Alþýðublaðið - 18.02.1976, Page 3
Úr Alþýðumanninum
á Akureyri:
STEFNUR OG
STEFNU-
LflUST FÓLK
Þótt fram hafi i seinni tiö komiö býsna
skemmtilegar athugasemdir viö
orsakalögmáliö og enn á ný skjóti marg-
soönir hughyggjuórar upp kollinum —
einkum meðal engilsaxa báöum megin
hafs — þá verður okkur einföldu hvers-
dagsfólki sjálfsagt enn um sinn mest
haldreipi i þeirri trú okkar, að „ekkert
spretti af engú” „allt eigi sinar orsakir”.
Meö þaö i huga skulum við nálgast þá
skringilegu atburði, sem gerzt hafa i
deilum og dilkadrætti stjórnmálaanna i
vetur. Að ýmsu leyti hefur veriö liflegt i
pólitik siöustu mánuöi. Samt hafa þessar
deilur haft yfir sér allt annaö svipmót en
áður hefur verið. Venjulega hafa póli-
tiskar deilur mest mótast af málflutningi
hinna tveggja póla islenzkra stjórnmála
— ihaldsmanna og vilta vinstursins.
Morgunblaðið og Þjóöviljinn hafa lagt
mest af mörkum i málskjóðuna og flokk-
arnir tveir dregiö höfuðdrættina i mynd
stjórnmálamanna — dregið i dilkana tvo:
hægri og vinstri. öll stjórnmálaumræða
hefur i rauninni markast af þessum
tveimur flokkum — hina flokkana hefur
að mestu leyti skort frumkvæði til að
marka sér vettvang og orðið að reisa til-
veru sina að nokkru á gamaltryggu fylgi
og að nokkru á hagsmunafylgi (sbr.
SIS/KEA). Hugsjónalega eða hugmynda-
fræðilega undirstöðu hefur skort. Fram-
sókn,arflokkurinn hefur allra flokka
lengsta þjálfun i svona utanveltulifi — má
eiginlega telja þetta orðiö eðlilegt
flokknum — að hafa helzt enga stefnu —
eða eigum við kannski að segja allar
stefnur?
„Midaldramannahallæri"
Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar
verið á fallanda fæti. Það var þvi orðin
lifsnauðsyn fyrir hann að dusta af sér
rykið —ekki aðeins með nýrri stefnuskrá,
þvi að stefnuskrá sem slik er ekki annað
en eins og reiöabúnaður á skipi og þótt vel
verði til reiða að vanda, ef mikinn skal
sigla — þá verður hins að gæta að kjöl-
festan sé næg — ef ekki á að kollsigla sig
— og kjölfestan i þeirri vandasömu
siglingu sem stjórnmál einatt eru er ein-
mitt starf flokksins og ekki siður starf-
semi forystumanna flokksins. Nú er það
svo, að allir flokkar á Islandi eru i „mið-
aldramannahallæri” — þegar sleppir lit-
rikum og aðsópsmikilum foringjum flokk-
anna, sem allir eru komnir á efri ár —
blasir við ægileg eyðimörk aðgerðalitilla
og aðsópslitilla miðlungsmanna. I þessu
efni hallar ekki á neinn flokk. Þeim mun
forvitnilegra er að fylgjast með þvi, sem
hefur verið að gerast i seinni tiö. Hvaða
mál hefur boriö hæst? Hvers vegna?
Hverjir hafa haft sig mest i frammi?
Hverjar verða afleiðingarnar?
„gentlemen agreement"
Tvimælalaust hefur landhelgismáliö
boriö hæst. Það er ekki nýtt og reyndar
fátt forvitnilegt eða óvænt komið beinlinis
fram i þvi máli Hins vegar hafa önnur
mál verið á annan veg en oft áður. Stjórn-
mál hérlendis siðustu áratugi hafa mjög
einkennzt af nokkurs konar „gentlemen
agreement”, sem sumir hafa nefnt
„samtryggingarkerfi stjórnmála-
fiokkanna”. Pólitiskar umræður hafa
oftast verið nöldurkennt nagg og þras
ýmist um formsatriöi og litilræði, ómerki-
legar atkvæðaveiöar — eöa enn frekari
árétting á tviskiptingunni i islenzkum
stjórnmálum og ber þar hæst eilifðar-
málin — herinn og NATO. Nú ber aftur
svo við, að hasarmál setja mestan svip á
pólitikina og má þar nefna til Kröflu-
máliö, Klúbbmáliö og harövituga gagn-
rýni á dómsmálin (t.d. Jósafatsmáliö).
