Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 9
biaðið1' Fimmtudagur 13. maí 1976. VETTVANGUR 9 söfnuði á íslandi 3. grein jaröarinnar (Jóh. 14,1—3) til aö binda endi á skeiö syndar og sorg- ar (Matt. 24,44). Heilbrigt iiferni Hverjar eru siögæöiskenningar Aöventista og hver er afstaöa þeirra til náungans: „Hvaö snertir afstööu til sam- ferðamannanna komum viö aö spurningu Kains: „A ég aö gæta bróöur mins”? Kristnir menn hljóta að bera hag annarra manna fyrir brjósti, vera fúsir til hjálpar þegar voða ber að hönd- um. Aöventistar hafa öfluga llkn- ar- og hjálparstarfsemi um vfða veröld og leitast viö aö vera viö- búnir þegar náttúruhamfarir geysa og skaöar verða. Mikill hluti af tima og kröftum aöventu- safnaðarins fer i aö stuöla að þvi aö lina þjáningar og bæta skaöa annarra manna, einkum i þróun- arlöndunum. 1 Aðventsöfnuöurinn hefur jafn- an haft mikinn áhuga á heilsu og heilbrigði. Viö gerum okkur ljóst aö „likaminn er musteri Heilags anda” (1. Kor. 6,19) og viö verö- um þvi að gæta vandlega heilsu okkar. Bindindi á vin og tóbak er skilyrði til inngöngu i söfnuðinn. Aöventistar leggja rika áherzlu á aö vera góöir borgarar i þvi samfélagi sem þeir búa i. Trúin á Krist gerir mann að betri borg- ara, betri þjóðfélagsþegn. Ekki hafa borgaraleg yfirvöld þó leyfi til að setja samvizkufrelsi skorð- ur. Vilji Guös er æðsta vald i lifi hvers manns og ber þvi „fremur að hlýða Guði en mönnum”.” Guðsþjónustur eru einfaldar i sniði Um safnaðarguösþjónustur sagði Sigurður á þessa leið: „Safnaöarguðsþjónustur ein- kennastaf einfaldleik. Presturinn klæðist ekki sérstökum skrúða, kirkjurnar eru einfaldar i snið- um, reynt er aö koma i veg fyrir allt prjál, tildur og iburö. Aöalat- riöið er predikun orösins. Lögð er áherzla á þátttöku safnaöarins sjálfs i guðsþjónustunni með þvi aö hann tekur þátt i söngnum og i hvHdardagsskólanum, þar sem fer fram bibliufræðsla, er lögð rik áherzla á þátttöku safnaðarins i umræðum um bibliuleg efni.” auðmýkingar- Athöfn innar Um skirnina og kvöldmáltiðina sagði Siguröur Bjarnason: „Söfnuöurinn litur á kvöldmál- tiöina sem minningarathöfn, þar sem er minnst fórnar Krists á táknrænan hátt. A undan kvöld- máltiöinni sjálfri fer fram undir- búningsathöfnin, fótaþvotturinn (Jóh. 13,14).Sumir nefna hana at- höfn auömýkingarinnar og er slik athöfn viöeigandi undanfari þeirrar athafnar sem á að minna hinn trúaöa mann á fórn Krists fyrir falliö mannkyn. Skirnin er niöurdýfingarskirn samkvæmt bibliulegri fyrirmynd (Matt. 3,13—17). Undanfari er fræösla og siöan persónuleg Fataúthlutun systrafélagsins Alfa í Reykjavík. NU VINNA MENN EKKI LENGUR A HVÍLDARDEGINUM ákvörðun viökomandi manns og þvi fer skirnin ekki fram fyrr en maðurinn er kominn til vits og ára.” Endurvakningar- stefna Að lokum báðum viö Sigurð Bjarnason að greina okkur nokk- uð frá uppruna Sjöunda-dags Að- ventista bæði sem heimshreyf- ingar og einnig aö þvi er varðaði starfiö hér á landi: „Söfnuður Sjöunda dags að- ventista kom fram á sjónarsviöiö Aðventukirkjan f Reykjavfk. um miðja siöustu öld. Nafnið minnir á tvær kenningar safnað- arins, helgihald sjöunda dagsins og endurkomu Jesú Krists til þessarar jarðar. A þeim tima uröu margir þeirra sem könnuðu spádóma Ritningarinnar, bæði i Bandarikj- unum og öðrum löndum heims, sannfærðir um að endurkoma Krists væri nærri og