Alþýðublaðið - 25.02.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.02.1976, Blaðsíða 1
alþýðu n KTiTTii 41. TBL. - 1976 - 57. ARG. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR Ritstjórn Sfóumúla II - Simi 81866 Kristján Pétursson spyr dómsmálaráðuneytið - sjá bls. 3 Sænska kvikmyndagerðarfólkið - sjá bls. 4 og 5 Kolmunninn er góður nytjafiskur - sjá bls. 9 ÞRJÁR VIKUR SÍÐAN RAÐHERRA VAR SPURÐUR A ALÞINGI SPURNINGAR SVARA Nú eru liðnar röskar þrjár vikur siðan Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, bar fram spurningar til dómsmálaráð- herra, Olafs Jóhannessonar, utan dagskrár á Alþingi varðandi afbrotamál tengd veit- ingahúsinu Klúbburinn og hugsanlegra af- skipta ráðherra af framgangi réttvisinnar. 1 svarræðu ráðherrans virtist litlu vera svarað til neinnar hlitar, en hins vegar vakti ræða hans enn fleiri spurningar. Ráð- herrann lagði heiður sinn að veði fyrir þvi, að engin fjármálatengsl væru milli Fram- sóknarflokksins og Klúbbsins. Þetta reynd- ist vera rangt, þvert á móti hafa átt sér stað umfangsmikil viðskipti milli Framsóknar- flokksins og Klúbbsins. Það er svo annað mál og ósvarað hvort þau tengsl hafa stjórnað gerðum ráðherrans. Eins og fram kom i forystugrein hér i blaðinu ekki alls fyrir löngu, hefði verið æskilegast að dómsmálaráðherra sjálfur hefði haft frumkvæði að þvi að sett hefði verið á laggirnar nefnd, sem treystandi væri, til þess að rannsaka þessi mál og þá væntanlega hreinsa ráðherrann af öllum grun. Þetta hefur ráðherrann, þvi miður, ekki borið gæfu til að gera. Enn stendur þvi málið allt óupplýst, og fyrir þessa sök, vegna þrjózku ráðherrans, stendur stjórn- kerfið allt veikara. Alþýðublaðið tekur undir þá skoðun, sem reyndar hefur komið fram i lesendabréfum til blaðins, að i þessi mál verður að fara varlega, meðal annars vegna þess að þau tengjast sakamálum svo ægilegum, að það snertir einkalif og tilfinningar fjölmargra, án þess að þeir sömu eigi aðild að málinu. En engu að siður er Alþýðublaðið þeirrar skoðunar, að mikið lengur verði ekki beðið. Stjórnmálamenn hafa lengi setið hjá, með- al annars af hræðslu við að mál þessi yrðu að flokksmáli og að menn tækju flokkslega afstöðu til þessara sakamála, sem auðvitað yrði mjög slæmt. En þrátt fyrir það verður ekki beðið öllu lengur. Alþingi verður að krefjast þess að rannsóknarnefnd verði skipuð i málið til þess að upplýsa það og láta svara fjölmörgum spurningum sem er algerlega ósvarað. Og ef þingmenn ann- arra flokka fást ekki til að vera með i sliku og hefja þannig þetta mál upp yfir flokks- lega tortryggni, þá verða þingmenn Al- þýðuflokksins að gera það sjálfir. Og þetta verður að gerast á næstu dögum. Þær spurningar, sem rannsóknarnefnd Alþingis ætti að leita svara við, eru ótölu- legar. Alþýðublaðið bendir á nokkrar slikar spurningar — og efalitið geta lesendur blaðsins bætt öðru eins við. SPURNINGARNAR o o Af hverju tók ólafur Jó- hannesson þá ákvörðun sina að opna veitingahúsið Klúbbinn, gegn vilja embættis rikissaksóknara, lögreglustjór- ans i Reykjavik og þeirra rann- SQknarlögreglumanna, sem að rannsókninni unnu? Af hverju ráðfærði hann sig ekki við