Alþýðublaðið - 24.07.1976, Side 12

Alþýðublaðið - 24.07.1976, Side 12
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1976 „TUGIR MILLJ- ÓNA KRÓNA í VASA SELJ- ENDA-SKATT- FRJÁLST!” - Rætt við Berg Guðnason um fyrningarákvæði skattalaganna í tilefni af þvi að um þessar mundir eru skattseðlar að berast gjaldendum í hendur, og vegna þeirrar gagnrýni sem reglur um fyrningar hafa sætt, höfðum við samband við Berg Guðnason, lögfræðing Skatt- stofunnar, og báðum hann að gera okkur í stórum dráttum grein fyrir ákvæðum um fyrningar og þýð- ingu þeirra til frádráttar. Þýðing fyrninga sem frádráttarheimild fyrir atvinnurekendur Bergur sagði: „Atvinnurek- endur hafa heimild til að fyrna þá fjármuni, það er eignir, sem notaðar eru til öflunar tekna i atvinnurekstri og rýrna að verðmæti við eðlilega notkun og aldur. Það þýðir að eignin þarf að vera áþreifanleg, annað hvort fasteign eöa lausafé. Und- anskildar eru þó eignir, sem telja má það verðlitlar, að þær skoðist sem rekstrarútgjöld á tekjuárinu. Svo sem ýmis konar handverkfæri. Fyrningarprósentan er eðli- lega mismunandi eftir þvi hve endingartimi eignarinnar er langur. Með öðrum orðum, lausafé sem hægt er að nota i fá ár, fyrnist með hærri prósentu- tölu, en fasteignir, sem eru varanlegri. Þa má segja, að almenn fyrn- ingarprósenta véla og tækja, svo og bifreiða og skipa sé á bil- inu 10-15% að vali skattþegns. Hins vegar eru fyrningar mann- virkja 2-10% eftir gerð þeirra og efni.” Hefur verðbólga engin áhrif á fyrningu i skattalegu tilliti? „Það hefur verið mjög um- deilt undanfarið hvaða áhrif verðbólga hafi á fyrningar- heimildir atvinnurekenda i skattalegu tilliti. Segja sumir, að fráleitt sé að leyfa fyrningar til frádráttar tekjum, þegariiin fyrnda eign stigur i verðgildi á hverju ári vegna verðbólgu. Á hinn bóginn má segja, að verð- bólga geri atvinnurekendum erfitt að endurnýja atvinnutæki sin, þar eð samskonar tæki hef- ur margfaldast i verði á meðan hann fyrndi eign sina. Auk þess hamla o‘f strangar reglur gegn eðlilegri framþróun i atvinnu- rekstri, Það er, skattalögin mega ekki koma i veg fyrir að atvinnurekandi geti fylgzt með tæknilegum framförum. Per- sónulega treysti ég mér ekki til að rökstyðja þá skoðun mina, að núgildandi lagaákvæði um fyrn- ingar séu alltof mikið bundin við /rádráttarbærni fyrninganna. Að minu mati eru það aðallega ákvæöi um sölu fyrnanlegra eigna sem skipta máli. Það ætti þvi að leggja mun meiri áherzlu á að vanda þau á- kvæði. Þessi skoðun min er byggð á fjölmörgum dæmum um óhugnanlegarfjárhæðir sem eru skattfrjálsar hjá seljendum eigna vegna allt of rúmra heim- ilda i meðferð söluhagnaðar af sölu fyrnanlegra eigna. Ég tel sjálfsagt að leyfa atvinnurek- endum að fá fyrningu til frá- dráttar tekjum. Það má alltaf deila um fyrningarprósentur, núgildandi ákvæði þyrftu aðeins að vera einfaldari. Hvaða ákvæði gilda um skatt- lagningu söluhagnaðar i at- vinnurekstri? Skattlagning söluhagnað- ar af fyrnanlegum eign- um í atv.rekstri. „Við ákvörðun söluhagnaðar eigna i atvinnurekstri skiptir máli hvort hin selda eign er fasteign eða lausafé. Einnig skiptir máli hve lengi seljandi hefur átt eignina. Megin- reglurnar eru þessar: Bergur Guðn ason. A. Fasteignir— eignarhaldstimi 1) innanvið3ár: Allur söluhagnaður skattskyldur. 2) 3-4 ár: 75% söluhagnaður skattskyld 3) 4-5 ár: 50% söluhagnaðar skattskyld 4) 5-6 ár: 25% söluhagnaðar skattskyld 5) 6áreðameira: Allur söluhagnaöur skattfrjáls B. Lausafé Eignarhaldstimi: 1) innan við 2 ár : 2) 2-4 ár: 3) 4 ár og meira: Af framansögöu sézt, að eign- arhaldstimi eignanna, aðallega lausafjárins er skammur. Hafa ber i huga að til dæmis skip falla undir lausafé.” Þýðir þetta þá að af fjórum árum liðnum fer allur hagnaður af sölu skipa óskiptur til selj- anda án þess að hann sé skatt- lagður? „ „Já, spekúlantarnir, sem leggja fyrir sig sjávarútveg hafa á undanförnum árum á fullkomlega