Alþýðublaðið - 25.02.1976, Blaðsíða 10
Hækkið lægstu
launin um 25%
Ríkisstarfsmaður
skrifar:
I dag (fimmtudag) er
ekki að heyra, að verk-
fallið leysist á næstunni.
Enn standa atvinnu-
rekendur uppi eins og
nátttröll og neita að
horfast í augu við raun-
veruleikann. Þeir, sem
ráða í Vinnuveitenda-
sambandinu, hefja upp
gamla sönginn um það,
að atvinnuvegirnir þoli
engar kauphækkanir.
Þetta er bara ekki rétt.
Þessir herrar nota bara
verkafólk sem peð í bar-
áttu sinni við ríkisvaldið
að hrifsa til sín meiri og
meiri fríðindi hvað við-
kemur skattálagningu,
lánamálum og fleira í
þeim dúr. Ef fyrirtæki
geta ekki greitt hærra
kaup en það, sem nú er í
gildi, er það einfaldlega
vegna þess að þau eru illa
rekin.
HORNID
Skrifið eða hringið
í síma 81866
Þvi miður hafa opinberir
starfsmenn ekki verkfallsrétt —
ekki ennþá. En ástandið hjá
meginþorra þeirra er slæmt og
launin léleg. Mjög stór hluti
opinberra starfsmanna hefur
milli 60 og 70 þúsund i laun á
mánuði, þegar visitölufjölfjöl-
skyldan þarf 120—130 þúsund,
samkvæmt útreikningum hlut-
lausra aðila. En það kemur sá
timi, að við risum upp og krefj-
umst réttar okkar eins og
verkafólk gerir núna.
Satt bezt að segja finnst mér,
að forystumenn ASt hafi sýnt og
mikið langlundargeð undan-
farna mánuði. Það eru tæpir
þrir mánuðir siðan farið var að
ræða saman, en ekkert gerðist
fyrr en verkfail hafði verið boð-
hefur opið
pláss fyrir
hvern sem er
Hringið í HORNID
sími 81866
- eða sendið greinar á ritstjórn
Alþýðublaðsins,
Síðumúla 11,
Reykjavík
að. Þá fyrst hófust eiginlegir
samningafundir. A þessu tima-
bili hafa orðið miklar hækkanir
á ýmsum vörum, þrátt fyrir
þessa verðstöðvun. Og enn
meiri hækkanir hafa verið boð-
aðar. Má nefna sem dæmi, að
það má telja fullvist, að gjald-
skrá Hitaveitunnar hækki um
35—40% strax eftir að búið er að
semja — og fargjöld með SVR
munuhækka um 20—25% i april.
Hægt væri að nefna mun fleiri
dæmi, en ég læt þetta nægja aö
sinni.
Hér verður samninganefnd
verkafólks að vera vel á verði
og taka allar fyrirsjáanlegar
hækkanir inn i kaupkröfurnar.
Mér finnst það vera algjör
lágmarkskrafa, að laun þeirra,
erminnsthafa hækki um 25% og
laun annarra, er hafa nú á milli
75 og 100 þúsund á mánuði hækki
um 18%. Auk þess er
óhjákvæmilegt að hafa visitöl-
una i virku sambandi viö launin,
þvi það er beðið eftir þvi að
ræna öllum launahækkunum af
almenningi aftur. Reynsla und-
anfarinna ára sannar þetta.
Þótt löng verkföll séu hvim-
leið, vil ég hvetja fólk til að
gefast ekki upp heldur þrauka
áfram. Nokkuð er til i verkfalls-
sjóðum og það má fá fjárstuðn-
ing frá stöndugum verkalýðs-
félögum i nágrannalöndunum .
Það eru atvinnurekendur, sem
hafa stofnað til þessa verkfalls
með óbiigirni sinni — og þar
sem rikisstjórnin hefur ekkert
gert til að liðka fyrir, er hún
samsek. Þessir aðilar eiga það
skilið að finna til tevatnsins.
Stöndum saman og vinnum sig-
ur.
Samvirki en ekki Rafafl
R.H.J. hringdi:
Ég kom meö smáathugasemd
þarna i Horninu um daginn vegna
samvinnufélags rafvirkja sem
nefnistRAFAFL. Þar gat ég þess
að ég hefði skipt við þetta fyrir-
tæki og það hefði veriö dýrara en
önnur. Þvi miður varð mér á i
messunni. Þaö var fyrirtækið
Samvirki sem ég skipti við, en
það er vist annað fyrirtæki, þótt
það sé einnig svokallað samv.fél.
rafvirkja. Eða er þetta orðið eitt
fyrirtæki?
J.Á.S. gerði athugasemd við
það sem birtist eftir mig á dögun-
um, en ég sé ekki ástæðu til að
svara siiku rugli.
Síferska fram-
burðarkennslan
Stefán Guðni Ásbjörnsson
hringdi i Hornið.