þessa menn og ieitaði jafnframt upp- lýsinga um það, af hverju þeir höfðu lokað húsinu? Hvert er mat sérfróðra lögfræð- inga — var lagaheimild ráðherrans ótviræð? Atti ekki ráðherrann, samkvæmt sömu áfengislögum, einmitt að loka húsinu vegna þess, að að- standendur þess höfðu gerzt brotlegir við ákvæði laganna? Hvað stóð i bréfi þvi, sem aðstandendur Klúbbsins sendu ráðuneytinu i október, 1972, þar sem þeir kröfðust þess að ráðuneytið skærist i leikinn og opnaði húsið fyrir þá? Af hverju hefur ráðu- neytið aldrei birt þetta bréf I sinum langorðu greinargerð- um? o o Hvers vegna voru brotlegir starfsmenn ATVR endur- ráðnir? Hver voru brot þessara manna og hversu lengi höfðu þeir stundað þau? Var yf- irmönnum þeirra i ATVR aldrei kunnugt um þetta meinta mis- ferli? Kristinn Finnbogason upp- lýsti I sjónvarpsþætti að á þessum tíma, þegar hann stjómaði skuldabréfaviðskipt- um Framsóknarflokksins og Klúbbsins, hafi honum ekki ver- iðkunnugt um að Klúbburinn að öðru leyti stóð i slæmum mál- um. Þar sem þetta var á þeim tima blaðamál og Kristinn að auki framkvæmdastjóri dag- blaðs, hvernig stendur þá á þvi að Kristinn Finnbogason virðist hafa verið eini maðurinn á is- iandi, sem ekki vissi i október 1972, að Klúbburinn stóð i slæm- um málum? Hver voru tengsl — ef ein- hver — skuldabréfa við- skipta Framsóknarfiokks- ins og Sigurbjörns Eirikssonar annars vegar og ákvörðunar ráðherra hins vegar? Af hverju féll Sigurbjörn Eiriksson, veitingamaður, frá fimm milljón króna kröfu sinni á hendur Húsbygg- ingasjóði Framsóknarflokksins tveimur dögum áður en ráð- herrann tók þá ákvörðun sina að opna veitingahúsið gegn vilja lögreglunnar? Sigurbjörn Eiriksson hefur hingað tii verið talinn harður viðskiptamaður, og hingað tii hefði verið talið ó- venjulegt af honum að falla frá fimm milljón króna kröfu á hendur einum eða neinum — bótaiaust? Hvernig hefur öðrum veizlu- höldum og hanastélsboðum ver- ið háttað? Hafa verið frekari viðskipti þarna á milli? o Hver er afstaða lögreglu- stjórans i Reykjavik til þessa máls? Ljóst er hver afstaða hans var, en af hverju hefurhann nú ekki svarað itrek- uðum spurningum fjölmiðia? o Hvenær hófust þessi mál? Hversu umfangsmikil eru þau? Tengjast þau banka- kerfinu —einum eða fleiri bönk- um — með einum eða öðrum hætti? o o Hver hafa verið önnur fjár- máiatengsl Framsóknar- flokksins og Klúbbsins eða aðstandenda hans? Hvernig voru, til dæmis, greiddar veizl- ur þær sem frambjóðendur flokksins sátu fyrir tvennar kosningar á árinu 1974? Hafa hugsanlega átt sér stað frekari afskipti ráðu- neytis af frumgangi mála? Fram hefur komið, að þegar Baldur Möller sendi ioðið bréf til lögregluyfirvalda i Kefiavik, þegar einn aðstandenda veit- ingahússins hafði verið vfir- heyrður vegna nýrra mála, þá dugði ekki bréfið heidur hringdi hann með þvi. Hvað sagði Bald- ur Möller i þessu simtali? 