Alþýðublaðið - 17.06.1976, Page 16

Alþýðublaðið - 17.06.1976, Page 16
MflRGSINNIS BEÐIÐ UM STRANGARI GÆZLU í SÍÐUMULAFANGELSINU Nýdæmdurstórþjófur sem sat um tima i fangelsinu viö Siöu- múla átti þar bréfaviöskipti viö Sævar Marino Cicielski. Eftir aö maöur þessi var látinn laus falsaöi hann nokkur bréf sem hann sagöi Sævar hafa skrifaö og bauö til sölu á eitt hundraö þúsund krónur samtals. Var maðurinn handtekinn aö nýju i gærmorgun. Orn Höskuldsson sakadómari sagöi i samtali viö Alþýðublaöiö i gær aö bréf hefðu veriö i gangi milii þessara manna i fang- eisinu við Siðumúla. 1 þessum bréfum hefði þó ekki staöiö neitt markvert, aöallega verið um tóbaksbetl að ræöa og fleira i þeim dúr. Þegar umræddur maöur var iátinn laus var leitaö á honum og hafði hann enginn bréf meö sér úr fangelsinu að sögn Arnars. Greip hann þá til fölsunar i þeim tilgangi að selja bréfin háu veröi. Það er refsivert athæfi að smygla bréfi til gæzlufanga, en þegar annar fangi á i hlut verður varla um refsingu aö ræða. Hins vegar eru það að sjálfsögöu fjársvik að ætla sér aö selja fölsuð bréf og hægt að ákæra manninn fyrir það. Þetta dæmi sýnir svo ekki veröur um villst aöfangelsið við Siöumúla, sem á aö vera örugg- asta fangelsi landsins, fullnægir alls ekki þeim skilyröum, sem veröur að gera til húsnæðis þar sem fangar eiga aö vera i al- gjörri einangrun. — Við höfum margsinnis beöiö um strangari gæzlu i fang- elsinu sagöi örn Höskuldsson er blaðið bar þetta undir hann. Hann sagðist aö visu ekki vita um annaö ákveöið dæmi að fangar viö Siöumúla heföu skrifast á, en þetta væri mögu- legt. Þaö væri langt i frá að menn væru ánægöir meö fang- elsiö, enda væri það hljóöbært og öll vinnuaöstaða slæm. Þetta væri þó taliö bezta fangelsiö hérlendis. I ööru siödegisblaöanna I gær var þvi haldiö fram, aö Erla Bolladóttir, sem situr þar I gæzluvaröhaldi hafi komið bréfi til Sævars, og þvi verið laumað undir klefahurö hans þegar eng- inn átti að vera á ganginum, allra sizt fangi. örn Höskulds- son sagöist ekki kannast viö þessa fullyröingu. A Fengelsið',lekur" — Þetta fangelsi „lekur”, sagði Jón Oddsson hrl., réttar- gæzlumaöur Sævars Ciecielski i gær. Taldi hann einangrun fanganna alls ekki algjöra eins og dæmi sýndu. Hægt væri aö koma skilaboðum milli klefa og fangaverðir væru einnig „lekir”. Einnig benti Jón á, aö fangelsiö viö Siöumúla heyröi beint undir dómsmálaráöu- neytiö og það væri ráöuneytinu að kenna að fangelsiö væri ekki betur úr garöi gert. Þessar nýjustu fréttir um bréfaviöskipti fanga sem eiga að sitja i einangruðu gæzluvarö- haldi hljóta aö vekja upp þann grun, að fram til þessa hafi fangar er þarna hafa verið átt möguleika á sambandi sin á milli. Ef slikt hefur átt sér stað er um alvarleg mistök við vörzlu þeirra aö ræöa, sem eng- in leið er að segja til um hvaö haft getur i för meö sér. Þótt þarna hafi ekki veriö smyglað viniog fleiru til fangaeins og átt hefur sér staö i Hegningarhús- inu við Skólavöröustig, er ber- sýnilegt að eins og nú standa sakir getur fangelsiö viö