Alþýðublaðið - 08.07.1976, Side 8

Alþýðublaðið - 08.07.1976, Side 8
8 OR YMSUM ÁTTUM Fimmtudagur 8. júlí 1976 alþýöu- blaöiö alþýöu- blaöíö Fimmtudagur 8. júlí 1976 VETTVANGUR 9 Svar sendist ritstjórn Tímans merkt „Taugaveiklun 1976” Svar sendist ritstjórn Timans merkt „Tauga veiklun 1976” Fyrir skömmu birtist i Timanum grein sem bar nafnið Forsætisráðherra og Ræsis-málið. Þessi einkennilega grein var nánast dulbúin hótun til Morgunblaðsins um að ef það hætti ekki málefna- legri umfjöllun um dómsmálin, þá væri Tlminn reiðubúinn að leiða sitthvað I ljós sem blaðið teldi sig vita aöfinnsluvert um fyrirtækið Ræsi, sem Geir Hallgrimsson forsætisráöherra á stóran hlut I. Tjminn hefur heldur ekki gert þaö. Ekki vegna þess. aö ekki geti veriö, aö eitthvaö aö- tinnsluvert kunni aö koma I jós i þvi málirEn jiaft iS iangsótt aö viöraji Ö^rnír, væri vitaskuld hægt aö dylgja um þaö, aö æftsti valdamaöur bióöarinnar væri viöriöinn fjársvikamál, pár sem hann er einn af eigenduni fyrirtækisms. baö er komiö nóg af dylgju- Eu^________________________ >ænMHRnieiovirt Diaö ems og Ætla mætti að yfirmenn þess greinarhöfundar sem úrklippa þessi er frá tækju vægt á hótunum af þessu tagi og bæðu starfsbræöur sina á Morgun- blaðinu — utan dagskrár — að taka þetta ekki of há- tiölega. Enn væri liklegra að ritstjórar Mbl. létu hótanir sem þessar sem vind um eyrun þjóta, enda skotið aö þeirri gráðu, sem ekki hæfir að svara. En þótt hið siðarnefnda hafi oröiö raunin, þá var ööru visi um ritstjóra Timans fariö. Hann hefur eins og fleiri flokksbræöur hans, ætlað að veröa for- manni sinum til liðs, en lagzt á reipið við öfugan enda. t afleysingum fyrir aöstoðarmanna sinn skrifar Þórarinn Þórarinsson ritstjóri I fastan pólitiskan þátt i blaðinu grein, þar sem hann dylgjar þvi að Mbl. að þaö sé að ýta Ur vör rógsherferð á hendur ólafi Jóhannessyni. Hann óskar eftir svari i Morgunblaðinu. Og ekki stendur á svari. Ritstjóri Morgunblaðsins svarar um hæl — og hefur nú upp- haflega klausan I Timanum reynzt næg þúfa til að velta sæmilegasta hlassi. Áburðurinn endursendur nefndu á þjóðinni eins og mara og mun svo verða, þangað til þau hafa verið upplýst, en á það hefur veriö lögö höfuðáherzla hér i blaðinu, að ekkert verði til sparaö svo að þaö geti orðið. Þaö mun þvi miður veikja tiltrú á réttarfari — og raunar lýöræöi I landinu — ef glæpamálin upplýsast ekki og mála- lyktir verða þær að enginn botn fæst I þau mál. Við skulum vona, að rannsóknir leiöi til þess, að öll kurl komi til grafar og mun þá verða bjartari yfir þjóð- lifi Islendinga en verið hefur. En ef allt situr við hiö sama, mun fólkið I landinu fyllast tortryggni og efa- semdum I garö þeirra sem um stjórnvölinn haida og þá verður erfitt aö telja m önnum trú um, aö einhver hafi ekki „kippt i spottann” eins og svo oft heyrist, þegar talað er um þessi mál manna á milli.” Togar Ólafur í spottann? í svari Mbl. er enn vitnaö I Þórarinn og segir þar m.a.: „Þá segir Timaritstjórinn I nefndum þætti: „Þessar