Alþýðublaðið - 08.07.1976, Síða 2
2 STJORNMAL FRÉTTIR
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Aösetur ritstjórnar er i Siöu-
múla 11, simi 81866. Auglýsftkgadeild, Alþýöuhúsinu Hverfis-
götu 10 — slmi 14906. Askriftarstmi 14900. Prentun: Blaöa-
prent h.f. Askriftarverö: lOOOkrónur á mánuöi og 50 krónur I
lausasölu.
Skattar og
skattsvik
Eftir nokkra daga kemur skattskráin út. Að vonum
eru menn spenntir að sjá hvað þeim er ætlað að greiða
i opinber gjöld að þessu sinni. Gera má ráð fyrir að
skattar launafólks hækki verulega frá síðasta ári.
Skattalöggjöf er einhver veigamesta löggjöf sam-
félagsins — sú löggjöf sem flesta snertir. í gegnum
skatta er raunar tekin um það ákvörðum hvort búið er
í þjóðfélagi jafnaðar eða ójafnaðar.
Það er hins vegar á allra vitorði, að ástand í skatta-
málum hérlendis hefur aldrei verið gott, en á undan-
förnum árum hefur enn mjög sigið á ógæfuhliðina.
Menn muna enn mótmæli skattgreiðenda í þremur
byggðalögum á síðasta ári þegar var að mótmæla
augljósu ranglæti. En ekkert gerðist.
Kjarni vandans er einfaldlega sá, að skattalögum í
þessu landi er ekki hlýtt, f remur en öðrum lögum. Það
er á allra vitorði að mórall í skattamálum er í lág-
marki, það flokkast nánast undir sjálfsbjargarvið-
leitni hjá stórum hópum manna að svíkja undan
skatti. Það gerir hver sem betur getur — og verð-
bóginn og þreytur löggjafinn stendur hjá og getur
ekki aðhafzt. Það er þess vegna enginn f urða þótt þeir
sem allt sitt gefa upp til skatts reiðist og þótt ástandið
í þessum efnum sé nánast óþolandi.
Hitt er annar kjarni þessa vanda að skattalögin eru
svo flókin, á þeim eru svo mörg göt og alls konar
undartekningar eru orðnar svo algengar, að allur
þorri manna hefur fyrir löngu hætt að taka mið af
sanngirnissjónarmiðum — þvertá móti reynir hver að
bjarga sér sem bezt hann má.
Allir sem nálægt rekstri hafa komið þekkja á hvern
hátt einkaneyzla er skráð sem kostnaður við rekstur
fyrirtækisins. Flestir launþegar þekkja hvernig það
hef ur færzt í vöxt að einhver hluti launanna heiti ekki
laun, heldur eitthvað annað, svo sem bílastyrkur, og
þá ersneittfráhjátekjuskatti.AHir þekkja söguna um
Klúbbinn og söluskattinn.
Uppskurður á skattakerf inu verður eitthvert mikil-
vægasta framtfðarverkefni íslenzkra stjónmála.
Þingmenn Alþýðuflokksins hafa flutt tillögu um
afnám tekjuskatts af launatekjum sem vissulega yrði
f yrsta sporið í rétta átt. En við það má kannske bæta,
að þó að tekjuskattur sé fræðilega sanngjarn skattur,
þá er meginástæða þess að hann hef ur ekki dugað sú,
að skattsvik í einni eða annarri mynd hafa gert hann
óhæfan. Þegar tekjuskattur af launatekjum hefur
verið af numinn þarf hins vegar að innheimta skatta í
einhverju formi söluskatts. En umf ram allt þá verður
að strika yfir frumskóg íslenzkra skattamála, sem
ekki nema sérfræðingar skilja til hlítar, en gera
kerf ið þess í stað einfalt og hverjum manni aðgengi-
legt.
