Alþýðublaðið - 25.02.1976, Blaðsíða 12
A
Kópavogur -
Niðurgreiðsla daggæzlugjalda
á einkaheimilum
Félagsmálaráð Kópavogskaupstaðar hef-
ur ákveðið að greiða niður vistgjöld barna
einstæðra foreldra, sem eru i daggæzlu á
einkaheimilum.
Niðurgreiðslur þessar eru bundnar þvi
skilyrði, að viðkomandi heimili hafi til-
skilið leyfi frá félagsmálastofnuninni.
Niðurgreiðsla þessi verður fyrir hvert
barn helmingur vistgjalds kaupstaðarins
á hverjum tima eða nú kr. 4.500 á mánuði.
Umræddum aðilum er bent á að hafa sam-
band við félagsmálastofnunina, Álfhóls-
vegi 32, simi 4-15-70.
Félagsmálaráð.
Eggjaframleiðendur
Hinir gömlu, góðu timar eru komnir aftur
og Teigur býður aftur upp á landsins beztu
hænuunga — nýtt norskt kyn.
Aukin framleiðsla. Tryggið ykkur unga "
hið allra fyrsta.
TEIGUR S.F. Mosfellssveit. Simi 91-66130.
Skrifstofustarf
Framleiðslueftirlit sjávarafurða, óskar
eftir að ráða stúlku til starfa á skrifstofu
frá lokum marsmánaðar eða fyrr.
Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun
æskileg.
Upplýsingar hjá stofnuninni.
Framleiðslueftirlit sjávarafurða,
Hamarshúsinu v/Tryggvagötu.
Simi 16858.
Auglýsing Styrkir tíl að sækja
kennaranámskeið í Sam-
bandslýðveldinu Þýzkalandi
EvrópuráöiA býöur fram styrki til handa kennurum til aö
sækja námskeiö i Sambandslýöveldinu Þýzkalandi á
timabilinu marz til júli 1976. Námskeiöin standa aö jafnaöi
i eina viku og eru ætluð kennurum og öðrum er fást við
framhaldsmenntun kennara. Umsækjendur þurfa að hafa
gott vald á þýzku. Nánari upplýsingar og umsóknareyöu-
blöð fást i menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik. Umsóknum skal skila til ráöuneytisins.
Menntamálaráöuneytið
20. febrúar 1976.
Auglýsing frá sjávar-
útvegsráðuneytinu
Rækjuveiðar á Breiðafirði
Þeir aðilar, sem ætla að stunda
rækjuveiðar á Breiðafirði á komandi ver-
tið verð að asækja um veiðileyfi til sjávar-
útvegsráðuneytisins fyrir 3. marz nk.
Umsóknir, sem berast eftir þann tima
verða visast ekki teknar til greina.
Sjávarútvegsráðuneytið
23. febrúar 1976.
Upp komst um faðernið
þegar Per fór að syngja
Hæstiréttur i Svíþjóð á
nú f yrir höndum að
úrskurða um faðerni 13
ára drengs í einu óvenju-
legasta barnsfaðernis-
máli þar i landi til þessa.
Drengurinn heitir Per, og
móðir hans haföi verið gift i
mörg ár, og á auk hans tvö
önnur börn. En það tók hana sjö
ár aö komast að þvi hver faðir
þessa drengs væri. Þegar hún
varð ólétt á sinum tima sagði
hún að kærasti hennar væri
faðir barnsins. Blóðrannsókn
leiddi hins vegar i ljós að svo gat
tæpast verið. Þá benti hún á
annan mann, sem hún gat
sannað að hafði verið með henni
á þessum tima. En sá krafðist
blóðrannsóknar, og einnig hann
var sýknaður.
Rómantískar
endurminningar
Stúlkan giftist nú, timinn leið
og Per varð sjö ára gamall og
fór að ganga i skóla. Þar kom
strax i ljós að piltur var músik-
alskur með afbrigðum og hafði
hina beztu söngrödd. Og þegar
móðirin heyrði son sinn syngja á
skólaskemmtun rifjuðust upp
fyrir henni hinar rómantiskustu
endurminningar.
Arið 1962 hafði hún farið i
páskafrii sinu heiman frá sér i
Stokkhólmi til foreldra sinna i
Vastmannland. Hún fór með
vinkonu sinni á popptónlistar-
skemmtun þar i nágrenninu.
