Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 3
bladiö' Fimmtudagur 13. maí 1976.
FRÉTTIR 3
Nú fáum við laxasumar í á
Þaö er auöheyrt á laxveiöi-
mönnum aB þeir eru mjög bjart-
sýnir og vigreifir I ár. LaxveiBi-
timinn hefst eins og kunnugt er
l.júnl. Þó byrja nokkrar ár eitt-
hvaö seinna. Laxveiöitiminn er
annars 90 dagar á hverju sumri
og gildir þaö jafnt um stanga-
veíöímenn sem netavéiOimenn
aö þvi undanskyldu aö neta-
menn veröa að draga inn net sin
um helgar.
A undanförnum árum hafa
laxveiöimenn og aörir áhuga-
menn um laxeldi lagt sig mjög
fram viö aö rækta upp veiöiár á
Islandi. A siöustu þrjátíu árum
hefur laxinn fjórfaldast og jafn-
vel fimmfaldast aö magni i
flestum ám landsins. Arnar i
Borgarfiröi eru aö ýmsu leyti til
fyrirmyndar, enda hefur neta-
veiöin þar verið meö skynsam-
legrasniöi ent.d. á Suðurlandi,
en þar veiðist um 90% af laxin-
um i net. Er furðulegt aö slikt
stjórnleysi skuli látið
viögangast.
Alþýöublaöiö náði tali af
Barða Friðrikssyni og sagöi
hann að milljónir seiða heföu
veriö settar i árnar aö undan-
förnu og væri afraksturinn öll-
um laxveiðimönnum mikiö
gleöiefni. Hann sagðist telja að
árnar yröu vatnsmiklar fram
eftir sumri, vegna mikilla
snjóa, og heföi þaö góð áhrif á
veiðiskapinn.
Barði sagöi aö Þórarinn Þór-
arinsson tæknifræöingur heföi
fundiö 74 cm hrygnu i Lagar-
fljóti kl. 9, 27. ágúst sl. og var
hún 7 kóló og 105 grömm aö
þyngd.
Barði var að þvi spuröur
hvort honum þætti ekki nóg til
um ásókn útlendinga i islenzkar
veiðiár. Baröi taldi svo ekki
vera. Hann sagöi að þjóöin heföi
miklar tekjur af erlendum
laxveiðimönnum. Fæstir skildu
minna eftir sig i vösum íslend-
inga en 250 þúsund krónur, en
miklu fleiri færu meö hálfa
miljón og þar yfir. Þetta væri
yfirleitt ágætisfólk, sem hann
hefði siður en svo nokkuð á
móti.
FER EFTA
BAKDYRA-
MEGIN INN
í EBE?
Tor Aspengren, formaður
norska Alþýðusambandsins.
Ekkert smygl
hefur sannazt í
Geirfinnsmálinu
Vegna oröróms um mikil smyglmál, sem tengd hafa veriö viö
„Geirfinnsmálið” svonefnda, höfðum viö samband viö tollgæzlu-
stjóra. Sagöi hann, aö sér vitanlega væri ekkert smyglmál tengt
Geirfinnsmálinu. Aö vfsu væri rannsókn þess ekki lokiö, cn sér
heföi ekki borizt nein vitneskja um smyglmál.
Viö höföum einnig samband viö Njörö Snæhóim hjá rannsóknar-
lögreglunni. Haföi hann sömu sögu aö segja, ekkert smy glmál hef-
ur sannazt i Geirfinnsmálinu.
„Bæði EFTA- og EBE-löndin verða
að reyna að samræma viðleitni sina
til þess að tryggja fulla atvinnu”
segir Tor Aspengren, formaður Al-
þýðusambandsins i Noregi. „Þetta
þýðir” heldur hann áfram „að EFTA
verður að þróast lengra en að vera
aðeins friverzlunarbandalag.
Bandalaginu verður að breyta
þannig að það geti tekið ákvarðanir
sem aðildarlöndin eru skuldbundin til
að hlita, þannig að hægt verði að reka
ákveðna samræmda stefnu.”
Þessi orö formanns norska Al-
þýðusambandsins eru merkileg,
ef þau eru skoðuö I ljósi þess, aö
ein helzta röksemdin fyrir þeirri
ákvörðun Norömanna aö ganga
ekki I EbEá sinum tima, var ein-
mitt sú, að Norömenn gætu ekki
og vildu ekki fá sjálfsforræöi sitt I
hendur yfirstjórnar bandalagsins
eins og gert er ráö fyrir i Hómar-
sáttmálanum.
