Alþýðublaðið - 24.04.1976, Qupperneq 9
biaSíö Laugardagur 24. aprfl 1976
17
MINNINGARORD___________
Sigurður Agústsson,
alþingismaður, Stykkishólmi
Snæfellingar kveöja i dag svip-.
rikan héraðshöföingja, Sigurð
Agústsson, fyrrverandi alþingis-
mann. Hann lézt aðfaranótt 19.
april siðastliðins, 79 ára að aldri,
og verður jarðsunginn i Stykkis-
hólmi i dag. iVIunu margir vilja
kveðja hann að leiðarlokum, þvi
að Sigurður átti að baki athafna-
rika ævi og hafði viða komið við
sögu atvinnulifs, félags- og
stjórnmála, fyrst og fremst á
heimaslóðum vestra, en einnig i
sölum Alþingis, og margra stór-
fyrirtækja þjóðarinnar.
Sigurður var sonur Agústs
Þórarinssonar verzlunarstjóra i
Stykkishólmi og konu hans, As-
gerðar Arnfinnsdóttur, og þurfa
þær ættir ekki frekari kynningar.
Lagði Sigurður fyrir sig verzlun-
arnám, lauk prófi i Danmörku
1917., en hóf siðan störf við Verzl-
un Tang & Riis i Stykkishólmi.
Hann átti siðar eftir að kaupa
eignir þess fyrirtækis og hefja
bæði verzlun, útgerð og fisk-
vinnslu i eigin nafni. Varð hann
hinn umsvifamesti athafnamaður
og reisti m.a. frystihús i Stykkis-
hólmi. Naut Sigurður mikils
trausts i röðum Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og gegndi
mikilvægum trúnaðarstörfum
fyrir þau samtök svo og fyrir
Samlag skreiðarframleiðenda og
fleiri.
Sigurður var kjörinn alþingis-
maður Snæfellinga 1949 og varð
siðar, er kjördæmi hans varð
hluti hins nýja Vesturlandskjör-
dæmis, forustumaður Sjálf-
stæðisflokksins á sameiginlegum
lista þar, allt til 1967.
Það var ánægjulegt að kynnast
Sigurði, bæði i pólitiskri sam-
keppniog margvislegu samstarfi.
Oft fór svo, að stjórnmálaand-
stæður bráðnuðu i einskærri góð-
vild hans i garð alls og allra, og
löngun hans til að leysa hvers
manns vanda.
Að leiðarlokum sendi ég konu
Sigurðar, Ingibjörgu Helgadótt-
ur, og fjölskyldu allri innilegustu
samúðarkveðjur.
Benedikt Gröndal
Tryggvi Kristjánsson,
ÍBÚÐAVINNINGAR A 2'/j MILLJÓN OG 5 MILLJÓNIR
100 BÍLAVINNINGAR. 9 Á 1 V: MILLJ.
24 Á 1 MILLJ. 64 Á 'h MILLJ. 3 VALDIR BÍLAR.
5688 HÚSBÚNAÐARVINNINGAR: Á 10 ÞÚSÚND
Á 25 ÞÚSUND Á 50 ÞÚSUND SALA Á NÝJUM
MIÐUM ER HAFIN, EINNIG ENDURNÝJÚN ÁRS
MIÐAOG FLOKKSMIÐA MÁNAÐARVERÐ MIÐA
KR. 400.00
ADALVINNINGÚR
EINBÝLISHÚS AÐ HRAUNBERGSVEGI 9,
AÐ VERÐMÆTI NÚ 22 MILLJ.
MAl-BÍLL AUDI 100 LS
ÁGÚST-BÍLL OPEL ASCONA
OKTÓBER-BÍLL BLAZER
200 ÚTANLANDSFERÐIR: A 100 ÞUSÚND
A 1 50 ÞÚSUND Á 250 ÞÚSUND
trésmíðameistari, Keflavík
Fæddur 4. mal 1917
Dáinn 13. april 1976.
A Landsspi'talanum andaðist
13. þ.m. Tryggvi Kristjánsson,
trésmiðameistari, Sólvallagötu
30, Keflavik.
