Alþýðublaðið - 25.02.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.02.1976, Blaðsíða 16
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritstjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverð: Kr.: 40,- KÓPAVOfiS APÓTEK t0piö öll kvöld til kl. 7 ÍLaugardaga til kl. 12 SENDIBILA STOÐIN Hf Rltstjórn Slöumula II - Slml 81866 Flokksstarfiö Kvenfélag Alþýðu- flokksins i Hafnar- firði heldur fund miðvikudaginn 25. febrúar klukkan 20.30 i Alþýðuhúsinu. Fundarefni: Kristin Guðmundsdóttir flytur erindi um konur og Alþýðu- flokkinn. Annað: Upplestur, bingó og kaffidrykkja. Stjórnin. Lesendur eru beðnir að athuga þessar breyting- ar, sem orðið hafa á simaþjónustu Aiþýðu- blaðsins. Simar ein- stakra deilda verða eft- irleiðis þessir: Ritstjórn: 81866 Kvöldsími ritstjórnar 81976 Auglýsingar 14900 og einnig 14906 Áskriftir, dreifing og kvartanir í síma 81866 MEGUM VIÐ KYNNA Sigfinnur Karlsson, forseti Alþýðusambands Austur- lands og formaður verka- lýðsfélagsins á Neskaup- stað er fæddur á Neskaupstað 19. febrúar 1915 og hefur búið þar og starfað alla tið. Foreldrar Sig- finns eru Karl Arnason og Vigdis Hjartardóttir, Eiginkona hans er Valgerður Ölafsdóttir og eiga þau tvö börn, Viggó, 36 ára og Ölu Helgu, 26 ára. Sigfinnur fór á Eiðaskóla, en þá var skólastjóri þar sá ágæti mað- ur Jakob Kristinsson, sem siðar varð fræðslumálastjóri. Sigfinnur Karlsson segir, að verkalýðsmálin og verkalýðsbar- áttan hafi alla tið verið sitt hjartans mál og hafi hann verið sá lánsmaður að hafa fengið tæki- færi til að starfa mikið að þessum málum. Auk þess sem Sigfinnur starfaði i verkalýðshreyfingunni, hefur hann gegnt ýmsum trúnaðar- störfum og- meðal annars verið formaður verkalýðsfélagsins á Neskaupstað og forseti Alþýðu- sambands Austfjarða. bá hefur Sigfinnur starfað sem gjaldkeri bæjarútgerðarinnar, haft umsjón með sildarsöltun, auk þess sem hann hefur gengið til ýmisskonar vinnu, bæði á sjó og landi. Sigfinnur Karlsson hefur mik- inn áhuga á iþróttum og horfir á fótbolta og handbolta i sjónvarpi og annars staðar, þegar tækifæri gefst. Á sinum yngri árum tók hann allmikinn þátt i iþróttum, sérstaklega frjálsum iþróttum, og er hann enn þeirrar skoðunar, að iþróttir séu mannbætandi og hressandi fyrir unga jafnt sem aldna. Auk iþróttanna hefur hann áhuga á flestu, sem viðkemur mannlegum samskiptum. Þó seg- ist hann aldrei hafa haft áhuga á söng, og stafi það ef til vill af þvi, að honum hafi ávallt reynzt nokk- uð erfitt að hitta á réttan tón, eða halda lagi, eins og það er venjulega kallað. BJ 0KKAR Á MILLI SAGT Fræðslumynd um áhrif reykinga sem sýnd var 1 sjónvarpinu s.l. sunnudagskvöld, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, og er Alþýðublaðinu kunnugt uVn inarga, sem tekið hafa þá ákvörðun að hætta reykingum fyrir áhrif frá myndinni. I þessu sambandi má rifja það upp, að nokkrir ungir þingmenn, undir forystu Sighvatar Björgvinssonar, fluttu um það tillögu á alþingi i vetur, að nefnd yrði skipuð til þess að gera tillögur um samhæfingu að- gerða til þess að berjast gegn tóbaksreykingum og um aukinn stuðning hins opinbera við þá starfsemi. Tillagan hefur verið til meðferðar hjá allsherjarnefnd sameinaðs Aiþingis og hefur nefndin mælt einróma með samþykki hennar. Ýmsir hafa furðað sig á þvi, að verkfallsmenn skuli ekki hafa veitt læknum á höfuðborgarsvæðinu undanþágu til benzínkaupa. Alþýðublaðinu hefur verið bentá, að hér sé ekki allt sem sýnist. Sjúkrabifreiðir og önnur slik öryggisþjónusta eru á benzínundanþágum og geta þvi haldið áfram eðlilegri starfsemí. En hvers vegna skyldi læknastéttin fá undanþágu einungis til þess að komast i og úr vinnu frekar en aðrir? Viðbáran um húsvitjanir heimil- islækna i Reykjavik heidur vart vatni. Er sú þjónusta ekki löngu dottin upp fyrir? Eftir þvi, sem næst verður komizt er nú talið með öllu útséð um, að um frekari framkvæmdir verði að ræða við byggingu málmblendiverksmiðju á Grundartanga. Union Carbide mun hafa ákveðið að hætta við frekari framkvæmdir um sinn og ekkert mun vera i samningum við þá, sem bindur fyrirtækið skyld- um um að hefjast handa. Og hvað verður þá um hina miklu afgangs- orku frá Sigöldu og Kröflu? Fróðir menn spá þvi, að um miklar raforkuverðhækkanir verði að ræða til þess að unnt sé að láta þessar tvær