Alþýðublaðið - 17.06.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.06.1976, Síða 3
alþýðu- blaoid Fimmtudagur 17. júní 1976 FRÉTTIR 3 Útvarpsstióri: Útvarps- mönnum kunnugt — Ég hef ritað starfsmannafélaginu bréf og bent á að með þvi að neita að vinna yfirvinnu sé verið að fremja lögbrot, sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri i samtali við Alþýðublaðið. Sagði Útvarpstjóri að sam- kvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna væru þeir skyldugir til að vinna yfirvinnu allt að þriðjungi dag- vinnustundafjölda á viku, ef farið væri fram á það. Þvi gengju útvarpsmenn ekki að þvi gruflandi að þeir væru að fremja lögbrot. Hins vegar gæti reynst erfiðleikum bundið að þvinga þá til að fara að lögum i þessu efni. — Við vissum að þetta yfir- vinnubann samrýmdist ekki lögum um skyldur opinberra starfsmanna, sagði Dóra Ingva- dóttir form. starfsmannafélags- ins i samtali við blaðið. Tók hún fram, að þrátt fyrir það hefði félagið samþykkt þessar að- gerðir. Alþýðublaðinu er ekki kunnugt um að útvarpsmönnum hafi beiniinis verið skipað að vinna lögboðna eftirvinnu og þvi hefur ekki reynt raunverulega á það hvort þeir standa fast á þvi að virða lögin að vettugi. —SG sem rynni inn i holuna, vatnið breytist siðan i gufu. I hverjum litra eru 20 þúsund millilltrar. Hefur þetta gasmagn haldizt siðan i marz, en þá var i hverj- um liter sem inn i holuna rann 200 m.l. af gasi. Einar Tjörfi yfirverk- fræðingur við Kröfluvirkjun sagðist i samtali við Alþ.bl. :kkert geta fullyrt um það hverslu mikið gasið mætti vera. Þar sem reiknað var með að gas yrði i gufunni voru fengnar dælur sem skilja eiga gasið frá gufunni. Um afkastagetu þess- ara dælna gat Einar Tjörfi ekki fullyrt. Hann sagði að hægt væri að stjórna þvi að einhverju leyti með þvi að breyta þrýstingn- um. Hann benti á að hér væri aðeins um eina holu að ræöa og eftir væri að bora fleiri. Og þó svo að i þessari væri gas þyrfti það ekki að vera i þeirri næstu. “JEG að ráðuneytisstjórinn hætti að einblina á skýjin og liti á þann almenna vinnumarkað, „sem i kringum hann er” og þá samn- inga sem rikið hefur verið að gera á undanförnu samnings- timabili, þó ekki væri annað. Efráðuneytisstjórinn, eftir þá athugun, telur að félagsmenn Starfsmannafélags rikisstofn- ana, eigi að fá laun, sem eru tugþúsundum króna lægri á mánuði, en greitt er fyrir sömu störf hjá RIKI og einkaaðilum, þá ætti hann að segja það beint út, i stað þess að hlaupa um með dylgjur um raunveruleikafirr- ingu stéttafélaganna. Stjórn SFR.” EB. Union Carbide greiðir 837 milliónír króna í skaöabætur Vildi hætta rekstri járn- blendiverksmiðjunnar þar sem hún þótti óarðbær Sýnt þykir að framkvæmdum við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga verði haldið áfram, en þó ekki fyrr en i haust. Union Carbide hefur nú fallizt á að greiða islenzka rikinu 4.6 milljónir dollara i skaðabætur fyrir aðlosna undan samningi um aðild að íslenzka járnblendifélaginu, en sú upp- hæð er af stjórn ÍJ talin nægja til að gera islenzka rikið skað- laust af samningsslitunum. Eins og fram hefur komið I fréttumeru viðræður við norska fyrirtækið Elkem Spiegeverket nú að komast á lokastig, og að þvi er Gunnar Sigurðsson, stjórnarformaður og Asgeir Magnússon, framkvæmdastjóri 1J sögðu á blaðamannafundi i gær eru þeir vongóðir um að Elkem gangi nánast inn i mynd- ina I stað Union Carbide. Hvers vegna hætti UC Astæðan fyrir þvi að Union Carbide óskaði eftir þvi siðast- liðið haust að fá að hætta