Alþýðublaðið - 26.03.1976, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 26.03.1976, Qupperneq 10
io SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyllta salnum. Simi 11440. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. —Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á bverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up bifreið og bifreið með 4 þúsund litra oliugeymi úr ryðfriu stáli, er verða sýndar að Grensás- vegi 9 þriðjudaginn 30. marz kl. 12 til 3. — Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna, BILASALINN v/VITATORG Opið öll kvöld til kl. 10 Símar 12500 og 12600 Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna verður haldinn i Bjarkarási, mánudaginn 29. mars kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins 3. Kosningar. 4. önnur mál. Stjórnin. Föstudagur 26. marz 1976 blaöíö* Á myndinni sjáum við hárgreiðslu og þar hefur einungis verið sett permanent í yztu toppana. Þetta gefur greiðslunni léttan blæ og ekki þarf nema renna greiðu gegnum hárið til að laga það til. GAMLA KRULLUPERMA Permanet,ásamt klippingu er skilyrði fyrir þvi að hárgreiðslan komi vel út og haldist lengur í hárinu en fyrsta daginn. Nú er gamla permanentið úr sögunni, og kvenfólk kemur ekki lengur heim úr greiðslunni með lambakrullur í hárinu. Nú er FRAMHALPSSAGAM Sinclair... þab er aldrei á hann treystandi... Það voru næturnar, sem voru verstar, næturnar, sem lengdu timann enn meir og gerðu hann óþolandi... Það var sama, hvað hún reyndi að þreyta sig mikið á daginn — henni tókst aldrei að sofna á kvöldin. Og þar sem hún lá þarna og starði út i loftið stórum, galopn- um augum, fóru minningarnar að kvelja hana aftur. — Hvað þýddi það að fara aftur og aftur yfir þetta? spurði hún sjálfa sig beisklega. Það verður einhvern veginn að kippa þessu i lag... einhvem veginn binda enda á þetta hjónaband, sem var ekki annað en skripaleikur... Skyndilega fannst henni, að húnþyldi bókstaflega ekki lengur einmanaleikann og tómleikann, og hún ákvað að fara til Nice i nokkra daga. En þegar hún var komin til Nice, þá óskaði hún þess heitast, að hún væri komin aftur heim, og þó hún keypti sér mikið af falleg- um fötum, þá gladdi það hana ekkert. Hún ákvað að fara aftur heim strax næsta morgun. Það var ekki fyrr en hún skipti um föt fyrir kvöldmatinn, sem hún áttaði sig á því, að þetta var i fyrsta skipti, sem hún bjó ein á stóru hóteli. Og þegarhún gekk nokkru siðar niður i veitingasalinn, fann hún til ákafrar og næstum yfirþyrmandi einmanaleikakenndar, þrá eftir vingjarnlegu ávarpi eða kunnug- legu andliti. Hún þurfti að ganga yfir stóra forsalinn, til að komast inn i veit- ingasalinn, þar sem ljósin blik uðu og skinu. Tilhugsunin um það að þurfa að ganga ein inn i stóran veitinga- salinn, og láta alla stara forvitna á sig, var henni næstum ofraun, og ósjálfrátt staðnæmdist hún andartak. Einmitt i þvi sneri maðurinn við móttökuborðið sér við og kom auga á hana. Andartaki siðar stóð hann við hlið hennar. — Þetta kom mér sannarlega þægilega á óvart, sagði hann. Phillida hrópaði hrædd upp yfir sig, og leit beint i hlæjandí augu Sinclair Arliss. — Þér sagði hún, og þegar hún réttihonum höndina, roðnaði hún og hló. Yndislegt glóandi blóm! hugs- aði hann. Rós með logandi hjarta... Hann fann, að hjarta hans sló örar, meðan hann stóð og horfði á hana. Það var svo stutt siðan hann hafðiverið aðhugsa svomikið um hana, og hér stóð hún allt í einu frammi fyrir honum. Hann spurði án þess að sleppa hönd hennar: — Hvað eruð þér að gera hér? Hvar er maðurinn yðar? — t Kanada! svaraði hún. — t Kanada? — Já! Það var allt i einu eins og hún heföi fundið aftur nokkuð af þeirri öryggiskennd, sem hana hafði skort skömmu áður. Hann sleppti hendi hennar og leit á hana lyfti svolitið brúnum. — Svo...? — Ég er ein, sagði hún. — Ég kom hingaö til að verzla.... Hann stóð andartak og horfði á hana án þess að segja nokkuð. Hann hafði orðið eftir i Nice til að hitta mann, sem hann þekkti, og snæða með honum kvöldverð, en fyrir tiu minútum hafði hann fengið skilaboð i gegn um simann um, að það yrði þvi miður að aflýsa kvöldverðinum. Arliss hafði alltaf trúað á örlög- in, svo að það var satt að segja einkennilegt að hann skyldi hika núna. En hik hans var ekki lengi. Hann flýtti sér að segja: — Já, en þá borðið þér auðvitað kvöldmat með mér, er það ekki? Komið þér! Hann tók undir handlegg henn- ar og leiddi hana inn i salinn. Sinslair Arliss gat verið mjög töfrandi félagi, og þegar leið á máltiðina haföi Phillida minni og minni ástæðu til að sjá eftir þessum fundi. Hann hafði fariö um allan heim og gat sagt frá hlutum, sem hann hafði séð á ferðum sinum, svo maður sé allt næstum ljóslifandi fyrir sér.... Það leið ekki langur timi eftir að þau hittust, áður en hann hafði séð að eitthvað var að. Þegar hún sagði honum að Vane væri i Kanada, blandaðist undrun hans sigurhrósi, og þegar hann spurði cy4stareldur* eftir Valerie North.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.