Alþýðublaðið - 18.02.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 18.02.1976, Side 16
Útgcfandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritstjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarfuiitrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaöaprent h.f. Askrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- KÓPAVOGS APÖTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 laugardaga til kl. 12 Rltst|órn Sfðumúla II - Slml 81866 Flokksstarfió Fulltrúaráð Alþýðuflokks félaganna I Reykjavik Stjórn fulltrúaráðsins boðar stjórn og varastjórn hverfis- ráða til hádegisverðarfundar i Iðnó, laugardaginn 21. febrúar n.k. kl. 12.00. Rætt verður um skipan hverfisráða og starfs- semi þeirra. Stjórnin. Lesendur eru beðnir aö athuga þessar breyting- ar, sem orðið hafa á símaþjónustu Alþýðu- blaðsins. Simar ein- stakra deiida verða eft- irleiðis þessir: Auglýsingar 14900 og einnig 14906 Áskriftir, dreifing og kvartanir í síma 81866 MEGUM VIÐ KYNNA Jón Karlsson, formaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki er fæddur á Mýri i Bárðardal, 11. mai 1937. Foreldrar hans voru Karl Jónsson bóndi þar og kona hans Björg Haraldsdóttir frá Austur Görðum i Kelduhverfi. Eiginkona Jóns er Hólmfriður Friðriksdóttir frá Sauðárkróki og eiga þau þrjú börn, Brynhildi Björgu, 16 ára, Friðrik, 15 ára og Karl 6 ára. Jón Karlsson fluttist til Sauðár- króks 1958, og hefur átt heima þar siðan. Hann er búfræðingur að mennt, frá Hólum og lauk þar námi 1956. Jón var um tima eða frá 1959 til 1968 starfsmaður hjá Mjólkur- samlagi Skagfirðinga, en þá tók hann við starfi hjá Verðlagseftir- litinu þar sem hann starfaði til 1972. Það ár gerðist hann starfs- maður verkamannafélagsins og lifeyrissjóðsins, sem það félag og önnur standa að. Jón Karlsson, sem einnig á sæti i bæjarstjórn Sauðárkróks, sagöi, að störfin i verkalýðshreyfing- unni gæfu ekki tilefni til mikilla umsvifa annars staðar. Hann sagðist að visu hafa áhuga á ýms- um hlutum og heföi t.d. verið i söngkór. Auk þess hefði hann allt- af gaman af að lita i skemmtilega bók. En ofar öllu er lifið sjálft, i öllum sinum margbreytileika, það sem maður hefur mestan áhuga á,” sagði Jón Karlsson að lokum. 0KKAR Á MILLI SAGT Nú er sýnilegt að Bretar eru að einangrast þvi ekki aðeins stórveldin þrjú, Bandarikin, Kina og Rússland viður- kenna 200 milna fiskveiðilögsögu, heldur er kominn meirihluti sem sýnilega dugir á hafréttarráðstefnunni i New York I vor. Það sýnir að samningar við Breta eru allsendis ónauðsynlegir og f rauninni fjarri allri skynsemi. Við þurfum að þrauka fram á sumar — en þá má vænt- anlega gera ráð fyrir að þeir lýsi sjálfir yfir 200 mflna lögsögu. Það er sýnilega ætlun rikisstjórnarinnar að leggja alla áherziu á að leysa sjómannadeiluna og koma bátunum á miðin aftur áður en hafizt er handa um almenna kaup- og kjara- samninga i landinu. Heyrst hefur að sáttanefnd geri ráð fyrir, að náist samningar við sjómenn i dag eða á morgun verði væntanlega hægt að leggja ákveönar tillögur fyrir samningsaðila ASl og vinnuveitcnda siðar i vikunni. Sagt er að verðlækkun spánska pesetans ásamt samdrætti I oriofsferðum til Spánar muni hafa talsverð áhrif til lækkunar á ferðum þangað. Reyndar hefur hlutur flugfarsins hækkað svo sfðan olíuverö fór hækkandi á heimsmarkaði, en nú hefur trans- keisari tilkynnt að hann muni lækka verð á oliu. Fróðlegt verður að vita hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa hér á landi. Fiskbúðir verða opnar frá og með deginum i dag ef undanþága hefur fengizt, en aðeins þær matvöruverzlanir eru opnar, sem eigendur sjálfir annast afgreiðslustörf I. Hins vegar þurfti enga undanþágu fyrir starfsmenn áfengisverzlana, þvT þeir eru opinberir starfsmenn og hafa ekki verkfallsrétt. Er rlkið þvi opið eins og ekkert hafi i skorizt. Tapaðar vinnustundir vegna verkfaila hafa löngum verið óeðlilega háar hér á landi. En við erura að sama skapi heilsuhraustir, og þá sjaldan viö erum ekki i verkfalli mætum við í heildina ekkert illa til vinnu. Svfar eru efstir á lista þeirra þjóða, sem verst mæta til vinnu. Vegna veikinda og „veikinda” töpuðu þeir I fyrra 106 milljón vinnudögum, sem samsvarar þvl að þeir hafi vcrið fjarri vinnu af þessum orsökum tlunda hvern vinnudag. Norðmenn, Italir og Holiendingar koma næstir, I þessari röð. Eftir lætin sem urðu i Mosfellsprestakalli eftir kvöldfréttir á sunnudaginn, þegar stuðningsmenn eins um- sækjendanna um prestsembættið tilkynntu að sögn vlsvitandi að annar umsækjandi hefði dregið sig í hlé — og frétt um það birtist f útvarpinu — hefur það komið til umræðu á ný hvort ekki sé tfmabært að endur- skoða lög um prestskosningar. Varhugavert er að visu að veita úr- skurðarréttinum beint til ráöuneytis eða biskupsembættis, en athugun- ar virði að samræma i framtiðinni val staöbundinna embættismanna og regiur um slikt. ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ fe-1 Flýta byggðafínu — hætta við Kröflu Svo nefnist ritstjórnar- grein siðasta tölublaðs Alþýðumannsins á Akureyri, sem er svo- hljóðandi: Þegar ljóst varð, að ekki yrði haldið áfram virkjun Laxár, var augljóst mál að bezti virkjunarkosturinn var ekki lengur fyrir hendi. Þá var ekki um annað að ræða en að hraða lagn- ingu byggðalínu, sem þegar var búið að leggja mikið fé til. Vitað var, að Ólafur Jóhannesson lagði mikið kapp á, að byggða- linan kæmist sem fyrst norður yfir heiðar. Það var að visu gagnrýnt, meðal annars i Alþýðu- manninum, að lagt skyldi á sama tima i svo mikinn kostnað sem virkjun Kröflu og lagningu byggðalinunnar. Þá var það hins vegar ekki ljóst, að litlar frumathuganir höfðu verið gerðar við Kröflu. Skýrsla Orku- stofnunar var ekki orðin opinber þar sem fullyrt er, að engin leið sé að tryggja næga gufu til virkjunar og enginn hafði hugmynd um þær stór- kostlegu jarðhræringar, sem átt hafa sér stað á Mývatnssvæðinu siðan. Nú er það orðið ljóst, að virkjun Kröflu er ekki að- eins mjög umdeilanleg frá þvi sjónarmiöi, að ýmislegt hafi farið úrskeiðis við undirbúning alian sem og framkvæmd verksins — heldur er beinlinis varað við áframhaldi framkvæmda á þess svæði af dóm- bærustu mönnúm, sem vara mjög við eldgosi á virkjunarsvæðinu. Einsýnt ætti þvi að vera, að nú ber að treysta stöðvarhúsið og gera það fært um að standast hugsanlega jarðskjálfta, reisa varnargarða við hraunstreymi og tryggja svo sem frekast er kostur, að það fé, sem þegar hefur verið sett i fram- kvæmdir fari ekki for- görðum. Raforkuvanda Norðlendinga I millitið- inni ber að leysa með þvi að ljúka byggðalinunni, samtengja allt Norður- land i eitt orkusvæði og nota þann tima, sem gefst þannig til að láta full- kanna virkjun i Jökulsá á F'jöllum og i Blöndu. Til þessgæfust væntanlega 3- 4 ár og á þeim tima ætti að liggja ljóst fyrir, hvar hentugast væri að virkja, þannig að ekki þyrfti á nýjan leik að fara út i vafasöm virkjunarævin- týri. Kröflunefnd er ekki einni um að kenna, að margt hefur farið svo úr- skeiðis við Kröfluvirkjun. Þar hjálpast að fjand- samleg náttúruöfl og mannleg mistök. En — við Kröflunefnd eina verður að sakast — ef stórfé verður kastað á glæ með niðursetningu véla á meðan allt er svo óvist um hegðun náttúruafl- anna. Þrjózka og sérgæði fáeinna ævintýraprinsa mega ekki ráða þarna ferðinni. Þarna verður að láta skynsemistýruna lýsa sér leiðina öll skynsemi mælir með þvi, að byggðalinan verði látin brúa bilið — og timinn, sem vinnst gjör- nýttur til að athuga um framtiðarlausn raforku- vandans á Norðurlandi. — BH. FIMM á förnum vegi Á að refsa mönnum sem fylgja ekki verkfallsboðun? Asrún Zophaniasdóttir, snyrti- sérfræðingur: Mér finnst fólk ætti að fá að ráöa hvort það fari i verkfall eða ekki, en eins og kerfið er i dag, þá á fólk að hlýða verkfallsboðun. Ef fólk gerir það hins vegar ekki, þá er allt i lagi að refsa þvi. Kristjana Axelsdóttir, skrifstofumær: Nei ég er á móti þvi að fólk fari i verkfall, þvi að það leysir engan vanda, og einnig er það misnotað eins og það er i dag. Ef fólk vill mót- mæla kjaraskerðingum, þá getur það mætt á fundi hjá við- komandi verkalýðsfélagi, en það gerir fólk alit of litið af. Rósey Helgadóttir, ibuffinu: Já mér finnst sjálfsagt að refsa þeim mönnum sem ekki hlýða verkfallsboðun. Annað hvort er verkfall eða ekki, og ef verkfall er, þá verða menn að fylgja þvi. Margrét Muccio, i uppvaskinu: Nei það finnst mér ekki, og er það vegna þess að verkföll ættu alls ekki að vera til. Það ættu og hljóta að vera önnur ráð til en verkföll. Það eru eingöngu verkalýðsfélögin sem stjórna þvi að gripið er til verkfalla, en almenningur kemur þar ekki nálægt. Hólmfríöur Björnsdóttir, ung- þjónn: Já auðvitað á að gera það. Það væri réttast að flengja svoleiðis svindlara.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.