Hann var fæddur á Borgargarði
I Stöövarfiröi 4. mai 1917. For-
eldrar hans voru Kristján
Magnússon, skipstjóri og útvegs-
bóndi Stöðvarfirði og kona hans
Þóra Þorvarðardóttir.
Kynni okkar Tryggva
Kristjánssonar hófustfyrir nær 40
árum þegar ég kom fyrst til
Stöðvarfjarðar og varö starfs-
maður hjá Kaupfélagi Stöðfirð-
inga. Um það leyti var tiltölulega
margt af ungu tápmiklu fólki
heima á Stöövarfirði, sem setti
svip sinn á atvinnu- og félagslíf
byggðarinnar með þrótti stoum
og lifsgleöi. Var unga fólkið sér-
staklega samrýmt i leikjum og
störfum, og lagði þá meðal ann-
ars fram mikla sjálfboðaliös-
vinnu á vegum ungmennafélags-
ins við að koma upp myndarlegu
samkomuhúsi. Tryggvi á Borgar-
garði eins og hann var oftast
nefiidur fyrir austan var einn af
þessum glæsilegu ungmennum.
Hann var þá um tvitugt, hraustur
fallegur piltur, glaövær, dreng-
lundaður og vinfastur.
A þessum árum bjó Sigur-
bergur Oddsson á Eyri við Fá-
skrúðsfjörð, en hann er nú nýlát-
inn. Kona hans var Oddný Þor-
steinsdóttir, föðursystur mín.
Þessi heiðurshjón áttu mörg
mannvænleg börn. Guðlaug. Sig-
urbergsdóttir á Eyri og Tryggvi
Kristjánsson kynntust um þessar
mundir og felldu hugi saman.
Man ég aö fyrsta árið, sem ég var
á Stöðvarfirði, gengu fallegar
gamansögur um elskendurna á
Eyriog Borgargarði, sem áttu oft
að hittast eða mætast á fjallinu,
sem aðskildi Stöðvarfjörö og Fá-
skrúðsfjörð. En Tryggva var aö
sjálfsögðu stundum saknað úr
hópi félaganna, þegar hann um
helgar eða ef hlé varð á sjósókn —
hvarf í skyndi til fundar við
elskuna sina. En vinir hans, sem
til þekktu — munu þó hafa sam-
glaöst honum því öllum geðjaðist
vel aðungu lifsglöðu stúlkunni frá
Eyri, sem þá og alltaf siðan átti
hug Tryggva allan.
Tryggvi og Guðlaug giftust árið
1938 og stofnuðu heimili að Borg-
argarði i Stöövarfiröi. Stundaði
Tryggvi sjó frá Stöðvarfiröi á
þessum árum — eins og flestir
þeir, sem eitthvað dugðu. Var
hann lengst á opnum vélbát með
Magnúsi bróður sinum. Sóttu þeir
bræður sjóinn fast, enda hraust-
menni báöir.
1 lok striösins fór saman að
fiskafli brást mjög á Austfjörö-
um- og um sama leyti varð mun
meira um vinnu i Reykjavlk og
nágrenni. Fór á þeim árum
margt af ungu fólki að austan
suður á land til margskonar
starfa. Var það mikið áfall fyrir
Stöðvarfjörð, aðmissa á þeim ár-
um margt af ágætu ungu fólki
suöur á land og sem ekki kom aft-
ur. Og árið 1947 fluttu þau hjónin
Tryggvi og Guölaug suður til
Keflavlkur. Haföi Tryggvi, þá á-
kveðið að hefja smiðanám, sem
hugur hans mun lengi hafa staðið
til. Lauk hann iðnnámi i skipa-
smiði ogvann i Slippnum I Kefla-
vik nokkurt árabil. En siðar bætti
hann við sig tilskyldu aukanámi
til aðhljóta réttindi tilhúsasmíöi.
Og sem meistari við húsbygging-
ar vann Tryggvi mörg siðustu ár-
in eða allt til siðustu áramóta, að
hann kenndi þess alvarlega sjúk-
dóms, sem ekki varö bættur.
