Alþýðublaðið - 11.06.1976, Qupperneq 16
SH flutti út fyrir
13.7 milljarða í fyrra
Talsverð aukning varð á
frystingu þorskafurða og
rekstur Coldwater gekk vel
Á síðasta ári var
heildarframleiðsla hrað-
frystra sjávarafurða hjá
hraðfrystihúsum innan
Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna tæplega 65
þúsund lestir, sem er
10,5% minna magn en ár-
ið áður. Stafaði þetta af
mun minni loðnu-
frystingu, sem var 398
lestir í fyrra en liðlega
13.600 lestir árið 1974.
Hinsvegar varð
aukning á frystingu
þorskafurða, eða úr lið-
lega 56 þúsund lestum í
rúmlega 62 þúsund lestir.
Otflutningur fyrir
13,7 milljarða.
A siðasta ári flutti SH út rúm-
lega 70 þúsund lestir, sem var
10% meira en árið áður. Verö-
mæti þessa útflutnings nam 13,7
milljörðum króna. Mest var
flutt út til Bandarikjanna, eða
tæplega 43 þúsund lestir, til
Sovétrikjanna rúmlega 18
þúsund lestir og til Tékkó-
slóvakiu og Bretlands liðlega
3000 lestir.
Hagkvæmur rekstur
Coldwater.
Betur gekk hjá Coldwater
Seafood Corporation, dóttur-
fyrirtæki SH, en i fyrra en árið
áður. Mikil aukning varð i sölu á
bandariskum markaði og verð-
lag fór hækkandi á árinu. Fyrir-
tækið seldi fyrir rúmlega 17
milljarða islenzkra króna.
Salan jókst úr 78 milljónum
dollara árið 1974 i rúmlega 100
milljónir dollara i fyrra, eða um
29%.
1 fyrra var unnið að smiði
frystigeymslu i Everett i Bostón
og tekur hún 5000 lestir af fryst-
um fiski. Geymslan var tilbúnin
i mai, Nú hefur verið ákveðið aö
hefja smiði fiskiðnaðarverks-
miðju i tengslum við frysti-
geymsluna, og á hún að geta
tekið til starfa eftir eitt ár. —
AG
íslenzku
hestunum
gengur vel
í 100 daga
ferðinni
Þann 31. fyrra mánaðar lögðu
6reiðmenn á 12 islenzkum hest-
um af staö i 100 daga ferð þvert
yfir Bandarikin.
Þessi ferð er farin i tilefni af
200 ára búsetu hvitra manna i
rikjunum og auk hinna islenzku
hesta verða þar stórir hópar
hesta af öðrum kynstofnum
reyndir.
Ferðin hófst vestarlega i
Ne'.w York riki frá smábæ,
sem heitir Frankfort, i Herkim-
er héraði. Gert er ráð fyrir að
ferðinni ljúki i Sacramento i
Kaliforniu I septembermánuði
n.k.
Farið verður um margskonar
torleiði, m.a. um Nevada eyði-
mörkina.
Þær fregnir, sem borizt hafa
af islenzku sveitinni benda til að
okkar hestar láti sinn hlut ekki
eftir liggja, en hinsvegar hafa
nokkrir aðrir þegar helzt úr
hópnum.
Flugleiðir stefna að
stækkun flugflotans
A aðalfundi Flugleiða, sem
haldinn var i' gær, kom meðal
annars fram, að stjórnin telur
timabært að hefja á næstunni
undirbúning að aukningu flug-
flota félagsins. Ekki yrði komist
hjá þessari aukningu fyrir
sumarið 1977.
Flugflotinn er nú fullnýttur og
von á aukningu i flutningum, ef
hagvöxtur heldur áfram i ná-
grannalöndunum eins og verið
hefur. I þessu sambandi var
rætt hvort og hvenær aukning á
hlutafé félagsins væri timabær.
Stjórnin.
1 stjórn Flugleiða fyrir næsta
á voru kosnir: örn Ö. Johnson,
Alfreð Eliasson, Svanbjörn
Frimannsson, Bergur G. Gi'sla-
son, Kristinn Olsen, Einar
Arnason, Öttarr Möller,
Kristján Guðlaugsson, Birgir
Kjaran, Sigurður Helgason og
Sigurður Jónsson.
Jakob Frimannsson baðst
undanendurkjöri, ogvar honum
sérstaklega þakkað farsælt og
langt starf i þágu Flugfélags Is-
lands, en Jakob hefur átt sæti i
stjórn frá stofnun Flugfélags
Akureyrar árið 1937.
Á fundinum var samþykkt að
greiða hluthöfum 2,95 prósent
arð af hlutafjáreign.
