Alþýðublaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 9
I billjfi Fimmtudagur 17. júní 1976 VETTVANGUR 9 geröur var 26. marz sl. milli Is- lenzka álfélagsins annarsvegar og viðkomandi verkalýðsfélaga hins vegar. Þrettán mánuðir i banka Þegar rætt er um kjör banka- manna verður aö hafa það i huga að auk venjulegra launa er þeim greiddur viöbótarmánuð- ur i desember. Þessi greiðsla er jafnan kölluð „þrettándi mánuðurinn” og er greiðsla fyrir ótiltekna vinnu. Til þess að gera sér rétta mynd af launum þessa starfshóps þarf þvi að taka þrettánda mánuðinn og skipta honum i tólf hluta og leggja einn viö mánaðarkaupið. Það verður að teljast nokkuð einkennileg tilhögun aö greiöa laun fyrir 13 mánuði i stað þess að viðurkenna 12 mánaöaregl- una. Tilgangurinn virðist vera tvi- þættur. í fyrsta lagi torveldar þetta að laun bankafólks séu notuö sem viðmiöun fyrir annað starfsfólk hjá hinu opinbera. Sé einungis tekið miö af starfs- heitaröðun þá er það ljóst að mánaöarlaun bankafólks við sömu störf samkvæmt þvi einu verða alltaf 1/12 hærri i krónu- tölu en opinberra starfsmanna. Setjum sem svo að opinber starfsmaður miði sinar launa- kröfur við bankamann meö þvi að deila 13. mánuðinum niður á hina 12 og krefjist þeirrar Síðari grein krónutölu i laun. Viðsemjandi hans tekur þá krónutöluna og ber hana saman við launaflokka BSRB og þá kemur i ljós að viö- komandi starfsmaður er að krefjast launa sem eru greidd fyrir starf sem krefst meiri ábyrgðar eða menntunar en það sem hann er að ræða um. A slikt er vitanlega ekki hlustað. 1 öðru lagi virðist þetta gert til þess að slá ryki i augu starfs- fólks bankanna og bera þannig klæöi á vopnin i innbyrðis kjara- baráttu þeirra þegar einn hópur bankamanna tekur mið af öðr- um. Til skýringar þessu skulum við taka dæmi með tilbúnum tölum. Bankastjóri hefur 240 þús.kc.á mánuði en sendill 48 þús. Báðir fá greidd laun i 13 mánuði á ári. Væri nú 13. mánuðnum deilt niö- ur á hina 12 þá hefði bankastjór- inn 260 þúsund kr. á mánuði en sendillinn 52 þús. Það fyrrtalda litur betur út, og launa- mismunurinn viröist ekki vera eins mikilll. Ekki há laun A það skal lögð áherzla að hér er ekki verið að fárast yfir þvi hve laun bankamanna eru ná, heldur hinu hve fólk við sömu störf hjá rikinu er lágt launaö. Bankafólkið er nær þvi aö hafa lifvænleg laun en hinir. Hér gerist ekki þörf að ræða frekar um samninginn sem rikiö hefur gert við starfsfólk i rikisverk- smiöjunum en fram hefur kom- ið og visast til þess sem að framan sagði. Ekki er heldur þörf á að hafa mörg orö um skrifstofufólk hjá ISAL. Þegar fjallað var um iðnaðarmannalaun hjá ISAL láðist að geta þess að þeir þurfa i flestum tilfellum að sækja vinnu sina um langan veg og hljóta þar af nokkur óþægindi, það sama gildir auðvitað um skrifstofufólkið. Aftur á móti veröa þau atriði sem nefnd voru til réttlætingar hærri launa hjá tSAL handa iðnaðarmönnum, ekki heimfærð á sannfærandi hátt á skrifstofu- fólk sem þar vinnur. Þá skal þess einnig getiö i sambandi við tSAL aö i hópi skrifstofufólks, eins og reyndar gildir með fleiri starfshópa þar að þegar starfsheitið fer að nálgast það sem sumir kalla æðri störf þá er ekki gildandi sérstakur texti, heldur er samið sérstaklega við viðkomandi. Þessir sérsamningar eru einka- mál milli vinnuveitandans og launþegans og liggja ekki frammi. Um talnasamanburð visast til þeirra mynda sem hér eru birtar. 17. júní 1976 Starf samvinnuhreyfingarinnar á íslandi er órjúfanlega bundið framfara og frelsis- hugmyndum þjóðarinnar. Innlend verslun rekin með innlendu fjármagni í hverri byggð, þar sem heimamenn njóta sjálfir arðsins af viðskiptum sínum, er hvað traustastur hornsteinn íslensks sjálf- stæðis. Frumhugmynd samvinnufélags- skaparins er, enn sem fyrr, fólgin í ein- földum lausnarorðum forsetans mikla, sem dagurinn í dag er helgaður: „að hafa samtök“ um hvaðeina, sem til framfara horfir fyrir þjóðina. Með hlutdeild í samvinnufélagi eflið þér innlendan atvinnurekstur og hag- kvæma verslun, sem rekin er með hag neytandans fyrir augum. Minnist þess, að í frjálsu þjóðfélagi eru samtök einstak- linganna það afl, sem mestu fær áorkað. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar og öllum landsmönnum heilla á þjóðháííðardaginn 1976, viljum við sér- staklega minna á íslenska íþróttahreyf- ingu. Allt frá aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar 1911 til sjálfstæðisársins 1944 heiðruðu íþróttamenn minningu forset- ans 17. júní ár hvert með íþróttahátíð, og enn eru íþróttamót snar þáttur hátíðar- halds þennan dag hvarvetna á landinu. / Styójum / íslenska / Olympíulióið Merkið, sem hér birtist, fimm hringir brugðnir saman, er eins og flestir munu kannast við, tákn Ólympíuleikanna. Ól- ympíunefnd gerði Sambandi íslenskra samvinnufélaga kost á að styrkja þátttöku íslendinga í Ólympíuleikjum þeim sem fram eiga að fara í Kanada nú í ár og hefj- ast eftir mánuð. Við óskum íslenskum íþróttamönnum þess, að þeir megi hljóta mikinn frama á þessum leikjum. Sam- vinnumenn telja sér heiður að því að mega styrkja þá til fararinnar, það hefur lengi verið einn þáttur menningarstarfsemi samvinnufélaganna að styðja íþróttastarf- semi með fjárframlögum, þar sem því verður við komið. Auglýsingadeildin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.