dylgjur Morgunblaðsins eru enn alvarlegri fyrir þá sök, að þær eru bornar fram I blaði for- sætisráðherra . Hve lengi ætlar forsætisráðherra að þola málgagni sinu slikar dylgjur um meðráöherra sinn, eða eru þær ef til vill matreiddar meö vitund hans og vilja?” Hér er um svo ómerkilegan áburð að ræða, að I raun og veru er hann tæpast umræöu- veröur. En af þessu tilefni er þó ástæða til að undir- strika eftirfarandi: Ritstjórar Morgunblaðsins bera einir ábyrgð á efni blaðsins, skrifum og stefnumót- un. Þeir eru til þess ráðnir af Utgáfustjórn Morgun- blaðsins, sem forsætisráðherra er formaöur fyrir, en það er áratuga gömul hefð að Utgáfustjórm Morgunbiaðsins hefur engin afskipti af ritstjórn þess né einstökum málum. Þetta virðast Fram- sóknarmenn eiga afar erfitt meö að skilja enda gef- ur flokkur þeirra Ut dagblaöiö Timann og samskipt- um blaðastjórnar Timans og ritstjóra þess blaðs mun hagað með öörum hætti en ofangreindum sam- skiptum Utgáfustjórnar Morgunblaðsins og rit- stjóra þess.” Minn mikli, elskaði og virti leiðtogi, Kim II Sung í Noröur-Kóreu situr I valdastóli Kim II Sung. Hann á ekki við sama vanda að striða og ráöamenn Framsóknarflokksins. Þar i landi er enginn Sjálf- stæöisflokkur og engin stjórnarandstaða. Þar hafa blaöamenn fyrir fasta venju að gagnrýna ekki Kim II Sung. Þvert á móti birtist varla sú frétt I blaði þar I landi að hún sé ekki lofgjörð um foringjann mikla, sem aldrei er titlaöur I neinni setningu eða fyrir- sögn á ómerkari hátt en svo að nefna hann „hinn mikla, elskaða og virta leiðtoga, Kim II Sung.” Reyndar er nafniö hans venjulega prentað með upphafsstöfum, og aö minnsta kosti einu sinni I hverju blaði er hann nefndur „faöir þjóöarinnar”, „hetja 20. aldarinnar” og „byltingarforingi.” Vandamál Ólafs Jóhannessonar virðast ekki vera það aö hafa Sjálfstæðisflokk og stjórnarandstööu. Þaö virðist helzt vera það að vera umkringdur ráö- gjöfum og aöstoöarmönnum, sem reyna að lifa I heimi KIM IL SUNGS. — BS I svari Mbl. segir m.a.: „Um þessi viöbrögð Þórarins Þórarinssonar viö nefndri klausu I Reykjavíkurbréfi, verður ekki ann- aö sagt en að þau einkennast af taugaveiklun —- furöulegri taugaveiklun. Morgunblaöið hefur hvorki nú né fyrr haft uppi dylgjur I garð ólafs Jóhannessonar — og það veit Ólafur manna bezt. Morgunblaöið hefur ekki staðið fyrir, ýtt undir né tekiö þátt I rógsherferð á hendur ólafi Jóhannes- syni, en blaðiö hefur rætt fyrrnefnd mál frá öllum hliöum — MALEFNALEGA. Aburði Timaritstjór- ans um þessi efni er hér meö vlsað heim til föður- húsanna. Morgunblaöiö hefur hins vegar sett fram kröfu um, að einskis veröi látið ófreistað til þess aö upplýsa Geirfinnsmálið og önnur umrædd saka- mál.” Hverju reiddust Tímagoðin? NU mætti sannarlega ætla aö þaö þurfi sót- svörtustu dylgjur I Mbl. til að ritstjóri Tlmans reiö- ist svo, að reiðinni sé af starfsbræörum hans lýst sem taugaveiklun. En lltum á þann kafla sem Morgunblaðiö segir aö Þórarinn hafi reiöst svo. í Reykjavikurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag sagöi m.a.: „En þó er margt sem betur mætti fara, eins og alkunna er, og enn hvlla glæpamálin svo- Magnús H. Magnússon fv. bæjarstjóri: Að gosi loknu Þessi grein birtist í 6. hefti Sveitar- stjórnartíðinda árið 1975 Þegar séð varö fyrir endann á eldsumbrotum I Vestmannaeyj- um, um mitt ár 1973, fór þaö ekki milli mála, að við mikil og margþætt vandamál var að gllma. Ég vik hér að nokkrum þeirra. Skortur á ibúðar- húsnæði Eitt alvarlegasta vandamáliö var gífurlegur skortur á IbUðar- húsnæði. Eldgosið hafði eyðilagt hátt i 400 Ibúðir og stórskemmt hundruð annarra, sem talsverð- an tima tæki að gera viö. Ýmsar kannanir sýndu, að mikill meirihluti Vestmannaey- inga vildi snúa heim aftur, en verulegur hluti þeirra gat það ekki sökum skorts á nothæfu húsnæöi. Margir þurftu hús- næði, meðan veriö var að gera við Ibúöir þeirra, aðrir á meðan þeir væru að byggja og enn aðr- ir um óákveöinn tlma. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað að vinna að lausn þessara mála með þrennum hætti. Með þvi að gera eins margar Ibúðar- húsalóðir byggingarhæfar á eins skömmum tima og mögu- legt var, með þvl að byggja fjölda Ibúða á vegum bæjar- sjóðs til endursölu á kostnaðar- verði og meö því að útvega bráöabirgöahúsnæöi i stórum stll. Byggingarhæfar lóðir Flest byggingarsvæðin, sem deiliskipulag var til fyrir, fóru undir hraun eöa margra metra þykkt vikurlag, og var þvi svo til alger skortur á fullskipulögö- um byggingarsvæðum. Aftur á móti var, skömmu fyrir gos, búið að ganga frá nýju aöalskipulagi fyrir kaupstaðinn, en viðkomandi ráöuneyti átti þó eftir að staðfesta þaö. 1 aöal- skipulaginu var gert ráð fyrir nýju 650—700 ibúða hverfi á vestanverðri Heimaey, suður af Herjólfsdal. A deiliskipulagi var ekki byrjað. Fljótlega eftir aö eldgosiö hófst, voru viökomandi aðilar beönir að flýta gerð deiliskipu- lags af svæðinu og mikil áherzla var á þaölögö um þaö leyti, sem verulega fór að draga úr krafti gossins. Ennfremur var gert deiliskipulag af ýmsum svæðym I útjaöri eldri byggðar. Jafnhliða og I framháldi af gerð deiiiskipulags voru götur lagöar, svo og holræsi, vatns- og raflagnir og lagnir fyrir fjarhit- un I nýja vesturbænum. Frá þvl að gosi lauk, er búið aö gera byggingarhæfar lóöir fyrir á áttunda hundraö IbUöir. Með þvi á ég viö, að lóðirnar eru tilbúnar til Uthlutunar, hægt að mæla fyrir húsum á þeim nú þegar, og trygging er fyrir teng- ingu við allar nauðsynlegar veitur, þ.e. holræsi, dreifikerfi vatns og rafmagns og fjarhitun- ar I nýja vesturbænum. Flestar eru IbUöirnar I einbýlishúsum, en þó er mikiö um raö- og fjöl- býlislóðir. Búið er aö Uthluta lóðum fyrir nokkuð á 4. hundrað Ibúðir, sem flestar eru I byggingu, mismun- andi langt komnar, en margar þeirra fullbúnar. Það auöveldaði þetta mikla verk verulega, að aðalskipulag- ið var tilbúiö fyrir gos. Þannig mátti strax og hreinsun hófst aka vikrinum I fyrirhuguð vega- stæði aöalbrauta og byggingar- svæði og landið þannig hækkað upp að meðaltali