Alþýðublaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 10
10 Sannleikuriim um banaslys Sænskur prófessor hefur kannað öll umferðarslys 1975 Árið 1975 létust 560 manns i umferðarslysum i Sviþjóð. Þetta er ógvekjandi há tala. Þetta er hærri tala, en áður hefur verið birt, en sönn engu að siður. Gerhard Voigt, prófessor i Lundi, hefur séð um könnun, sem fjallaði gaumgæfilega um öll dauðaslys á vegum i Sviþjóð 1975. Arbetet var eina blaðið, sem fékk leyfi til að birta skýrsluna, en eftirfarandi stendur m.a. i henni: Fjöldi dauðaslysa er meiri en i opinberum tölum, þvi að hér hefur verið reiknað með þeim, sem lent hafa i umferðarslysi og látist innan hálfs árs eftir slysið. Það fólk er hins vegar ekki talið með i öðrum skýrslum. Meðltalið er 61% látinna án bu- beltis. Nokkrir aka beltislausir — þeir deyja oftast samkvæmt könnuninni. Það eru tiltölulega fáir, sem aka undir áhrifum áfengis, en rannsóknir sýna, að þeir eru oftast sekir um slysin. Mjög mörg þeirra, segir prófessor Voigt. 1 slysum, sem einn bill varð fyrir, dóu 123 ökumenn, og 62% þeirra voru undir áhrifum áfengis (yfir hálft prómille). Af 23 ökumönnum, sem lifðu slik slys af, höfðu 19 meira en háift prómille áfengis i blóði (þeir lifðu sjálfir slysið af, en einn eða fleiri farþeganna lét lifið). Það er eftirtektarvert að ölvun viö akstureralgengustá árunum 25 til 35 ára, segir prófessor Voigt. Rannsóknin sýnir fleira, sem er áhugavert: Flestir látnu öku- mannanna voru ungir. 25 öku- mannanna við slys á einkabilum voru undir 21 árs aldri. Peter Krantz læknir, sem tók þátt i þessari könnun var beðinn um að lýsa hinum einkennandi „ekli dauðans”. Hann gerir það þannig: — Undir tvitugt. Bilbeltis- laus. Fullur. Þessari könnun verður haldið áfram, en nú á að athuga aðra hlið umferðarslys: Ctgjöld þjóðfélagsins, segir Arbetet. 1975 urðu alls 458 dauðaslys I Sviþjóö. 208 urðu i einkaslysi (aðeins einn blll, sem verður fyrir slysinu), 60% af sllkum slysum urðu um helgar. Fjöldi árekstra var svipaður alla viku- dagana. Flest slysanna urðu á þurru malbiki. Dauðaslys oftast á vegum með 70 km. hámarks- hraða. (En það er ekki þar með sagt, að hraðamörk hafi verið haldin). Banaslys verða oft I góðu veðri, þegar útsýni er gott. Aðeins 20% slysanna verða I snjó eða hálku. 70% árekstra sem dauösfall hlýzt af verða I birtu — aðeins 30% I myrkri. Aðeins 10. hvert slys varð á vegum þar, sem hámarks- hraðinn er 110 km, en það urðu tiltöluiega fleiri slys þar, sem hraðinn er milli 70 og 90 km. (Þetta hlýtur að merkja, að vegir með mesta hámarkshraða þoli bezt hraðann). Könnunin var gerð til að sýna greinilega, hver not eru af bll- belti — 1975 var nefnilega fyrsta árið, sem bílbelti voru lögleidd. Rannsóknir lögregiunnar sýna, að 80% notuðu bílbelti, 20% notuðu þau ekki. Rannsóknir sýndu, að 23% hinna látnu voru með bilbelti, 76% höfðu ekki notað þau. Við árekstra var helmingur látinna beltislaus. Búbelti draga úr slysahættu Löggjöf um notkun bflbelta við akstur I Ástraliu hcfur dregiö úr slysahættu s.l. fjögur ár. Ástraiskur umferöamálasérfræðingur, dr. Michael Henderson, frá Sydney, segir, að könnun I janúar s.l. á 39 þús. ökumönnum og farþegum hafi leitt I ljós, að 91.5% hafi notað bilbelti. Dr. Henderson er forstöðumaður umferðardeiidarinnar i New South Wales. Hann sagði, að öll áströisku fylkin heföu lögskipað notkun bil- beita 1972 og árið eftir hefði slysahættan minnkað um 23%. Notkun bflbelta er nú löggild i Nýja Sjálandi, Svlþjóö og i Frakk- landi. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — /j »; Geymslulok á Wolkswagen f ailflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið ve.rö. Reynið viðskiptin. ■ i Bllasprautun Garðars Sigmundssonar. 5kipholti 25 Simar 19099 og 20988. / ^ | Fimmtudagur 8. júlí 1976 FRAMHALDSSAGAN börnum íheimahúsum Börnhalda oft að flöskur hafi að geyma eitthvað sætt, en þaö gæti reynzt þeim lifshættulegt. Ann fór á eftir henni inn 1 hlý- legu litlu dagstofuna, en það voru rósóttar, stoppaðar mublur og einn eða tveir fornmunir. Frk. Blackley var enn eitthvað æst, og augu hennar glitruðu. Fyrst fannst Ann það ekkert undarlegt, hún hugsaði bara, að hún hefði aldrei séð frk. Blackley líta jafn- vel út og nú. Þegar frk. Blackley var hins vegar farin fram til að hita te, og Ann sat ein eftir i skemmtilegu dagstofunni, datt henni I hug, hver ástæðan gæti verið fyrir þvl, að frk. Blackley var svona ung- leg. Hún hratt þeirri hugsun hins vegar umsvifalaust úr huga sér. Hún væri fyrir löngu búin að frétta það, ef eitthvað væri á milli ofurstans og frk. Blackley. Kjafa- kerlingarnar hefðu verið farnar að slúðra, og Bessie hefði frétt það og sagt henni frá þvi. Mikið væri það annars gott, ef af þvi yrði. Stundum hafði henni fund- ist, að ofurstinn væri afar ein- mana, og litla frk. Blackley var alls ekki óaðlaðandi, þó að hún talaði helzt. til mikið. Nei, það gat ekki verið skýring- in. En, hvers vegna ...? Hún virti frk. Blackley gaumgæfilega fyrir sér, þegar hún kom inn með teið. A bakkanum var silfurtekanna og tveir afar fallegir postulínsbollar. Frk. Blackley lagði bakkann frá sér og sótti gamaldags, en þægi- legan kökudisk á tveim hæðum. Hún setti hann á borðiö, hellti te I bollana og bauð Ann köku. Þegar frk. Blackley var lika setzt reyndi hún að segja kæruleysislega: — Hafið þér kannski séð blómin min? — Svo sannarlega! sagði Ann. — Þau fara afar vel i glugganum með ljósið bak við sig. — Já, er það ekki? sagði frk. Blackley áköf. Það voru komnir tveir hitasóttaflekkir i vanga hennar. — Hvaðan haldiö þér, að ég hafi þau? — Ja, sagði Ann og leit á blómin. — Kannski skjátlast mér, en þau eru alveg eins og túlipan- arnir hans Brands ofursta. Nú blóðroðnaði frk. Blackley. — Það hélt ég lika, en ég átti nú ekki beint við það. Ég átti við, hvernig þér hélduð, að ég hefði fengið þau? — Það hef ég ekki hugmynd um, sagði Ann. Frk. Blackley hló titrandi hlátri. — Það er svo róman- tiskt.Ég var úti að skera af rósu- um, og þegar ég kom að fremri dyrunum var ég næstum dottin um blómin. Hún þagði eftirvænt- ingarfull, og Ann sagði: — Dottin um þau? — Já* þau lágu á efstu tröpp- unni, svo fallega bundin saman með grænu bandi. Ég tók þau upp skjálfandi af undrun og ótta, og fór inn með þau. Ég sagði við sjálfa mig: Þetta geta ekki verið túlipanarnir hans Brands ofursta, og ég skil ekki, hver hefur sett blóm á tröppurnar hjá mér. Ann stóð á fætur og skoðaöí blómin betur. Jú, þetta voru túlipanar Brands ofursta. Þaö voru engir svona túlipanar i öllu þorpinu...svona hlýlega djúp- rauðir með gullnum og brúnum blæ. — Þetta eru túllpanarnir hans! sagði hún rólega. — Hver ætli hafi tint þá? Ég vildi ógjarnan vera i sporum þess, þegar ofurstinn kemst að þvi! Nú ljómuðu augu frk. Blackley enn meira en áður, ef það var þá hægt. — Biðið þér nú við! Ég stóð þarna og horfði á þá, og hvað haldið þér, að mér hafi dottið I hug...? — Það veit ég ekki, sagði Ann, sem nú var sezt við borðið. — Ég minntist þess, þegar ég Hjúkrunar- konan Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.