Tor Aspengren lýsir þaö skoöun
sina nú, að ef það sé ætlun EFTA-
landanna aö vinna saman aö
lausn sameiginlegra vandamála
eins og t.d. atvinnuleysis,þá sé
þaö ekki unnt, án þess aö banda-
laginu takist aö móta sameigin-
lega stefnu sem fylgt veröi af
stjórnum allra aðildarlandanna.
Ummæli Aspengrens bregöa
ljósi á þá staðreynd aö EBE og
EFTA eiga við sömu vandamál
aö striöa. En þau benda einnig til
þess að þaö eru möguleikar á
aö samvinna milli bandalag-
anna tveggja aukist á næstu árum
langt umfram það sem nú er.
EFTA
fái fleiri
verkefni
Norski verzlunarmálaráöherr-
ann, Hallvar Bakke, sem er for-
maður ráðherranefndar EFTA,
hefur látiö svo ummælt, að meö
núverandi skipulagsskrá og
starfsreglum geti EFTA ekki
tekiö ákvaröanir sem eru bind-
andi fyrir stjórnir aöildarland-
anna.
Hann lýsir sig sammála Aspen-
gren um, aö EFTA sé tilneytt aö
snúa sér aö fleiri verkefnum en
það fæst við i dag, og norska
stjórnin sé tilbúin aö ræöa slika
vikkun á starfssviöi friverzlunar-
bandalagsins.
Sameining
EFTA og
EBE
Af þessum ummælum má gera
ráð fyrir þvi, aö bandalögin tvö
takist sameiginlega á við þau
vandamál sem viö er að glima
vegna þeirrar efnahagskreppu
sem rikt hefur I Evrópu undan-
farin tvö ár, en er nú að ljúka.
Það má vera ljóst aö mörgum
andstæöingum aðildar Nófegs aö
Efnahagsbandalaginu mun þykja
það súrt i broti ef sett verði i
stofnsamning EFTA svipuð
ákvæði um sameiginlega yfir-
stjórn bandalagsins og hvaö mest
áherzla var lögö á aö ekki mætti
gangast undir þegar Norömenn
greiddu þjóðaratkvæöi um EBE-
aðildina.
Trúlega veröa þeir ekki heldur
ánægðir ef kemur til nánara sam-
starfs milli bandalaganna, þar
sem lögð yröi áherzla á sam-
ræmda stefnu aðildarrlkja beggja
bandalaganna i einstökum mál-
um.
Mun þá mörgum finnast fariö
að styttast i samruna þeirra.
Komi til slikrar sameiningar
má þó gera ráö fyrir þvi aö hún
veröi byggö á ýmsum skilyröum
sem sett verða, og mun vikja i
veigamiklum atriöum frá
ákvæöum Rómar-sáttmálans.
Hiö sama verður liklega uppi á
teningnum ef til þess kemur, aö
ráöherranefnd EFTA fái i hendur l
völd til þess aö taka ákvaröanir
sem binda hendur stjórnvalda
aöildarlandanna.
EB
Alvörustaf-
setning verð-
ur lögfest
Fullyrða má, að alvörustafsetning islenzkrar tungu frá 1929 veröi
lögbundin áður en þessu þingi lýkur.
Veröur þá allt óhægra fyrir glundroöamenn aö spilla ytri búnaöi
tungunnar, þó i ráöherrastóla veröi tyllt. Blaðiö hefur sannfrétt,
að fylgismenn lagasetningarinnar séu i efri deild Alþingis 14 gegn
6 og i neöri deild 24 gegn 16.
Vissulega var mál til komiö, að úr þessu skærist til frambúðar.
—OS.
Skipstjóri Hvassa-
fells sagði upp
Skipstjóri Hvassafells
hefur sagt upp starfi
sinu hjá Skipadeild SÍS.
Er hann hættur hjá
Sambandinu og kemur
það i kjölfar smygl-
málsins sem upp komst
á Sauðárkróki.
Smyglið sjálft er ekki talið
standa i neinu sambandi viö
önnur smyglmál. Hins vegar er
ekki óliklegt að það tengist öðrum
smyglmálum aö þvi er lýtur að
dreifingu áfengisins.
Kannsókn málsins er á loka-
stigi og aöeins eftir að ganga frá
smáatriðum. Skipstjórinn kvaöst
hafa átthiö smyglaöa vin einn og
hafi hann selt það með drjugum
hagnaöi, eöa 1,3 milljónír
króna. Tveir menn á Sauöárkróki
keyptu birgöirnar og seldu siöan
aftur. Munu þeir hafa hagnast
drjúgum á sölunni. — SG