Alþýðublaðið - 11.06.1976, Page 1

Alþýðublaðið - 11.06.1976, Page 1
FOSTUDAGUR 1 1 JÚNÍ Áskriftar- HBHHHHHHHHi siminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG Aðeins einn kvenmaður f Vélskólanum GuðrúnLára Petersen er eina konan i Vé- skólanum. Ekki virðistþaðhafa háð henni mikið, því hún varð næst-hæst á lokaprófi. Að vélskólanámi loknu ætlar hún að leggja stund á raftækni. IC=3 acz ÚTLðND 450 kr. fyrir hverja veidda slöngu Fyrir norðan Róm er borgin La Spezia. Eiturslöngur hafa tröllriðið borginni á sumrin og bitið fjölda manna. Yfirvöld i borginni hafa heitið 450 kr. í verðlaun fyrir hverja slöngu sem veiðist. 13. síðu icns o 3C3' Starfsmenn hálft sextánda hundrað Flugleiðir hf. héldu fyrsta aðalfund sinn i gær. Þar kemur fram, að félagið flutti 682 þúsund farþega á siðasta ári og starfs- menn Flugleiða eru nú orðnir um 1550. áacz 3! Z-hugsjónin mikla Enn á ný fær Oddur Sigurjónsson kveðju frá lesanda. Að þessu sinni er það Pálmi Jósefsson, sem svarar athugasemdum Odds um z-málið i Alþýðublaðinu þann 30, mai. oa ~=>C Smyglamálin krabbi í þjóðarlíkama Smyglmálin, sem upp hafa komið að undanförnu, eru stórbrotið þjóðfélags- vandamál, sem hefúr vaxið eins og dulinn krabbi. Til að bjarga sjálfsvirðingu og siðferðilegu þreki þjóðarinnar, þarf að skera þennan krabba burtu, meðan þess er enn kostur. Bls. 2 ’ C3 CC7 C =300=3 CZDi £ HEILDARTEKJUR FLUGLEIÐA í FYRRA 12,1 MIUJARÐUR Afgangur til ráðstöfunar 512 milljónir króna Aðalfundur Flugleiða var haldinn i gær i Reykjavik. Þetta var fyrsti aðalfundur félagsins frá stofnun <þ.e. sameiningu félaganna). A fundinum kom fram, að heildartekjur Flugleiða hf. i fyrra urðu 12 milljarðar 109 milljónir króna og að hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir- tækisins varð 205 milljónir króna. Söluhagnaður og tjóna- bætur námu 307 milljónum, og afgangur til ráðstöfunar sam- kvæmt rekstrarreikningi nam 512 milljónum króna. Heildareignir Flugleiða i árs- lok 1975 voru 8339 milljónir króna, en skuldir námu 6860 milljónum króna. — 1 fyrra fluttu vélar félagsins liðlega 682 þúsund farþega og starfsmenn i árslok voru 1550. Sjá frásögn af fundinum á bls. 4. — Nei sjáðu þarna eru bæði pabbi og mamma komin út að leita að mér. Þetta er lika í fyrsta skiptið sem ég stelst út á sokkaleistunum. Tók sér frí frá búskap til að syngja inn á plötu „Shadow lady” heitir ný hljómplata sem hljómplötuút- gáfan Júdas hefur sent frá sér. A plötunni eru 11 lög eftir Sig- rúnu Harðardóttur. Hún hefur einnig sainið textana og syngur lögin. Margir kunnir hljómlistarmenn leika undir. Sigrún er að góðu kunn fyrir söng sinn, en langt er siðan að heyrzt hefur til hennar, enda stundar hún búskap á Barða- strönd. Sókninni beint frá þorskveiðum með 46% hækkun á karfaverði Lágmarksverð á karfa 500 gr. og stærri hefur verið stór- hækkað eða um 46%. Verð fyrir hvert kg. skal vera 36krónur Fram til áramóta. Þessi verð- hækkun er m.a. gerð til að beina sókn togskipa frá þorskveiðum og einnig þar sem nú eru stór- batnandi horfur á sölu karfa- flaka til Bandarikjanna. Sjávarútvegsráðherra beitti sér fyrir þvi, með samþykki rikisstjórnarinnar, að stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins samþykkti að hækka við- miðunarverð karfaafurða frá 8. júni til áramóta. A þessum grundvelli samþykkti Verðlags- ráð sjávarútvegsins þessa miklu hækkun á karfaverðinu. A það er lögð mikil áherzla af hálfu sjávarútvegsráðuneytis- ins i sambandi við þessar ákvarðanir, að veiðiferðir tog- skipa á karfaveiðum standi ekki lengur en 13 daga til að tryggja gott hráefni i framleiöslu karfa- flaka fyrir Bandarikjamarkað, sem skila á miklum verðmætis- auka. Rikisstjórnin hefur samþykkt að ábyrgjast getu Verð- jöfnunarsjóðs til þess að risa undir greiðslum úr sjóðn- um,sem kunna að leiða til af hækkun viðmiðunarverðsins. Vonast er til að þessar ráð- stafanir styrki rekstrarstöðu togaraútgerðarinnar og auki at- vinnu og framleiðsluverðmæti i frystihúsunum. Fréttir frá Bandarikjunum herma, að þar sé nú stóraukin eftirspurn eftir karfaflökum vegna minna framboðs. Er ekki óliklegt að verðið þar hækki talsvert á næstunni og það verði til þess að draga úr sölu á karfa héðan til Sovétrikjanna þar sem likur eru á mun betra veröi fyrir vestan. —SG Rítstjórn Sfðumúla II - Símfi 81866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.