Alþýðublaðið - 08.07.1976, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 08.07.1976, Qupperneq 3
Fimmtudagur 8. júlí 1976 FRCTTIR 3 AÐALVERKTAKAR SEL.TA HERNUM Á TVÖFÖLDU ÍS- LENZKU MARKAÐSVERÐI Vel smurt á Kefla- víkurflug- velli 1 gær voru afhentar fystu Ibúöirnar, sem byggöareru I samræmi viö varnar-samn- inginn, sem geröur var milli rikisstjórna ís- lands og Banda- rikjanna áriö 1974, en þar voru ákvæöi um aö allir hermenn á vegum varnarliösins skyldu búa inni á vallar- svæöinu. t þessum áíanga voru afhentar 132 IbúBlr, aem byggbar eru I fyreU áfanga, en þér, sem upp á vanUr, verba tilbúnar innan þriggja mánaba. lbúbir þessar eni svipabar ab gerba og þ«r sem fyrir vom á En herinn borg- ar Aðalverktökum v* - J svcbinu. Bygging þeirra hófst I febrúar 1975 og eru byggbar af Islenzkum Abalverktbkum hi. Heildarkostnabur vib þennan á- Unga er áctlabur um 8 mlil- Jónir doBara. Samkvcmt þvl koatar hver I- búb rúmlega 11,1 mO|}úo krúna aem er miklu hcrra verb en gerlst fyrir ibúbir sömu sUcrbar, sem eru reistar hér á landi. t>á voru rtf lega afbenUr 103 Ibúöir fyrir OkvcnU yfir- menn varnarbbsins. Byrjab var á byggingu þcirra I núvember 1974. Þessar fbúbár kosU tam- UU 3,5 milljónir doBara. Samkvcmt þvi kostar hver Ibúb 62 milljúnir krúna. Hðrgum U- lendingi þaetti sennilega mikib ab greiba svo háa uppbseb fyrir ibúb sem er eitt herbergi og eldhús ásamt inngangi. t frúttatilkynningu um þeasar fbúbaafhcndingar var ekki getib neima skýringa á þessum háa byggingakostnabi innan girb- inga herstöövarinnar á KefU- vfkurflugvelli. Hermang? Eins og blaðið greindi frá i gær afhentu Islenzkri aðalverk- takar ibúðir fyrir hermenn á Keflavikurflugvelli f fyrradag. Við lauslega athugun kom i ljós að hver ibúð, þeirra 66 sem afhentar voru, kostar 11,1 millj- ón króna, og einstaklngsíbúðir, sem afhentar voru fyr, kostuðu 6,2 milljónir króna hver. Blaðið náði tali af Gunnari Gunnarssyni framkvæmda- stjóra Islenzkra Aðalverktaka og spurði hann fyrst um stærð I- búðanna, sem kostuðu 11,1 milljón króna. Hann sagði að hver ibúð væri tvö herbergi og eldhús auk snyrtiaðstöðu og for- stofu samtals um 90 fermetrar hver. Aðspurður sagðist Gunnar telja að þessar ibúðir væru nokkuð dýrar en þær væru þó liklega samkeppnisfærar við það sem almennt gerist um i- búðir af þessari stærð. Þegar Gunnar var spurður i hverju hið háa verð lægi svaraöi hann: — Þessum ibúðum fylgir bílskúr, bilastæði og lóðir eru að fullu frágengnar svo og ibúö- irnar sjálfar að öllu leyti frá- gengnar, með raflögnum síma- lögnum, hreinlætistækjum o.s.frv. Samanburður við vísitöluíbúð. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið aflaði sér hjá Hagst. kostar visitöluibúð I Reykjavik um 5,3 milljónir króna, og er þá reiknað meö verðlaginu eins og það var i júnimánuði sl. og byggingarvisitölu 111. Það er þvi ljóst að þaö er meira en helmingi dýrara að láta byggja hús sé þaö gert innan girðinga Keflavikurflug- vallar, en ef það er gert i Reykjavik. Alls nemur kostnaðurinn við að reisa þessar 132 tveggja her- bergja ibúðir 1472 milljónum króna og miðað við visitöluhús- næðið renna 765 milljónir króna til þerra, sem fyrir fram- kvæmdunum stóðu. Þess má geta aö vinnuvélar þær, sem Islenzkir aðalverk- takar nota, eru tollfrjálsar og ætti það aö koma m.a. fram i lægri byggingakostnaði. Það vekur einnig furðu hve i- búðirnar eru dýrar þegar höfö er hliðsjón af þvi að hér er um stórt verkefni að ræða og þvi ætti að vera hægt að koma við hagræðingu sem leiddi til þess aö byggingakostnaður lækkaði til muna. islenzkir aðalverktakar. Fyrirtækiö Islenzkir aðalverktakar var stofnað með sérstökum samningi sem gerður var árið 1957. Að þeim samningi stóðu rikissjóður, Regin