um 1—2 metra. Kostnaður við lagnir allar og húsgrunna varð þvl miklum mun lægri en ella hefði orðið, þvl jarðvegur er þarna mjög erfiður, að ekki sé meira sagt, enda um tiltölulega nýtt hraun að ræða (5—6 þúsund ára gam- alt). Til viðbótar viö mikinn sparnað I fjármunum bættist svo óhemjumikill tlmasparnað- ur. Sumir segja, að ekki hefði átt að hækka landiö upp, heldur byggja I hrauninu eins og þaö var, þ.e. að sprengja fyrir hús- grunnum, lögnum öllum og veg- stæðum. Ég viðurkenni, að það hefði getað veriö skemmtilegt, en mjög dýrt og tekið langan tlma. Þess ber einnig að gæta, að sérkennilegustu staöir hraunsins eru lltt eöa ekki snertir. Byggingaráætlun Vestmannaeyja Hafizt var handa um bygg- ingu ibúða i stórum stil á vegum kaupstaðarins. 1 fyrsta áfanga eru 84 íbúðir, sem allar eru ætl- aðar til endursölu á kostnaöar- verði, þar af eru 18 Ibúöir byggðar á grundvelli laga um verkamannabústaði. íbúðirnar eru I 2ja og 3ja hæða fjölbýlis- húsum. Allmargar IbUðanna eru tilbúnar, aðrar langt komnar. í öðrum áfanga er áætlað að reisa fleiri ibúöir á grundvelli laga um verkamannabústaöi og laga um leiguhúsnæði sveitarfé- laga. Bráðabirgðahús Til að leysa bráðan vanda keypti bæjarsjóður meö hag- kvæmum kjörum 60 „telescope- hús” af Viölagasjóöi. Þessu til viöbótar samdi bæjarsjóður við danskt fyrirtæki um smlði 10 IbUöarhúsa, sem hvertum sig er innréttað sem tvær litlar Ibúöir. Þegar alvarlegasti húsnæöis- skorturinn er afstaðinn, verður þeim með lltilli fyrirhöfn breytt I meðalstór einbýlishús. Þá hefur bæjarsjóður keypt nokkur eldri Ibúðarhús af skipu- lagsástæðum og leigt þau Ut. Þannig hefur bæjarsjóður getað hjálpaö u.þ.b. 200 fjöl- skyldum um leiguhúsnæði um lengri eða skemmri tíma, en mjög mikið vantar þó á, að unnt veröi að leysa þarfir allra, sem þess óskuðu. © Fjarhitun Aður en lóöum var Uthlutaö I nýja vesturbænum, þurfti aö taka ákvöröun um upphitun svæðisins. Um þrjár leiðir var helzt aö ræða: 1. Sérupphitun hvers húss meö olíu. 2. Bein rafhitun. 3. Fjarhitun, þar sem grunnafl- ið er ótryggö raforka frá Landsvirkjun, en svartollu- kynding til vara. Fyrsti möguleikinn var fljót- lega afskrifaöur, þótt auöveld- astur væri fyrir bæjarsjóð, enda er hann I mótsögn viö rikjandi stefnu I orkumálum. Viö samanburö á 2. og3. möguleika kom I ljós, að fjarhit- un er u.þ.b. 20% dýrari I stofn- kostnaöi en bein rafhitun, en að sama skapi ódýrari I rekstri, enda hagkvæmara að hafa varaafl I svartoliukötlum en dieselvélum. 1 Vestmannaeyj- um verður að vera til varaafl fyrir allt að 100% af mestu afl- þörf vegna þess hve langan tlma þaö getur tekið að gera við neð- ansjávarrafstrenginn milli lands og Eyja, einkum ef bilun ætti sér stað að vetrarlagi. Fjarhitun varð fyrir valinu, og var þá ekki hvað sizt haft- I huga, að með þvi er öllum leið- um haldið opnum um nýtingu hita frá nýja hrauninu, en allt Utlit er fyrir, að yfirstandandi' tiiraunir I þá átt sýni hag- kvæmni hraunhitaveitu, sem þjónað gæti byggðarlaginu næstu áratugi. Þar