Alþýðublaðið - 25.02.1976, Page 13

Alþýðublaðið - 25.02.1976, Page 13
Íþróttír FRIÐRIK MARK- HÆSTUR Hin unga vinstri handarskytta úr Þrótti Friörik Friöriksson var markahæstur i 1. deildar- keppninni i ár, meö 85 mörk. Þetta verður aö teljast mjög góöur árangur hjá leikmanni sem lék i fyrsta skiptiö i vetur meðal beztu handknattleiks- manna tslands. Friörik var vel að þessum titli kominn. Hann er bæði fljótur og út- sjónarsamur leikmaöur sem á framtiöina fyrir sér. Hann er einn af þeim mörgu ungu og efnilegu leikmönnum i ís- lenzkum handknattleik sem miklar vonir hljóta aö vera bundnar við. Hann hefur þeg- ar verið valinn i landsliöshóp- inn og verður væntanlega einn af íslenzku leikmönnunum sem leika munu gegn Júgó- slövum og Luxemburgar- mönnum i undankeppni Oly mpiuleikmannanna á næstunni. Alþýöublaöið óskar Friðriki til hamingju meö hinn góöa árangur á handknatt- leiksvellinum þaö sem af er þessari handknattleiksvertíö. SNJORALL- INU VAR FRESTAÐ „Við erum tilneyddir til þess að aflýsa Heykjavikurmótinu i snjó-rally veðursins vegna einu sinni enn”, sagði Ólafur Ragnars- son fréttamaður i samtali við blaðið, en það þurfti að fresta keppninni tvær heigar i röð vegna snjóleysis. Eins og kunnugt er, þá er búið a skipuleggja þessa keppni á Sandskeiði, og eru það Lions klúbbarnir Freyr og Njörð- ur, ásamt þremur björgunar- sveitum sem að þessari keppni standa. Að sögn Ólafs er keppnin haldin þetta seint að vetrinum vegna þess að nú fyrst er dagurinn orð- inn nógu bjartur til að af keppni geti orðið. Ólafur t jáði okkur að ef snjóleysi verður áfram á Sand- skeiði, þá hafa þeir Stiflisdal i Þingvallasveit i bakhöndinni, en þar erágætis aðstaða fyrir keppni sem þessa, þar sem snjóþyngra er þar en á Sandskeiöi. g.G. Meistaramót fslands haldið 6 og 7 marz Meistaramót tslands i frjálsum iþróttum innanhúss veröur haldiö helgina 6. og 7. marz n.k. i Laug- ardalshöllinni, og i Baldurshaga. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast til F.R.Í. fyrir 28. febrúar n.k. Þátttökugjald er 100 kr. fyrir hverja keppnisgrein. LANDSLIDH) OG PRESSAN EIGAST VIÐ f KVðLD í kvöld kl. 20.30 verður leikur landsliðsins i handknattleik og liðs sem iþróttafréttaritarar hafa valið, og gengur undir nafninu pressu- leikur. Þessi leikur er nær árlegur viðburður, og þykja þeir oftast mjög skemmtilegir og spennandi. Með honum gefst iþróttafréttaritur- um lika gullið tækifæri, til að velja þá leikmenn sem ekki hafa f engið náð hjá landsliðsnefndinni, og þeim þykir að ættu fullt erindi i landsliðið. Þetta er þvi lika nokkurs konar barátta, milli mats iþróttafréttarit- ara, á einstökum leik- mönnum, og landsliðs- nefndarinnar, hins veg- ar. Sjaldan, eða aldrei hefur is- lenzka landsliðið I handknattleik verið gagnrýnt jafn harkalega i dagblöðum, og einmitt i vetur, og er þvi ærin ástæða til að hvetja fólk til þess að koma og sjá leik- inn, þvi hann er lika nokkurs kon- ar barátta tveggja málstaða, þ.e.a.s., iþróttafréttaritara og handknattleiksforystunnar, en einsog kunnugt er þá hafa þessir hóparekkialltaf verið sammála á þessum vetri. Það er óþarfi að tiunda mögu- leika hvors liðs um sig Bæði eru skipuð sterkum og góðum leik- mönnum, sem flest allir ef ekki allir myndu sóma sér vel i lands- liðinu, þ.e.a.s. ef þeir hafa ekki þegar verið valdir I það. Landsliðið verður þannig skip- að i kvöld: Markverðir: Ólafur Benediktsson Val, og Guðjón Er- lendsson Fram. Aðrir leikmenn eru: Bjarni Jónsson Þrótti, Friðrik Friöriksson Þrótti, Sigur- beigur Sigsteinsson Fram, Páll Björgvinsson Viking, Arni Ind- riðason Gróttu, Jón Karlsson Val, Steindór Gunnarsson Val. Hinir þrfr sem valdir hafa verið i lands- liðið, Jón Hjaltalin Magnússon, Ólafur Einarsson og Ólafur Jóns- son, eru allir erlendis og munu þvi ekki leika með i kvöld. Pressuliðið verður skipað eftir- farandi leikmönnum: Markverð- ir: Guðmundur Ingimundarson Gróttu, Birgir Finnbogason FH. Aðrir leikmenn eru: Þórarinn Ragnarsson FH, Guðmundur Arni Stefánsson FH, Stefán Halldórsson Viking, Guðjón Magnússon Val, Bjarni Guðmundsson