leiddi þessi niðurstaða til mikillar trúarvakn- ingar i Bretlandi, á meginlandi Evrópu og i Bandarikjunum. Til að sýna áhrifamátt þessarar vakningar má benda á að skömmu fyrir 1840 er talið að um 700 prestar i ensku kirkjunni hafi tekið þátt i vakningunni. Svipuð hreyfing hófst upp i Bandarikjunum og Kanada og i henni tóku þátt kristnir menn allra safnaða. A meðal fyrirliða i hreyfingunni vestra voru William Miller, leikmaður i söfnuði bapt- ista frá Low Hampton, N.Y. og Joshua Hines, prestur frá Boston. Or þeim hópi manna sem tók þátt i þessari hreyfingu i Banda-- rikjunum hófst upp litill hópur 1844 i Washington N.H. sem byrj- aði að halda helgan sjöunda dag- inn. Arið 1863 hafði söfnuðurinn vaxið svo að heimssamband að- ventista var stofnað. Söfnuðurinn starfar nú i nær öllum löndum heims við boðun fagnaðarerindisins, liknarstarf, lækna og hjúkrunarstarf, skóla- starf og útgáfustarf. Söfnuðurinn telur nú um 3 milljónir manna. Flestar kenningar aðventsafnað- arins hefur kristin kirkja boðað á umliðnum öldum. Aðventistar boða þvi ekki nýjan sannleika heldur er um að ræöa endurvakn- ingu þess sem kristnin boðaði en hefur fallið i gleymsku. Kristur og postularnir héldu t.d. sjöunda daginn — laugardaginn — heilag- an og sama gerði kristin kirkja fram eftir öldum. Jafnvel á mið- öldum, einu dimmasta skeiði kristninnar voru dreiföir hópar trúaöra sem héldu hvildardag Bibliunnar. A okkar timum hefur orðið mikil vakning varðandi hvildardaginn og nú er hann hal'd- inn heilagur af meir en 3 milljón- ym manna um viða veröld.” Timaritið Frækornið Starf aðventista er taliðhefjast á lslandi 1897 þegar sænskur maður, Davið östlund, er sendur til starfa á Islandi. Hannbeitti sér fyrir blaða- og bókaútgáfu. Fyrstu bækurnar voru Endur- koma Krists eftir James White og Vegurinn til Krists eftir E.G. Whitebáöar gefnar út 1898. Davið östlund var prentari að iðn og setti á stofn eigin prentsmiöju og byrjaði árið 1900 að gefa út tima- ritið Frækom sem um tima hafði mesta útbreiðslu allra blaða i landinu. Fyrsti söfnuðurinn var stofnað- ur 19. mai i Reykjavik og fyrsta samkomuhúsið (þar sem nú er guðspekifélagshúsiö) reist i Reykjavik 1905. Sumarið 1911 tók O.J. Olsen frá Noregi við forstöðu safnaðarins af östlund. Starfaði hanh hér nær ósiitið til 1947. A þvi timabili óx söfnuðurinn mikið og voru söfn- uðir stofnaðir i Hafnarfirði, Vest- mannaeyjúm, Keflavik, Arnes- sýslu, Akureyri, Siglufiröi, Skagaströnd, Bolungavik og Fá- skrúösfirði. Og sæðið grær og vex Söfnuðurinn starfrækti barna- skóla I Reykjavik og Vestmanna- eyjum og árið 1950 byrjaði söfn- uðurinn starfrækslu gagnfræða- skóla, Hliðardalsskóla i ölfusi. Fyrsti skólastjóri var Július Guðmundsson, sem einnig var forstöðumaður safnaðarins frá 1950—1968. Fyrsta systrafélag safnaðarins var stofnað á Islandi 1924 og hafa þau unnið merkilegt Uknar- og hjálparstarf. 1 gosinu á Heimaey 1973 úthlutuðu þau 30.000 flikum til Vestmannaeyinga, sem urðu að flýja flestir eins og þeir stóðu vegna jarðeldanna. Systrafélagið Alfa hefur reglulegar fataúthlut- anir i Reykjavik. A seinni árum hóf söfnuðurinn starfsemi til að hjálpa fólki að hætta reykingum. Jón H. Jónsson hefur veitt þessu starfi forstöðu og hafa þessi námskeið verið haldin viöa um land og hafa þau boriö góðan árangur.” —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.