við bætist, að notkun ótryggðrar raforku til húsahitunar er þjóðhagslega mun hagkvæmari en bein raf- hitun. Hraunhitaveita Fljótlega eftir aö eldgosi lauk, var farið að hugleiða þann möguleika, að nýta hita frá hrauninu til upphitunar húsa I kaupstaðnum. Margir góöir menn hafa þar að unniö. Fyrsta hugmyndin var bundin þeirri forsendu, aö nægilegt væri að bora fáar holur niöur fyrir sjávarmál og dæla upp heitum sjó. Hugmyndin byggð- ist á þvi, að nýja hraunið væri nægilega sprungið tii að fá hæfi- legt aðstreymi sjávar að bor- holu, og mætti á þann hátt nýta hita frá stórum svæðum hrauns- ins með fáum borholum. Um mitt ár 1974 sá Orku- stofnun rlkisins um borun einn- ar tilraunarholu. Hitinn reynd- ist yfirdrifinn, eins og viö mátti búast, enda boraö I gegn um bráðið hraun mest af leiðinni (yfir 700 stiga heitt), en aö- streymi sjávar aö holunni reyndist ekkert. Vel má vera, að þessi aöferð verði slðar meir nothæf, þegar hraunið fer aö setjast meira tU og springa. Ýmsar aörar hugmyndir um aðferðir til nýtingar hitans hafa komið fram, og er nú veriö aö prófa sumar þeirra. Eins og áö- ur segir.lofa þær tilraunir góðu. Vikurhreinsun Segja má, að vikurhreinsun hafi hafizt á fyrstu vikum goss- ins. í byrjun var tilgangurinn þrenns konar: 1. Að halda opnum götum og bryggjum fyrir umferö brunablla og annarra bif- reiöa, sem nauösynlegar voru við björgunarstörfin. 2. Að létta fargi af húsþökum. 3. Að fá efni I varnargarða. Þegar fram i april kom, hófst hin eiginlega hreinsun. Fyrst þannig, að notaöir voru bllar og tæki, sem ekki voru bundin viö önnur nauösynleg verk þá stundina. 1 malbyrjun var svo hafizt handa af fullum krafti og yfir hásumarið var unniö allan sól- arhringinn. Magnús H. Magnússon. NU er búið aö hreinsa hátt I 2,2 milljónir rúmm. af vikri og um 200 þúsund tonn af hrauni. Fram aö 1. október 1973 var hreinsunin alfarið á vegum Viö- lagasjóðs, en siðan á vegum bæjarsjóðs með fjárstuðningi Viðlagasjóðs. Viðlagasjóður hefur, einnig eftir 1. október 1973, séð um ákveðna þætti hreinsunarinnar. Uppgræðsla Mikið hefur verið unnið að uppgræðslu og er enn. Of mikil áherzla verður aldrei lögð á vik- urhreinsun og uppgræöslu, vegna þess að vikurfokiö er mjög hvimleitt og eyðileggur auk þess ýmis verðmæti, svo sem lakk á bifreiðum, rúöugler o.m.fl. Þá ber að hafa I huga, að ekki er unnt að verka fisk I skreiö, á meðan vikurfok á sér staö aö einhverju marki. Uppgræðslan hefur aðallega farið fram með þrennum hætti: 1. Vikur hreinsaöur burt alveg niöur I mold, slðan herfað og sáð I á venjulegan hátt. 2. 10—20 cm þykku lagi af mold er jafnað yfir vikurfláka, sáð I og valtað. 