Val, Hannes Leifs- son Fram, Pétur Jóhareson Fram, Hörður Kristinsson Ar- manni, Hörður Sigmarsson Haukum, og Geir Hallsteinsson FH. Ekki er alveg vitað hvort Geir leikur með þar eð hann meiddist illa á fæti i leiknum gegn Fram á sunnudagskvöldið. Ungi leikmaðurinn úr Fram Hannes Leifsson, hefur átt mjög góða leiki að undanförnu meðFram-liðinu. Hann er áreiðanlega maður framtiðarinnar i is- lenzkum handknatt- leik. Hann leikur með pressuliðinu i kvöld gegn landsliðinu. Sigraði bæði í snóker og krambúl Agúst Agústsson tvöfaldur íslandsmeistari í billjard tslandsmótið I „krambúl" var haldið á billjardstofunni á Klapparstig nú i vikunni, og voru þar mættir til leiks flest allir beztu spilarar landsins. Til úr- slita léku þeir ólafur Jakobsson og Agúst Agústsson, og föru leik- ar svo að Agúst bar sigur Ur být- um cftir skemmtilega keppni. t þriöja sæti var Gunnar Hjartar- son margfaldur tslandsmeistari. Með þessum sigri sinum varö Agúst tvöfaldur tslandsmeistari i billjard, þar sem hann sigraði einnig i „snóker” keppninni, sem var haldin á sama staö fyrir skömmu. Þetta er i fyrsta skipti sem Agúst er tslandsmeistari i krambúl, en I „snóker” hefur hann sigraö nokkrum sinnum. Er ekki vafi á þvi að Agúst er einn af beztu, ef ekki bezti billjardspilari landsins. Almenningur veit ekki mikiö um þessa skemmtilegu iþrótt, þar sem sjaldgæft er aö um hana sé skrifað. Til aö ná góöum árangri I þessari iþrótt, þarf geysimikla æfingu og reynslu, sem og I öðr- um greinum iþrótta, þannig aö ó- hætt er að gera þessari iþrótt jafn háttundir höföi sem öörum grein- um. Ömar Ragnarsson í fararbroddi Úr fyrri keppni O blaoamanna og /1 , , , P , , , r dómara: Frábær til- íþrottairettamanna gegn domurum snsómars tn víta- Fyrir leik pressuliösins og landsliðsins, leikur lið iþrótta- fréttaritara gegn liði handknatt- leiksdómara. Þessir leikir hafa nær undantekningarlaust verið mjög vinsælir meðal handknatt- leiksunnenda enda oftast mjög vel Ieiknir. ómar Ragnarsson mun væntanlega leiða Iþrótta- fréttaritarana.enda hafa fáir fyr- irliðar eins mikla ábyrgðartil- finningueins og Ómar. Hannhef- ur átt við þrálát meiðsli að striða siðan i haust, en er nú á batavegi, og að sögn hans sjálfs, að komast i toppæfingu. ,,Ég get ekki án i- þrótta verið” segir Ómar, og þvi reyni ég ávallt að fyrirbyggja meiðsli áður en þau gerast. Iþróttir eru fyrir mig eins og eit- urlyf fyrir eiturlyfjasjúklinga, ég get ekki án þeirra verið. Ég mun gera allt sem i minu valdi stendur til aö við náum að sigrast á hinu harðsnúna liði dómara, og treysti hinum lögfróöu lögfræöingum sem dæma munu leikinn, þeim Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Bergi Guönasyni, til þess að sjá viö öllum fólskubrögðum og leik- araskap dómaranna, sem þeir eru svo þekktir fyrir. Við munum fara inn á leikvöllinn með þvi hugarfari að sigra og það mun takast i lokin sagði hinn knái i- þróttafréttaritari hjá Sjónvarp- inu, og enginn efast um að hans orð séu ekki sönn. Auk ómars munu flest allir iþróttafréttarit- arnir leika. Helgi Danielsson mun t.d. vera i marki og er það ekkert launungamál, að hann ásamt Ómari eru styrkustu stoðir i- þróttafréttaritaranna. Markvörð- urinn er eins og flestir vita hálft liðið, og þvi er það mikill akkur að hafa jafn margreyndan landsliðs- mann eins og Helga til að sjá um rammann. Lið dómaranna veröur svipaö og verið hefur undanfarin ár, og mun þvi gamla Vikings-kempan Bjöm Kristjánsson leiða það, Björn gerði mikinn usla siðast þegar þessi lið mættu og ættu menn ekki að veröa hissa ef settur yrði sérstakur gæzlumaður á Björn i þessum leik. Hver fær það erfiða verkefniskal ekki gefið upp að svo stöddu, en eitt er vist það verður ekki sparað lið til.þess að stoppa hann, þótt svo færi að lið iþróttafréttaritara þyrfti að verða tveimur til þremur mönn- um færri i vörninni. En hvort liðið er betra fæst úr skorið i kvöld. Aður en leikirnir hefjast mun skólahljómsveit Kópavogs leika nokkur létt lög. Alþýðublaöið AAiðvikudagur 25. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.