stórvirkjanir bera sig, þar sem ekki tekst að selja nema hluta af raforkuframleiðslu þeirra. Slæmar atvinnuhorfur eru nú ibyggingariðnaði, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hafa menn veitt því athygli undanfarna mánuði, að byggingafyrirtæki á þvi landssvæði keppast um að undirbjóða hvort annað og mun sjaidan hafa verið hægt að ná jafn hagstæðum samningum við byggingafyrirtæki og einmitt nú. Leiðrétting 1 þessum kynningarþætti okkar i gær misritaðist nafn eiginkonu Þorsteins Þorsteinssonar, Höfn í Hornafirði, en rétta nafn hennar er Olga Meckle Guðleifsdóttir. Biðjum við hlutaðeigendur vel- virðingar á þessari skekkju. Með tilkomu hinnar nýju Vestmannaeyjaferju verður Herjóifur verkefnalaus. Þeirri hugmynd hefur skoti'ð upp að gera á honum breytingar, svo að hann geti tekið gáma — og nota hann siðan sem sérstakt Vestfjarða- eða Austfjarðaskip, en vöruflutn- ingar tii þessara landshluta, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, eru miklum erfiðleikum háðir. ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ 1^1 Hlutur lesenda eykst i dagblöðunum Þegar þessar linur eru ritaðar, rikir óvissa um hvort útgáfa dagblaðanna muni halda áfram eða stöðvast vegna verkfalls prentara. Reyndar hafa ýmsir furðað sig á þvi, að Verzlunarmannafélag Reykjavikur skuli hafa veitt undanþágu til að dagblöðin gætu komið út — og vist er rökrétt, að fólk spyrju, af hverju slik undanþága sé veitt, meðan ekki næst sam- staða um aðrar undan- þágur sem teljast verða brýnar. Nú má álita sem svo, að það sé að mati forystu- manna VR það nauðsyn- legt, að almenn þjóð- málaumræða geti farið fram og ekki sizt meðan þjóðinni er slikur vandi að höndum sem i alls- herjarverkfalli, að það réttmæti undanþágur til blaðanna. Vister um það, að meðan meirihluti verkafólks leggur niður vinnu til áréttingar kröfum sinum, þá hefur það meiri tima til að sinna félagsbaráttu og þjóðmálaumræðum en hversdags, og það hefur sýnt sig, að þrátt fyrir til- komu rafeindaf jöl- miðlanna svonefndu, þá er ekkert, sem örvar þjóðmálaumræður og al- menna þjóðfélagsskoðun og blaðagreinar. Útvarp og sjónvarp með öllum sinum tækni- legu hindrunum og af- mörkunum, ná aldrei að verða vettvangur um- ræðna fjöldans, enda var þeim alla tið sniðinn af tækniástæðum sá stakkur að verða fremur sjónar- horn almennings i mál- efnum dagsins en vett- vangur fyrir þátttöku i umræðum. Þarna hafa blöðin skilið sitt hlutverk nokkuð rétt. Þau eru einmitt hinn óformlegi vettvangur, sem allir hafa aðgang að, og hægt er að gripa til lestrar hvenær sem er dagsins. Blöðin hafa aukið þjónustu við les- endur og bjóða þeim nú upp á að hringja inn skoðanir sinar og álit á atburðum liðandi stund- ar, og i lesendadálkum dagblaðanna verða oft á tiðum hinar liflegustu umræður með þátttöku fjölda fólks úr öllum stéttum, þótt óneitanlega komi það fyrir, að um- ræðurnar og umræðu- efnið fari niður fyrir þau mörk, sem góðu hófi gegnir. Úr sliku má bæta með góðri umsjón alikra þátta. FIMM á förnum vegi Er samningaformið úrelt? \ Sverrir Sveinsson, verkstjóri: — Ég held að við verðum að gera það. Við verðum að breyta einhverju frá þvi sem nú er. Likast til væri rétt að koma á fót einhverju i likingu við starfs- mat. Friðrik flagsson, setjari:— Nei, það held ég ekki, við skulum bara láta þá vaka nógu lengi. Þá er þetta allt i lagi. Það er engrn ástæða til breytinga, þeir vilja hafa þetta svona og þar við sit- ur. Guðmundur Þorláksson, setj- ari: — Ég er hræddur um að við verðum að gera það. Þjóðin hef- ur engin efni á þvi að þorri verk- færra manna fari i verkfall um hábjargræðistimann. Það verð- ur að finna aðra leið til þess að leysa þessi mál, en ég tel mig ekki geta sagt fyrir um, hvernig á að standa að málunum. Karl Jónsson. setjari:— Samn- ingaformið er orðið úrelt. Ég er þó ekki viss um hvérnig við eig- um að breyta þvi. Verkföll eru neyðarúrræði, en eins og málum var orðið komið fyrir þetta verkfall, þá átti fólkið engan kost vænlegri, og þvi var ekki unnt að komast hjá þeim. Guðgeir Jónsson, bókbindari: — Ég er orðinn svo gamall að ég er alveg hættur að skipta mér af þessum málum, og læt það þvi eftiryngri mönnum. Ég var bú- innað vasast það lengi i þessum málum, að ég var búinn að fá nóg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.