Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 3
b!a^l> Þriðjudagur 25. maí 1976. 3 OG FRAMSÓKN I GÆR aðeins um að ræða að lægja þær öldur sem hæst fara eða hvort raunverulegur vilji er fyrir hendi til þess að koma til móts við það fólk sem i landinu býr. Næstu dagar verða dómþing þess hvort hér fer gjóla undan vindi eða hvort forysta fram- sóknarflokksins gengur ennþá dulin þess hver vilji almennra flokksmanna er. Það kann að vera að ylurinn við kjötkatlana i ráðuneytunum þyki betri en að standa á löppunum og vera ís- lendingur, og mundi fáa undra þó svo færi, hafandi i huga reisn Framsóknarmanna i rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. Eirikur Baldursson. FRAMSÓKNARFÉLAG ÖLFUSHREPPS: » VIÐ ÁSÖKUM STJORNVÖLD...« A stjórnarfundi i Fram- sóknarfélagi ölfushrepps, sem haldinn var I Þorlákshöfn fimmtudaginn 20. mai 1976 voru gerðar eftirfarandi samþykkt- ir: 1. Við mótmælum öllum samn- ingum við erlendar þjo'ðiri is- lenzkri fiskveiði lögsögu og lýsum yfir furðu okkar á um- mælum nokkurra ráðherra á möguleikum á samningum við Breta. 2. Við ásökum stjórnvöld fyrir svik við þjóðina með þvi að framfylgja ekki samningnum við Vestur-Þjóðverja og feiia veiðiheimildir þeirra úr gildi, þar sem bókun 6 hefur ekki náð fram að ganga. 3. Við ásökum rikisstjórnina fyrir algert aðgerðarieysi gagnvart Atlantshafsbanda- laginu. Ofbeldi Breta og framkoma Bandaríkjamanna i landheigismálinu getum við aðeins mótmælt á einn veg, með því að ganga úr Atlants- hafsbandalaginu og loka varnarstöðinni á Keflavikur- flugvelli. 4. Við ásökum stjórnvöld um áhuga- og skiiningsleysi á vinnsiu á nýjum fisktegund- um tii útfiutnings, eins og t.d. spæriingi og koimunna, en frumtilraunir hafa þó verið framkvæmdar. Einnig mætti nefna fiskeldi i vötnum, ám og fjörðum. Gera verður rót- tækar ráðstafanir til að bæta meðferð hráefnis til fisk- vinnslu. Ennfremur verður að nýta alla þætti fiskafla okkar mikiu betur en nú er gert og má f þvi sambandi benda á þau gffurlegu verðmæti, sem fleygt er I sjóinn t.d lifur, hrogn og grásleppu. 5. Við ásökum stjórnvöid fyrir algert virðingarleysi fyrir is- lenzkum iðnaði og undanláts- semi við erlenda aðila með niðurfellingu tolla og inn- flutningi á alls konar óþarfa viö núverandi aðstæður I gjaldeyrismálum okkar. 6. Rikistjórninni ætti nú að fara að verða ljóst eftir ’þær upp- lýsingar frá Jósef Luns, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandaiagsins, að það myndi kosta Bandarikin 22 milljarða dollara eða 4000 milljaröa islenzkra króna aö koma upp samsvarandi hernaðaraðstööu og nú er á Keflavikurfiugvelli, sem samsvarar 66 ára fjárlögum rikisins, eins og þau eru I dag, hve gifurlega stórt og mikil- vægt framlag islands er i varnarkeðju Atlantshafs- bandalagsins. Það er furðu- iegt, að þessu trompi skuli ekki hafa veriö beitt miklu meira I Iandhelgisdeilunni, en gert hefur veriö. Stjórn Framsóknarfélags ölfushr. lýsir yfir eindregnum stuðningi við forustugrein Þórarins Þórarinssonar i Timanum miövikudaginn 19. mai s.i., sem sýnir gleðilega hugarf arsbreytingu hjá forustum önnum Fram- sóknarfiokksins, og skilning á viija fólksins i landinu. Spurningarnar sem við lögðum fyrir fólk að þessu sinni voru tvær. Fyrri spurningin var: Á að leyfa áfengan bjór? Hin siðari: Á að lækka verð á áfengi? Þáttakan var mjög mikil og mun meiri en i fyrri skoðanakönnun- um. Alls bárust okkur 213 svör i pósti en siðan var hringt I aðra 213 þannig að alls fengum við 426 manns til þess að tjá sig um þetta mál. Hverjir eru það, sem taka þátt í svona könnun og senda inn svar þegar spurt er um áfengan bjór og verðlag á áfengi? Við göngum út frá þvi að það séu fyrst og fremst þeir, sem lesa Alþýðublaðið. En þó má vel gera ráð fyrir þvi að ein- hverjir áhugasamir einstak- lingar, sem lesa blaðið, hafi samband við vini og kunningja- fólk og reyni þá að fá þá til að láta i ljós ákveðna skoðun á málinu. Hverjar svo sem ástæöurnar kunna að vera varð sú raunin á, að mun fleiri karlmenn sendu inn svör heldur en kvenmenn. Alls bárust svör i pósti frá 142 körlum en 71 konu. Eftir aldurs- flokkum var þátttakan, sem hér segir: Aldursflokkurinn 25 ára og yngri, 39 karlar og 27 konur, alls 66. Aldursflokkurinn26 til 35 ára, 19 karlar og 12 konur, alls 31. Aldursflokkurinn 36 til 55 ára, 53 karlar og 15 konur. alls 68. Aldursflokkurinn 56 ára og eldri, 31 karl og 17 konur, alls 48. 