3. Sáð I vikurinn beint. Með góða reynslu af sáningu i Hekluvikur I huga var fljótlega byrjað að sá (og bera á) beint I vikurinn, og var það aö mestu gert Ur flugvélum. Þessi aöferð hefur þvl miður ekki gefizt vel I Eyjum, og er það næstum eina atriðið i sambandi við uppbygg- inguna, sem verulegum von- brigðum hefur valdið. Llkleg- asta skýringin er að mlnu áliti sú, aö vikurinn I Eyjum bindur aðeins 20% raka á móti 80% I Hekluvikri. Grasið hreinlega skrælnar Ur þurrki. Til aö vega hér upp á móti hefur ýmislegt verið reynt, t.d. celluoselim, sem á aö draga verulega úr uppgufun, og leirhúðaö fræ, en leirinn á aö halda fræinu röku. Þetta hefur ekki boriö tilætlaö- an árangur. Uppgræösluaöferðir, sem um getur 11. og 2. liö hér að framan, hafa gefið mjög góða raun, og veröur að halda þvl starfi áfram um árabil eða þar til allt vikur- fok hefur veriö stöðvaö. Nýbygging sjúkrahúss A undanförnum árum hefur stórt og myndarlegt sjúkrahús verið I smlöum I Eyjum. Fyrir gos var byrjað aö nota hluta byggingarinnar (heilsugæzlu- stöð, rannsóknarstofu og röntgendeild), og unnið var að innréttingu sjúkradeilda. Húsið varð fyrir talsverðum skemmdum I gosinu, þó mun minni en búast mátti við. Sum- ariö 1973 var byrjaö að gera viö gosskemmdir, og var þvi að mestu lokið I árslok. Jafnframt var framkvæmdum við að full- gera húsið hraöað eins og frek- ast voru tök á, og var sjúkra- húsið tekið að fullu I notkun þann 13. nóvember 1974. Ahaldahús bæjarins Til aö Iryggja öruggan fram- gang þeirra mörgu verkefna, sem að hefur veriöunnið, var á- haldahús kaupstaðarins stdr- legaeflt aö tækjakostiog búnaði öllum. Til að hýsa starfsemina var keypt myndarleg bygging frá Danmörku. önnur aðalá- stæða fyrir kaupunum var sú, að eini möguleikinn til að stýri- mannaskólinn og vélskdlinn gætu hafið starfsemi aö nýju, var, aö þeir fengju fyrra hús- næði áhaldahússins til afnota fyrir verklega kennslu, en þaö er sambyggt Iönskólanum, en þar fer bóklega kennslan fram. Rafveita Rafveita Vestmannaeyja varð fyrir gifurlegu tjóni af völdum gossins. StöðvarhUs og fleiri húseignir rafveitunnar fóru undir hraun ásamt rafvél- um öllum, aðveituspenni og búnaði hvers konar. Neðansjávarrafstrengurinn frá landi varö fyrir stór- skemmdum, og þannig mætti lengi telja. Eins og að líkum lætur lágu allir háspennustrengir rafveit- unnar út frá stöö til hinna ýmsu bæjarhverfa. Segja má, að nauösynlegt hafi reynzt að breyta öllu dreifikerfi rafveit- unnar aö þvl er háspennu varð- ar. Allt kallaöi á 1 einu. Kaup og g uppsetning nýrra rafvéla, um- ‘ tengingar kerfis, bráöabirgða- tengingar húsa, þar sem dreifi- kerfið var ónothæft eða heim- taugar orðiö fyrir skemmdum. Lagnir háspennu- og lágspennu- strengja I ný bæjarhverfi o.s.frv. Vatnsveita 7 tommu neðansjávarleiöslan, sem lögð var árið 1971, varð fyr- ir skemmdum af völdum goss- ins, en 4 tommu leiðslan, san lögð var árið 1968, hélt, þótt yfir hana legöist 50 metra þykkt hraun, og var þaö ómetanlegt lán I óláni. Gert var við biluöu leiðsluna I febrúar 1974, og var þaö vel af sér vikiö hjá framleiðendum leiðslunnar (N.K.T.) og þeim, sem að verkinu unnu, en áður var talið, að útilokað væri að leggja eða gera við sllka leiöslu nema I beztu veörum að sumar- lagi. Um það bil þriðjungur af dreifikerfinu eyöilagðist svo og verulegur hluti stofnæöar I Eyj- um. Auk þess urðu miklar skemmdir um allan