Ég get ekki látið það vera að
hringja og kvarta aðeins yfir
útvarpinu. 1 mörg ár hefur
verið framburðarkennsla i hin-
um ýmsu tungumálum i útvarp-
inu, og er ekkert nema gott um
það að segja. Það er hins vegar
eitt atriði sem pirrar mig og
verður þess valdandi, að ég
missi ánægjuna af framburðar-
kennslunni i dönsku. Astæðan er
sú að kennarinn þar, Gunnar
Róbertsson Hansen, er látinn
og hefur verið um nokkurra ára
skeið.
(Jtvarpið er sem sagt að leika
eldgamlar segulbandsspólur i
framburðarkennslunni, og það «
löngu eftir að kennarinn er lið-
inn. Sömu segulbandsspólurnar
ár eftir ár. Að visu er það al-
gengt að t.d. heyrist til látinna
leikara i gömlum útvarpsleik-
ritaupptökum, en það finnst
mér hins vegar allt annars eðlis.
Samband kennara og nemenda,
eins og á að myndast við fram-
burðarkennslu af þvi tagi sem
útvarpið er með, er nokkuð ná-
ið. Þvi finnst mér i hæsta máta
óviðeigandi að útvarpa gömlum
kenn'sluþáttum þegar kennarinn
er látinn. t þáttum þessum er
talað beint til fólks og mér finnst
það einhvern veginn ekki við
hæfi, að það sé látinn maður
sem það gerir.
Það má ef til vill segja að
þessi athugasemd sé óþarft röfl,
en mér er svona innanbrjósts
og veit að mörgum útvarps-
hlustendum er ekki kunnugt,
hvernig i pottinn er búið.
Barnasagan tímavillt
í morgunútvarpinu
Útvarpshiustandi skrifar.
Hvernig stendur á þessari
timasetningu á morgunsögu
barnanna i útvarpinu, kl. korter
fyrir niu. 011 börn, sem ég þekki,
eru annaðhvort farin i skólann á
þessum tima, eða eru ekki vökn-.
uð. Við, sem erum morgunsvæfir,
þurfum eitthvað annað en þessar
sjálfsagt ágætu bókmenntir,
svona á leiðinni i vinnuna. Og
börnin, sem eiga þó að njóta
þessa, og reyndar er margt
stórvel gert fyrir börn í fjölmiðl-
um, fara á mis við allt saman af
fyrr greindum ástæðum. Elsk-
urnar minar, eitthvað létt úr
tómenntunum milli forystugrein-
anna og niu-fréttanna, barnasög-
una aftur á móti um kl. tiu f.h.
Hanzkinn tekinn upp
fyrir Valdimarog Bjarna
Blaðalesandi skrifar:
Ég get ekki varizt þvi að lýsa
furðu minni yfir þeim árásum,
sem okkar ágætu iþróttaleiöbein-
endur og iþróttafréttamenn hafa
orðið að þola siðustu dagana.
Hinn ágæti Valdimar örnólfsson
hefur orðið fyrir aðkasti vegna
morgunleikfiminnar og Bjarni
Felixson vegna þess helzt, að
mér skilst, að hnn sé ekki nógu
friður sýnum. Heyr á endemi!
Þjóðin er að springa úr ofáti og
hreyfingarleysi og þá má hún
ekki hlusta á morgunleikfimi. Er
þá ekki réttara að hlusta á smá-
áminningu á morgnana um það
að hreyfa sig svolitið og ekki
spillir hljómlistin hjá Magnúsi.
Valdimar á lika sérstakan heiður
skilið fyrir afrek sin við að vekja
áhuga ungs fólks á iþróttum. Er
þess skemmst að minnast, að
skiðadrottning okkar Islendinga
og stolt okkar og gleði i
skammdeginu, Steinunn
Sæmundsdóttir, hóf sinn frægðar-
feril einmitt hjá Valdimar uppi
Kerlingafjöllum. Jórunn Viggós-
dóttir mun einnig hafa fengið
handleiðslu hjá honum. Ég vil
bara óska þess, að Valdimar láti
ekki deigan siga og haldi sinu
striki.
Einnig eru skrif þau, sem birzt
hafa um Bjarna Felixson að und-
anförnu, mjög óviðeigandi.
Knattspyrnan er okkar lang-
vinsælasta iþrótt og Bjarni
gamalreyndur i henni, bæði sem
keppnismaður og fréttaritari.
„Rauða ljónið”, er þekkt bæði
innanlands sem utan og ekki væru
margir, sem gætu fyllt skarð
Bjarna sem sérfræðings um
knattspyrnuna. Allt kjaftæði um
það, að hann hagi sér ekki hins-
eigin og svona á skjánum, er úti
hött. Ekki geta allir verið
skemmtilegasti maður þjóðar-
innar eins og Ómar Ragnarsson.
Það er erfitt að lýsa knattspyrnu-
keppni, svo að vel fari. Afram,
Bjarni, þú átt leikinn i þessu máli.
cy4stareldur*
eftir Valerie North.
ósanngjarnt af henni. Beveriy var ein af læknunurn við
sjúkrahúsið, og þau Vane unnu sarnan.
