Alþýðublaðið - 25.02.1976, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 25.02.1976, Qupperneq 5
kvimyndaleikstjóri: agnrýnendur geta myndagerðarmenn arflugið og starfsreynsluna í nyt Þá var Sjöman spurður hvort sér fyndist það hafa hjálpað sér sem kvikmyndagerðarmanni að hafa um langt skeið skrifað kvikmyndagagnrýni. Hann svaraði þvi til að það kæmi fyrir að góðir kvikmyndagagnrýn- endur yrðu góðir kvikmynda- gerðarmenn, en fyrir þvi væri ekkert garanti, ef gagnrýnend- ur færðu sér i nyt það sem hægt væri úr starfi sinu þá hefðu þeir möguleika á þvi að ná nokkrum árangri. ,,En það er fyrst og fremst hugarflugið sem ræður en ekki það að geta hlutað kvikmyndir niður i frumeindir sinar eftir kokkabókum gagnrýnenda”. Sjöman var að þvi spurður hvernig stæði á þvi að hann not- aði nú fullgerð handrit við gerð mynda sinna, i stað þess að nota lýðræðislegri aðferðir eins og hann hefði reynt. Hann sagði, að hann gerði það fyrst og fremst til þess að girða fyrir mistök, sem yrði erfiðara að leiðrétta á siðaristigum myndarinnar. Þvi má einnig bæta við að það er gott að fá að vera einn með hug- myndir sinar og búa til mynd sem túlkar aðeins minn vilja, Þ stað þess að nota þá timafreku aðferð sem lýðræðið er”. Næsta mynd Sjömans mun fjalla um kynferðislega minni- hlutahópa og er þar aðalper- sónan lögfræðingur einn sem vill þessum hópum vel, en reyn- ist ekki maður orða sinna þegar á reynir. Myndin heitir Taboo, og er hún unnin i samvinnu milli sjónvarpsins og kvikmynda- stofnunarinnar. Sjöman sagði að þessi mynd myndi valda miklu fjaörafoki og sagðist vera undrandi á þvi að sjónvarpið hefði léð máls á þvi að eiga þátt i gerð hennar. EB forstjóri sænsku kvikmyndastofnunarinnar: vandamál eru fyrst gerðarlist og hefur árangurinn ekki látið standa á sér. Þannig er hægt að fá styrk sem nemur allt að 55—75% framleiðslu- kostnaðar, til þess að gera kvik- mynd sem lagður er metnaður i og virðist lofa góðu. Hægt er að fá fyrirframstyrk til þessara mynda og sé hún fullgerð þann- ig vaxin, að mati dómnefndar, þá er unnt að fá viðbótarstyrk. Auk þessa hefur stofnunin sam- starf um gerð mynda við sænska sjónvarpið. Schein sagði að sér hefði reynzt notadrjúgt i baráttu sinni fyrir kvikmyndagerðina, að benda á að Svíar ættu sér hefð sem væri orðin meira en 50 ára gömul, þeir réðu yfir nauðsyn- legri tæknikunnáttu og sérhæfðu starfsfólki. Allt þetta væri í húfi ef ekki yrði reist við rönd. ,,Að þessu leyti”, sagði hann, „voru Sviar i betri aðstöðu en islenzkir kvikmyndagerðarmenn nú, þegar þeir eru að reyna að tryggja starfsgrein sinni sess.” Aðspurður, hvers vegna sænskar myndir væru jafn sjaldséðar hér og raun ber vitni, sagði Schein, að um langan ald- ur hefðu bandariskar kvik- myndir verið að heita má ein- fremst lúxusvandamál og ráðar á markaðinum, og að i hverju landi hefði skapazt hefð i vali kvikmynda til sýninga, sem lerfitt væri að glima við. Hann benti á að i þessu tilliti væri sjónvarpið ekki jafn bundið af peningasjónarmiðum og væri miðstýrðara þannig að auðveld- ara væri að knýja fram breyt- ingar þar, en i vali kvikmynda- húsanna. Hann sagði þau þrjú, Sjöman og Zacharias, hafa snætt hádegisverð með forráða- mönnum sjónvarps, og kvaðst vera vongóður um að þær við- ræður sem áttu sér stað, myndu leiða gott af sér i þessu efni. Aðspurður um vandamál sænskrar kvikmyndagerðar, sagði Schein að sér virtist það hafa gefið góða raun að sjón- varp, rikið og kvikmyndahús legðu fram fé til styrktar inn- lendri kvikmyndagerð. Hann bættiþvi við, að þegar eitthvert vandamál leystist þá fyndust jafnan ný að glima við. Vandamál sænskrar kvik- myndagerðar væru vandamál sem islenzkir kollegar þeirra þyrftu ekki að hafa áhyggjur af i náinni framtið vegna þess að forsenda vandamálanna, kvik- myndaiðnaðurinn, væri nánast ekki til hérlendis. Þessi vanda- mál væru trúlega það sem aðrir myndu kalla „lúxusvandamál”. í fyrsta lagi væri vandinn um ákvarðanatekt og hvernig