Slik mál einkenndu stjórnmálaumræður
hér á landi fyrir daga „samtrygg-
ingarinnar” og einkenna stjórnmálin i
flestum lýðræðisrikjum — a.m.k. þeim,
sem búa við frjálsa blaðamennsku.
Islenzku blöðin hafa verið mjög háð flokk-
unum — lotið stjórn þeirra beint eða
óbeint. Nú bregður svo við, að nokkrir
menn hafa gert alvarlega tilraun til að
brjóta samtrygginguna á bak aftur Sjálf-
sagt er það engin tilviljun og vafasamt að
skýra það með að þeim hafi flogið það
i hug út i bláinn — einhverjar þjóöfélags-
aöstæöur búa þar aö baki. Það er eitthvað
að gerast i dag, sem getur ekki aðeins
komið gersamlega flatt upp á æöstu
valdsmenn og gert þá næstum vitstola af
bræði — eins og dæmin sanna — heldur
getur orðið til þess að breyta útlinum
stjórnmálanna. Menn hafa getið sér þess
til, aö amerisk blaðamennska og Water-
gatemálið hafi hér einhverju ráðið og
ástæöulaust er aö vanmeta áhrif útlanda
á islenzka pólitik — flestir gera sér grein
fyrir þvi, aö utanrikismálin hafa meiri
áhrif á stjórnmál á tslandi nú en þau gerðu
fyrir nokkrum áratugum. En fleira
kemur hér til.
Ungt fólk á móti dilkadrætti
Ungt fólk nennir ekki aö láta draga sig i
dilkana tvo og hefur glögglega komið
auga á annmarkana á þeim dilkadrætti —
séð i gegnum ómerkilegan blekkingarvef
svonefndrar vinstri stefnu, sem er ýmist
holtaþokuvæl, þar sem tekist er á með til-
vitnunum i gamlar bækur likt og guöfræð-
ingar á miðöldum geröu, þegar þeir
deildu um það, hvort Adam hefði haft
nafla eða ekki eða ennþá ómerkilegra
fiskiri eftir stundarfylgi óánægjufólks og
útigangsmanna ýmiskonar svo sem hin
kostulega afstaða Alþýðubandalagsins til
landnýtingarinnar ber vitni um. Það er
engin tilviljun, að vaxtarbroddur
þessarar nýróttækni hefur verið i Alþýðu-
flokknum. Viö skulum vera alveg hrein-
skilin og viðurkenna, aö aöeins þar, sem
til staöar er gamalfrjór jarövegur — en
gróöurlitill — ná frjóangar fram-
tiöarinnar rótfestu. Alþýöuflokkurinn var
illa farinn af skipulagsleysi, hugmynda-
leysi og uppdráttarsýki. Viö stóöum
frammi fyrir þvi, að annað
tveggja hlaut islenzk jafnaðarstefna að
deyja út — sem var i rauninni útilokað —
eða kommúnistum hlaut að takast að villa
til sin jafnaðarmenn vegna aumingja-
skapar okkar. Það var ekki nema einn
kostur fyrir hendi — sá að bursta af sér
rykiö og benda á hvað jafnaðarstefna
væri — ekki aðeins i stefnuskrá heldur
lika i framkvæmd. Það er þetta, sem er að
gerast.
örvænting Framsóknar
Þegar Ólafur Jóhannesson kallar
Vilmund Gylfason allskyns ónefnum og
þenur sig út af svigurmælum á þingi er
það örvænting, sem stýrir oröum hans —
örvænting, út af þvi, að hann og flokkur
hans eru að missa af lestinni vegna þess,
að þeir hafa veriö svo einstaklega ógæfu-
samir að reka frá sér einmitt þá menn,
sem gátu ef til vill tryggt Framsóknar-
flokknum lengri lifdaga — þeir slitu alla
frjóangana úr garði sinum — Ólafur er
ekki annað en hreggbarinn hlynur, sem
stendur af gömlum vana — rótlaus þótt
bolmikill sé — slfkir stofnar standa þar til
þeir falla af-sjálfsdáðum þótt þeir punti
sig með lánuðum lifsþrótti um stund.
