Alþýðublaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL Föstudagur 26. marz 1976 biartö1 tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Tæknilegur fram- kvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Rit- stjóri og ábyrgþarmaöur: Arni Gunnars- son. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Ritstjórnarfulltrúi: Siöumúia 11, simi 81866. Augiýsingar: simi 28660 og 14906. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 800 krónur á mánuöi og 40 krónur i | lausasölu. Enn eitt dóms- malahneykslið Félagið „íslenzk réttarvernd" hefur komið upp um, að í tveimur fangageymslum hér á landi voru notuð sérstök hátíðnihljóðtæki, sem tengd voru inn- anhússkallkerfi og notuð voru til þess ,,að róa fanga". Tækið var notað á þann hátt, að með því var hátíðnihljóöbylgja send um innanhússkallkerfið og höfðu hljóðin þau áhrif að sögn sjónarvotta, að fang- ar ærðust um stund, en sofnuðu síðan. I viðtali við Tímann segir Ólaf ur Ólafsson landlæknir, að notkun þessa tækis hafi á engan hátt verið afsakanleg. ( fyrsta lagi geti þaðskaddað heyrn manna, í öðru lagi verði notkun tækisins f rekar til þess að æra menn, en stilla og í þriðja lagi segir landlæknir, að ómögulegt sé að segja til um hvaða áhrif þetta geti haft á sálar- líf manna. Eftir lýsingu landlæknis er því hér um hreint pyntingatæki að ræða, þótt ráðuneytisstjórinn i dómsmálaráðuneytinu vilji ekki mikið úr því gera í viðtali við Morgunblaðið. Að sögn dómsmálaráðuneytisins hefur ráðuneytið ekki haft hugmynd um, að þessi tæki hafi verið sett upp í fangageymslunum tveimur, en telur uppsetn- ingu þeirra vera algeran barnaskap þeirra lögreglu- manna, sem í hlut áttu. Þá brá dómsmálaráðherra einnig fljótt við, þegar íslenzk réttarvernd kærði notkun tækjanna fyrir honum.fyrirskipaði rannsókn á málinu og þegar henni var lokið bannaði ráðherr- ann notkun tækjanna. Er því engin ástæða til þess að efast um að það sé rétt, að það hafi verið fyrir barnaskap lögreglumanna á viðkomandi stöðum, sem tæki þessi voru tekin í notkun. Þeir vissu ein- faldlega ekki, hvað þeir voru að gera. En er þaðekki áhyggju- og umhugsunaref ni að það skuli geta gerzt, að gæzlumenn fangageymslna skuli án vitundar sinna yf irmanna geta gert tilraunir með tæki til þess að,,róa fanga" — tæki, sem síðar kemur i I jós að eru stórhættuleg bæði líkamlegri og andlegri heilsu manna. Ekki vantar hér á landi alls kyns sér- fræðinga, sem sífellt eru að láta Ijós sitt skína um mannúðlegar og uppbyggjandi refsingar, um opin fangelsi, sálgæzlumeðferð brotamanna og annað í þeim dúr — og lögin og framkvæmd þeirra taka nokkurt tillit til skoðana allra þessara sérfræðinga. Svo kemur allt í einu upp úr dúrnum, að í tveimur fangelsum er verið að gera tilraunir með hættuleg tæki til þess að „róa" fólk og allir hinir vísu sér- fræðingar og allir hinir ábúðarmiklu yf irmenn dóms- og réttargæzlumála koma af f jöllum. Nú virðast við- komandi lögreglumenn siður en svo hafa reynt að leyna því að þessi tæki hafi verið i notkun. En hvernig er með sérfræðingana og stjórnendurna. Hvernig er það með þá aðila, sem eru sískrifandi og sitalandi um dóms- og refsimál, aðgerðir og úrbætur og hafa fengið það hlutskipti að fylgjast með þessum málum, bæta úr þeim og bera ábyrgð á þeim: Hafa þeir ekkert eftirlit haft með þessum stofnunum — ekkert haft fyrir því að skoða þær eða ræða við gæzlumenn þeirra áður en þeir fóru að láta Ijós sitt skína á opinberum vettvangi? Atburðir þeir, er fslenzk réttarvernd kom upp um, eru alvarlegir og sorglegir. En þeir gera jafnframt öll þessi gáfulegu og háfleygu skrif sérfræðinga og ráðamanna um hátiðlegar sálrænar og félagslegar nýtízku aðferðir til þess að lækna þá ógæfusömu menn, sem gista fangageymslur, hlægileg. Þessum aðilum væri nær að gá að þvi, sem er að gerast í kring um þá, en að skrifa og tala spekingslega jafn víðs- f jarri raunveruleikanum og þeir hafa gert.Og ef tala á um barnaskap þá verður vart á milli séð hvor barnaskapurinn er meiri, hjá lögreglumönnunum, sem