Skattsvik, í einni eða annari mynd, eru snar þáttur
samfélagsins. Fram hjá því er ekki hægt að líta. En af
hverju er það svo? Það er alltaf að koma skýrar í Ijós
hverjar eru hinar verstu afleiðingar verðbólgunnar,
hvernig siðskyn í peningamálum villist, hvernig mór-
allinn hlýtur að dvína. Allt er þetta samhangandi
keðja. óðaverðbólgan gerir samfélagið smaft og
smáttað frumskógi þar sem einskis er svif izt. Og þeir
sem verða undir í þessu ástandi eru eldri borgarar,
elli lífeyrisþegar og kannske f yrst og f remst þeir, sem
ekki hafa aðstöðutil þess að braska í lánastofnunum.
Þessu ástandi verður að breyta.
—VG.
Fimmtudagur 8. júlí 1976
Launamál unglinga í Kópavogi
Úrskurðinum frest-
að um eina viku
Síöastliöinn þriöjudag var
haldinn fundur i bæjarráöi
Kópavogs , þar sem ræddar
voru launakröfur þeirra
unglinga sem fengiö hafa vinnu
á vegum bæjarins þetta sumar.
Eins og áöur hafur veriö skýrt
frá i blaöinu lögöu unglingar 1
Kópavogi niöur störf slöastliö-
inn föstudag og fóru i kröfu-
göngu aö skrifstofum bæjarins,
þar sem þau afhentu kröfur sfri-
ar.
Aö sögn Jóns Guölaugs
Magnússonar, bæjarritara og
Helgu Sigurjónsdóttur, bæjar-
fulltrúa, felast kröfur ungling-
anna aöallega i beiöni um 50%
launahækkun, en einnig koma
þar fram ýmsar ábendingar
varöandi verkefni þau sem unn-
iö er aö. Alls eru nú um 170
krakkar I unglingavinnunni og
skiptast þeir I tvo aldurshópa.
Þau yngri fá nú 130 krónur á
timann og vinna 4 stundir á dag,
en þau eldri fá kr. 143 á timann
og vinna 8 stundir á dag.
Unglingavinnan stendur aðeins
yfir i 2 mánuði — þ.e. júni og
júli.
Miklar umræöur uröu um
þessi má á fundinum og var
samþykkt aö veita bæjarráös-
mönnum einnar viku frest til aö
kynna sér málin betur og einnig
til aö ræöa viö yfirvöld i Reykja-
vlk og Hafnarfiröi, en þar eru
laun unglinga I sömu vinnu jafn-
há og í Kópavogi. Endanlegs úr-
skuröar er þvl aö vænta næst-
komandi þriöjudag. — AV
UM HVAÐ ER DEILT Á ÚTVARPINU?
Aðalkrafan varðar
röðun í launaflokka
Enn viröist ekki séö fyrir
endann á yfirvinnubanni starfs-
manna útvarpsins og eru sjálf-
sagt margir Islendingar orönir
langeygir eftir fréttaaukum og
lestri úr forystugreinum dag-
blaöanna, en þeir föstu liöir út-
varpsdagskrárinnar hafa ekki
heyrzt slöan yfirvinnubanniö
hófst.
Litiö hefur á hinn bóginn
heyrzt um sérkröfur- starfs-
mannafélags útvarpsins til
BSRB. Alþýöublaöiö hafið þvl
samband viö Dóru Ingvadóttur
tormann starfsmannafélagsins,
og innti hana eftir nánari upp-
lýsingum um þessar kröfur.
Sagöi Dóra aö kröfurnar
fælust aöallega I breyttri niöur-
rööun I launaflokka. Nú dreifast
laun starfsmanna útvarps allt
frá 12. launaflokki opinberra
starfsmanna og upp úr og
veröur þvi biliö á milli efsta og
neðsta launaflokks sifellt meira
meö auknum launahækkunum.
Samkvæmt starfsmannaskrá
rikisins eru flestir fréttamenn
útvarpsins i 24. launaflokki.