2.7 mill-
jarða
lántaka
erlendis
Á fundi borgarráðs á þriðju-
daginn samþykkti ráðið fyrir
sitt leyti lántökuheimild til
handa Landsvirkjun. Leitað var
heimildar fyrir lántöku að upp-
hæð allt að 15 miiljónir banda-
rikjadala eða jafnvirði þeirrar
upphæðar i öðrum gjaldmiðli.
Þetta jafngildir liðlega 2,7
miiljörðum króna og er lántöku-
beiðnin tilkomin vegna Sigöldu-
virkjunar.
—SG
Er brennivínið ódýrt, þegar
allt kemur til alls?
Brennivínsverð borið
saman við verð á kaffi
og ýsu
Hinar tiðu verðhækkanir hér á
landi, hafa oft á tiðum gefið
reiknimeisturum tilefni til
ýmiskonar útreikninga.
Hefur þá gjarnan verið farið
aftur i timann og reiknað út
hvað hin eða þessi varan hafi
hækkað mikið i samanburði við
aðrar, getur það oft á tiðum
verið mjög athyglisverðar út-
komur sem menn fá úr slikum
dæmum.
Nýlega geröi Afengisvarna-
ráð slikan samanburð á Brenni-
vini annarsvegar og kaffi og ýsu
hinsvegar. Var þá borið
saman verð i nóv.1967 við
verðið 13. mai 1976.
nóv. 1967
Ýsadkg.)................ 15 kr.
KaffiUkg.).............. 84 kr.
Brennivin (1 fl.).......315 kr.
13. mai 1976
ÝsaU.kr.)............. 160kr.
KaffiU.kg.)........... 720kr.
BrennivinU.fi.) ......2600 kr.
Var það niðurstaða áfengis-
varnaráðs, að ef Brennivins-
verð hefði hækkað jafn mikiö og
verð á kaffi ætti það að vera 2700
kr.
Ef Brennivinsverð hefði hins
vegarhækkað jafnmikið og verö
á ýsu, ætti það að vera 3.360 kr.
Það skal þó bent hér á sem
hugsanlega skýringu á þessu
misræmi, að ekki er um sömu
þyngd að ræða á þessum vöru-
flokkum sem bornir eru saman.
Til dæmis mun innihald Brenni-
vinsflöskunnar ekki vega mikiö
meira en 700 gr.
—gek
1 verðbólgunni hefir verð á ófengi ekki stigiö til jafns á við verft d
nauðsynjavörum.
FÖSTUDAGUR
1 I- JÚNÍ 1976
alþýðu
blaölö
Heyrt: Að þeim Ólafi Ragnari
Grimssyni og Eysteini Jónssyni
hafi lent harkalega saman i um-
ræðum á aðalfundi SIS i Bifröst.
Var það að vonum harður
skellur, þvi Eysteinn var i eina
tið búinn að hæla Ólafi mjög við
Austfirðinga sem væntanlegum
eftirmanni slnum i kjördæminu.
Ólafur sveik þó Framsóknar-
flokkinn og Eysteinn varð að
flýta sér austur tii að taka aftur
allt lofið um Ólaf.
Lesið: I Lögbergi-Heims-
kringlu, að nú sé hvert sæti
skipað i flugvél, sem fer frá
Winnipeg með Vestur-Islend-
inga til íslands 29. þessa
mánaðar. Tveir Vestur-ís-
lendingar, sem hafa stofnað
ferðafélagið Viking Travel Ltd.,
skipuleggja þessa ferð, og hafa
þegar byrjað að undirbúa ferðir
1977. Þeir ætla þá meðal annars
að reyna að fá farþega frá Is-
landi.
Heyrt: Að almenningur sé nú
orðinn mjög undrandi á fram-
gangi Geirfinnsmálsins. Ekkert
hefur heyrzt um rannsókn þess i
langan tima, og spyrja menn nú
hvort þetta mál eigi að lognast
útaf eins og mörg önnur. Vart
yrði það til að auka traust
þjóðarinnar á dómsvaldinu.
.
m:
Tekið eftir: Að skoðana-
könnunum Alþýðublaðsins og
Dagbiaðsins um það hvort
Bandarikjamenn eigi að greiða
fyrir aðstöðu sina hér á landi
eða ekki, ber mjög saman. Af
hverjum 100, sem Dagblaðið
spurði, voru 70 meðmæltir
gjaldi. Af hverjum 100, sem tóku
þátt i skoðanakönnun Alþýðu-
blaðsins, voru um 56% með-
mæltir þvi að taka leigu fyrir
herstöðina. Aronskunni virðist
þvi hafa vaxið fiskur um hrygg.
m
Lesið: I Islendingi á Akureyri,
að rétt til fundarsetu á aðalfundi
KEA hafi átt 211 fulltrúar frá 24
félagsdeildum, en alls hafi
komið 204 fuíltrúar frá 20
deildum. Af þessum 204 full-
trúum voru 7 konur, þar af 5 úr
Akureyrardeildinni.