ákváðu að gera tilraunir með hvernig „róa" mætti fangana eða hjá yfirvöldum dómsmála, sem sögðust ekki hafa hugmynd um hvað lögreglu- mennirnir hefðu verið að gera — og viðurkenndu þá um leið að eftirlit ráðuneytisins með fangageymsl- um í landinu væri af heldur en ekki skornum skammti. Fjórðungsmót hesta- manna haldið á Hellu Fjórðungsmót Sunnlendinga veröur haldið á Rangárbökk- um við Hellu, 26. og 27. júni i sumar. Skoðun kynbótahrossa mun hefjast fyrr, þ.e.a.s., stóð- hestar verða skoðaðir og dæmd- ir á fimmtudegi 24. júní, en hryssur föstudaginn 25. júni. Samtimis hryssuskoðuninni er fyrirhuguð opin gæðingakeppni fyrir börn og unglinga á 10 til 15 ára aldri. Reglur og kynning á þvi atriði verða sendar hverjum félagsformanni með þessari til- kynningu. Eigendur kynbótahrossa þurfa að hafa samband við Þor- kel Bjarnason hrossaræktar- ráðunaut, sem mun veita nánari upplýsingar um forskoðun og fleira þar að lútandi. Akveðið hefur verið að kynbótahross yngri en 4 v. verði ekki sýnd á mótinu. Gæöingakeppni verður skipt I a- og b-flokk. Hvert félag má senda 1 hest i hvom flokk fyrir fyrstu 50 félagana, og annan fyrir næstu 50. 3. hestur á 101 til 200, 4.hestur á 201 til 300 o.s.frv. Hver hestur verður dæmdur sér með spjaldadómi. Verði hestar jafnir i einkunn til verð- launa, ræður hlutkesti hver ber sigur úr býtum. Eignarpeningar verða veittir fyrstu hrossum i hverri grein, auk myndarlegra peningaverð- launa. Kappreiðar verða fjöl- breyttar. Keppnisgreinar verða: 1500 m brokk, 250 m stökk, 350 m stökk, 800 m stökk, 250 m skeið og 1500 m stökk. Þegar er búið aö trygg ja næga beit fyrir ferðahross beggja vegna Rangár, einnig eiga að vera næg tjaldstæði við móts- svæöi. Fjórðungsmótsnefnd er þann- ig skipuð: Björn Sigurösson, Gusti, form., Bergur Magnús- son, Fáki, gjaldkeri, Guðmund- ur Þ. Gislason, Loga, ritari, Ingólfur Bjarnason, Smára, Jón Bjarnason Hrossaræktarsam- bandi Suðurlands, Halldór Ein- arsson, Sörla, Magnús Fin bogason, Geysi og fer hann jafn- framt með störf framkvæmda- stjóra til að byrja með. GG Stefán jonsson, alþingismaður-. ENGINN FAI HÆRRI • • •• EN TVOFOLD LAUN VERKAMANNS — Alþingi skorar á rikisstjórnina að láta undirbúa löggjöf um hámarkslaun, þar sem kveðið verði á um að ekki megi greiða hærri laun hér á landi, en sem svara tvöföldum launum verkamanns, miðað við 40 stunda vinnuviku.— Þannig hljóðar hluti þingsá- lyktunartillögu, sem Stefán Jónsson, alþingismaður, hefur flutt i efri deiid Alþingis. Al- þýðublaðið spurði Stefán hvort og þá hvernig hægt væri að koma þessu til leiðar. „I þessari þingsályktunartillögu er um stefnumörkun að ræða. Til þess að hægt sé að hrinda þessu i framkvæmd þarf grundvallar- breytingu á þjóðfélagskerfinu.” Stefán sagði, að á árunum i kringum 1960 hefði það verið skoðun allra þeirra er voru á vinstri kanti stjórnmála, að stefna ætti að almennri tekju- jöfnun. Siðan með tilkomu við- reisnarstjórnarinnar hefði sú stefna verið mörkuð, að auka hinn svokallaða hagvöxt. Það hefði verið gert með þvi að auka launamismun á kostnað fram- leiðslustéttanna og ýta með þeim hætti undir neyzlukapp- hlaupið. Bankastjóralaun siðlaus Þá sagði Stefán Jónsson: „Laun vericamanna nema nú um það bil helmingi fram- færslukostnaðar visitölufjöl- skyldunnar. Má þvi ætla að við þingmenn, sem höfum tvöföld laun verkamanns, höfum til hnifs og skeiðar. öll laun þar umfram, hvað þá sexföld verica- mannalaun, eins og bankastjór- ar hafa, hljóta að teljast sið- laus.” Um afgreiðslu tillögunnar i þingi, sagði Stefán: „Mér þykir nauðsynlegt, að umræður um þessi mál fari fram hér i Al- þingi, á meðan ástand þjóðmála og þá ekki sizt efnahagsmála er einsbágt og raun ber vitni. Þaö þarf að breyta rekstri samfé- lagsins og gera það að þurftar- samfélagi fremur en ofnægtar- samfélagi. Ég tel mig vera öruggan um atkvæöi samflokks- manna minna við tillöguna. Þá er ég ekki vonlaus um stuðning Alþýðuflokksmanna,” sagði Stefán Jónsson að lokum. —GAS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.