Alþýðublaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 7
Þrátt fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem þarfnast aðstoðar Framlög borgarinnar til félagsmála hafa farið minnkandi á undanförn- um árum, þrátt fyrir sí- vaxandi fjölda þeirra sem þyrftu á einhverri aðstoð að halda af hálfu borgaryf irvalda. Það er samkvæmt sam- þykkt borgarráðs frá 20. júlí 1967, að Félagsmála- stofnun Reykjavikur- borgar fer með fram- færslumál, félagsmál, húsnæðismál, málefni aldraðra, heimilishjálp, rekstur barnaheimi la, barnavernd og áfengis- varnir. Félagsmálaráð er stjórnar- nefnd Félagsmálastofnunar og hefur eftirlit með henni og þeim öðrum stofnunum borgarinnar, sem vinna að félagsmálum. Fé- lagsmálastjóri stjórnar dag- legriumsýslu stofnunarinnar og skiptir verkefnum með starfs- mönnum. Stofnuninni er skipt i 3 höfuðdeildir: 1) Fjármála- og rekstursdeild annast flest mál fjárhagslegs og lagalegs eðlis, 2) Fjölskyldudeild annast með- ferð mála einstakra skjólstæð- inga nema annað sé ákveðið. Verkefni skiptast eftir hverfum og er fólgið i ráðgjöf, upplýsing- um og meðferð málefna fjöl- skyldna og einstaklinga. 3) Sér- deildir annast sérverkefni og einnig þjónustu fyrir með- ferðardeildir. Sérverkefnin eru m.a. heimilisaðstoð, húsnæðis- rekstur og úthlutun, og málefni aldraðra. Eins og sést af þessari upp- talningu á meginverkefnum Fé- lagsmálastofnunarinnar, er verksvið hennar viðtækt og margt sem þarf að gefa gaum að. Starf það sem hún vinnur er ekki allt haft i hámælum, heldur er meira unnið i kyrrþey, m.a. er það gert af tillitssemi við skjólstæðingana, enda lenzka hér að þykja minnkun að þvi að þurfa að sækja sitt til annarra. Það er oft haft á orði að stofn- anir sem þessi verði fórnarlömb óprúttinna manna og kvenna sem leiki sér að þvi að spila á kerfið og láta það halda sér uppi án þess að gildar ástæður reyn- ist vera til þess þegar grannt er skoðað. Trúlega er það lika FÉLAGSLEG AÐSTOÐ BORGARINNAR FER ÖRT MINNKANDI reyndin hér á landi. Þvi er svona stofnunum ærinn vandi á höndum að deila þvi sem til skiptanna er milli þeirra sem þarfnast aðstoðar i raun og veru og um leið að visa þeim frá sem ætla að misnota sér stofnunina. Slikt fólk er þvi miður til, og það sem verra er, margt þetta fólk hefur sérstaklega gott lag á að tala aðra á sitt mál og býr gjarna yfir mikilli þekkingu á þeim lagaákvæðum sem eru þvi i hag. Vandi. stofnunarinnar er kannski enn meiri vegna þess að henni er sifellt skorinn þrengri stakkur af þeim sem deila al- mannafé hér i borg. 1 töflunum sem fylgja þessari grein er rakinn ferill borgar- yfirvalda i þessum málum. Ein- hver kynni nú að halda þvi fram að þessi hlutfallslega lækkun sem átt hefur sér stað, sýni að hinn almenni borgari þurfi ekki eins mikið á félagslegri aðstoð að halda og áður var. Tölurnar sýni aðeins að „aumingjunum” hafi fækkað, þetta sé sem sagt skjalfestur árangur þess starfs sem unnið hefur veríð á undan- förnum árum. Hinir sem hafa augun opin vita að svo er ekki. Æ fleiri verða útundan i kapp- hlaupinu um lifsgæðin og lifs- baráttan verður sifellt flóknari og margþættari þannig að fleiri gefast upp og þurfa þvi að fá stuðning frá samfélaginu sem þeirbyggja. Þess vegna er vont til þess að vita að borgaryfir- völd þrengja æ meir að þessum þætti á þeim timum að mest þörfin er fyrir hana. Trúlega er það vegna þeirrar skoöunar að einstaklingurinn eigi að hjálpa sér sjálfur, hann eigi ekki að vera upp á aðra kominn. Verði hann útundan þá er það hans mál og i hans verkahring að ná lestinni aftur, hafi hann misst af henni. —EB TAFLA1. Ár: Heildar- Félagsmál, rekstrargj. millj. kr.: Hiutfall: milij. kr.: 1968 928.3 293.2 31.6% 1969 1.037.3 389.1 37.5% 1970 1.233.9 482.3 39.1% 1971 1.578.4 616.8 39.1% 1972 1.625.7 399.7 24.6% 1973 2.103.6 458.3 21.6% 1974 3.087.5 636.0 20.6% 1975 + 5.993.6 896.9 15.0% 1976++ 7.330.9 1.222.8 15.2% TAFLA2 Skipting framlaga borgarinnar til félagsmála. Ar: Fél.mál Lögb. gj. Ráðst.fé Ráðst.fé Ráðst.fé millj. kr. og styrkir Fél.mál % af % affr. I millj. stofnunar heild t/fél.mál 1968 293.2 223.9 69.3 6.9 23.7 1969 389.1 297.7 91.4 8.8 23.5 1970 482.3 361.5 120.8 9.7 25.1 1971 616.8 448.3 168.5 10.6 27.4 1972 399.7 260.2 139.5 8.6 35.0 1973 458.3 291.8 166.5 7.9 36.4 1974 636.0 411.3 224.7 7.3 35.3 1975 896.9 625.4 271.5 4.5 30.4 1976 1.222.8 848.0 374.8 5.1 30.5 Skýringar við TÖFLU 1 + Tölurnar fyrir árið 1975 eru fengnar að hluta úr bráðabirgða- niðurstöðum uppgjörs borgar- sjóðs, ekki er þvl fullvist að þær séu endanlegar. + + Tölur ársins 1976 eru fengn- ar úr Frumvarpi að fjárhagsáætl- un borgarsjóðs Reykjavikurborg- ar fyrir árið 1976, og kunna þvi að breytast I meðförum þar til áætl-. unin verður samþykkt. SKÝRINGAR VIÐ TÖFLU 2. Dálkur tvö sem ber yfirskrift- ina Lögbundin gjöld og styrkir, hefur að geyma lögboðin gjöld til sjóða, styrki og framlög til ým- issa stofnana og félagasamtaka sem vinna að félagsmálum, en heyra ekki undir Féiagsmála- stofnun Keykjavikurborgar. + Tölurnar fyrir árið 1975 eru að hluta til fengnar úr reikning- um borgarinnar eins og þeir lágu fyrir þann 13. feb. sl. og að hluta til úr endurskoðaðri Fjárhagsá- ætlun borgarinnar fyrir árið 1975. + +Tölurnar fyrir árið eru fengnar úr frumvarpi að fjár- hagsáætlun borgarsjóðs Reykja- víkur fyrir árið 1976. Sú áætlun hefur ekki verið samþykkt ennþá, en hún gefur þó til kynna hvert stefnir. Alþýðublaðið Miðvikudagur 18. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.