Ólafur Ragnar Grimsson spáði enda-
lokum islenzka flokkakerfisins fyrir fimm
árum. Hann haföi á réttu að standa — að
vissu marki. Hann gerði sér bara ekki
grein fyrir þvi, að skipti i islenzkri sögu
verða ekki á fáeinum árum — þau verða
með kynslóðum. Gamla flokkakerfið varð
til á tólf árum. Þaö tekur sjálfsagt önnur
tólf ár að ganga af þvi dauðu.
Viðurkenning á sljórn
MPLA í Angóla í athugun
„Það hefur ekki verið endanlega
ákveöið, hvort rikisstjórn MPLA i
Angola verði viðurkennd. Norðurlönd-
in eru hins vegar með málið i athug-
un,” sagði Pétur Thorsteinsson ráðu-
neytisstjóri i utanrikisráðuneytinu i
samtali við blaðið i gær. Hersveitir
MPLA, sem er hreyfing Marxista og
er studd dyggilega af Sovétrfkjunum
og Kúbu, hafa náð á sitt vald öllum
helztu bæjum landsins. Hefur MPLA
að mestu brotið á bak aftur FNLA og
Unita, hreyfingar þær sem einnig um
völdin berjast.
Pétur Thorsteinsson sagði að
Norðurlöndin hefðu oft samstöðu þeg-
ar rikisstjórnir úti i heimi væru viöur-
kenndar. Hefði verið fundur f Kaup-
mannahöfn i gær, þar sem ræddur var
möguleikinn á þvi að viðurkenna rikis-
stjórn MPLA. Hefði Island ekki átt þar
fulltrúa, en verið skýrt frá gangi mála.
„Það verður að athugast nákvæm-
lega hvort viðkomandi rikisstjórn hafi
full umráð yfir öllu landinu, áður en
ákvörðun um viðurkenningu er tekin.
Þessi mál eru til athugunar þessa dag-
ana, og verður ákvörðun tekin fljót-
lega,” sagði ráðuneytisstjóri að lok-
um.
— GAS.
I HREINSKILNI SAGT
Lifs eða liðin?
Almenningur er nú farinn að
velta þvi fyrir sér i fullri al-
vöru, hvort hæstvirt rikis-
stjórníslands sé enn á lifi, eða
ekki. Og þetta er ekkert
gamanmál, þvi að lifsmörkin
hafa verið býsna fá undan- •
farið. Mál málanna, land-
helgismálið, sem yfirlýst var,
að hefði algeran forgang,
hefur legið i fullkomnu
þagnargildi i viku, eða meira.
Það sem lakara er, að innan
stjórnarinnar ber ekki á
neinni samstöðu, til þess að
gera nokkurn skapaðan hlut,
nema ef væri að biða eftir ein-
hverjum „punktum” frá hr.
Luns! Rétter að geta þess, að
utanrikisráðherra var einkar
uppblásinn um daginn, þegar
Bretar áréttuðu atferli sitt
með framhaldandi ásiglingum
á islenzk varðskip og beittu
fiskiflota sinum inn á alfriðað
svæði, til þess að gera þar sem
harðasta hrið að ókynþroská
ungfiski.
Menn litu sitt upp á hvern og hugsuðu.
Nú kannske Einar ætli nú að fara að taka
á sig rögg? En Adam var ekki lengi i
Paradís. Það kom strax i ljós, að belg-
ingur ráðherrans var algerlega sama
eðlis og þegar krakkar blása upp blöðrur
á skemmtunum, til þess að hampa þeim
um stund og sprengja siðan með smá-
hvelli! Varla hafði frétzt um von ein-
hverra punkta frá hr. Luns, þegar blaðran
beinlinis „punkteraði” ogallur vindur var
á bak og burt. A sama tima hefur mest
litið frétzt af gerðum forsætisráðherra.
Varla veröur unnt aö skynja, að hann hafi
svo mikið sem lygnt augunum, hvað þá
meira.