Phillidia vissi það, að Vane leit ekki aðeins á dr. Harr-
ington sern einn af rnerkustu sarnstarfsrnönnurn sinurn.
Vinátta þeirra náði alveg aftur til bernskunnar. Þau voru
frá sarna bænurn i Kanada, og höfðu fyrst verið sarnan i
skóla og siðan i háskóla.
Það var fyrir tilstilli Vane, að Beverly Harrington var
kornin til Sainte Marie.
— Þér litið raunar ekki út fyrir það, að hafa of rnikla
orku til að eyða, sagði Beverly. — Geturðu ekki fengið
konuna þina til að hætta þessu, Vane? Þessi hæð er ekkert
garnanrnál...
— En rnikil ósköp! Það er ekkert að rnér! Ég er filefld,
sagði Phiilidia og settist við hlið Beverly i sófanurn. — Er
þetta te drekkanlegt, eða fæ ég nýtt?
— Ég er búinn aðhringja á það. Vane horfði á hana.
— Ég er búin að borða allar þessar górnsætu brauð-
sneiðar! sagði Beverly rneð fallegri, en eilitið drafandi
rödd sinni. — Það var ekki fallega gert af rnér!
— Það er allt i lagi! Þér hafiö liklega sleppt rnorgun-
verði vegna of rnikiliar vinnu.... eins og vanalega...?
Phillidia horfðist i augu við hina konuna, og furðaði sig á
þvi, að hún gat ekki varizt að láta það fara i taugarnar á
sér, hvað Beverly var hér tiður gestur. Það var þrátt fyrir
allt betra að hafa einhvern þriðja rnann i húsinu, heidur en
að vera ein rneð Vane. Og.... hún ætti að kunna vel við
Beverly....
Henni hafði þegar I stað fundizt að þær ættu að geta ver-
ið vinkonur, og sarnt... dr. Harrington var vinkona Vane.
Þau voru starfsfélagar, þau höfðu bæði áhuga á sarna
starfi. Phillidia gerði sér grein fyrir þvi, að Beverly var ó-
venju vel gefin. Dr. Charnbers sagði eitt sinn, að ólfkt svo
rnörgurn öðrurn konurn rneð heila, hefði Beverly aldrei
látið það bitna á útliti sinu. Þegar rnaður sá hana núna,
var erfitt að trúa þvi, að hún væri ekki bara snotur tutt-
uguogfirnrn ára stúlka.
Hún var há og grönn, rneð þykkt bronsgullið hár og
kastanijubrún augu. Kannski var hún ekki beinlinis frið,
en hún gladdi vissulega augað.
Fullkornin eiginkona rnanns, sern hafði sörnu áhugarnál
og hún. Ef Vane hefði ekki verið giftúr, hefði hann. þá
kannski?
Phillidia ýtti þessari hugsun frá sér, steinhissa á þvi að
henni hafði dottið þetta i hug, og hún neitaði harðlega rneð
sjálfri sér að hafa sviðið svolitið undan henni.
I sarna bili opnuðust dyrnar, og Jean korn inn rneð nýtt
te. Jean annaðist hússtjórnina ásarnt konu sinni Teresu.
Hann sagði:
— Það er korninn rnaður, sern spyr eftir Dr. Harrington!
— Eftir rnér? sagði Beverly hissa. — Hver i ósköpun-
urn...?
— Sinclair Arliss.... ef það nafn segir þér þá nokkuð!
heyrðist karlrnannsrödd segja i dyragættinni.
— Nei, nú er rnér að verða nóg boðið! Sin Arliss.... hvað
ert þú að gera hér?
Beverly var staðin á fætur og flýtti sér til rnannsins, sern
hafði elt Jean inn i stofuna.
— Siðast þegar ég vissi af þér, þá varstu að gera eitt-
hvað... ég veit ekki hvað, en það var alia vega eitthvað,
sern þú hefðir ekki átt að gera, sagði hún og þrýsti hönd
hans. — Hvað hefurðu nú fyrir stafni?
— Það vill svo til að ég er búinn að kaupa Chateau Rosa-
let, sagði gesturinn, — og þá var það litill fugl, sern fræddi
rnig á þvi að þú skreyttir hér starfsliðið rneð nærveru
þinni. Ég spurði eftir þér við aðalinnganginn, og mér var
sagt að þú hefðir farið til dr. Cordreys, og þá... hann horfði
brosandi á Vane. — Þá tók ég rnér bessaleyfi að korna
hingað æðandi i þeirri von að verða fyrirgefið sern næsta
granna yðar.
— Gleður rnig að hitta yður, sagði Vane. — Þetta er eig-
inkona rnin, herra....
— Sinclair Arliss.... Sin er auðveldara. Arliss leit niður á
Phillidiu. Hann hafði ekki kornið auga á hana fyrr, þvi
Vanestóð á rnilli þeirra, rétt þegar hann korn inn. ,---_
9 Alþýðublaðið
Miðvikudagur 25. febrúar 1976