Alþýðublaðið - 25.02.1976, Side 11

Alþýðublaðið - 25.02.1976, Side 11
FISKKASS AVERKSMIÐJ AN STRANDAÐl Á VILJALEYSI OG DnA VIÐ ÁHÆTTll Eins og gamlir menn muna, var á sínum tíma sett á laggirnar undir- búningsfélag að stofnun fiskkassaverksmiðju hér á landi. Þetta var gert að til- hlutan iðnaðarráðu- neytisins. Margt var talað og ritað þegar undirbúningsfélagið var stofnað, en umræðan þagnaði og um langt skeið hefur ekkert um málið heyrzt. Alþýðublaðið hafði tal af As- geiri Leifssyni, verkfræðingi hjá Iðnþróunarstofnun, og innti hann eftir framgangi málsins, en Asgeir hefur unnið nokkuð að þessu máli. Hann sagði: „Undirbúningsfélag á borð við þetta verður að hafa bak við sig sterkan vilja og áhuga á framgangi málsins. Slik öfl standa ekki og hafa ekki staðið að baki þessu félagi og er það liklega meginástæðan til þess að ekki er lengra komið málum en raun ber vitni. Það hlýtur að vera keppikefli okkar Islendinga að gera aðal- útflutningsvöru okkar, fiskinn, að sem beztri vöru, og við ætt- um ekki að láta neins ófreistað i þvi sambandi. Það er hags- munamál okkar að við fáum sem mest fyrir okkar vöru meö sem minnstum tilkostnaði. Þetta verður að hafa i huga þegar rætt er um arðsemi al- mennt. Viö leitum leiða til þess að ná sem mestri hagkvæmni við framleiðslu vörunnar, og það verður m.a. gert með þvi að framleiða og taka i notkun geymslukerfi sem þjónar þess- um tiigangi. Kassi sem geymir fiskinn betur en áður hefur verið unnt, er þvi afleiðing. Ef það tækist að safna saman i einn stað þekkingu og reynslu þeirra sem að fiskvinnslu starfa, og vinna úr þeirri reynslu, þá ætti að vera hægt að búa til og þróa geymslukerfi sem væri eftirsóknarvert. A hitt ber að lita að vöruþróun er mjög áhættu- og kostnaðarsöm i framkvæmd. Það er sú stað- reynd, að fá islenzk iðnfyrirtæki hafa yfir verulegu áhættufjár- magni að ráða — ásamt þvi að menn eru hræddir við áhættuna. — sem veldur þvi, að ekki hefur orðið meira úr framkvæmdum en raun ber vitni. Gtarfsmenn Iðnþróunarstofn- unar hafa hannað kassa sem talinn er betri en þeir kassar sem nú eru i notkun. Þess má geta i framhjáhlaupi, að framleiðandi einn erlendur, sem rætt var við i sambandi við stofnun kassaverksmiðju hér, notfærði sér hugmyndir ís- lendinganna, og hefur þegar framleitt yfir 50 þús. kassa sem ekki eru ósv.ipaðir þeirri hugmynd, sem hér hefur verið unnið að. A það má benda, að nú eru um 1 millj. fiskkassar til i landinu, og gera má ráð fyrir að til jafnaðar verði um 600 þús. kassar i notkun á næstu árum. Af þessum 600 þúsundum má gera ráð fyrir að endurnýja þurfi um 100 þús. stykki á ári. Þetta ásamt þeirri vernd sem verksmiðjan myndi njóta hér vegna fjarlægðar, er þvi vald- andi, að við gætum framleitt kassa hér, sem væru ódýrari en þeir sem við kaupum núna. Verðið er i dag um 90 kr. fyrír 90 litra kassa. Að réttu lagi ætti það að vera u.þ.b. 55 kr., en vegna þess aö framleiðandinn sem er norskur, er i einokunar- aðstöðu, þá getur hann sett verðið þetta hátt. Með þvi að framleiða þessa kassa hér á landi myndi margt vinnast. T.d. yrðum við óháðir einokun og gætum þvi lækkað verðið á þeim, það yrði örugg- ara i sambandi við endurnýjun kassabirgða, útflutningur væri hugsanlegur, og ekki sizt að þetta gæti leitt til þróunar margvislegs iðnaðar hér á landi, en hann er lifsnauðsyn, ef við ætlum að lifa hér með sama hætti og verið hefur, enda getum við ekki veitt meira úr sjónum en við gerum, og ekki er hægt að skapa meiri verðmæti af nytjun landsins, a.m.k. ekki til útflutnings. Við tökum meiri áhættu með þvi að halda núverandi stefnu en að leggja eitthvað af mörk- um til vöruþróunar. Það vantar skilning ráða- manna Alþingis á mikilvægi þessað efla islenzkan iðnað. Við gáfum sjálfum okkur i þjóðar- gjöf einn milljarð til þess að klæða landið skógi. Mér finnst við ættum að gefa okkur ein- hverja svipaða upphæð til þess að þróa iðnaðinn, hann verður jú lifibrauð okkar þegar fram liða stundir.” Undir þessa siðustu ósk Asgeir vill undirritaður taka, þvi það er óliklegt að framtið okkar verði fólgin i þvi að éta laufið af trjám þeim sem spretta upp um landið, fyrir gjafféð frá þjóðhátiðarárinu mikla. —EB Ófremdarástand á bókasöfnum — Ófremdar óvissa ríkir nú i bókasafnsmálum þjóðarinnar, segja ýmsir forsvarsmenn bókasafna viðs vegar á landinu, sem héldu fund i Norræna hús- inu 15. þ.m. og fjölluðu um mál- efni almenningsbókasafna. i ályktun fundarins segir m.a.: „Starfhæf lög um almcnn- ingsbókasöfn eru ekki lengur tii. Fundarmenn telja mjög varhugavert, ef rikið kippir al- gjörlega aö sér hendinni með fjárframlög, einkum mundi það bitna illa á bókasöfnum i fá- mennari byggðaiögum. Þvi skorar fundurinn á Aiþingi að samþykkja nú þegar óbreytt frumvarp það um almennings- bókasöfn, sem menntamálaráð- herra lagöi fram á fyrsta degi yfirstandandi aiþingis.” Styrktarfélag aldraðra starfar með miklum blóma I Hafnarfirði. Hálfsmánaðarlega eru haldnir spila- og skemmtifundir i Góðtemplarahúsinu i Hafnarfirði. Myndir er frá einum slík- um fundi i siðustu viku, sem frú Asthildur ólafsdóttir stjórn- aði. Kjartan Jóhannesson, varaformaður styrktarfélagsins, flutti ávarp, Asgeir Jóhanncsson flutti erindi og fór með smellnar visur, aðallega úr Þingeyingaþingi og Guðlaugur Tryggvi Karlsson söng einsöng við undirleik Páls Kr. Páis- sonar, organleikara. Að lokum var svo tekið i spii. Miðvikudagur 25. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.