Erfiður hlýtur baráttutiminn á
sjúkrahúsinu aö hafa veriö þessu
hraustmenni, sem aldrei vildi
gefast upp. En áreiöanlega hefir
honum verið það meiri huggun og
styrkur en orð fá lýst, að Guö-
laug, konan hans elskulega dvaldi
nær alltaf við sjúkrahvilu hans á
spitalanum þar til yfir lauk.
Þegar vinir og samferðamenn
hverfa sjónum okkar — verður ó-
sjálfrátt hugsað til baka. Mér eru
ljúfar minningarnar um vin minn
Tryggva Kristjánsson, þvi þær
eru allar á einn veg. Engan
skugga ber á samskipti okkar, þvi
frá honum einkenndust þau af
góðvild hans og sérstakri tryggð
til alls og allra, sem hann einu
sinni batt vináttu við.
Auk þess, sem við Tryggvi átt-
um samleið á Stöðvarfiröi .1 9 ár
þá kom ég oft á heimili þeirra
hjónanna i Keflavlk. Alltaf var
mér tekiö af þeirri einlægu gleði,
sem einkennir sanna gestrisni.
Og það var ótrúlega notalegt að
finna á þessum timum, þegar
manni finnst stundum enginn
megi vera að þvl að lifa hér i þétt-
býlinu —aö Tryggvigaf sér alltaf
góðan tima til að sinna gestinum.
Stundum kom ég I mat til þeirra
hjónanna á vinnudögum — og
þegar timinn leið I spjalli fram
yfir eitt —fór ég að hafa áhyggjur
að ég væri að valda óþægindum.
En þá kom gjarnan fallega brosið
hans Tryggva og hann bað mig
ekki hafa áhyggjur, þvi þó hann
kæmi máske aðeins of seint i
vinnuna, þá hlyti hann að hafa
möguleika á að bæta það upp.
Þó að karlmennska Tryggva og
raunsæi sætti hann viö búsetuna I
Keflavik — þar sem þeim hjónum
vegnaði vel — þá var auðfundiö
að hugur hans leitaði oft austur og
tilfinningalega var hann bundinn
æskustöðvunum. Þegar fundum
okkar bar saman, var oftast
minnst á Stöðvarfjörð — og ég
fannað hann bar mjög hag og veg
þess byggöarlags fyrir brjósti —
og setti sig ekki úr færi að veita
málefnum Stöðvarfjarðar stuðn-
ing þegar tækifæri gáfust.
Mér finnst því eðlilegt, aö
æskubyggðin Stöðvarfjörður skuli
eiga að geyma ! faðmi sér jarö-
nedcar leyfar Tryggva Kristjáns-
sonar nú að leiðarlokum.
Guðlaugu og mannvænlegum
sonum þeirra hjónanna svo og
öðrum vandamönnum vottum viö
hjónin innilegustu samúð okkar.
Blessuð sé minning Tryggva
Kristjánssonar.
Björn Stefánsson.
r ’sparið' ^
J
þúsundir
kaupið
L
Sumar
dekk
Nokkur verðsýnishorn af
fjölmörgum stærðum okkar af
sumarhjólbörðum:
STÆRÐ VERÐFRAKR:
5.60-15 5.680 -
5.0 -15 5.210-
155-14 5.600 -
590-13 5.550 -
560-13 5.950-
645/165-13 7.050-
550 -12 4.700 -
RADIAL: 165SR15 8.150-
185 SR14 9.980-
155 SR14 6.370 -
155 SR13 6.260 -
145 SR13 6.230 -
Öll verð eru miðuð við skráð gengi U.S.S: 178.80
TÉKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ
Á ÍSLAND/ H/F
AUÐBREKKU 44-46 KOPAVOGI SIMI 42606
AKUREYRI: SKODA VERKSTÆOIÐ A AKUREYRI H ■'F OSEYRI 6
EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR
GARÐABÆR: NVBARÐI H/F GAROABÆ
J