Siöu- múla ekki talist öruggt. Má það furðulegt teljast i ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið frá Sakadómi á ófullnægjandi gæzlu, að dómsmálaráöuneytiö skuli ekki hafa beitt sér fvrir úr- bótum. —SG Gæzlufangarnir hafa játað aragrúa afbrota morðmálanna miðar hægt - Rannsókn Þcir þrir karlmenn sem sitja inni vegna morðsins á Guö- mundi Einarssyni og aðildar að hvarfi Geirfinns Einarssonar, hafa að undanförnu játað á sig aragrúa afbrota. Er þar einkum um að ræða þjófnaði og likams- árásir auk fleiri afbrota. Meðan beðið er eftir að geð- rannsókn ijúki hefur verið unniö aö þvi að kanna afbrotaferil þeirra Sævars Marinós Cici- elski, Tryggva Rúnars Leifss- og Kristjáns Viðars nánar. Hafa þeir játað á sig fjöldann allan af óupplýstum afbrotum. Þótt ekki væri nema fyrir þær sakir einar væri þvi full ástæða til að halda þær sakir einar væri þvi full á- stæða til að halda þeim i varð- haldi. Einn fanganna, Sævar Marinó, er bandarlskur rfkis- borgari en á brátt einhliða rétt til að velja hvort hann kýs að halda honum eöa öðlast fslenzk- an rikisborgararétt. Gagnrýni á rannsóknina Gagnrýni á rannsókn Geir- finnsmálsins hefur oröið æ há- værari að undanförnu. Al- menningur er óánægður með að hvorki gengur né rekur að upp- lýsa þetta mál og margir farnir að gera aö þvi skóna að það verði aldrei upplýst. Margir hafa spurthvort ekki þyrfti auk- iö fé og menn meö sérþekkingu til að komast til botns f þessu ó- hugnanlega máli. Alþýðublaöið bar þetta undir Örn Höskulds- son sakadómara f gær, en sem kunnugt er stjórnar hann rann- sókninni. örn sagðist ekki draga dul á, að illa væri búið að rannsóknar- lögreglunni á margan hátt. Þeir sem ynnu viö rannsóknina hefðu ekki sérþekkingu á svona mál- um nema rannsóknarlögreglu- menn er hefðu sina tækniþekk- ingu. En örn kvaðst ekki vera þeirrar skoðunar að við sæktum aöstoð til annarra landa. — Fólk ætti að kynna sér ástandið i nágrannalöndunum, sagöi örn. Það þarf ekki að fara lengra en til Danmerkur til að geta bent á óupplýst manns- hvörf þar I landi. Hver sem er getur lesið dönsku dagblöðin til að sannfærast um slikt. Þrátt fyrir sérþekkingu, mikið fjár- magn og nægan mannafla eiga aðrar þjóðir við sama vanda að etja og við núna, sagði örn að Iokum. —SG Arfur frá fyrri þjóö- hátíð Ríkissjóður dæmdur til að greiða skaðabætur Nýlega hefur verið kveöinn upp dómur i máli þeirra sem handteknir voru á þjóðhátfð á Þingvöllum 1974 fyrir meintar óspektirá almannafæri. 1 þrem- ur af málunum var Rfkissjóður dæmdur til aö greiða skaöa- bætur og málskostnaö, en I hinu fjórða vár hann sýknaður. Var þar um að ræða unga konu sem handtekin var á Þingvöllum, en sleppt aftur á staðnum þar sem hún var með ungabarn f sinni umsjá. Þótti þvi ekki fært að flytja hana til yfirheyrslu I Reykjavik. I fyrsta málinu af þremur ofangreindum, var um að ræöa hóp manna sem staddir voru á efri brún Almannagjár, meðan fundur Alþingis stóð yfir. Voru þeir með tvo borða þar sem á stóö: „tsland úr Nató” og „Her- inn burt.” A sama tima og þetta