Alþýðublaðið - 11.06.1976, Side 9

Alþýðublaðið - 11.06.1976, Side 9
biaðiö Föstudagur 11. júní 1976. VETTVANGUR 9 AÐ LEGGJA STUND A RAF- l\Ð LOKNU VÉLSKÓLANAMI” 'm LÁRA A STÚLK- iNUM Sagði Guöný að hún hefði lok- ið landsprófi frá Kvennaskólan- um og slðan sótt um inngöngu i Menntaskóla, Verzlunarskólann og svo Vélskólann, og fengið vil- yrði fyrir skólavist i þeim öll- um. „Bn það sem réði úrslitum um að ég fór i Vélskólann var að mig langaöi eiginlega ekki til að feta þessa hefðbundnu mennta- braut, þ.e. landspróf, mennta- skóla og þá væntanlega háskól- ann. Það var þvi af einskærri nýungargirni sem ég ákvað að byrja i Véskólanum. Svo þegar á reyndi, fannst mér námið mjög skemmtilegt, og hef siður ensvo séðeftir þvi að hafa byrj- að þarna. „Nú er vélstjórastarfið eink- um fólgið i vinnu við vélar o.b.h. Heldurðu að þetta sé fremur við hæfi karla en kvenna, eins og sagt hefur verið”? „Nei, það held ég ekki. Ég hef að visu ekki farið á sjóinn ennþá, eða starfað við þetta neitt sem nemur. En sjálf- virknin er orðin svo mikil, að þetta er ekki lengur spurning um likamskrafta, eins og var. Að vísu geta komiö upp þær að- stæöur að menn þurfi að lyfta þungum hlutum, eða þvium likt, en að öllu jöfnu er þetta ekki mikiö likamlegt erfiði” „Hvernig leizt fólki á, þegar þú hófst nám i Vélskólanum?” „Yfirleitthöfðu vinir minir og kunningjar ekki neitt við þaö að athuga, og það hefur enginn lát- ið neina undrun i ljós við mig. En ég hef heyrt það utan af mér, að ýmsum gömlum og grónum vélstjórum litist. ekkert á þetta og séu svona heldur neikvæðir gagnvart þvi að fá kvenmann I hópinn. En mig grunar nú hálft I hvoru að þetta sé bæði gömul saga og ný og þeim finnist kannski að kvenfólkið sé farið að ganga heldur langt inn á þeirra svið” , ,Svo þú ert alls óhrædd við a ð halda áfram á sömu braut?” ,,Já, biddu fyrir þér. Ég ætla að ljúka skólanum og fara siðan i Tækniskólann og leggja stund á raftækni.en hún felst einkum i þvi að teikna raflagnir i byggingar o.þ.h. Ég get tekið einhvern hluta af náminu hérna heima, en siðan verð ég að fara út Og 1 júka þvi þar. En alls tekur það 5 ár.” ,,Nú kom það fram hjá þér áð- an, að þú hefur bæði verið i „Kvennaskóla” og ,,karla- skóla”. Hvort likar þér betur?” ,,Það er ekki hægt að jafna þessum saman, þetta er svo ó- llkt. Ég hef sérstaklega tekið eftir að strákar leggja ekki eins mikið uppúr þessum svokailaða „klfkuskap” sem er hins vegar einkennandi fyrir stelpur. Þá er umræðuefni kynjanna gjörólik. Strákar tala um bila og þess háttar, meðan kvenfólkið heldur sig við börn og bú. Ég held það væri bezt að hafa hæfilegan skammt af hvoru fyrir sig.” Og með þessum orðum kveöur þessihressa og káta stúlka, sem eftir að hafa fengið beztu fram- tiöaróskir frá okkur f fararnesti. — JSS Guðný Lára var ein hinna heppnu sem hafa fengið vinnu i skólaleyfinu. Hún vinnur i fjármáladeild Rikisútvarpsins i sumar. iar leynast víðar en ykkur grunar 1 og igef ii að sinu og fara höndunum um alla þessa gljáandi potta og pönnur, svo ekki sé minnzt á ketilinn. En þá er eins gott að ilátin séu ekki i seilingarhæð, ef þau eru full af sjóðandi heitum mat. vatni, eða Haldið barninu vakandi ef það hefur hlotið höfuð- högg. Eins og getið var um að framan, setur barnið það ekkert fyrir sig þó það þurfi að klifra upp á stól til að nálgast einhvern hlut. En svo eru sum börn þannig gerð að þau hafa mikla ánægju af að klifra og vilja helzt stunda þá iðju allan daginn. Á þetta einkum við um þau börn sem eru fyrirferöa- mikil að eðlisfari og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En þaö er ekki þar með sagt aö þau geti þó þau þori, og enda slik ferðalög oft meö þvi að litli anginn hlunkast á gólfið. Ef svo illa tekst til að hann skellur á hnakkann i gólfiö, eða hlýtur einhvers konar höfuðhögg, er ekki ráðlegt aö láta hann sofna fyrr en a.m.k. halftima siðar, en að þeim tima liðnum hafa af- Þvi miður er þetta sjón sem er alltof algeng i heimahúsum. Og litlum börnum virðast hlutir sem þessi oft vera hin ákjósan- legustu leikföng. leiðingar höggsins venjulega komið I ljós ef einhverjar eru. Hvaða tima dagsins er slysahættan mest? Rannsóknir sem Sviar hafa gert á þessu atriði, sýna að það er einkum kl. 11—12 og 15—18 á daginn sem slik slys i heima- húsum eiga sér stað. Á þessum tima dags eru börnin oft óróleg vegna svengdar og eftir hádegiö verða þau fljótt þreytt, ef þau hafa ekki fengið dúrinn sinn. Þá er móöirin oft upptekin viö að elda mat og sinna öðrum aö- kallandi heimilisstörfum, og hefur ekki tök á að fylgja barninu eftir hvert fótmál. Það er þvi tilvalið að hafa leikgrind til staðar og setja barnið i hana, ef sá sem gætir þess þarf að bregða sér frá, þó ekki sé nema til að svara i simann, eða opna útidyrnar, ^JSS. Foreldrar: Látið eld- spýturnar eða vindlingakveikjarann ekki liggja þar sem börn geta náð til þeirra. Það kann að hafa verri afleiðingar, en ykkur kann að virðast i fljótu bragði.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.