Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR ÓSKUM EINDREGIÐ EFTIR AÐ VERA YFIRHEYRÐIR FYRIR OPNUM TJÖLDUM! „Þú stendur í ströngu, Kristján, þessa dagana? „Þaö má kannske segja það. Annars er nú lítið af þessu komið beint á mínar f jörur, nema þá í gegnum fjölmiðla. Það virðist vera hátturinn, sem hæfilegast þykir að hafa á þessum málum." ,, En hvað svo um mál ykkar Hauks Guðmundsson- ar á hendur Timanum og skylduliði?" Málinu á hendur Kristjáni Péturssyni og Hauki Guðmundssyni lýkur sennilega ekki á næstunni, getur tafizt, segir setudómari „Um það er svo sem ekkert að segja, eins og er, nema það sem vitað er, aö saksóknari hefur á- kveðið rannsókn, að beiðni okk- ar. Eflaust verður settur setu- dómari i þvi máli, þó ég viti ekki um hver það verður, er máske ekki ákveðið enn.” ,,Þú veizt þá ekkert hvenær rannsókn i máli ykkar félaga hefst?” „Nei, en það er eindregin ósk okkar, að það verði sem fyrst. Annað er það, sem við félagar vildum endilega, aö upp væri tekið, en það er, að rannsóknin færi þannig fram, að fjölmiðlar hefðu að henni frjálsan aðgang. Okkur finnst engin ástæða til að draga þar yfir neina hulu. Það gæti iika verið lærdóms- rikt fyrir landsmenn að kynnast þvi á þann hátt, hvernig dóms- rannsóknir eru reknar hér á landi, og mætti vera til þess, að allskyns söguburður kafnaði i fæðingunni. Engum, allra sizt réttvisinni, eru getgátur eða flugufregnir til góðs.” „Hefurðu trú á þvi, að þetta gæti orðið?” „Af hverju ekki það? Það er að minnsta kosti eindregin ósk okkar Hauks Guðmundssonar, að við yrðum prófaðir fyrir opn- um tjöldum,” sagði Kristján Pétursson að lokum. Blaðið ieitaði fregna um gang þess máls, sem örn Clausen hrl. hefur höfðað vegna tveggja Bandarikjamanna, á hendur Kristjáni Péturssyni og Hauki Guðmundssyni út af meintu misferli i starfi. Setudómari i þvi hefur verið skipaður Sigur- berg Guöjónsson fulltrúi I Kópa- vogi. Hann hafði þetta um málið að segja: „Ég hef tekið skýrslur af Bandarikjamönnunum, en á eftir að taka talsvert meira af vitnaskýrslum. Þetta er eigin- lega fristundavinna, þvi að ég verð jafnframt að sinna minu starfi hér á fógetaskrifstof- unni.” „En hefur verið tekin skýrsla af sakborningum, og ef svo er ekki, hvenær myndi þaö ger- ast?” „Skýrslur af þeim hafa ennþá ekki verið teknar. Það gæti orð- ið seint i mai eða snemma i júni, eftir þvi sem ég lit til.” „Það er þá ekki von á skjótum málalokum?” „Ég býst varla við, að þvi ljúki á næstunni, eða það getur tafizt nokkuð.” „En halda þessir menn áfram störfum sinum, eða er ekki á- stæða talin til að svipta þá störf- um meðan á rannsókn stend- ur?” „Þetta er auðvitað spurning, sem alltaf hlýtur upp að koma, en mér finnst þá eðlilegra, að það væri frekar vinnuveitandi þeirra, sem tæki ákvörðun um það,” sagði Sigurberg Guðjóns- son setudómari að lokum. Blaðið leitaði án árangurs frétta um, hvað liði málshöfðun þeirra félaga á hendur Timan- um. Yfirsakadómari, Halldór Þorbjörnsson var ekki viðlát- inn. ERl) NIMROD ÞOT- URNAR VOPNAÐAR? Varðskipsmenn á Ægi gerðu tilrkun til að taka brezkan tog- ara i gærmorgun. Fóru skip- verjar Ægis á báti að togaran- um Primella, sem setti á fulla ferð er báturinn nálgaöist. Skotiö var þremur lausum skotum að togaranum og siðan einu föstu skoti. Flugmenn á Nimrod þotu hótuðu þá að gera árás á varðskipið og ákvaö Bjarni Helgason skipherra þá að hætta frekari aðgeröum. Frétt Landhelgisgæziunnar um þennan atburð fer hér á eftir: Eins og fram hefir komið i fréttum varð vart viö brezka togara að ólöglegum veiðum i Vikurál um 35-40 sjómilur norð-vestur af Bjargtöngum i gær. Kl. 6 i gærmorgun kom varð- skipiö ÆGIR að 6 brezkum togurum að veiðum á þessum slóðum, en þeir náðu allir inn