gerðist, barst lögreglunni vit- neskja um aö veriö væri að dreifa áróðursplöggum og merkjum á meðal hátiðargesta. Ungmenni þau sem þar áttu hlut að máli voru á og við göngubrú yfir öxará, sem sér- staklega hafði verið gerð i til- efni hátiðarhaldanna. Voru þau handtekin og hald lagt á bréf og merkisem þau höfðu meöferðis. Sfðari hluta sama dags veitti lögreglan þvi svo athygli, að gulur borði, þar sem á stóð „ts- land úr Nató” hafði verið strengdur á milli fólks á syðra barmi Peningagjár. Þegar þctta gerðist var veriö að leika þjóðsöng Bandarikjanna, en aö honum loknum átti fulltrúi Bandarikjanna að flytja ávarp sitt. Voru allir þessir hópar hand- teknir og fluttir til Reykjavikur til yfirheyrslu. Meölimir fyrsta hópsins voru settir i fangaklefa og læstir þar inni. Hinir tveir hóparnir voru látnir biða i bið- sal, en sfðan sleppt cftir að þeir höfðu gefið örstutta skýrslu. Dómsniðurstöður I máli fyrsta hópsins voru á þá lund, aö rikissjóði var gert að greiða kr. 24.000 i skaðabætur, auk máls- kostnaðar. Hóp nr. tvö var dæmd sama upphæð I skaöabæt- ur, auk málskostnaðar. en Rikissjóði var gert að greiða þriðja hópnum kr. 15.000 i skaðabætur, að viðbættum málskostnaði. JSS FIMMTUDAGUR 17. JÚNI 1976 alþýdu blaöið Tekið eftir: Að af lesenda- dálkum blaða má augljós- lega ráða að enn er fólk slegið miklum óhug vegna sleifarlags og seinagangs i framvindu þeirra miklu sakamála sem til umræðu voru allan seinni hluta vetrar. I fyrradag birtust meira að segja nafnlaus lesendabréf i Velvakanda Morgunblaðsins, þar sem itrekuð er sú krafa almenn- ings að ekkert verði til sparað til þess aö mál þessi upplýsist. Frétt: Að mjög viröist svifa i lausu lofti hvernig tékkarannsókn i tengslum við Geirfinnsmálið miðar. 1 einu blaðanna hefur komið fram að þessi rannsókn virðist unnin I eftirvinnu af starfsmönnum Seðlabank- ans — og þykirýmsum það full mikill hægagangur. Lesið:í Frjálsri verzlunað vegna mikilla uppsagna hjá sjónvarpinu muni losna nokkur störf þar á frétta- stofu. Meðal umsækjenda sé Einar Karl Haraldsson, fréttastjóri Þjóðviljans, og segir Frjáls verzlun að hann hafi sótt um starfið fyrir tilstilli fréttastjórans Emils Björnssonar, og muni hann þvi liklega fá starfið. Hins vegar mun það vera útvarpsráð sem ræður i slik störf, svo ekki getur það verið einsýnt samkvæmt islenzkri hefð, þó svo Einar Karl sé fær fréttamaður. Heyrt: Að mikill áhugi sé fyrir félaginu Réttarvernd sem nýlega var stofnað. Félagið reynir að liðsinna fólki til að rata refilstigu is- lenzka réttarkerfisins og er ætlun félagsins að koma upp skrifstofu i haust. Ann- að blað félagsins er nú ibi- gerð. Félagsmenn eru þeg- ar orðnir á fimmta hundrað. ÆSKAN MoJ-jtml 9 tW 1979 a§ ' i N Lesið:Barnablaðið Æskan, 5-6. tbl. er nýkomiö út. Þó að Æskan láti ekki mikið yfir sér er hér um óvenju myndarlegt blað að ræða, 52 blaðsiður að stærð og með fjölbreyttu efni og menningarlegufyrir börná öllum aldri. Ritstjóri Æsk- unnar er Grimur Engil- berts.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.