Alþýðublaðið - 06.07.1976, Qupperneq 5
alþýöu-
blaolö Þriðjudagur 6. júlí 1976
Kvenfélag Akraness 50 ára:
REKUR DAG-
HEIMILI Á
AKRANESI
Þann 19. júni s.l. hélt
Kvenfélag Akraness
hátiðlegt 50 ára afmæli
sitt með veglegu hófi í
Hótel Akraness. Hófið
sátu um 100 manns.
Kvenfélag Akraness var
stofnað 11. april 1926. Stoffundinn
sátu 64 konur, og af þeim eru nú á
lifi 13 konur. 7 konur voru gerðar
að heiðursfélögum i hófinu.
Félagskonur eru nú 154. Ekki
reyndist unnt að halda afmælis-
hófið þann 11. april s.l. vegna
ferminga hér á Akranesi þann
dag og var þvi frestað, eins og
áður greinir til kvenfrelsis-
dagsins.
í tilefni afmælisins kom út þann
19. júni s.l. veglegt afmælisrit
með ágripi af fimmtiu ára sögu
Kvenféiags Akraness, auk
annarra greina s.s. um orlof hús-
mæðra, dagheimili barna á Akra-
nesi, ferðasögu o.fl. Forsiðu
blaðsins brýóir falleg blóma-
mynd-tákn vors og gróðurs- gerð
eftir málverki eftir Önnu
Magnúsdóttur, tónlistarkennara,
en hún er ein félagskvenna.
Blaðið er 50 siður, prýtt fjölda
mynda.
Félagið setti strax á stefnuskrá
sina alhliða mannúðar- og menn-
ingarmál. Það má segja, að frá
byrjun hafi Sjúkrahús Akraness
verið óskabarn félagsins og
margar góðar gjafir hefur félagið
gefið sjúkrahúsinu allt frá þvi að
bygging þess var hafin og fram á
þennan dag.
1 hófi á Sjúkrahúsi Akraness
föstudagskvöldið 18. júni s.l. að
viðstöddum stjórn Kvenfélags
Akraness, fréttamönnum, yfir-
lækni, Guðjóni Guðmundssyni, og
nefndarkonum afhenti formaður
kvenfélagsins, Anna Erlends-
dóttir, forstöðukonu sjúkrahúss-
ins, Asthildi Einarsdóttur, að gjöf
frá félaginu, handofið teppi.
Teppið er hannað og ofiö af önnu
öllu Björgvinsdóttur, vefnaðar-
hönnuði. Teppið er 1.06 x 2.30 m
að stærð. Efnið er hör og norskt
ullargarn til listvefnaðar og vefn-
aðargerðiner tvöfaldur vefnaður.
Ber það fagurt vitni um fallegt
handbragð.
Erteppið var afhent, fórustfor-
manni kvenfélagsins, önnu
Erlendsdóttur, m.a. orð á þessa
leið: „Fornmenn tjölduðu skála
sina, þegar stórveizlur voru
haldnar og mikið stóð til, ekki
aðeins til skrauts heldur einnig til
þess að gjöra hibýlin hlýlegri.
Þegar við horfum á fallega hand-
unninn hlut, hvort sem það er
málverk, höggmynd, útskurður
eða vefnaður, fyllumst við innri
gleði og umhverfið verður allt
friðsælla. Um leið og ég fyrir
hönd Kvenfélags Akraness af-
hendi sjúkrahúsinu veggteppi
þetta, óska ég þess, að það verði
þar til prýöis um ókomin ár og
færi öllum þeim, sem um þessa
stofnun ganga, hvort þeir eru
sjúkir eða heilir, heimamenn eða
gestir, einhvern hlýleika og innri
frið”.
Kvenfélag Akraness rekur dag-
heimili fyrir börná Akranesi með
styrk frá Bæjarsjóði Akraness og
er dagheimiliö vel búið af leik-
tækjum og öðru er með þarf. Allt
frá árinu 1927 hefur félagið haldið
i janúar ár hvert skemmtun fyrir
eldri borgara Akraness við
miklar vinsældir. Þá veitir
félagið árlega handavinnu- og
matreiðsluverðlaun til nemenda i
Gagnfræðaskóla Akraness, sem
skara fram úr i þessum greinum.
Félagið hefur fyrr og siðar haldið
uppi námskeiðum i saumaskap,
matreiðslu, leirmunagerð,
félagsmálum o.fl.
„Maðurinn einn er ei nema
hálfur, með öðrum er hann meiri
en hann ajálfur”. Þessi liking
getur vel átt við þann góða félags-
anda, og allt það starf sem Kven-
félag Akraness hefur unnið frá
stofnun þess fram á þennan dag.
Stjórn Kvenfélags Akraness
skipa nú:
AnnaErlendsdóttir.formaður
ErnaHákonardóttir, ritari
Heba Stefánsdóttir.gjaldkeri
Meðstjórnendur:
Halla Þorsteinsdóttir
Hrefna Sigurðardóttir
Lilja Steinsdóttir og
Una Guömundsdóttir.
Mannamót sf.f -
fyrirtæki sem skipu-
leggur ráðstefnur
Stofnað hefur verið nýtt fyrir-
tæki, Mannamót sf., sem hefur að
markmiöi að annast hvers konar
undirbúning fyrir ráðstefnur,
þing, fundi og hvers kyns önnur
mannamót, sem haldin eru hér á
landi.
Eins og kunnugt er hefur það
mjög færzt i vöxt á undanförnum
árum að halda hér á landi ráð-
stefnur, og veröa þær iðulega
mjög fjölmennar. Undirbúningur
undir þær er þvi orðinn æði mikiö
starf.
