Alþýðublaðið - 09.03.1976, Page 5
alþýðu-
fclaðið
Þriðjudagur 9. marz 1976
FRÉTTIR 5
Enn reynt
að sigla
á Baldur
Stöðugar ýfingar á
miðunum
Dráttarbáturinn States-
man lagði til atlögu við
varðskipið Baldur um há-
degisbilið í gær. Gerði
dráttarbáturinn ítrekaðar
tilraunir til ásiglingar en
þær mistókust allar. Fimm
freigátur eru nú á miðun-
um, en foringjar þeirra
virtust ekki hafa mikla
löngun til að bekkjast við
Baldur.
Brezki veiðiflotinn, 31 togari,
var 'að veiðum norðaustur af
Langanesi í gær. Varðskip trufl-
uðu veiðar togaranna eftir mætti
og gerðu nokkrar tilraunir til
klippingar en engin þeirra heppn-
aðist.
Sem fyrr segir eru nú fimm
freigátur á miðunum, en ein
þeirra, Scylla, mun vera á förum
heim. Sömuleiðis mun einn drátt-
arbátur vera að yfirgefa miðin,
en þeir voru þar fjórir i gær.
—SG
Alþýðuflokkskonur:
Senda verk-
fallskonum
stuðning
Siðastliðinn sunnudag héldu Al-
þýðuflokksfélögin á Akranesi al-
mennan fund i félagsheimilinu
Röst. Fundurinn hófst kl. 2 eftir
hádegi og voru frummælendur
þeir Benedikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, og Sighvatur
Björgvinsson, alþingismaður.
Fundarstjóri var Guðmundur Vé-
steinsson.
Um sama leyti var haldinn á
Akranesi fundur á vegum
kvennadeildar verkalýðsfélags-
ins á Akranesi, en konur þar eiga
i verkfalli eins og kunnugt er.
Strax i upphafi Alþýðuflokks-
fundarins var samþykkt að senda
verkalýðsfundinum svohljóðandi
kveðju:
..Fundur haldinn að tilhlutan
Alþvðunokksfélaganna á Akra-
nesi 7. marz 1976 sendir fundi i
kvennadeild Verkalýðsfélags
Akraness árnaðaróskir og flytur
verkakonum beztu baráttukveðj-
ur i vfirstandandi vinnudeilu."
Þessi ályktun var samþykkt
einróma á fundinum og send rak-
leiðis til fundar verkakvennanna
þar sem hún var lesin upp ásamt
fjölmörgum öðrum baráttu- og
stuðningskveðjum, sem verka-
konurnar fengu.
Siðan var gengið til dagskrár og
Benedikt Gröndal, fyrri frum-
mælandinn á fundinum, tók til
máls. 1 upphafi ræðu sinnar fjall-
aði Benedikt um stöðu, störf og
stefnu Alþýðuflokksins og skýrði
frá 60 ára afmæli flokksins, sem
verður hátiðlegt haldið n.k.
sunnudag. Þá ræddi Benedikt um
landhelgismálið og lét þess m.a.
getið, að við værum nú búnir að
vinna sigur i málinu — við yrðum
aðeins að halda út þar til sá sigur
hefði verið að fullu staðfestur.
Að lokinni framsöguræðu Bene-
dikts tók Sighvatur Björgvinsson
til máls. Ræddi hann efnahags-
málin, stjórnarfarið i landinu og
dómsmálin.
Að framsöguræðum loknum
hófust.frjálsar umræður og fyrir-
spurnir. Til máls tóku: Rannveig
Edda Hálfdánardóttir, Jóhannes
Jónsson, Þorvaldur Þorvaldsson,
Rikharður Jónsson, Hallgrimur
Arnason, Bragi Nielsson,
Kristján Guðmundsson.
Fundurinn var ágætlega sóttur
og fór mjög vel fram.
Viðskipti tíu aðila við
Alþýðubankann rannsökuð
I dag er búizt við að rannsókn
Alþýðubankamálsins ljúki hjá
sakadómi Reykjavikur. Eftir er
mikil vinna við vélritun, en mál-
ið verður sent rikissaksóknara á
næstu dögum. í samtali Alþýöu-
blaðsins við ’Sverri Einarsson
sakadómara i gær kom fram, að
rannsókn hefur farið fram á við-
skiptum 10 aðila við Alþýðu-
bankann.
Upphaflega fór rikissaksókn-
ari fram á rannsókn á viðskipt-
um Guðna Þórðarsonar og fyr-
irtækja hans við bankann.
Bankaráðsmenn Alþýðubank-
ans fóru sömuleiðis fram á þess
háttar rannsókn þ.e. viðskiptum
bankans við Guðna, Air Viking
og Ferðaskrifstofuna Sunnu og
hugsanleg viðskipti þessara
aðila sin á milli.
Rikissaksóknari vildi siðan að
viðskipti fleiri aðila við Alþýðu-
bankann yrðu tekin til athugun-
ar. Málið hefur þvi vaxið mjög
að umfangi og sem fyrr segir
náði það til 10 aðila.
Með vitund
bankaráðsmanna ?
Það kom fram i samtali við
Sverri Einarsson, að banka-
ráðsmenn Alþýðubankans héldu
þvi fram, að þessi viðsk. hefðu
ekki farið fram með vitund
þeirra og vilja. Þegar Sverrir
var spurður hvort þetta gæti
staðizt svaraði hann þvi til, að
það væri álitamál.
Alþýðublaðið hafði einnig
samband við Hermann Guð-
mundsson formann bankaráðs
Alþýðubankans. Hann sagðist
að svo stöddu ekki geta sagt
neitt um þetta mál enda væri
það ekki komið frá sakadómi.