Aö auki gerir starfsmanna-
félagiö körfur um menntunar-
námskeiö fyrir starfsfólk ut-
varps, ekki slzt tæknimenn.
Laun tæknimanna eru mun lægri
en gengur og gerist hjá útvarps-
virkjum á hinum almenna
vinnumarkaöi, aö sögn Dóru.
Útvarpsvirkjamenntun er
skilyrði fyrir starfi tæknimanna
hjá útvarpi og aö auki er þeim
séö fyrir viöbótarmenntun.
Þrátt fyrir þetta eru laun þeirra
lægri en gengur og gerist annars
staöar.
Starfsmannafélagiö gerir
einnig kröfu til þess aö frétta-
mönnum útvarps veröi veitt
svipuö réttindi til menntunar og
félagar i Blaðamannafélagi
Islands hafa og aö sett veröi
ákveöin skilyröi I samninga um
áhættuálag og sérstaka slysa-
tryggingu, sem bætist ofan á
hinar almennu tryggingar
starfsmannanna.
Kjaranefnd BSRB er nú aö
fjalla um mál útvarpsmanna,
en hún hefur sjálfsagt nóg á
sinni könnu þvi þar eru til meö-
feröar sérkröfur ýmissa ann-
arra félaga innan BSRB. Þó
kvaöst. Dóra eiga von á þvi aö
heyra eitthvaö frá kjaranefnd
um miöjan mánuö.
—AV.
:
Uppbyggingarstarfið
á Neskaupstað
hefur gengið mjög vel
Viö höföum samband viö
Hermann Lárusson á bæjar-
skrifstofunni á Neskaupstað og
spuröum um uppbyggingar-
starfið eftir snjóskrifuna, sem
þar féll i árslok ’74.
Hann kvaö allt ganga sam-
kvæmt áætlun og allt væri aö
komast i eölilegt horf. Allt væri
aö veröa eins og það var fyrir
skriöuna. Hann vissi ekki um
neina fjölskyldu sem heföiflutzt
frá Neskaupstað vegna skriö-
unnar en vissi um þö nokkuö
marga, sem væru aö flytjast
þangaö.
Um viöskipti þeirra viö viö-
lagasjóö sagöi hann, aö þau
heföu veriö góö i alla staöi og
ekki undan neinu aö kvarta i þvi
sambandi. Þeir heföu staöiö viö
allar slnar skyldur, entkki vildi
hann nefna neinar tölur i þvi
sambandi. Þaö væri svo erfitt
aö segja nokkuö um þaö, aö-
stoöin heföi veriö svo margþætt.
Þeir heföu hjálpaö til við
hafnaruppfyllingu, sildarverk-
smiðjubyggingu og margt
fleira. Sem sagt, allt aö komast I
eölilegt horf á Neskaupstaö.
—ATA.
IENGIN NIÐURSTAÐA
í frétt frá Samgönguráöu-
neytinu segir aö nefnd sú, sem
samgönguráðuneytiö skipaöi
þann 4. júni s.l. hafi átt viöræöur
viö fulltrúa Stóra Norræna rit-
simafélagsins dagana 1.-6. júli
1 viöræöunum geröi nefndin
nánari grein fyrir þeirri stefnu
islenzkra stjórnvalda aö koma á
sambandi viö umheiminn um
jaröstöö og gervihnött, eins og til-
kynnt var meö bréfi ráðuneyt-
isins til félagsins 21. júni s.l.
Nefndin^-ökstuddi nánar sjónar-
mið íslands og leitaöi eftir viö-
horfum félagsins til styttingar á
samningstimanum
Fulltrúar Stóra norræna töldu
sér ekki fært á þessu stigi málsins
að gefa ákveðin svör viö tilmælun
Islands en hétu þvi að taka
sjónarmið Islands til rækilegrar
athugunar.
Akveöiö var, að næsti fundur
nefndarinnar og fulltrúa Stóra
norræna hæfist i Reykjavik 1.
september. n.k