinn sé, þá hefur i þessri skipaskrá verið tdíin saman sérstök skrá yfir togaraog er hún á bls. 250 neðan við yfirlitið yfir islenzka skipastólinn. I þessari skrá eru „togarar” taldir þau skip ein, Sérskrá um togara í nýút- kominni Skipaskrá 1976 sem svo til eingöngueru búin til togveiða og eru stærri en /!! brl. Þar er einnig greint á milli siðutogara og skuttogara og skipin flokkuð eftir stærðum i þrjá flokka: 200-299 brl„ 300-499 brl. og 500 brl. og stærri. Niðurstaðan verður sú, að alls eru islenzkir siðutogarar 9 tals- ins samtals 6.617 brl. en skut- togarar alls 59, samtals /).906 brl. Alls eru islenzkir togarar þvi 68 talsins og samtals 36.523 brl.. að stærð. Skuttogsrarnir voru 10 talsins 1. janúar 1973, samtals 4.993 brl„ þeir voru 32 þann 1. janúar 1974, samtals 16.558 brl. og 1. janúar 1975 voru þeir 53 og samtals 27.289 brl. Skuttogurum hefur þannig fjölgað um 6 skip á árinu 1975 og stærð þeirra samtals aukizt um 2.617 brl. Á þremur árum, árin 1973, 1974 og 1975 hefur islenzkum skuttogurum þannig fjölgað um 27 skip, og stærð þeirra aukizt um 13.348 brl. A sömu þremur árum hefur siðutogurum hins- vegar fækkað um 12 skip, sam- tals að stærð 7.818 brl. Til frek- ari fróðleiks er hér birt tafla yfir þá siðutogara sem teknir hafa verið af skrá á þessum árum. Teknir af skrá 1973 Haukanes GK-3 693 brl. Hafliði SI-2 677 brl. Þorkeil Máni RE-205 722 brl. 3skip 2.092 brl. Teknir af skrá 1974 Hállveig Fróðad. RE-203 566 brl. Hjörleifur Bylgja Kaldbakur Mars Röðull Sléttbakur Svalbakur Úranus RE-211 610 brl. RE-145 566brl. EA-1 .654 brl. RE-261 684 brl. GK-518 680 brl. EA-4 654 brl. EA-2 656 brl. RE-343 656 brl. 9 skip 5.725brl. Auk þess var siðutogaranum -NARFA, RE-13, 779 brl. breytt I skuttogara árið 1975. 2. íslenzur skipastóll 1. janúar 1976. Fjöldi og rúmlestatala is- lenzkra skipa 1. janúar 1976 er i töflu á bls. 250 og eru niðurstöð- ur þær, að þilfarsfiskiskip undir 100 brl. aðstærðeru 609samtals 18.536 brl. Fiskiskip 100-499 brl. eru alls 263 samtals 59.441 brl., fiskiskip 500-999 brl. eru alls 26, samtals 21.002 brl. tslenzk þilfarsfiskiskip eru nú 898 að fjölda til og samtals 98.979 brl. að stærð. Allur is- lenzki skipastóllinn var 1. janú- ar 1976, 995 skip samtals 175.207 brl. Þilfarsskipum hefur þvi fækkað um 1 skip á árinu en flot- inn stækkað um samtals 8.001 brl. Vegna endurmælinga skipa, sem á skrá eru, hafa 34 skip minnkað um alls 518 brl., en 8 skip hafa við endurmælingu á árinu stækkað um samtals 121 brl. Þessar breytingar á skipa- stólnum eru teknar saman i töflu á bls. 257 og skrá yfir skip, sem hafa verið endurmæld á ár- inú er á bls. 248. 