Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 7
blaóíð IVETTVANGUR 1 3. GREIN PERSÓNU-OG LISTAKOSNING í ÍMYNDUÐU KJÖRDÆMI IHÖRKUBARÁTTA MILLI I R,S OG T-LISTA alþýóu- blaðió KYNNIR KJÖRDÆMAMflLlÐ Alþingiskosningar á íslandi hafa þróazt úr hreinum einmenningskjör- dæmum 1845—1915/ um blandað kerfi meirihluta- og hlutfallskosninga í ein- mennings-/ tvimennings- eða fjöl- menniskjördæmum 1915—1959, í algera hlutfallskosningu i fáum, stórum kjördæmum frá 1959. Af þessu má ráða, að íslendingar leggi ríka áherzlu á jafnrétti milli flokka við skiptingu þingsæta, og hefur því marki nokkurn veginn verið náð. Má telja víst, aðþjóðin mundi ekki sætta sig við þær skekkjur, sem f ram geta komið í einmenningskjördæmum, þar sem flokkur með lítinn hluta atkvæða (t.d. 30—35%) getur fengið hreinan meiri- hluta þingmanna. Hins vegar er vafalaust, að margir kjósendur vilja fá að kjósa menn persónulega, en ekki vera bundnir til að kjósa aðeins milli flokkslista, alla eða ekkert. Hægt er að sameina persónu- lega kosningu og hlutfallskosningar, og er það yfirleitt gert með því að veita hverjum kjósanda tvö mismunandi atkvæði, þannig að hann kjósi annars vegar um menn, en hins vegár um lista. Þýzka kerfið í Vestur-Þýzkalandi er eitt slikt kerfi. Landinu er öllu skipt i einmenningskjördæmi, sem kjósa einn þingmann hvert. Auk þess bjóða flokkar fram flokks- lista fyrir hvert fylki landsins, og kjósendur velja með hinu at- kvæði sinu milli listanna. Þingsætum i hverju fylki er. skipt milli flokka hlutfallslega eftir atkvæðamagni þeirra i listakosningunni. Siðan er fjöldi þingmanna, sem hver flokkur hefur fengið i einmenningskjör- dæmunum, dreginn frá heildar- tölu flokksins, én þau þingsæti, sem flokkurinn á þá eftir, eru skipuð mönnum af fylkis- listunum. Sami frambjóðandi er venjulega bæði i kjöri i ein- menningskjördæmi og á fylkis- lista flokks. Tilraunakjördæmið okkar Þegar rætt er um kosninga- kerfi, er oft nauðsynlegt að setja upp imynduð kjördæmi og láta fram fara imyndaðar kosningar, sem gerðar eru upp eftir hinum ýmsu kerfum — og getur þetta verið hin skemmti- legasta og lærdómsrikasta þraut. Við skulum nú reyna þetta. Við búum til kerfi fyrir tsland, þar sem persónuleg kosning og hlutfallskosning eru sam- einaðar. Til þess verðum við að láta hvern kjósanda hafa tvö atkvæði, og hafa þeir vonandi ekkert á móti þvi. Kjörseðillinn er tviþættur (sjá mynd), og eru flokkarnir taldir upp með listabókstöfum á efri reitnum. Þar eiga kjósendur að setja annað atkvæði sitt og velja með þvi þann flokk, sem þeir vilja styðja. t Tilrauna- kjördæmi okkar er málið gert einfaldara en þaðer i raun hér á landi með þvi að hafa þingmenn aðeins þrjá og flokka aðeins þrjá, en kerfið er eins, þótt fleiri væru. 1 Tilraunakjördæminu hafa þrir flokkar boðið fram lista (það gætu eins verið óflokks- bundnir listar), og nefnast þeir Errflokkur með listabókstafinn R, Essflokkur með S og Té- flokkur með T. 1 neðri og stærri reitinn eru perntuð nöfn einstakra fram- bjóðenda i kjördæminu. Kjós- andinn má skipta atkvæði sinu i eins marga krossa og kjósa á menn, i þessu atviki þrjá. Hann krossar við þá þrjá menn, sem hann ætlar að styðja, og mega þeirvera á mismunandi listum, ef kjósandinn vill. Hann verður aðeins að krossa skýrt við þrjá frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Hér kemur að einu vanda- máli, þvi að hægt er að raða nöfnum frambjóðenda upp á þrennan hátt a.m.k. Það er hægt að skrá hvern framboðslista með nöfnum frambjóðenda i þeirri röð, sem viðkomandi flokkur ákveður. Þetta köllum við raðaðan flokkslista Einnig er hægt að prenta flokkslistana «með nöfnum i stafrófsröð, og þurfa flokkarnir þá ekki að hafa fyrir að raða, aðeins velja tvö- falt fleiri nöfn en kjósa á. 1 þriðja lagi er hægt að taka öll nöfn á öllum framboðslistum i kjördæminu og raða þeim i eina stafrófsröð. Þar væri gengið lengst i að gera kosninguna persónulega og slita einstak- linga frá flokkunum. t þessum kosningum veljum við fyrsta kostinn, þvi að lik- legast verður að telja, að samkomulag gæti náðst um hann hér á landi. Það er raðaðir flokkslistar. Úrslit kosninganna Fyrst er talið, hve mörg atkvæði flokkarnir hafa fengið i efri reit. Siðan er reiknað út eftir þeim tölum með d’Honts aðferð, sem hér á landi er notuð við hlutbundnar kosningar, hve mörg þingsæti hver flokkur á að fá. Úrslitin hjá okkur verða þessi: R-listi ........... 