bæ, t.d. frostsprakk um helmingur vatnsmæla á þeim svæðum, sem ekki fóru undir hraun. Það var þvl mikið verk aö koma þessum málum I lag samtlmis miklum framkvæmdum I ný- lögnum. Dvalarheimili aldraðra Elliheimili bæjarins, sem rúmaði 23 vistmenn, fór undir hraun. Allir lögöu áherzlu á, að eldra fólk, bæði þaö, sem áður bjó á elliheimili bæjarins, og aðrir, ætti þess kost að snúa aftur tií Eyja að gosi loknu, ef þaö ósk- aði þess. Því var fljótlega tekin sú ákvörðun af Rauöa krossi Is- lands, Hjálparstofnun kirkjunn- ar og bæjarstjóm Vestmanna- eyja að reisa veglegt dvalar- heimili aldraöra fyrir gjafafé erlendis frá, san R.K.I. og H.K. átti aö ráða, hvernig varið yrði skv. ósk gefenda. Heimilið, sem hlaut nafnið Hraunbúöir, rúmar 41 vistmann I eins og tveggja manna her- bergjum. Þaö er mjög til fyrir- myndar, sérstaklega I öllu, sem snertiraðbúnaö vistmanna. Það var vigt 22. september 1974. Hraunbúðir var fyrsta húsiö, sem formlega var ákveöið aö byggja I Vestmannaeyjum eftir gos og jafnframt fyrsta húsiö, sem ákveðiö var að reisa I nýja vesturbænum. Eins og áður segir, er dvalar- heimilið keypt fyrir erlent gjafafé, en bæjarsjóður sá um og kostaði jarövinnu, grunn og plötu. Barnaheimili Fyrst eftir að gosi lauk var ekki árennilegt aö hefja rekstur I hinu gamla dagheimili bæjar- ins. Það var nálægt hraunkant- inum. Mikill vikur var á svæð- inu og vlöa hiti I jöröu. Hins vegar var meiri nauösyn en nokkru sinni áður að halda uppi öflugri starfsemi bama- heimila, bæði dagheimila og leikskóla. Astæðurnar voru m.a. þessar: 1. Slysahætta var viða til stað- ar, t.d. I hálfhrundum hús- um. 2. Margir bjuggu við erfið hús- næðisskilyrði, t.d. meðan á viögerð húsa þeirra stóö. 3. Umhverfi flestra ibúbarhúsa var I fyrstu vægast sagt ó- visflegt fyrir börn. 4. Ef uppbygging Eyjanna átti aö takast fljótt og vel, var nauösynlegt aö koma útgerð og fiskiönaöi sem allra fyrst ^ sem öflugastan rekstur. Til aö svo mætti verða, þurfti hver hönd aö vinna, sem vettlingi gat valdiö. Með framantaliö I huga ákvab R.K.I., H.K. og bæjarstjórn Vestmannaeyja aöreisa innflutt. dagheimili og leikskóla fyrir gjafafé, sem borizt haföi vegna gossins. R.K.I. byggði 3ja deilda dag- heimili (Rauöageröi), sem get- ur meö góöu móti tekiö 50—60 börn, og H.K. byggði 2ja deilda leikskóla, sem getur vistað 40 börn samtimis. I báðum tilfellum kostaöi bæjarsjóður og sá um jarðvinnu og sökkla. I fyrstu var reiknaö með að nota gamlabarnaheimiliö (Sóli) sem skóladagheimili, en þörfin fyrir dagvistun barna reyndist svo mikil, að þaö var aftur tekiö I notkun sem dagheimili fyrir 40—50 börn. Viðgerðir fasteigna Allar húseignir bæjarsjóös urðu fyrir verulegum skemmd- um, eins og flestar aörar hús- eignir 1 bænum. Miklar skemmdir urðu einnig á gatna- og holræsakerfinu til viðbótar viö þaö, sem undirr hraun fór. Svipað má segja um öll önnur mannvirki bæjarsjóðs, svo sem íþróttavelli, leikvelli og opin svæöi. Mikilvinna og kostnaður hef- ur fylgt þvi að koma þessum málum I sæmilegt