Alþýðublaðið - 08.07.1976, Qupperneq 5
Fimmtudagur 8. júlí 1976
ÚTLðND 5
Tóbaksréykingar
hættulegastar þeim
sem ekki reykja
Nýjustu rannsóknir hafa fært sterkar líkur fyrir því, að þeir sem ekki reykja séu
í mjög mikilli hættu með því að anda að sér reykmettuðu lofti þar sem reykingar-
fólk er—og hin saklausu fórnarlömb tóbaksreykinga eru mjög óvíða vernduð gegn
þessari eitrun.
Rannsóknir á efnainnihaldi tóbaksreyks, sem gerðar hafa verið m.a. í Banda-
rikjunum hafa leitt i Ijós# að sá reykur, sem reykingamaðurinn andar ekki að sér,
heidur stígur jafnt og þétt upp frá sígarettunni, innihaldi mun meira magn af
brunninni tjöru, nikótini og kolsýringi.
Visindamenn viöa um heim
hafa nú i vaxandi mæli áttaö sig
á þvi aö þaö eru þeir sem reykja
ekki sjálfir, heldur dvelja innan
um reykjandi fólk og anda að
sér tóbaksmettuðu loft.
Visindamenn viöa um heim
hafa nú i vaxandi mæli áttaö sig
á þvi hve mjög hinum „óvirku
reykingamönnum” er hætta bú-
in, en það eru þeir, sem reykja
ekki sjálfir, heldur dvelja innan
um reykjandi fólk og anda að
sér tóbaksmettuðu lofti.
Sem dæmi um niöurstöður
rannsóknarmanna má nefna
eftirfarandi:
Sárindi I efri öndunarfærum
barna eru algengari meðal
barna þeirra foreldra sem
reykja en hinna.
Ofnæmissjúkiingar eru viö
kvæmari fyrir þvi aö vinna eöa
búa meö fólki sem reykir.
Kpdsýringsinnihald blóðs
þeirra, sem ekki reykja, vex
mjög meöan þeir eru innan um
reykjandi fólk
„Óvirkar reykingar” auka
einnig nikótininnihald blóðs
þeirra sem ekki reykja.
Frá þessu er skýrt i nýút-
komnu tölublaði CANCER
timarits sænska krabbameins-
félagsins. Þar segir einn af
höfundum greinarinnar, Gösta
Tibblin, yfirlæknir, að fólk, meö
margvislega sjúkdóma, svo
sem ofnæmi, astma og slim-
himnubólgu, sem ekki megi
reykja, sé oft neytt til að reykja
með þvi að dveljast við vinnu
sina, ferðast eða vera samdvöl-
um innan um fólk sem reykir,
og oft mikið.
Norsk fyrirmynd.
Viðfangsefnið i dag, er að
Tibblins prófessors hvað sam-
félagið geti gert til að draga úr
þessari þvinguðu áhættu.
Það hefur verið leitt I ljós,
visindalega sannað, að efni sem
áður var ekki talið aö fyndust I
verulegu magni i tóbaksreyk
eru þar i hættulega háu hlutfalli.
Meðal þeirra efna er akrolein,
sem hefur mjög skaðleg áhrif á
slimhimnu öndunarfæranna.
Rannsóknum er nú haldið
áfram á einmitt þessu sérstaka
sviði þessarar heildarskoðunar,
og þær rannsóknir eiga án efa
eftir að leiða i ljós full sannindi
og nákvæmar upplýsingar um
áhættuhinna svonefndu „óvirku
reykinga.”
t Noregi hefur verið riðið á
vaðið með aðvörunum gegn
þessari tegund reykinga, ef
hægt er að nefna það þvi nafni. 1
opinberum viðvörunarbækling-
um gegn reykingum og öðrum
andreykingaáróðri er nú engu
siður varað við þvi að anda að
sár tóbaksmettuðu andrúms-
lofti.
Þar er lögð áherzla á að
breyta viðhorfinu hjá al-
menningi til reykinga á þann
hátt að ekki verði talið sjálfsagt
aö reykingamenn njóti þeirra
forréttinda að mega menga —
jafnvel lifshættulega —
andrúmsloft hinna, sem ekki
reykja. Þar er stefnt að þvi að
ná I fyrstu atrennu jafnrétti i
þessum efnum, en siðan að það
teljist vitavert að eitra
andrúmsloftið.
Þar er nú auglýst slagorð,
eitthvað á þessa leið: Það er þitt
einkamál hvort þú reykir, en
mál samfélagsins hvarþú reyk-
ir.
En með sérstöku tilliti til
þeirrar vitneskju, sem nú
!hefur fengizt um , áhrif
reykinga á heimilum á heilsu
barnanna, eru margir sem telja
það ekki lengur einkamál
foreldra hvort þeir reyki. — BS
Utanrikismáiastefna Kaunda, forseta, hefir beðið mikinn hnekki á
siðasta ári.
Nú á slðasta ári hefir tekið að
gæta nokkurs óróa I innanrikis-
málum Zambiu. órói þessi á
rætur sinar að rekja til stefnu
stjórnarinnar I ýmsum málum,
svo og alvarlegrar efnahags-
kreppu.
F^rir tæpum fimm mánuðum
siðan var efnt til mótmæla-
aðgerða viðháskólann i Lusaka,
þar sem einkum var mótmælt
stuðningi stjórnvalda við þær
hreyfingar sem börðust gegn
MPLA i Angóla. En það þurfti
llka annað og meira til þess að
hrinda þessum aðgerðum af
stað, aukið misrétti, hækkandi
vöruverð og hræösla viö upp-
sagnir vegna samdráttar i
iðnaði gerði sitt til.