3. Skip strikuð út af skipaskrá árið 1975 og ný skip á árinu Alls voru 40 skip strikuð út af skipaskrá á árinu 1975, samtals 2.318 brl. að stærð. Skrá yfir þessi skip er á bls. 247 i skránni, og þar er tilgreind ástæðan fyrir útstrikun hvers skips. Fiskiskip 100 brl. og stærri, sem strikuð voru út af skipaskrá á árinu 1975 eru þessi: Járngerður GK-477, Sæborg RE-20 og Brynjólfur AR-4 sem öll sukku á árinu, og Halkion VE-205, Skinney SF-20, Ólafur Sigurðsson AK-371 og Sverdrupson IS-303 voru öll seld til Noregs á árinu. Engin flutn- ingaskip voru strikuð út af skrá á árinu 1975. Á árinu 1975 hafa bæzt i is- lenzkan skipastól alls 39 skip, samtals 10.716 brl. (sbr. bls. 245). Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1974 bættust 65 skip við, alls 26.303 brl„ árið 1973 bættust 70 skip við, samtals 19.851 brl. og árið 1972 bættust 75 skip við, alls 8.167 brl. Flest skipanna, sem frumskrásett hafa verið á árinu 1975, eru fiskiskip, og stærst þeirra er skuttogarinn Harðbakur EA-303. Af öðrum skipum skal fyrst nefna varðskipið Tý. Þá voru keypt til landsins nokkur notuð flutningaskip, Hvalvik, Laxá, Alfsnes, Rangá og Bæjar- foss. 4. Aldurislenzkraskipa 1. janúar 1976. Skrá yfir áldur islenzkra skipa er á bls. 252. Enn er elzta skip á skrá 5 brl„ smiðað árið 1905. Skip smiðuð 1945 og fyrr eru þó aðeins 95 skip, samtals 3.461 brl„ af alls 995 skipum, samtals 175.207 brl. Af þessum skipum eru 556 skip, alls 137.907 brl. smiðuðárið 1960ogsiðar, og 242 skip, samtals 56.745 brl. eru smiðuð árið 1970 og siðar. Ekki er þó kunnugt um smiðaár 12 smáskipa, sem eru alls 93 brl. að stærð. 5. Skip i smiðum 1. janúar 1976 Erlendis voru i smiðum um siðustu áramót 6 skip, samtals um 3.350 brl. Þetta eru 5 skut- togarar, innan við 500 brl„ tveir i smiðum I Noregiog þrir i Pól- landi. Þá er i smiðum i Noregi ferjuskip fyrir Herjólf H/F i Vestmannaeyjum, sem áætlað er um 1000 brl. Skrá yfir þessi skip er á bls. 266 i skipaskránni. Innanlands voru umsamin og i smiðum 22 skip, samtals 2.827 brl. að stærð (sjá bls. 266). Af þessum skipum eru 7 stálfiski- skip, flest af skuttogaragerð, en lika til alhliða veiða. Eitt vöru- flutningaskip um 385 brl. er i smiðum á Akranesi fyrir Se- mentsverksmiðju rikisins. Þá eru i smiðum innanlands 14 tré- fiskiskip, öll 50 brl. eða minni. 6. Fiskiskipastóll helztu fiskveiðiþjóða. Eins og undanfarin ár er i skipaskránni i ár birt skrá (á bls. 268) yfir fiskiskipastól helztu fiskveiðiþjóða. Eru þar birtar upplýsingar um fiski- skipastól landa með 10.000 brl. fiskiskipaflota og þar yfir, og eru þá tekin nr.eð fiskiskip sem eru 1000 brl. og stærri, hval- veiðiskip og togarar meðtaldir. Er fróðlegt að fylgjast með þró- un á stærð islenzka fiskiskipa- flotans miðaö við stærð fiski- skipaflota annarra landa. Is- land er i ár i 19. sæti i röð 35 landa. ísland var i 17. sæti i fyrra en þá af 34 löndum, sem höfðu fiskiskipastól 10.000 brl. og þar yfir Þrátt fyrir aukningu á islenzka fiskiskipastólnum hefur Island færst neðar i þess- ari skrá á undanförnum árum. vegna rnikillar aukningar fiski- skipafiota annarra þjóða. t'slenzk fiskiskip 