nota má lýðræðið i þvi efni, óleystur, f öðru lagi væri enn ósvarað mörgum spurningum um tengslin milli peninga og listar. Peninga þarf til kvikmynda- gerðar, en það er skammt hægt að komast á peningunum einum saman. f þriðja og siðasta lagi hefði ekki tekizt að finna nýjar leiðir til þess að koma kvik- myndum til neytandans. £ B. Ann Zacharias, leikkona: Konum gengur betur að fá fé til kvikmyndagerðar nú en fyrr - ómetanleg forréttindi að fá starf Ann Zacharias fæddist i Stokkhólmi árið t956. Faðir hennar er leikari og móðir hennar er sálfræðingur. Þegar hún var 12 ára hætti hún f skóla og helgaði sig störfum i æsku- lýðsfyikingu vinstrisinnaðs stjórnmáfafiokks. Þegar hún var 14 ára fór hún að heiman og hélt til ftaliu, þar sem hún vann þar til hún hélt tii Frakklands. t Frakklandi vann hún fyrir sér sem ljósmyndafyrirsæta, lagði stund á tungumálanám og rcyndi fyrir sér um að komast að sem kvikmyndaleikkona. t Frakklandi trúlofaðist hún franka leikaranunt Pierre Cle- menti. Arið 1975 giftist hún leik- aranum og trúbadornum sænska Svcn-Bertil Taube, en það hjónaband stóð skamma hrfð. Ann er nú með vinsælustu leikkonunt i Sviþjóð, ekki sizt vegna velgengni sinnar i sjón- varpsþáttunum „The For- tunates” eftir Norman J. Crisp, og Luanshya Greer. Kvöldblað- ið Aftonbladet hefur birt greina- flokk eftir hana þar sem hún gagnrýnir sænska þjóðfélagið. Á blaðam annafundi i Nor- ræna húsinu i fyrradag sagði Ann, að fyrsta myndin sem hún lék i hafi verið myndin Don Juan sem Iloger Vadim stjórn- aði, en aðalhlutverk þcirrar myndar var i höndum Birgitte Bardot. Ann sagði að á næstunni færi hún til Parisar að leika i mynd sem stjórnað verður af Nelly Caplan frá Argentínu, en að þvi loknu fer hún til Sviþjóðar að leika i kvikmynd sem einnig verður stjórnað af konu. Að- spurð hvort hún sæktist eftir þvi að leika i myndum sem stjórnað væri af konum, sagði Ann, að hér væri um einskæra tilviljun að ræða. Hins vegar væri á- nægjulegt að vita til þess að svo virtistsem konum gengi nú bet- ur að fá fjármagn til þess að gera kvikmyndir en áður, en leikstjórn i kvikmyndum hefði nær cingöngu verið i höndum karlmanna. Um myndina sem hún leikur i og sýnd er hér á landi þessa dagana „Det sista ‘áventyret” sagði Aun, að hún túlkaði vandamál sem væri algengt i Sviþjóð og rcyndar viðar. Uin hlutverk sitt i myndinni „Detsista aventyret” sem sýnd er i Austurbæjarbiói þessa dag- ana, sagði Ann, að það fjallaði sitt gagnrýnt um vandamál sem viða væri al- gengt, þ.e. sambandið milli nentanda og kennara. 1 mynd- inni væri fjallað unt ungan mann sem væri geðveikur og það setti hennar hlutverki auð- vitað ákveðið form. Santband nemandans og kennarans væri notað til þess að sýna fram á sjúklegt hugarástand kennar- ans. Það hefði auðvitað verið hægt að sýna þennan sjúklcika með öðrum hætti, t.d. meö þvi að láta hann biða citthvert ann- að félagslegt skipbrot, en með þvi að nota ástarsamband þeirra þá hefði þetta verið mun auðveldara viðfangs og auð- skildara öllum. Ann Zacharias sagðist hafa það i huga að leika á sviði seinna meir, en hún hcfði valið kvikmyndirnar vegna þess að þar væri auðveldara að leika, og einnig að þegar hún væri oröin þritug þá gæti hún ekki með nokkru móti leikiö skólastúlku eins og þá sem hún lék i „Det sista aventyret". Hún sagðist trúa á mátt kvik- myndanna og vildi leggja sitt af mörkum til þess að þær gætu verið áhrifamikið tæki. Ann var að þvi spurð hvort henni veittist erfitt að leika. Hún sagði: „Mér finnst það auðvelt, ég hef trú á þvi sem ég er að gera. Þetta er vinna sem ég hef áhuga fyrir, þvi er það auðvelt. Við leikarar njótum forréttinda fram yfir þann sem vinnur t.d. i verksmiðju. Við fá- um dóm um okkar starf. annað tveggja góðan eða vondan, önd- vert við þá sem standa við færi- band daglangt og án þess að á þá sé yrt. Þetta eru forréttindi sem ég met mikils.” EB. Miðvikudagur 25. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.