Háskólinn var umkringdur og
fjöldi kennara og nemenda var
handtekinn. Enn i dag sitja 15--
20 zambiskir stúdentar i haidi.
Nú fyrir skömmu var
háskólinn opnaöur á ný, en eru
margir innan hans sem utan
fullir beiskju i garð stjórn-
arinnar vegna stefnunnar i
Angólamálinu, og hvernig tekið
var á mótmælendum.
Efnahagsmál.
Efnahagsástand I Zambiu
hefir örlitið batnað nú allra sið-
ustu mánuði. Verð á kopar, sem
er mikilvæg útflutningsvara, er
nú stöðugra en var fyrir ári
siðan, þegar það fór hriðlækk-
andi. Jafnframt hefir rflús-
tjórnin lækkað verð á maisméli,
sem er aöalfæða meginþorra
Ibúanna.
Þrátt fyrir að þessi aðgerð
viröist hafa dregið nokkuð úr
misréttinu, á efnahagslifið enn
við sömu vandamál að striða og
svo verður áfram, a.m.k.
meðan mesti hluti þjóðar-
framleiðslunnar er kopar og
meðan þjóðin framleiðir jafn
litið af eigin fæðu og raunin er á.
Ekki áfallalaus utan-
rikismálastefna.
Stefna Zambiumanna I utan-
rikismálum hefir beðið nokkurn
hnekki nú siðast áriö. Stuðn-
ingurinn við UNITA-hreyf-
inguna i Angóla gerði það að
verkum að sembandiö viö hin
róttæku nágrannariki Tanzaníu
og Mosambic kólnaði nokkuð.
Til skamms tima héidu
Zambiumenn uppi viðskiptum
viö Rhodesiu, i hreinni óþökk
svörtu nágrannarflcjanna.
Zambiumenn studdu
hreyfingu Johsua Nkomo i
Rhodesiu en hún vildi komast að
friðsamlegum samningum viðt
Ian Smith leiðtoga hvita minni-
hlutans.
En nú siðustu mánuöina hefir
Zambiustjórn breytt um stefnu I
málefnum Rhodesiu og veitir nú
vopnuðum frelsissveitum
svartra bæði efnahagslega og
pólitiska hjálp.
Þessi stefnubreyting hefir
leitt til þess að sambandiö við
nágrannann i suðri hefir versn-
að að mun. Nú nýlega sprungu
margar sprengjur i Lusaka, og
Kaunda forseti lýsti þvi yfir aö
þetta væru verk hinnar ólöglegu
stjórnar hvitra manna i
Rhodesiu.”
Allt tal um viðræöur og
viðskipti við Suður-Afrikustjórn
virðist nú vera út i bláinn,
aðeins niu mánuöum eftir fund
Kaunda og Vorsters viö
Victoriufossa.
Það gerir málið ekki ein-
faldara að innan landamæra
Zanbiu starfar byltingarhreyf-
ing sem fær vopn og vistir fra
Suður-Afriku. Ekki er fullljóst
hve miklu liði hreyfingin hefir á
að skipa, en ekki gerir hún
stjórninni i Lusaka auðveldara
fyrir.
VUja hafa stjórn á er-
lendum skæruliðahóp-
um.
t fyrra var hópur af róttækum
foringjum erlendra frelsis-
hreyfinga, sem halda til I
Zambiu handtekinn I sambandi
við morðið áZANU-leiðtog-
anum Herbert Dhitpeo.
Rannsóknarnefnd stjórnar-
innar lét nú nýlega frá sér
fara skýrslu þar sem gert er
ráð fyrir að ástæöan fyrir morö-
inu séu deilur um stefnumið
innan frelsishreyfinganna. En
þaö eru ekki allir sem gleypa
viö þeirri skýringu, og til eru
þeir sem halda þvi fram að
moröið sé runnið undar rifjum
Zambiustjórnar. Samkvæmt
þeirri kenningu var Chitepo
fjarlægður af sjónarsviðinu
vegna neikvæðrar afstöðu til
þeirrar slökunarstefnu sem
stjórnin rak áróöur fyrir I fyrra,
og um leið var tækifæriö notað
að varpa skuldinni á aöra rót-
tæka frelsisleiötoga sem hafa
aðsetur i Zambiu.
Hvað sem til er I þessu, þá er
það vist að stjórnin vill gjarnan
hafa stjórn á þeim frelsissam-
tökum s'em starfa innan landa-
mæranr.a.
Allra veðra von?
Sú spenna sem nú rikir i' mál-
efnum Zambiu getur leitt til
áhrifamikilla og umdeildra
aðgerða af hálfu stjórnarinnar.
Samtsem áðurværiþað i hæsta
máta vanhugsað, þótt gert sé
ráö fyrir þvi að kenningin um
morðið á Chitepo, sem ég gat
um hér að framan, sé rétt, að
ætla að stjórnin i Lusaka sé
undir beinum áhrifum frá
Pretoriu.
Jafn vanhugsað væri að
afskrifa Zambiustjórn sem
þátttakanda I baráttunni fyrir
auknum mannréttindum
svartra ilöndum hvitra manna I
sunnanverðri Afriku, þrátt fyrir
viðskiptasamningana við
Vorster-stjórnina, —-sem geröir
voru á timum mjög alvarlegrar
efnahagskreppu og stefiiuna i
málefnum Angóla.
Þróunin I Suður-Afriku nú
undanfariö svo og „gjaldþrot”
slökunarstefnunnar I sam-
skiptum rikjanna á þessu svæði
mun gera þeim hópum innan
Zambiu, sem vilja bætt sam-
skipti við minnihlutastjórn-
arinar I Rhodesiu og S-Afriku,
erfitt fyrir. — ES endursagt