Hljómsveitin, sem þar lék, var
þá mjög þekkt og vinsæl meðal
unga fólksins. Stúlkurnar féllu i
stafi fyrir tónlist þessara ungu
kappa, og það endaði með þvi að
þær sænguðu með sitt hvorum
hljómsveitarmanninum þá nótt.
Morguninn eftir fengu þær hvor
sina hljómplötuna til minja um
nóttina. En um þá nótt hugleiddi
stúlkan svo ekki öllu meira fyrr
en átta árum siðar.
Sagði fyrst já
Þegar söngelska drengsins
kom i ljós skrifaði stúlkan föður
hans, aðalmanni hljómsveitar-
innar og sagði honum frá af-
sprenginu. Hljómlistar-
maðurinn hringdi i hana að
bragði og kvaðst myndu
gangast við drengnum ef hann
slyppi við meðlagsgreiðslur.
Siðar dró hann þetta tilboð sitt
raunar tilbaka. Lögfræðingur
hans hafði varað hann við
afleiðingum og vindingum sliks
tilboðs.
En þá fór stúlkan, móðir Pers,
til sakadóms og krafðist úr-
skurðar um að hljómsveitar-
stjórinn væri faðir drengsins.
Hún sagði að það væri ekki fyrst
og fremst um peningana að
ræða, heldur vildi hún fá úr þvi
skorið og staðfest með dómsúr-
skurði hver hinn raunverulegi
faðir piltsins væri.
Rannsóknir hófust, og það
voru teknar blóðprufur, sem
útilokuðu tónlistarmanninn
ekki. En það liðu heil sex ár þar
til undirréttur i Mora -
úrskurðaði að hann væri faðir
Pers. Og þrátt fyrir eindregnar
óskir konunnar um að hann
sleppi við að borga meðlagið, þá
hlifa sænsk lög engum i þeim
efnum, og hann verður að punga
út með sitt. Og öll árin aftur i
timann i þokkabót.
En nú hefur hljómsveitarfor-
sprakkinn áfrýjað dómi þessum
til hæstaréttar. Hann neitar þvi
að vera faðir barnsins. Hann
kveðst að visu hafa sofið hjá
stúlkunni páskanóttina 1962 —
en heldur þvi reyndar fram að
hún hafisofiðhjá ýmsum öðrum
á þessu timabili, sem getnaður
kann að hafa orðið á.
En Per likist alltaf pabba
sinum dag frá degi, segir
mamma hans, og hann hefur
svo dásamlega rödd!
Námsmenn voru á móti
frumvarpi um námslán
Kjarabaráttunefnd
námsmanna hefur lýst yfir
eindreginni andstöðu við
frumvarp til laga um
námslán og námsstyrki
sem lagt hefur verið fram
á Alþingi. Telur nefndin að
þetta frumvarp sé í
flestum veigamiklum
atriðum í andstöðu við
**!
Utboð
Tilboð óskast i álvir fyrir Kafmagnsveitu Reykjavikur.
Tilboöin veröa afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3
Reykjavik
Tilboðin verða opnuö á sama staö miðvikudaginn 7. april
1976 kl. 11 f.h.
4NNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 -- Sími 25800
vilja námsmanna og í raun
ósvífin árás á kjör náms-
manna i framhaldsnámi.
1 yfirlýsingu Kjarabaráttunnar
segir, aö frumvarpið innihaldi
enga tryggingu fyrir því að náms-
lánin nægi til lifsviðurværis, en
samt sé gert ráð fyrir svo
ströngum endurgreiðslum, að
þess scu vart nokkur dæmi á
vcnjulegum lánamarkaði.
Nefndin liefur lagt fyrir þing-
menn ýtarlega gagnrýni á frum-
varpiö og jafnframt komið á
framfæri við þá drögum að frum-
varpi, sem er i samræmi við vilja
mikils meirihluta námsmanna.
Kjarabaráttunefnd gengst fyrir
almennum fundi námsmanna um
frumvarpið i dag klukkan 17 i
stúdentaheimilinu hjá Gamla
Garði. —SG
Aiþýðublaðið
Miðvikudagur 25. febrúar 1976