hf og Sameinaðir verk- takar hf. Fyrirtækiö er skráö hjá lögreglustjóranum á Kefla- vikurflugvelli og samkvæmt þeirri skráningu sem gerð var árið 1975, eiga eftirtaldir menn sæti i stjórn fyrirtækisins: Vilhjálmur Arnason, Gústaf E. Pálsson, Ingólfur Finnbogason og Þóhallur Björnsson. Samkvæmt stofnsamningi félagsins á rfkissjóöur 25% hlutafjárins. í stjórnRegins hf eru skráðir eftirtaldir stjórnarmenn: Jónas Magnússon, Helgi Þorsteins- son, Helgi Pétursson og Krist- ján Kristjánsson. Fyrirtæki þetta er • skráð hjá embætti bæ jarfógetaembættinu I Hafnarfiröi sem einnig er sýslu- mannsembættið i Gullbringu- sýslu. Astæðan til þess er eflaust sú að Regin hf hóf starfsemi sina áður en Lög- reglustjóraembættið á Kefla- vikurflugvelli tók til starfa. Siðasta tilkynning til firma- skrárinnar i Hafnarfirði varöandi Regin hf er frá árinu 1955, og kann aö hafa breytzt eitthvað frá þvi hún var gerö án þess aö tilkynnt hafi veriö um þaö. 1 stjórn Sameinaöra verktaka eiga eftirtaldir menn sæti: Halldór H. Jónsson, Gústaf E. Pálsson, Kristjón Kristjónsson, Magnús Vigfússon og Þorbjörn Jóhannesson, allir I Reykjavik. Fyrirtækið er aö finna i firmaskrá Reykjavikur. EB. F yrirf ramgreiðslurn- ar eru erfiðastar — segir Guðmundur J. Guðmundsson Til þess að fræðast um ástandið á húsaleigu- markaðinum ræddi blaðið við Guðmund J. Guð- mundsson hjá Dagsbrún, en hann er manna kunn- ugastur þeim málum i Reykjavik, enda leita til hans margir á degi hverjum. Honum fórust þanning orö: — Framboð á leiguhúsnæði i Reykjavik hefur farið minnk- andi bæði hlutfallslega og hvað varðar fjölda Ibúða á undan- förnum árum. Skýringar á mínnkunni eru trúlega margar en einni þeirra er ekki haldið mikið á loft. Hún er sú að bygg- ingarstill hefur breytzt á undan- förnum árum. Aður voru gjarna byggð tvibýlishús eða einbýlis- hús sem höfðu bæði kjall^r og ris. Þessir siðg.sttöldu hlutar húsanna voru siðar innréttaðir og leigið öðrum, en húsráðendur sjálfir bjuggu i aðalibúðinni. Þetta hefur breytzt. Þau hús sem nú eru byggð eru einbýlis-, rað- eða fjölbýlishús sem ekki eru með risi né heldur kjallar sem siðar er innréttað til að ieigja út. Þetta þýðir að tiltölulega fáar leiguíbúðir er að finna I nýjum hverfum, enda er meginhluti þeirra i hverfum sem eru nokkuð komin til ára sinna eins og húsin á Teigunum og I Hlið- unum, þ.e.a.s. hús sem eru byggð um og eftir 1950. Séu boðnar til leigu nýjar Ibúöir þá er yfirleitt um að ræða ibúðir sem eru i eigu embættis- manna eða peningamanna úti á landi, eða manna sem fara annað hvort út á land eða utan vegna' atvinnu eða náms um einhvern tlma. Á meðan leigja þeir ibúðir sem þeir eiga hér. Þá er mjög litið um að hér sé byggt húsnæði sem einungis er ætlað til þess að leigja það öðrum, eins og tiðkast viöa erlendis. Það er þó ekki allt bölvaö við þessa þróun. Þeir sem hafa búið I niður- gröfnum kjallaraibúðum vita að það er oft á tiðum annað en gaman einkum ef viðkomandi er með börn. Þessar Ibúðir eru oft heilsuspillandi. Mörgum er ofraun að búa I risibúðum ef ganga þarf marga stiga 1 hvert sinn sem er frá íbúðinni. Það er því að vissu marki ánægjulegt að þessum Ibúðum hafi fækkað. Leiguupphæðir. Það skiptið algerlega I tvö horn með hvað leiga fyrir ibúðarhúsnæði^ er há. Annars- vegar er hún lág og sanngjörn ef um er að ræða leigjendur sem eru reglusamir og rólegir. Þaö er einkum eldra fólk sem kýs siika leigjendur og oft eldra fólk sem leigir. Hins vegar er hinn frjálsi markaður þar sem leigar er mjög há. Þar er gangverðið núna 20 þúsund fyrir tveggja herbergja Ibúö, 30 þúsund fyrir 3 herb. og 40 þúsund fyrir 4 herbergja Ibúð. Siðan þarf leigutaki að greiða 3-6-12 mánaða húsaleigu fyrirfram. Það er auðvitað