Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 13
ýðu- bláöíð Þriðjudagur 25. maí 1976. OB VMSUM ÁTTUM 13 um sér Spillingin fylgir völdunum eins og nóttin deginum. Róbert átti ekki i erfiðleikum með að túlka einræðisherrann, leikur hans var rólegur og yfirvegaður. Hins vegar voru honum lagðar sumar setningar i munn sem brutu upp ramma leikritsins og komu eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Skapar spennu Samleikur Róberts og Rúriks Haraldssonar, sem lék Joseph Lorenz foringja lifvarða, var með miklum ágætum. Rúrik tókst að skapa spennu með inn- komum sinum og var ógn- vekjandi rólegur allan timann. Aðrir leikendur eru Sigurður Karlsson, Baldvin Halldórsson, Guðjón Ingi Sigurðsson, Bryndis Pétursdóttir, Valur Gislason og Steinunn Jóhannes- dóttir. Sigur var upprunalega sam- inn fyrir útvarp og flutt þar fyr- ir allmörgum árum. Leikritið ber þess merki og hefur leik- stjórinn, Hrafn Gunnlaugsson þurft að taka á honum stóra sín- um til að fá út úr þessu forvitni- legt myndaefni. En Hrafn sýnir það enn og sannar að hann er einn bezti sjónvarpsleikstjóri sem við eigum. Myndavélin segir okkur sögu ekki siður en textinn og tónlist Egils Ólafs- sonar undirstrikar efnið á rétt- um stöðum. ólikt íslenzkum viðfangsefnum Sigur er ólikt öðrum islenzk- um sjónvarpsleikritum sem við höfum séð. Það er ekki saga úr daglega lifinu sem við þekkjum af eigin raun og gerir þvi meiri kröfur en ella. Þorvarður Helgason lýsir þó þessum at- burðum á raunsæan hátt. Hins vegar er leikritið of langdregið, spennan er i lágmarki og það skilur ekki eftir jafn áleitnar spurningar og efnið gefur tilefni til. Sæmundur Guövinsson. ur í gær afhenti ný- skipaður sendirherra Hollands hr. Robbert Fack forseta íslands, Kristjáni Eldjárn, trúnaðarbréf sitt. Síðar sama dag þá sendi- herrann boð forsetahjón- anna að Bessastöðum, ásamt nokkrum fleiri gestum. Sendiherrann hefir ekki aðsetur hér á landi, heldur situr í London. <1 Myndin hér til hliðar var tekin á Bessastöðum í gær. A myndinni eru hinn nýskipaði sendiherra, forseti islands og Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra. „Betur væri ef öll fangelsi og geðsjúkrahús væru auð og yfirgefin eins og þetta.” Þakka skal það, æm vel er gert - Vaskleg bjötgun! - Sambandið á milli geðheilsu cg hagþráunar - Hinn þráaði heimur í dauðakapphlaupi eQQC* 1 „Þakka skal það, sem vel er gert” er fyrirsögn á leiðara Al- þýðumannsins á Akureyri. Þar segir meðal annars: „Hér á þessum vettvangi hefur dóms- málakerfi okkar Islendinga ver- ið gagnrýnt að undanförnu, og ekki að ástæðulausu. í þvi sam- bandi hefur skeytum verið mjög beint að núverandi dómsmála- ráðherra, ekki vegna þess að hanneigisöká þvi, hversu gam- aldags og úrelt þau lög eru, sem um framkvæmd dómsmála gilda, heldur fyrst og fremst vegna þess, að gerðar hafa ver- ið meiri kröfur til umbóta af hans hendi en fyrirrennara hans i dómsmálaráðherraembætti, sökum alkunnrar lagaþekking- ar hans. Um langan aldur hefur embætti dómsmálaráðherra verið eins konar aukastarf ráð- herra, sem ekki hafa haft mikla þekkingu á dómsmálum og þar af leiðandi ekki haft áhuga á að sinna þeim málaflokki. Þekkingu hefur ekki skort hjá núverandi dómsmálaráðherra, en lengi hefur verið beðið eftir, að i ljós kæmi áhugi hans á dómsmálum. Nú virðist loksins vera að rofa til i þessum efnum og augljóst, að dómsmálaráð- herra hefur gert sér grein fyrir göllum þeim, sem á kerfinu eru og mesthafa verið gagnrýndir á undanförnum árum. A yfirstandandi þingi hefur dómsmálaráðherra lagt fram nokkur frumvörp til laga um rannsókn arlögreglu rikisins, frumvarp til laga um lögréttur, frumvarp til laga um nefnd til að kveða á um hæfni þeirra, sem um dómarastöður sækja, og siðast en ekki sist frumvarp til laga um breytingar á núgild- andi lögum um meðferð einka- mála, sem felur i sér umtals- verða lagfæringu á þeim lögum, og færir þau til nútimahorfs”. Lokaorð forystugreinarinnar eru þessi: „Hér skulu dóms- málaráðherra, Ólafi Jóhannes- syni, færðar þakkir fyrir flutn- ing þeirra frumvarpa, sem að framan er getið og þess óskað að hann haldi áfram á þessari braut og taki upp þráðinn á næsta þingi, hvort sem hann verður þá innan eða utan stjórn- ar.” Vasklega gert. Blaði Dagur á Akureyri segir eftirfarandi sögu: „Seint og um siðir hafði blaðið spurnir af at- burði á Oddeyrartanga. Sjó- maður kom þar að á trillu sinni og kastaði fiskinum upp á bryggju. Þá datt 7 ára drengur i sjóinn skammt frá. Sjómaðurinn stakk sér