Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnars- son,. Ritstjóri: Sighvatur Björgvins- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aösetur ritstjórnar er i Siðu: miila 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og, 14906. Prent- un: Blaöaprent h.f. Askriftarverö:1000 krónur á mánuöi og 50' krónur i lausasölu. Nú er mál að linni Á undanförnum árum hefur áhugi Islendinga á náttúruvernd aukizt til muna. Náttúruverndarráð hefur unnið merkilegt starf með friðlýsingu nokk- urra svæða, þar sem óbætanlegar náttúruminjar hafa verið í hættu vegna stöðugt aukinnar umferðar manna og bíla. Þá hef ur umhverf isráð Reykjavíkur- borgar einnig tekið til höndum og friðað ýmsar nátt- úruminjar í landi Reykjavíkurborgar. En oft líta menn langt yfir skammt. Síðustu áratugi hefur einn feg- ursti blettur Reykjavík- urborgar verið stórlega lýttur með skipulagslitl- um og skipulagslausum ágangi borgaryf irvalda. Þetta er Elliðavogur. I kringum voginn hefur verið raðað mörgum ó- þrifalegum fyrirtækjum, sem veruleg mengunar- hætta fylgir. AAá þar nefna steypustöðvar, malbikunarstöð, iðnaðar- hverfi og síðast en ekki sízt nesið fræga, sem gengur langt fram í vog- inn. Þetta nes hef ur orðið til úr grjóti, mold og hvers konar rusli, sem borg og einstaklingar hafa þurft að losna við. Nesið fyllir þegar hálfan voginn og á enn eftir að stækka. AAeð því hefur verið eyðilagt merkilegt lífriki í leirum, sem í voginum voru. Þar lifðu ýmis smádýr, sem fuglar sóttu í. — Um leið og leirurnar hurfu hvarf fuglinn og svartbakurinn hef ur tekið sér bólfestu á nesinu, þarsem hann lifir góðu lifi á hvers konar úrgangi. Nú er fyrirhugað að gera smábátahöfn við voginn og síðar aukast skipakomur inn í Grafar- vog, þar sem fyrirhugað er að gera höfn, og skipa- ferðum f jölgar enn þar sem ætlunin er að reisa skipaviðgerðastöð fyrir norðan Gelgjutanga. Engum hefur dottið í hug að spyrna við fótum vegna þessarar þróunar, og f lestir hafa tekið þann pól í hæðina að úr þessu verði ekkert hægt að gera, Elliðavogur sé glat- aður. Þau gleðilegu tíð- indi hafa þó gerzt, að veiði- og f iskiræktarráð Reykjavíkurborgar hefur mótmælt þessari aðför að einum fegursta stað Reykjavíkurborgar. Ráð- ið gerir það á þeirri for- sendu, að laxagengd og niðurgöngu seiða í Elliða- ám sé veruleg hætta búin, og það krefst þess, að ná- kvæmar rannsóknir verði gerðar áður en hafizt verði handa um frekari f ramkvæmdir við voginn. Þessari afstöðu ráðsins ber að fagna og væntan- lega tekur borgarráð og borgarstjórn undir álykt- un ráðsins í þessum efn- um. Borgarbúum ber skylda til að styðja þessa viðleitni ráðsins, og stuðla að því, að þessi ó- heillaþróun verði stöðv- uð. AAeð því einu að ganga meðfram Elliðavogi geta menn greint hvaða spjöll hafa verið unnin. Hafa ber í huga, að afskræm- ing þessa fagra svæðis er meira óviljaverk en hitt, og því engin ástæða til að ætla að borgaryfirvöld hafi ekki hug á því að bæta f yrir verk, sem unn- in hafa verið í hugsunar- leysi. Áfengisfræðsla Nýlega var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um á- fengisfræöslu. Flutningsmenn eru úr öllum flokkum. 