veiðarfærum sinum áður en varðskipið komst að þeim. Héldu sumir vestur I átt til Grænlands, en aörir suður og elti varðskipið þá. Einn þessara togara PRIMELLA H-98, gerði tilraun til að kasta aftur, og gaf varð- skipið honum þá stöðvunar- merki með flöggum og hljóð- mericjum. Kl. 10 stöðvaöi togarinn og sendi varöskipið mannaðan bát yfir að honum, en er hann nálgaöist setti togarinn aftur á ferð og neitaði alveg að hlýða fyrirmælum varðskipsins. Skaut verðskipið siðan 3 laus- um aðvörunarskotum að togar- anum til þess aö undirstrika fyrirmæli sin en togarinn hafði aftur á móti samband viö brezku herskipin fyrir Austur- landi, sem ráðlögðu honum aö óhlýðnast varðskipinu og halda út og hétu aöstoð sinni svo og NIMROD-þotu. Eftir itrdcaöar aðvaranir til togaraskipstjórans skaut varð- skipiö siðan um kl. 12.30 föstu skoti fyrir framan togarann en þvi var svaraö með hótun frá NIMROD-þotunni, sem þá var komin á staðinn um að hún myndi skjóta á varöskipið, ef það hleypti fleiri skotum gegn togaranum. Við þessa beinu og itrekuðu hótun NIMROD-þotunnar um að beita vopnum gegn varðskipinu, sem ógnaði ekki aðeins þvi heldur ekki siður lifi og limum áhafnar þess, var ekki talið rétt að ganga lengra i aðförinni að togaranum en haldiö áfram aö fylgjast meö feröum hans. Rétt fyrir kl. 14 var staöur skipanna um 23 sjómilur norð- vestur frá Bjargtöngum á suð- lægri stefnu. Var þá önnur NIMROD-þota á leið frá Bret- landi til þess að leysa hina fyrri af, og herskipið LOWESTOFT ásamt birgðaskipi á leið frá Suö- austurlandi. Skipherra á Ægi er Bjarni Helgason. EKKI HEYRT: Þrátt fyrir áskoranir og særingar framsóknarráðherranna um að menn verzli við Is- lenzk iðnfyrirtæki — að uppi séu nein áform um að mjólkursamsalan sé látin kaupa umbúðir af Kassa- gerðinni. Heldur er haldið áfram að flytja inn sænsku Tetra-pakkana. LESIÐ: t þessu blaði i gær að Albert Guðmundsson hafi kveðið upp skilorðs- bundinn refsidóm yfir flokksbræðrum slnum á Al- þingi. Albert er sá eini af borgarfulltrúunum, sem situr á Alþingi, og hefur kvartað undan þvi að hann sé eini þingmaður Reyk- vikinga i flokknum! Ýmsir stuðningsmenn Alberts eru sagðir hlynntir sérfram- boði hans i næstu kosning- um, en Albert ófús á að gefasvar, enda taliðvistað Gunnar Thoroddsen myndi ekki taka þátt i klofnings- starfi. En með möguleik- ann opinn vill A.G. gjarnan festa sig betur i sessi innan flokksins, svo sem i sæti varaformanns. LESIÐ: I Frjálsri verzlun að Jón H. Magnússon fréttamaður hyggist láta af störfum hjá sjónvarpinu og muni hefja störf hjá „fjöl- þjóðastofnun i Vest- ur-Evrópu” fljótlega. Nató? HLERAÐ: Að smölun Al- þýðubandalagsins i Kefla- vikurgöngu gangi ekki samkvæmt beztu vonum starfsfólks bandalagsins, þótt sauðtryggir flokks- menn verði sóttir að venju. Innan við 100 hafi gefið lof- orð en rúmlega sá fjöldi loðin svör. Takmarkið var upphaflega 1000 manns, en nú er stefnt að þvi að fá sem mestan fjölda til að ganga lokasprettinn. SÉÐ: 1. blöðum að aldrei hafi eins illa litið út fyrir skólafólki i sumarvinnu- leit. Bæði er það að fjöldi unglinga er meiri en fyrr, og svo verulegur samdrátt- ur, sem veldur þvi að ekki er ráðið afleysingafólk, heldur dregið úr starfsemi, og framkvæmdir sumar hverjar, sem ráðgerðar höfðu verið i ár, hafa verið „saltaðar ’. Ekki hefur heyrzt hósti eða stuna frá opinberum aðilum út af þessu máli. SÉÐ: Að nú er farið að flytja inn litsjónvarpstæki, sem kosta um 190 þúsund krónur. Þau eru japönsk, með 19 tommu skermi. Ef gerð yrðu samvinnuinn- kaup á nokkur hundruð slikum tækjum á einu bretti er talið fullvist að hægt yrði að lækka verð tækjannaum a.m.k. 20 þús- und krónur, ef til vill .meira.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.