blóðugt fyrir fólk að þurfa að greiða slikar fjárhæðir vegna þess að þær eru þar sem að eilifu horfnar. I þessu sambandi er rétt að geta þess aö greidd húsaleiga er ekki frádráttarbær frá skatti en á hinn bóginn eru húsaleigu- tekjur skattlagðar. Meðan málum er þannig háttað kemur raunveruleg húsaleiga aldrei fram. Þeir sem leita húsnæð- is. Þeir sem einkum leita eftir leiguhúsnæöi er ungt fólk og ber langmest á þvi. Þá er einnig ljóst aö þeir sem leita slikrar lausnar húsnæðismála sinna eru einkum lágtekjufólk. Þó er hluti þessa vanda dulinn. Margt ungt fólk býr inni á foreldrum sínum eða nánustu ættingjum. Svipuö máli gegnir einnig oft um fólk sem á i hjóna- bandserfiðleikum og hefur flutt sundur. 1 þessum h<5pi eru einnig einstæðar mæður eöa feður fjölmennir. Mikið hefur verið byggt en... Á siöastliönum árum hafa verið byggðar Ibúðir svo skiptir hundruöum I Reykjavik en samt er þörf á meira húsnæði, og I fyrra fækkaði ibúum Reykja- vikur. Hvernig vikur þessu við? Helzta skýringin er slæm nýting á húsnæðinu. Þannig býr eldra fólk sem oröið er eitt i kotinu, i stórum ibúðum úti um alla borg. Þetta fólk veigrar sér við aö selja vegna þeirra verðbólgu sem hér hefur geisað. Fasteignin er bezta tryggingin gegn henni. Það skiptir lika nokkru að lán út á gamlar ibúöir eru mjög lag. Væri lán til kaupa á sliku hús- næöi hækkuö veruega myndi trúlega rætast nokkuð úr hús- næðisvanda Reykjavlkur. A móti yrði þá að koma að reist yrði hverfi með litlum ibúðum sem hentuöu þessu eldra fólki. Þar yrði að vera greitt yfirferðar og völ á marg- vislegri sameiginlegri þjónustu og heilsugæzlu. Hér má skjóta þvi inn að ef lán til kaupa yrðu hækkuð úr 500 þúsund I eina milljón þá fullyrða sumir að verðið á slikum Ibúðum myndi hækka sem þvi nemur. Slæm nýting húsnæðis- ins. Það ætti að gefa meiri gaum að þvi hve nýting ibúðarhús- næðis I Reykjavik er slæm. Hér eru tæplega 30 þúsund Ibúðir en ibúar borgarinnar eru um 90 þúsund. Það lætur þvl nærri aö hver Ibúi borgarinnar hafi til umráða eitt herbergi og þó er húsnæðisleysi. Þaö er holt að minnast þess að á Indlandi eru 9 manns um hvert herbergi Ibúðarhúsnæðis sem þar er til. Stórt. átak. Bygging ibúða á vegum Framkvæmdanefnda er stærsta átak sem gert hefur verið hér á landi frá þvi að verkamanna- bústaðirnir voru reistir á sinum tima. I kjölfarið fylgdi aö rifiö var mikiö af húsnæði sem var heilsuspillandi og óibúöarhæft þannig aö aukning ibúðarhús- næðis hér varð ekki sú sem fjöldi Framkæmdanefndaribúð- anna segir til um. Breytingar á ibúða- stærð. Það hefur verið áberandi á siöustu árum að fjölskyldur hafa minnkað frá þvi sem áður var. Það eru nú mun færri fjöl- skyldur með 4 eða sex börn en voru fyrir sárafáum árum. Þetta fólk er einmitt stór hluti þeirra sem eiga I húsnæðis- vandræðum núna. Nokkuð er deil um stærð, ibúða. Mestur er skorturinn á litlum 3 herbergja Ibúðum og deilan stendur um hvort reisa eigi tveggja herbergja ibúðir eða litlar þriggja herbergja ibúðir á sama gólffleti. Yngra fólk vill tvö herbergi, en sú íbúðastærð verður of litil jafnskjótt og fjölskyldan stækkar. Þar er þvi I raun og veru hagstæðara að reisa þriggja herbergja Ibúðir. Að lokum Að lokum vil ég segja þetta. Fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði er ljóst aö það eru verstu kaupin að festa fé sitt i íbúðum sem eru komnar til ára sinna. Þær Ibúðir eru lélegri yfirleitt og söluverðmæti þeirra er minna en jafnstórra nýrra ibúða. Þessar ibúöir eru enda ódýrastar og oft er auðveldast að eignast þær, en þær eru oftast miklu dýrari ef athugað er þaö verðmæti sem keypt er samanborið við nýja ibúð sem þarfnast nær einskis viöhalds. —EB.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.