—SG.
□ Loks gáfu veðurguðirnir snjórallinu grænt
Ijós- og áhorfendur létu sig ekki vanta
Á þriöja þúsund manns
fylgdust með Reykja-
vikurmeistaramótinu í vél-
sleöaakstri, sem fram fór
viö Þingvallaveg á Mos-
fellsheiði á laugardag.
Um 20 þátttakendur mættu til
keppninnar á vélsleðum sinum,
en sigurvegari varð Lárus Eiriks-
son sem ók 10 kilómetra braut i
úrslitariðli á 9 minútum og 12
sekúndum.
Var meðalhraði keppenda i úr-
slitariðli 60 km/klst. — en þess
má geta að allmikið var um
erfiða torfærukafla i brautinni.
Á næstunni mun verða haldið
tslandsmót i rallinu. en það orð er
notað fyrir keppni i vélsleða-
akstri.
—GÁS.
Tveir keppenda i úrslitariðli.
Sleðinn til vinstri á myndinni
erislenzk framleiðsla.
NETAVERTIÐIN ER MEÐ
ALLRA LÉLEGASTA MÓTI
Netavertíðin sem nú er í fullum gangi, hefur
verið mjög slæm það sem af er árinu, og hafa
gæftir almennt verið slæmar. Blaðið hafði sam-
band við vigtarmenn á nokkrum stöðum á suð-
vestur horni landsins og innti þá frétta af vertíð-
inni.
Netavertiðin er nú i
fullum gangi um land
allt, og stunda hana
flest allir minni bátar
landsins. Stærri skipin
eru flest öll enn á
loðnuveiðum, og fara
þau ekki á netin fyrr en
um mánaðamótin
marz — april. Þó er
möguleiki á að það
verði siðar, þar sem
spáð er að loðnuvertið-
in verði eitthvað lengur
en i fyrra.
Vertíðin á Suð-vesturlandi
hefur verið með þeim lakari i
mörg ár, það sem af er árinu.
Er hægt að kenna verkfallinu
um það að vissu marki. Blaðið
hafði samband við nokkra vikt-
armenn i sjávarplássum á
suð-vesturströndinni, og spurði
þá um gang mála.
Dintóttur ufsi
Þorsteinn Ingólfsson hjá
Fiskifélaginu i Vestmannaeyj-
um, tjáði okkur að heildaraflinn
fram að 1. marz, hafi verið 2056
tonn, en á sama tima i fyrra hafi
hann verið 3095 tonn.
„Það má að sjálfsögðu kenna
verkfallinu mikið um þessa
aflarýrnun, en einnig hafa gæft-
ir verið með afbrigöum slæmar
i ár. Það er eiginlega aldrei veð-
ur til róðra. Bátarnir byrjuðu
flestir veiðar fljótt eftir áramdt,
og hefur aflinn aðallega verið
ufsi. Er hann frekar dyntóttur,
það geta komið góðir dagar, en
svo á það til að detta algjörlega
niður. Aflinn var sæmilegur á
sunnudag, og er maður farinn
að gera sér vonir um hann fari
að glæðast úr þessu.”
Góður þorskur
i Grindavik
,,í gær lönduðu 29 bátar 190
tonnum, og var það allt mjög
góðurþorskur”, sagði Þorsteinn
Gislason á hafnarvigtinni i
Grindavik. Bætti hann við að
þetta hafi verið bezti afladagur-
inn á vertiðinni til þessa. I gær
var hins vegar bræla á miðun-
um, og fóru allir bátarnir fljót-
lega i land. Afli var litill sem
enginn, enda litið dregið.
Daniel sagði að bezti túrinn i
fyrradag hafi verið 13,5 tonn, en
aflahæsti báturinn i Grindavik
væri Þorsteinn Gislason GK.
með 150 tonn.
„Gæftir hafa verið mjög
slæmar i vetur, og hefur litið
verið hægt að stunda sjó. Aflinn
hefur aðallega verið góður
þorskur. Verkfallið hafur einnig
sett mikið strik i reikninginn.
T.d. fór loðnan alveg fram hjá
okkur i verkfallinu, en þá var
búið að landa 4000 tonnum.
Aflahæsti báturinn
„I það heila hefur vertiðin
verið mjög slæm vægast sagt,
og hafa gæftir verið afleitar,”
sagði Jón Júliusson á vigtinni i
Sandgerði. ,,Einnig kom verk-
fallið sér bölvanlega, þannig að
allt hefur stuðlað að þvi að gera
þessa vertið lélega. Af þessum
17-18 bátum sem veiðar stunda,
er Freyja GK aflahæst, en hún
er einn af þeim örfáu bátum
sem stunda linuveiðar. Það er
mjög óvanalegt að linubátur
skjóti netabátum ref fyrir
rass.”
Frekar tregt
i Keflavik
Þórhallur Helgason varð fyrir
svörum, þegar við hringdum i
vigtina i Keflavik. Mátti Þór-
hallurtæpastveraað þvi að tala
við okkur, þvi vörubilar full-
fermdir loðnu biðu afgreiðslu,
og á þeim vigstöðvum má ekk-
ert tefjast.
Þórhallur hafði samt sömu
sögu að segja og i hinum pláss-
unum, afli frekar tregur hjá
þessum 25-30 bátum sem stunda
veiðar frá Keflavik. IReykjavik
er alveg sömu sögu að segja,
gæftir slæmar sem hjá hinum og
afli litill.
GG.