þegar til sunds og kafaði i fullum sjó- klæðum. Sjórinn var gruggugur, en drenginn fann hann og bjarg- aði honum. Varð hvorugum meint af. Sjómaður þessi heitir Friðrik Sigurjónsson og á hann heima i Norðurgötu 40, en bátur hans er Suðri EA 67. Mun Friðrik vask- ur maður og skjótur til úrræða, svo sem þetta atvik sýnir. Og ekki eru þeir félagar hamingju- snauðir”. Sambandið á milli geðheilsu og hagþróun- ar I timaritið Geðvernd 'Skrifar Halldór Hansen, yfirlæknir, merkilega grein, þar sem hann fjallar um Alþjóðaráðstefnu geðverndarfélaga og það sem þar kom fram. Hann segir að umræður á stjórnarfundum, sem haldnir voru i sambandi við ráðstefnuna, hafi umræður að mestu snúist um sambandið á milli geðheilsu mannkynsins og hagþróunarinnar i heiminum. Þar hafi komið fram, að erfið- ustu geðræn vandamál hins vanþróaða heims mætti rekja beint til næringarskorts. Siðan segir: „Það er staðreynd, að hreinn næringarskortur hindrar geigvænlegan fjölda einstak- linga i að þroskast eðlilega i hin- um vanþróaða heimi. I hinum þróaða heimi eru vandamálin hins vegar flóknari og samsett- ariogekki eins auðvelt að koma þeim undir einn samnefriara.” Ekki tekist að leysa dreifingarvandamálið Þá segir: „Það virðist álit margra,að matvælaframleiðsla heimsins sé i raun og veru nægi- leg til þess að enginn ætti að þurfa að bið tjón á likama eða sál vegna beins næringarskorts. Þetta verði hins vegar vegna þess,að ekki hafi tekizt að leysa dreifingarv andamálin. Ofgnótt sé á sumum heims- svæðum en skortur á öðrum. Hins vegar verði að hafa i huga, að raunverulegur matvæla- skortur sé ekki langt undan, ef mannkynið haldi áfram að fjölga með sama hraða og verið hefur. Þvi sé nauðsynlegt, að auka matvælaframleiðslu hins vanþróaða heims og draga úr sóun og ofnotkun hins þróaða heims.” Þá segir: „Er hægt eða er ekki hægt að auka hagvöxt og tæknivæðingu hins vanþróaða heims án þess að stefna geð- heilsu ibúa hans i' voða. Jafnvel frumstæðustu þjóðfélög eiga sér sina menningu og venjulega er einstaklingurinn aðlagaður þessari menningu. Geðheilsa hans á sér rætur i þessari aðlög- un að menningunni og þvi' and- lega jafnvægi, sem fylgir þvi að lifa i samhljóm við umhverfið, hvernig sem það kann að vera. Sé hins vegar hróflað við þess- ari menningu með þvi til dæmis að breyta atvinnuháttum og þar með lifnaðarháttum, er hætt við, að einstaklingurinn geti misst rótfestuna, sem er horn- steinn geðheilsu hans”. Geðræn vandamál hins þróaða heims. Þá segir: „Það var bent á, að þrátf fyrir tiltölulega hægfara þróun mætti samt rekja obbann af geðrænum vandamálum hins þróaða heims til þess, að aðlög- unarhæfni einstaklingsins hafi verið ofboðið og einstaklingur- inn orðið að ýta eðlilegum til- finningalegum þörfum si'num til hliðar i þágu aukinnar tækni- þróunar, aukins hagvaxtar og þess hraða og spennu, sem reynzt hafa dyggir förunautar hraðfara þróunar á þessum sviðum”. 1 hinum þróaða heimi virðist hins vegar timabært að reyna að ná taumhaldi á þeim öflum, sem valda óeðlilegum hraða og spennu, skapa gerviþarfir og ó- nauðsynlegt lifsgæðakapp- hlaup, sem aftur leiðir til of- notkunar, sóunar og mengunar- vandamála. Það þyrfti með öðr- um orðum að sveigja hagvöxt og tækniþróun til þjónustu við velliðan og velferð mannkyns- ins”. Dauðakapphlaup. I lok greinarinnar segir: „Svo virðist sem hagvöxtur og tækni- þróun, sem hefur það markmið eitt að spenna bogann hærra og hærra, sé á góðri leið með að knýja ibúa hins þróaðaJieims út i dauðakapphlaup um jafnt nauðsynlegar sem ónauðsynleg- ar li'fskjarabætur, án þess að þar séu verulegur munur gerður á. Þvi sé timabært að staldra við og spyrja: Hvað er nauðsyn- legt? Er það, sem umfram er, borgað of dýru verði? Og það sé of dýru verði keypt, ef græðgi i hvaða formi sem hún birtist, er farin að grafa undan hæfileika einstaklingsins til að njóta þess að vera til, sem jafngildi i raun- inni þvi, að hún kæfi lifið sjálft og lifsfyllinguna.Og að sú þróun sé að sjálfsögðu ekki siður hættuleg geðheilsu og andlegri velferð mannkynsins en nær- ingarskortur, örbirgð og ör- vænting. Þvihvaðsé einstaklingur hins þróaða heims betur settur með sibatnandi ytri lifskjör, ef tóm- leikakenndin, spennan og tima- hrakið standa i vegi þess, að hann geti notið þess, sem hann hefur á milli handa, jafnhliða þvi, sem hann biði eftir þvi, að örbirgð hins vanþróaða heims knýi ibúa hans til blóðugrar byltingar, svo að þeir megi halda lifi. —AG.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.