horf á ný. Hafnarmannvirki öll skip hafnarsjóös (dráttar- bátur, lóðsbátur og dýpkunar- skip) uröu fyrir verulegum skemmdum, enda mikiö notuð við hraunkælingu og önnur björgunarstörf og hvergi hlfft. Hafnarmannvirki uröu og fyr- ir nokkrum skemmdum. A framantöldu er að mestu búið að ráöa bót. Þá féll mikill vikur i höfnina eða um 400 þúsund rúmm., sem nú er langt komiö að dæla upp. Sundlaug og iþróttahús Sundiaug kaupstaðarins fór undir hraun. Þvl var mjög að- kallandi aö byggja hiö bráöasta nýja sundlaug, þótt ekki væri nema til aö uppfylla lagakröfur um skólasund, sem slzt má und- ir höfuð leggjast hér I Eyjum. Oll abstaöa til lþróttaiðkana undir berum himni hafði og stórversnað. Þvi var ákveöiö að reisa hiö fyrsta veglegt mannvirki, sem rúma skyldi sundlaug og Iþróttasal. Til að flýta verkinu var samið við danskt fyrirtæki um smlöi hússins, en áöur hafði verkiö verið boöið út innanlands og ut- an. Sundlaugin á að vera tilbúin 15. mal 1976 og iþróttasalurinn I júli sama ár. Lokaorð Ég hef hér rúmsins vegna orðiö aö stikla mjög á stóru. Ýmsum framkvæmdum heföi þurft aö gera betri skil og minn- astá aðrar, sem ekkihafa verið nefndar. Til aö sýna umfang þeirra framkvæmda, sem hér hafa verið ræddar, og annarra, sem eru I beinum eða óbeinum tengslum við gosiö, skal þess getiö, aö kostnaöur viö þær er nokkuð á annab þúsund milljón- ir króna, og er þá eingöngu átt við greiðslur, sem fram hafa farið hjá bæjarsjóöi Vest- mannaeyja (og Rafveitu Vest- mannaeyja) og einvöröungu á timabilinu 1. okt. 1973 til 30. júni 1975, en við það tlmabil er efni greinarinnar miðað. Þegar hinar miklu fram- kvæmdir umrædds timabils eru hafðar I huga, þá er þaö engin furða, þótt sumum „rútinu”-störfum á skrifstofum bæjarsjóðs seinkaði meira en góöu hófi gegndi, og má þar til nefna bókhald bæjarsjóðs, en þab hefur einfaldlega ekki haft undan við innfærslur þess ara- grúa fylgiskjala, sem því ber- ast, samtimis þvl að vinna upp það tlmabii I gosinu, þegar bók- hald féll aö mestu niður. Þá gefur það augaleið, að á meðan á öllum þessum umsvif- um hefur staöiö, hafa ýmsar framkvæmdir, sem efst eru á vinsældalista hverrar sveitar- stjómar, orbið að biba, og á ég þar einkum við malbikunar- framkvæmdir. Þaö gefur einnig augaleið, að bæjarsjóður Vestmannaeyja hefði aldrei getaö staöiö undir þessum framkvæmdum án öfl- ugs stubnings annars staöar frá. Margir aðilar hafa stutt upp- byggingarstarfib af ráðum og dáð. Má þar til nefna Viðlaga- sjóð, Rauða kross Islands, Hjálparstofnun kirkjunnar, Seðlabankann, Húsnæðismála- stofnun rikisins, svo að nokkrir þeirra allra stærstu séu nefndir. Þá má ekki gleyma ótalmikg- um einstaklingum, félagasam- tökum, sveitarstjórnum og rik- isstjórnum, innlendum og er- lendum, sem hafa allt frá fyrstu dögum gossins stutt okkur af miklum rausnarskap, miklu drenglyndi og mikilli karl- mennsku. Vestmannaeyingar verða um alla framtlð I mikilli þakkar- skuld við alla þessa abila.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.