sam- starfinu er að sögn Gunnars Sigurðssonar sú, að þeir töldu ekki lengur grundvöll fyrir arð- semi verksmiðjunnar. Þá hafði arðsemishlutfall fjárfestingar lækkaö frá upphaflegri áætlun úr 17.4% i 14.8% UC hafði ráð- gert að framleiðsluvara verk- smiðjunnar á Islandi yrði seld af söludeildum féiagsins i Evrópu. Elkem hefur hins veg- ar fleiri járnblendiverksmiðjur i Evrópu, en ráðgerir að selja islenzka járnblendið á Banda- rikjamarkaði, efog þegar sam- komulag hefur náðst. En þótt þessi skýring hafi ver- ið gefin, þá telja eflaust ýmsir að einhverjum spurningum sé ósvarað. Hvernig má það til dæmis vera að jafn stór fram- leiðandi járnblendis og UCálitur verksmiðjureksturinn óarðbær- an meðan annar stór framleið- andi sömu vöru býðst til að taka við? Er hugsanlegt að þegar sam- dráttar i sölu járnblendis á Evrópumarkaði tók að gæta hafi Union Carbide fyrst viljað losa sig við þá verksmiðju, sem þeir áttu ekki meirihluta i? Vitað er að verð á kisiljárni lækkaði verulega á Evrópu- markaði i fyrra — eða úr 700 dollurum tonnið niður i 500 dollara. Lægst fór það niður i 480 dollara i janúarmánuði s.l. en hefur úr þvi farið hækkandi að nýju. Ekki er þvi óeðlileg sú skýring, sem fólst i annari spurningunni að UC hafi viljað loka fyrst þeirri verksmiðju, sem þeir ekki eiga, til að geta komið á markað framleiðslu- vöru þeirra verksmiðja, sem eruaðmestu eða öllu leyti ieigu hringsins. Sama um Elkem? En hvað hefði gerst ef Union Carbide hefði átt meirihluta i verksmiðjunni? Rætt hefur ver- ið um það á -öpinberum vett- vangi, að ef islenzka rikið hefði látið sér nægja að eiga minni- hluta i Grundartangaverk- smiðjunni og hefði látið sér nægja tryggan orkusölusamn- ing við Union Carbide, þá hefði aldrei til þessara samningsslita komið. En þessar skýringar og vangaveltur verða menn að láta sér nægja aö hafa fyrir sjálfan sig..Stjórn tslenzka járnblendi- félagsins er ekki reiðubúin að tjá sig um aðrar skýringar en þær sem Union Carbide lætur uppi. Gunnar Sigurðsson var að þvi spurður á fyrrgreindum blaða- mannafundi, hvort iðnaðar- ráðuneytið hefðióskaðeftir þvi i viðræðunum við Elkem, að hið norska fyrirtæki eignaðist meirihlutaaðild i islenzka járn'- blendifélaginu. Hann kvað Elkem hafa tekið það skýrt fram að þeir vildu ekki eignast meirihluta. Um aðra starfsemi Elkem á er- lendri grund var honum kunnugt um þrjú fyrirtaki. 1 Brasiliu og Bretlandi ætti Elk- em að fullu og öllu undirfyrir- tæki, en i Belgiu ættu þeir minnihluta i sameignarfélagi. En hvað myndi gerast ef markaðsmöguleikar Elkem á kisiljárni þyrru? Við þeirri spurningu átti Gunnar ekkert annað svar en að svo kynni auð- vitað einnig að fara, að Elkem óskaði eftir þvi að losna úr sam- starfinu. Úr þvi Union Carbide, sem virtist traustur samstarfs- aðili, vildi draga sig út, hvi gæti það þá ekki gerst aftur? En þar sem ljóst er að islenzka rikið mun áfram eiga meirihluta i IJ þá er sýnilegt að áhættan verður alltaf talsvert meiri hjá Islendingum en hverju þvi erlendu fyrirtæki, sem samstarf er við. Spurningin sem eftir er — og enn er ósvarað — er þessi: Er ekki rangt ai Is- lendingum, sem orkusalanum til þessarar stóriðju, að eiga meirihluta og taka þvi bróður- part áhættunnar? —BS Framkvæmdir á Grundartanga geta ekki hafizt fyrr en í haust Framkvæmdir á Grundar- tanga í Hvalfirði liggja nú alveg niðri, og eins og fram kemur i fréttinni hér aö ofan munu þær ekki hefjast að nýju fyrr en i haust i fyrsta lagi. Bótagreiösla Union Carbide nemur jafnvirði 837 milljóna