1 þessari til- lögu er bryddaö á mjög þörfu máli, þar sem fram kemur aö brýn þörf sé markvissra aögeröa f þágu áfengisvarna f landinu. Sér- staklega beri aö leggja rækt viö hvers konar fyrirbyggjandi fræöslu- og upplýsingastarf. Gert er ráö fyrir, aö hraöaö veröi sem kostur er skipulagningu og undirbúningi skólarannsókna rikisins i öllum skólum landsins og endurskoðun á gildandi reglugerö um slika fræöslu. Einnig aö fjölmiölar, og þá einkum sjónvarpiö, veröi nýtt meö skipulögöum hætti i þessu skyni. Þannig veröi reglulega teknir upp f dagskrá sjónvarpsins fræöslu- og skemmtiþættir i samráöi viö Afengis- varnaráö og aöra þá aöila, sem vinna aö bindindisstarfi og áfeng- isvörnum. Hér er farin rétt leiö I áfengisvörnum. Boö og bönn duga skammt, en aukin fræösla kemur aö miklu gagni. Vonandi fær þessi tillaga afgreiöslu sem fyrst. Fimmtudagur 13. maí 1976 ai blá Iþýðu- ladiú Lítið um vinnu fyrir skólafólk á Akureyri Alþýöublaöiö haföi samband viö Jón Helgason, formann Ein- ingar á Akureyri og spuröist frétta um atvinnuhorfur. Jón sagöi aö þetta 10-15 menn væru á atvinnuleysisskrá eins og stæöi, en sér virtist atvinnuhorf- ur annars sæmilegar. Ab vfsu benti allt til þess aö skólafólk ætti i nokkrum erfiðieikum meö aö fá sér sumarvinnu. Þá ræddi blaöiö einnig viö Jón Ingimarsson, formann Iöju á Akureyri. Sagöi hann aö tugir unglinga kæmu á hverjum degi til aö spyrjast fyrir um vinnu og sér virtist augljóst aö sumar- vinna fyrir þetta unga fólk væri ekki auðfundin. Jón sagöi aö sér virtist minni hreyfing milli starfsgreina en oft áöur og væru eflaust ýmsar ástæöur til þess. Má telja vist aö þaö hafi einnig nokkur áhrif i þá átt aö minna er um vinnu fyrir skólafólk. —BJ Þessi mynd birtist sem heil- siðuauglýsing i sænskum blööum um þessar mundir. Myndin er allrar athygli verö og segir meira um börnin i umferöinni en mörg orö. Allt of margir ökumenn lita á börn sem smávaxið fulloröiö fólk meö eiginleika þeirra fullorönu. En barniö sem viö bundum meö snærisspotta viö snúrustaurinn I gær er ekki fulloröið I dag þótt þaö sé komiö út á götuna. Þaö er ekki fyrr en um tiu ára aldur aö börn geta fariö um götuna sæmi- lega örugg. Ef allir fullorðnir geröu sér þetta ljóst væru slys á börnum i umferðinni mun færri STARFIÐ I Alþýöublaöinu I gær var i fréttaklausu á baksiöu látiö aö þvi liggja, aö Timinn hyggöist draga sig út úr samstarfi þeirra fjögurra blaöa, sem standa aö Blaöaprenti. Þessi frétt var byggö á röng- um upplýsingum. Blaöstjórn Timans og forystumenn Fram- sóknarflokksins hafa fullan hug VILL AUKA SAM- í BLAÐAPREIMTI á þvf aö efla aö mun samstarf blaöanna innan Blaöaprents. 1 þeim tilgangi er nú meöal ann- ars veriö aö kanna kaup á stór- hýsi fyrir þessi blöö, þar sem yröi prentsmiöja, dreifing og ritstjórnir. Þaö er þvi úr lausu lofti grip- iö, aö Tíminn hyggist nota gamla Isafoldarhúsiö I Austur- stræti fyrir starfsemi slna, en þetta hús var fyrir skömmu selt fyrir 100 milljónir króna. Afstaöa forystumanna Fram- sóknarflokksins og blaöstjórn- armanna Timans er sú, aö sam- starf blaöanna I Blaöaprenti sé forsenda þess, aö útgáfa blaö- anna verði tryggð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.