1 hvers umboði hringdi hann? Framhald af 15. siðu. Vonandi að hvergi sé um verri hluti að ræða Vera má að við einhverjum, kannski öllum, þessara spurninga séu til eðlileg svör. En þau eðlilegu svör hafa ekki fengist til þessa, þvert á móti hefur þetta mál orðið tortryggilegt með hverjum deginum. Alþýðublaðið litur svo á að lýðræðið i þessu landi sé i mikilli hættu, ef ekki verður gripið i taumana. Stjórnvöld, og ekki sizt dómsyfirvöld, verða að vera hafin yfir tortryggni. Það eru þau ekki nú. Ef þessi mál reynast vera öll i stakasta lagi, þá standa stjórn- völd keikari eftir en áður. Þá gleymast stóryrði dómsmálaráð- herra og hann öðlast virðingu sina á ný. En úr þvi sem komið er er Alþýðublaðið þeirrar eindreginnar skoðunar, að málið allt sé svo tortryggilegt, uns frekari og skýrari svör frá ráðherra, fjölmörgum embættismönnum og sérfræðing- um, fást, að Alþingi verði að gegna þeirri skyldu sinni og gripa i taumana með þvi að stofna til rannsóknar. Vonandi leiðir sú rann- sókn i ljós, að þótt hér sé augljóslega um margar mjög óheppileg- ar ákvarðanir að ræða, þá sé hvergi um verri hluti en það að ræða. En hvort sem slik rannsókn leiðir það i ljós eða aðra og verri hluti, þá getur ekki lengur við svo búið staðið. Undirstaða islenzkra stjórnhátta og virðing valdsins er i hættu, og þeirri hættu verður að bægja frá. Allra hrottalegasta árás sem Bretar hafa gert á islenzt varð- skipiþessu þorskastriðiog hinum fyrri var gerð um hádegi i gær. Freigátan Yarmouth sigldi fjór- um sinnum á varðskipið Þór af slikri hörku að vart er hægt að ef- ast um að tilgangurinn hafi verið að sökkva varðskipinu. Þegar varðskipið Týr fór Þór til aðstoð- ar sigldi freigátan Scylla á Tý. Það er greinilega aðeins tima- spursmál hvenær alvarieg slys verða eða menn missa lifið á mið- unum ef ástand helzt óbreytt. Freigátan Yarmouth tilkynnti varðskipum okkar i fyrradag, aö hún hefði fengið fyrirmæii um, að þola enga trufiun á veiðum brezku togaranna. Um hádegi I gær var Þór stadd- ur 27 sjómilur út af Langanesi. Varðskipið var á hálfri ferð og stefndi i átt frá brezkum togurum sem voru i 3,4 sjómilna fjarlægð. Freigátan Yarmouth sigldi Þór uppi i fárra metra fjarlægð og snarbeygði siðan á bakborða. Fjórum sinnum var siglt á Þór og er skipið illa leikið eftir aðförina Brúarvængur stjórnborðsmegin er brotinn af, göngubrú fyrir framan brú er lögð inn, neðri brú- arvængur stjórnborðsmegin er beyglaður og stjórnborðsspil á skipherraibúð lagðist inn. Engin slys yrðu á mönnum og má teija það hina mestu mildi. Varðskipið Týr var þarna skammt frá og sigldi i átt að Þór til að veita aðstoð. Freigátan Scylla var náiægt Tý og tilkynnti skipherra varðskipsins að hann væri á leið til að aðstoða Þór. Freigátan reyndi allt hvað hún gat til að hindra siglingu Týs og sigldi siðan aftan á varðskipið. Skemmdir munu ekki hafa orðið verulegar. Sem fyrr segir hafa herskipin fengið fyrirmæli um að þola enga truflun á veiðum togaranna. Þar sem varðskipunum hefur orðið vel ágengt við klippingar að und- anförnu virðist það vera stefna freigátumanna að koma varð- skipunum úr umferð með hrotta- ieguin ásiglingum. Þessar að- ferðir eru á ábyrgð brezka flota- málaráðuneytisins og þar með brezku rikisstjórnarinnar. Með sama áframhaldi verða okkar fáu varðskip úr leik innan skamms og það þarf kraftaverk til að koma i veg fvrir stórslvs á miðunum. —SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.