100 brl. og 'stærri voru 287 talsins samtals 78.993 brl. i janúar 1975, en um siðustu áramót voru fiskiskip þessi 289 skip samtals 80.443 brl. að stærð. Þessi islenzku fiski- skip eru 1.03 af hundraði af fiskiskipaflot allra þjóða, en i ár er hundraðshluti miðað við brúttórúmlestir i fyrsta skipti birtur i skipaskránni, til frekari glöggvunar á stæröarhlutföllun- um.Kemur þar fram, að Rúss- land eitt á 38,26% af fiskiskipa- stóli allra landa. Næst kemur Japan með 13,16%, þá Spánn með 6,86%, Bandariki Norður Ameriku með 4,95%> og Stóra Bretland með 3,02%. 7. Skráning á opnum vélbátum I skipaskránni i ár er ekki get- ið um fjölda og stærð opinna vélbáta (trillubáta), en i siðustu skipaskrá var þess getið, að þá voru skráðir 1087 opnir vélbátar samtals 3.456 brl. Þessir opnu vélbátar eru ekki taldir með i aðal-skipaskránni, og hefur þvi ekki verið birt opinberlega skrá yfir þá. Vitað er að þessi skrá yfir opna vélbáta hefur ekki verið nægilega áreiðanleg. Á siðasta ári varþvi lögð töluverð vinna i að reyna að lagfæra þessa skrá yfir opna vélbáta, en þvi verki var ekki lokið um ara- mót. Fyrirsjáanlegt er þó að opnum vélbátum á skipaskrá mun fækka við þessa endur- skoðun, og ekki er ósennilegt að tala skráðra opinna vélbáta muni lækka niður i 800-900 skip alls.Væntanlega mun verða hægt að birta nánari tölur i skipaskrá 1. janúar 1977. 8. Aðrar töflur i skipaskrá Eins og undanfarið eru i þess- ari skipaskrá ýmsar sértöflur birtar til frekari fróðleiks um skipastólinn. Skal þar sérstak- lega getið um skrá yfir vélateg- undir i islenzkum skipum. og vélaorku á rúmlest. Þá eru upp- lýsingar um meðalaldur is- lenzkra skipa fjölda radióbún- aðar og fiskileitartækja o.fl. Það er enn sem fyrr von Sigl- ingamálastofnunar rikisins, að skipaskráin megi með þeim fjölmörgu upplýsingum sem fel- ast i sértöflum i skránni verða til gagns fyrir þá. sem nota þurfa i starfi, og til ánægju fyrir þá. sem áhuga hafa á að fvlgjast með þróun islenzkra skipa. fisk- veiða. siglinga og skipasmiða. Reykjavik. 8. janúar 1976. Hjálmar Ií. Bárðarson. Siglingamálastjóri. LausI plá&s Her e.- laust auglysingaplass. Hafið samband við auglys ingadeild blaðsins, Hverfis gotu 10 — simi 14906. 'Teppahreinsuh ' Hrelnsum gólfteppi og húsgögn I heimahúsum og fyrirlœkjum. Erum mcA nýjar vélar. Góö þjón- ‘ usta. Vanir menn. -i SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 M KOSTABOÐ &áS!il8m/ Innrettingar VIV húsbyggingar á kjarapöllum KJÖT & FISKUR BREIÐÁS Breiðholti Vesturgötu 3 simi 25144 Simi 74200 — 74201 ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA í KRON KasettuiAnaöur og á fyrir útgefendur hljórr kóra og fl. Leitiá tilbo Mifa-tónbðnd Akureyrl Pósth. 431. Simi (té)22 DUAA Síðumúla 23 /ími 04900 íimiliseldavélar, litir - 5 gerðir ir 40 ára reynsla fha við Óðinstorg nar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.