1 fyrri skoðanakönnunum okkar hafa ávallt fleiri karl- menn sent inn svör heldur en konur. A hinn bóginn hafa fleiri konur orðið til þess að taka upp simtólið og svara þegar hringt hefur verið út I bæ. Af þeim 213 Er framkvæmd áfengismála ábótavant hér á landi? MEIRIHLUTI FÓLKS VILL STERKAN BJÓR sem hringt var i svöruðu 75 karlar og 138 konur. Aldurs- hópar þeirra, sem uröu fyrir svörum i slma eru sem hér segir: Aldursflokkur 25 ára og yngri, 35 karlar og 42konur, alls 77. Aldursflokkur 26 ára til 35 ára, 20 karlar og 28 konur, alls 48. Aldursflokkur 36til 55 ára, 12 karlar og 48 konur, alls 60. Aldursflokkur 56 ára og eldri, 8 karlar og 20 konur, alls 28. Ef við snúum okkur svo að viðbrögðunum sjálfum þá er niðurstaðan, sem hér segir og verður greint frá hvorri spurningu um sig sérstaklega: Á að leyfa áfengan bjór? 104karlarsögðu já með þvlað senda svar i pósti 52 konur sögðu já með þvi að senda svar i pósti 79 karlar sögðu já við spurningunni i sima 60 konur sögðu já við spurningunni i sima 295 karlar og konur sögðu já við spurningunni, alls 69.3% 38 karlar sögðu nei með þvi að senda svar i pósti 19konur sögðu nei með þvi að senda svar i pósti 40 karlar sögðu nei við spurningunni i sima 34 konur sögðu nei við spurningunni i sima 131karl og kona sögðu nei við spurningunni alls 30.7% Á að lækka verð á áfengi? 84 karlar sögðu já með þvi að svara i pósti 48 konur sögðu já með þvi að svara I pósti 68 konur sögðu já við spurningunni i sima 53 konur sögðu já við spurningunni i sima 253 karlar og konur sögðu já við spurningunni alls 59.4% 58 karlar sögðu nei með þvi að svara I pósti 23konursögðu nei með þvi að svara i pósti 51karlsagði nei við spurning- unni I sima 41 kona sagði nei við spurningunni i sima 173 karlar og konur sögðu nei við spurningunni, alls 40.6% Samkvæmt þessum niðar- stöðum eru 69.3% þjóðarinnar þeirrar skoðunar að það eigi að leyfa sölu á áfengum bjór hér á landi en 30.7% er þvi mótfallið. Að þvi er siðari spurninguna varðar er munurinn ekki eins mikill. Þó er ljóst að 59.4% þeirra, sem tók þátt I könn- uninni, annað hvort af eigin frumkvæði eða aðspurðir telja að verðlag á áfengi sé of hátt og þvi sé eðlilegt að lækka verðið. 40.6% töldu hinsvegar ekki ástæðu til að lækka verð á áfengi. í þessari skoðanakönnun kom margt fram, sem við höfum ekki reynt I fyrri skoðana- könnunum. Sérstaklega var mikið um bréf með svörunum þar sem fólk rökstyður skoðun sina á einn veginn eða annan. Yfirleitt er hér um að ræða bréf frá fólki, sem hefur mjög ákveðnar skoðanir á áfengis- málum. Samkvæmt bréfunum, sem okkur barstverður þó með engu móti séð að afstaða bindindismanna sé algerlega I andstöðu við áfengan bjór eða „hóflegt” verðlag á áfengi. Sama virðist uppi á teningnum með „hófdrykkjumenn”. Af- staða þeirra til þessara tveggja spurninga virðist ekki fullkom- lega standa i beinum tengslum við persónulegar þarfir þeirra. A hinn bóginn virðist aðalreglan sú að bindindismenn séu and- vígir sölu áfengs bjórs en þeir, sem neyta áfengis á einn eða annan hátt eru hlynntir þvi, að áfengur bjór sé á markaðnum hér á landi. —BJ en ekki voru allir á einu máli um hvort rétt væri að lækka útsöluverð á áfengi $fditcf i . faw -an eihrnút of'Xuérvwfc. Moved Sy tfu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.