isl. króna, og á að gera islenzka rik- ið skaðlaust. „Ég er mjög á- nægður með þessa samninga um bótagreiðslur” sagði Gunn- ar Sigurðsson verkfræðingur. formaður stjórnar tslenzka járnblendifélagsins. Meðal þess sem þessi upphæð á að bæta er smiði bræðsliiofna sem hafin var i Milanó á ítaiiu, en Elkem notar talsvert aðra tegund ofna við málmbræðsluna en Union Carbide. Það leiðir af sér að ofanhúsið, sem er stærsta mannvirkið á Grundartanga, verður i öllum atriðum frá- brugðið þvi sem til stóð að reisa. Allar teikningar, útreikningar og skipulag verður þvi annað, og það þarf að hanna upp á nýtt. Þá er i bótaupphæðinni gert ráð fyrir að tsienzka járnbiendi- félagið hefji orkukaup frá Landsvirkjun 1. janúar 1978, all- ar tafir sem verða á smiði verk- smiðjunnar valda þvi aö 1J þarf að greiða hátt verð fyrir orku, sem það getur ekki nýtt. Þess vegna er það mjög veigamikið atriði aö samkomulag við Elkem geti náðst hið fyrsta. Næsti samningafundur við norska fyrirtækið verður ekki fyrr en að háifum mánuði liðn- um, og að sögn Asgeirs Magnús- sonar forstjóra IJ er eftir að halda marga fundi áður en hægt er að taka endanlega ákvörðun um að hefja framkvæmdir að nýju. Þetta er þvi veruleg atvinnu- spurning, sem knýr á að veröi svarað. Um 140 manns munu starfa hjá verksmiöjunni og við stjórnstörf þegar fullur rekstur er hafinn. —BS KAFFISTRÍÐ í SJÓNVARPINU Fólk, sem horfir nokkuð reglulega á sjónvarpið, kemst varla hjá þvi að taka eftir þvi, að einni tegund sjónvarpsaug- lýsinga hefur fjölgað mjög að undanförnu. Það eru kaffiaug- lýsingarnar. Hvað kosta sjónvarps- auglýsingar? Mikið kaffistrið hefur hafizt og beita menn aðallega fyrir sig auglýsingum og eru sjónvarps- auglýsingarnar þar skæðastar. Margir hafa sjálfsagt velt þvi fyrir sér, hvaö svona strið kost- ar þá, sem að þvi standa og þá um leið neytendur, þvi auka- kostnaður (og aukinn kostnað- ur) bitnar oftast að lokum á þeim. Hjá auglýsingadeild Sjón- varpsins fengum við upplýsing- ar um verð á auglýsingum. Ein minúta kostar 66.000 krónur, en séu auglýsingar styttri, verða þær tiltölulega dýrari, t.d. kosta 15 sekúndur 23.000 krónur. Við fengum uppgefið, hvað tveir hinna striðandi aðila nota mikinn auglýsingartima á viku. Braga-kaffi með 335 sek. á viku. Braga-kaffi er á skerminum i 335 sekúndur þessa vikuna. Það gerir 365.000 á viku, sé mínútu auglýsingin notuð, en hún ér hagkvæmust. Nú er ljóst mál, að ekki er sú lengd á öllum aug- lýsingunum, flestar styttri, þannig að gera má ráð fyrir, að Braga kaffi noti um 400.000 krónur i sjónvarpsauglýsingar þessa viku. Johnson og Kaaber að- eins með 100 sekúndur. Johnson og Kaaber hafa ann- an hátt á. Þessa viku birtist kaffi þeirra „aðeins” i 100 sek- úndur, en auglýsingar þeirra eru mun styttri og þar með dýr- ari. Miðað við minútu auglýs- ingar, yrði verðið um 110.000 krónur, en reikna má með þvi, að Johnson og Kaaber fyrirtæk- ið borgi milli 130 og 150. þúsund krónur fyrir kaffiauglýsingar i sjónvarpi þessa viku. Og nú hef- ur kostnaður við gerð auglýs- inganna ekki verið reiknaður með og er hann ærinn. Það skyldi þó aldrei vera? Þetta eru þó nokkuð háar upp- hæðir og er það mörgum hulin ráðgáta, hvernig islenzk iðn- fyrirtæki geta staðið undir slik- um kostnaði á þessum siðustu og verstu timum. Það skyldi þó aldrei vera, að neytendur eigi að borga brúsann af þessari samkeppni um markaðinn. Það má benda á það i leiðinni að kaffiverð hækkaði i gærmorgun um 24,2%. —ATA

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.