Þannig setur Morgunblaðið upp ein-
stakan sauðarsvip og fimbulfambar um,
að verkföllin veki nú svei mér ekki veru-
lega hrifningu hjá launþegum, hvorki til
sjós eða lands! Ja, vissu fleiri en þögðu
þó, stendur þar!
Það ætti nú ekki að vera nein sérstök
ráðgáta fyrir rikisstjórnina, sem megin-
hlutann af sinni valdatið hefur verið að
naga utanúr lifsbjörg manna með skatt-
piningu og hverskyns ráðstöfunum til að
draga úr kaupmætti launa, sé fólk ekkert
hrifiðaf aðþurfa að ganga i opna baráttu.
tslenzk alþýða er heldur ekki svo blind.
að hún hafi ekki fylgzt með, hvernig
þjóðarhagir eru, hvernig hvaðeina, sem
stjórnvöldin hafa nærri komið, er i
grænum sjó. Hún sér mætavel hvernig sá
skuldabaggi, sem mun hvila á hennar og
framtiðarinnar herðum, hefur velt
Svef ngenglar!
Allsherjarverkfall er nú skollið á með
meiri þunga en nokkru sinni fyrr, þar sem
það nær að þessu sinni tU meginhluta sjó-
manna, auk svo til alls landverkafólks. Og
sannarlega er ekki þörf á að segja, að
þetta hafi komið eins og „þjófur úr heið-
skiru lofti”, þar sem launþegasamtökin
og raunar vinnuveitendur lika hafa
mánuðum saman gert allt til að rumska
viö sjösofendum stjórnvalda.
Það liggur við að vera æfintýralegt að
sjá, hvernig málgögn stjórnarinnar
bregðast við, þegar á hólminn er komið.
utanum sig með ógnarhraða á siðustu
árum. Hún sér ráðleysið og svefngengils-
háttinn, sem hefur einkennt stjórnar-
störfin á þessum siðustu timum:
Verkalýðshreyfingin veit lika, að hún
hefur sannariega freistað aö leggja grunn
aö skynsamlegum háttum i launamálum,
en i einu og öllu talað fyrir daufum
eyrum. Þegar svo er komið á hún ekki
annars úrkosti en að beita mætti samtaka
sinna.til að ná aítur einhverju af þvi, sem
hún hefur verið svipt af lifsbjörg sinni.
Þetta er svo einfalt mál, að það þarf
einstaka moðhausa til að skilja ekki.
Eftir Odd A. Sigurjónsson
Allt annað mál er, aö engin ábyrg laun-
þegasamtök gera sér það að leik, að beita
verkfallsvopninu. Fólk skilur mætavel. að
þjóðhagslega er það enginn búhnvkkur.
að hjól atv innulifsins stöðvist um
hábjargræðistimann. Fóik veit, að þetta
er aðeins nauðvörn, sem kostar ómælt fé
og fórnir.
En þá er lika skammt i, að gera sér
grein fyrir, aö þegar beitt er jain ein-
stökum þursahætti og hér er raun á. frá
hálfustjórnvalda, sé eðlilegt að búast við.
að þau hafi þá einnig gert sér grein ívrir
hinu þjóðhagslega tjóni.
Stundum hafa íhaldsöflin gert sér að
leik, aö loknum verkfölium, að burðast
við að reikna út tjónið, sem af þeim hefur
hlotizt. v.
Hvað sem um réttmæti þess útreiknings
er að segja, má þó fullyrða eitt. Þeim
sömu öflum hefur ekki ennþá auðnast að
koma þeim lærdóm inn i sina þykku
hausa, að skynsamlegra er, að sýna ekki
ætið sama þvergirðinginn i öllum launa-
málum, en láta það sem þeir telja tapað,
koma heldur launafólkinu til góða með þvi
að afstýra vinnustöðvun i tæka tið.
Aö þessu sinni var ta'kifærið betra en olt
áður, þar sem segja má að ylti á
aögeröuin stjórnvalda fyrst og fremst.
Þetta tækifæri hefur verið ónotað og þvi
er komiö sem komiö er.
Miðvikudagur 18. febrúar 1976
Alþýðublaðið