5700 atkvæði S-listi............ 2100átkvæði T-listi............ 4200 atkvæði Við deilum i atkvæða tölurnar með 1, 2 og 3 og veljum þrjár hæstu tölur. R-listi fær fyrsta þingmann, T-listi annan, en annar maður á R-lista hefur fleiri atkvæði (2850) heldur en S- listi og hlýtur þvi R-listi tvo þingmenn en S engan. Þá er talið, hve mörg atkvæði hver einstaklingur á öllum list- unum fær. Úrslitin verða þessi: R-listi Errflokks: Asgeir Arnason, 5100 atkv. Kristján Jónsson 4850 atkv. Elin Einarsdóttir, 6500 atkv. Leifur Eiriksson, 600 atkv. Sigriður Ólafsd. 350 atkv. Jón Jónsson 500 atkv. S-Iisti Essflokks: Ottó Erlingsson 2550 atkv. Armann Ólafsson 2050 atkv. Karl Karlsson 1700 atkv. Erla Pétursd. 300 atkv. Guðrún Arnadóttir 200 atkv. Magnús Þórðarson, 150 atkv. T-listi Téflokks: Einar Einarsson 5300 atkv. Anna Björnsd. 3800 atkv. Davið Stefánsson 1400 atkv. Kjartan Einarsson 350 atkv. Ellsabet Guðmundsd. 200 atkv. Margrét Árnadóttir 100 atkv. Listakosningin hefur sagt til um, hve mörg þingsæti flokk- arnir fá, R-listi tvö, T-listi eitt og S-listi ekkert. Úrslit persónu- kosningarinnar segja nú til um, hvaða einstaklingar i hverjum flokki fá þessi sæti. Litum á R-lista. Efsti maður Asgeir Árnason, hefur ekki hlotið flest atkvæði, heldur konan i þriðja sæti listans með 6500. Hún virðist njóta mik- illa vinsælda, umfram það sem flokkur hennar viðurkenndi. Elin Einarsdóttir hlýtur þvi fyrsta þingsæti kjördæmisins. Annað sætið hlýtur T-listi, og þar er efsti maður, Einar Einarsson, með flest atkvæði og hlýtur sætið. Þriðja þingsætið hlýtur aftur R-iisti, og hefur efsti maður listans, Asgeir Arnason, næst flest atkvæði og hlýtur þetta sæti. Á sama hátt finnum við jafn marga varamenn fyrir þessa nýkjörnu þingmenn. Þegar uppbótaþingsætum hefur verið skipt mllli flokka eftir núgild- andi reglum, er farið eftir persónulegum atkvæðum fram- bjóðenda, þegar ákveðið er, hverjir skuli hljóta sæti hvers flokks, en ekki eftir listafylgi flokksins i kjördæmum, eða röðun flokka á listana. Kostir og gallar Þetta væri óneitnalega spenn- andi, persónuleg kosning, enda þótt listakjörið skipti á milli flokka og ráði heildarlinunni. Sú stefna, sem hefur mest fylgi i listakosningunum, nýtur þess við stjórnarmyndun. Gallar á þessu kjöri eru ýmsir. Kosningabaráttan mundi verða allt öðru visi en áður, þvi að fyrir utan baráttu flokkanna mundi koma hörð barátta einstaklinga um að vekja á sér athygli og vinna fylgi. Það gæti spillt vináttu og samstarfi innan flokka, sem siðar eiga að vinna saman i stjórn eða stjórnarandstöðu á þingi. Þá hefði getað komið fyrir, að maður á S-lista hefði verið persónulega svo vinsæll að fá flest atkvæði einstaklinga, en hann mundi þó ekki hljóta þing- sæti, af þvi að flokkur hans hafði ekki nægilegt fylgi i kjör- dæminu. Þessi frambjóðandi mundi þó án efa hafa mikla möguleika á að verða uppbótar- þingmaður. Alþýðublaðið veit ekki til þess, að hér á landi hafi veriö lýst kerfi eins og þessu til að sameina persónulega kosningu og hlutfallskosningu flokka. Þetta er þá komið á framfæri til umræðu, en Alþýðuflokkurinn er auðvitað óbundinn þessari hug- mynd, þótt hún birtist hér til athugunar fyrir kjósendur. Kjörseðill Setjið X við einn flokk R Errflokkur S Essflokkur T Téflokkur Setjið X við nöfn ÞRIGGJA frambjóðenda, er þér kjósið. , Errflokkur Essflokkur Téflokkur Ásgeir Arnason Ottó Erlingsson Einar Einarsson Kristján Jónsson Ármann ólafsson Anna Björnsdóttir Elln Einarsdóttir Karl Karlsson Daviö Stefánsson Leifur Eiriksson Erla Pétursdóttir Kjartan Einarsson Sigriður ólafsdóttir Guðrún Arnadóttir Elisabet Guðmundsdóttir Jón Jónsson Magnús Þórðarson Margrét Asgeirsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.