Slikur undirbúningur hetur
gjarnan hvilt á starfsfólki Flug-
ieiða, en hingað til hefur enginn
sérstakur aðili verið til sem slikt
tekur að sér.
Mannamótsf. er tilraun til þes
að bæta hér um. Æskilegt er að
þeir sem hyggjast standa fyrir
ráðstefnum hugi að þvi með góð-
um fyrirvara. Mannamót sf.
býður upp á þaulvant fólk til þess-
ara starfa, og þegar hafa margir
aðilar leitað til fyrirtækisins
vegna ráðstefriuhalds i sumar —
og ennfremur vegna ráðstefna
sem haldnar verða á næsta ári.
Mannamót sf. er til húsa að
Armúla 1 i Reykjavik.
______________UTLÖND 5
Trygve Bratteli
í heimsokn hér
Trygve Bratteli,
fyrrum forsætis-
ráðherra Norðmanna,
hefur dvalizt hér á
landi undanfarna daga
með konu sinni sem
gestur rikisstjórnar-
innar. Geir Hall-
grimsson fór fyrstu
opinberu heimsókn
sina til Noregs i boði
Brattelis og endurgalt
boðið, en bað Bratteli
að koma engu að siður,
er hann lét af starfi for-
sætisráðherra og
Oddvar Nordlie tók við.
Var það vel til fundið
og verðugt, þvi að
Bratteli hefur sýnt
málefnum íslendinga
áhuga og skilning um
langt árabil, og nú má
staðhæfa, að íslend-
ingar standi stjórn-
málalega og menn-
ingarlega nær Norð-
mönnum en nokkurri
annarri þjóð.
Bratteli er um margt ein-
stakur i röð norrænna stjórn-
skörunga. Hann komst með viti,
gætni og stillingu til æðstu
trúnaðarstarfa meö þjóð sinni
og var forsætisráðherra I áratug
mikilla átaka innanlands og
stórviöburöa á efnahagssviði,
sem gerbreyta munu lifskjörum
þjóðarinnar. Mannkostir hans
endurspeglast i þvi, hve skyn-
samlega Norðmenn hafa — einir
allra þjóða — tekið á móti
hinum mikla happdrættis-
vinning vorra tima, oliugróö-'
anum.
Trygve Bratteli er af alþýðu-
fólki kominn og hlaut eigi tæki-
færi til æðri skólagöngu, en
hefur sjálfmenntað sig með af-
brigðum vel. Hann hóf snemma
störf i röðum jafnaðarmanna og
var i ófriðarbyrjun talinn nógu
hættulegur til þess, aö nazistar
tóku hann til fanga og sendu
hann i búðir i Þýzkalandi þar
sem tilviliun réð, að hann komst
lifs af. Þaö lýsir nokkuð mann-
inum, að hann telur þó, að
atvinnuleysið i Noregi á
bernskuárum hans hafi haft
dýpri áhrif á hann en vistin i
fangabúðunum, og bar stjórn-
málastarf hans siðar þess ljós
merki. Hann varð varafor-
maður norska Verkamanna-
flokksins eftir styrjöldina, en
Einar Gerhardsen tók þar við
forustu. Gegndi Bratteli þvi
starfi i tvo áratugi, en fór meö
ýmis ráðherraembætti svo sem
samgöngumál og oftar en einu
sinni fjármálin. Hann tók rikan
þátt i stefnumótun flokks og
stjórnar og naut sivaxandi álits.
Þegar Gerhardsen lét af
störfum, tók Bratteli fyrst við
formennsku i flokknum og siðan
við forsæti i rikisstjórn. Var
hann tvivegis forsætisráðherra
Noregs.
Mestu átök, sem Bratteli
þurfti að glima við, voru deil-
urnar um aðild Noregs að Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Hann er
sjálfur það, sem kallað er
„evrópumaður” i stjórnmála-
heiminum og stjórn hans studdi
aðildina. Gegn henni reis mót-
mælaalda og aðild var felld við
þjóöaratkvæöagreiðslu með all-
miklum atkvæða mun. Við sjálft
lá, að Verkamannaflokkurinn
klofnaði og hann varð fyrir
miklu fylgishruni.
Bratteli tókst að stýra
flokknum gegnum þessi átök, og
hann studdi nýja kynslóð til
áhrifa og valda i flokknum. Um
það bil, er hann lét af störfum,
var flokkurinn á góöri leið að
rétta sig við, en kosningar á
næsta ári munu væntanlega
verða dómur fólksins i þvi efni.
Oddvar Nordlie tók við forsætis-
ráðherrastarfinu, en Reiluf
Steen viö formennsku i
flokknum. Hefur tekizt mjög vel
að stýra Noregi gegnum kreppu
siðustu ára, þar i landi rikir vel-
megun og bjartsýni um fram-
tiðina, en þjóöin er staðráðin að
nota væntanlegan oliuhagnað
skynsamlega, ,,til aö byggja
BETRA þjóðfélag” eins og segir
i stefnumótun stjórnar
Brattelis.
Sá er siður i Nocegi, að
ráðherrar vikja úr þingsætum,
þótt þeir eigi að sjálfsögðu ráö-
herrasæti án atkvæðisréttar i
Stórþinginu. Þannig er i Noregi
betur greint milli þings og
stjórnar en á hinum Norður-
löndunum. Þegar Bratteli lét af
störfum forsætisráðherra tók
hann aftur við hinu gamla þing-
sæti sinu af varámanni og er
hann nú formaður þingflokks
jafnaðarmanna. Þannig nýtur
þjóðin enn og mun njóta ráða og
vits þessa aldna, hægláta skör-
ungs, sem nú sækir okkur
Islendinga heim.