löglegan hátt stungið skattfrjálst i vasa sinn milljónatugum vegna þessa furðulegu ákvæða. Mér er fullkunnugt um það, að skip hafa margfaldast i verði, jafnvel á skemmri tima en fjór- um árum. Það gefur þvi auga leið, að fyrirgreiðsla rikisins við kaup þessara atvinnutækja ætti að vera nóg. Það er, þegar kaupverð skipanna hefur verið lánaðkaupendum allt að 100%.” Hvaða breytingar á skatta- lögunum þyrftu að koma til, svo hægt væri aö skattleggja þenn- an gróða? „Ákvæði um söluhagnað þyrfti að endurskoða, sérstak- lega með tilliti til þeirra mögu- leika 5em núverandi ákvæði gefa,,spekulöntum”. Ef seljandi hættir atvinnu- rekstri, þá ætti állur söluhagn- aður að vera skattskyldur, án tillits til eignarhaldstima á hinni seldu eign Ég trúi þvi ekki að nokkur maður sjái það ekki i hendi sér að slikar tekjur á að skattleggja Allur söluhagnaður skattskyldur 50% söluhagnaðar skattskyld. Allur söluhagnaður skattfrjáis alveg hiklaust. En ég vil taka það fram, að i svona stuttu spjalli er ógjörningur að gefa mönnum skýra mynd af þeim frumskógi, sem núverandi á- kvæði skattalaga um fyrningu og meðferð söluhagnaðar eru. Þó verður ekki skilizt við þetta mál án þess að getið sé þeirra heimildar, sem seljendur hafa til að komast hjá skattlagningu söluhagnaðar. Það er sem sé ekki nóg að eignarhaldstimi sé stuttur, heldur getur áeljandi ýmist frestað skattlagningu söluhagnaðar i ákveðinn tima, ef hann biður um það, eða fyrnt aðra eign, sem hann á, sérstakri fyrningu á móti öllum söluhagn- aðinum. Báðar þessar reglur gilda um skipin. Þetta sýnir að frá skattalegu sjónarmiði verður ekki sagt að illa sé búið að út- gerðinni.” Nú hefur þér orðið tiðrætt um sölu skipa, en gildir ekki það sama um önnur atvinnutæki? „Það sem hér hefur verið sagt um skip og útgerðarmenn, er eingöngu tekið sem dæmi, vegna þess að fjárhæðirnar i sölu skipa eru lang stærstar. Auðvitað mætti taka fjölmörg önnur dæmi svo sem um vinnu- vélar, atvinnubifreiðar og fleira. Ég veit að mál þessi eru stöðugt i brennipunkti hjá skatt- yfirvöldum og má alls ekki skilja orð min sem svo, að ég gangi með einhverjar „patent- lausnir” upp á vasann”, sagði Bergur Guðnason að lokum.gek S0VÉZKT ÓLYMPÍU- FIMLEIKAFÓLK TIL ÍSLANDS Ákveðið hefur verið að hingað til lands komi tólf manna f imleikaf lokkur frá Sovétr ík j unum. Flokkurinn mun halda þrjár sýningar hér á landi. Sýningarnar fara fram fyrsta til áttunda ágúst í Laugardalshöll- inni. Ástæða er til að ætla að hingað komi sovétmenn með eitthvað að þvi f im- leikafólki sem nú keppir á ólympíuleikunum í Montreal. Eins og kunnugt er þá hafa sovétmenn á að skipa einhverju bezta fimleikafólki heims. Þess má til dæmis geta að siðan ákveðið var að veita verðlaun fyrir flokkakeppni i fimleikum kvenna á Ól. 1960 hafa öll gull- verðlaunin farið til Sovétrikj- anna. Þó svo að við islendingar séum nánast nýgræðingar i fim- leikum sem keppnisiþrótt þá eru fimleikar einhver vin- sælasta iþróttin hja almenningi. Ekki er að efa að marga mun fýsa að sjá sovézka fimleika- fólkið þegar það leikur listir sinar i „Höllinni”. Jeg. HESTAMANNAMÓT AÐ SKÓGARHÓLUM Nú um helgina efna niu hestamannafélög á S- Vesturlandi til sameigin- legs hestamannamóts að Skógarhólum í Þingvalla- sveit. Hefst mótið kl. 15 í dag með dómum gæðinga og munu 40 gæðingar koma til dóms. Undan- rásir kappreiða hefjast kl. 19 í dag, en keppnis- greinar á mótinu verða 250m skeið, 250m ung- hrossahlaup, 300m stökk, 800m stökk og 1500m brokk. Á sunnudaginn verður dag- skrá mótsins með þeim hætti, að kl. 14 riða hestamenn i hópreið inn á svæðið. Þá fer fram helgi- %rli stund og Albert Jóhannsson, formaður Landssambands hestamanna félaga setur mótið. Siðan verður dómum gæðinga íýst, félagar úr iþróttadeild Fáks sýna hindrunarstökk og fram fara úrslit kappreiða. Til keppni i kappreiðum eru skráð um 60 hross og eru i þeirra hópi mörg kunn kappreiðahross. alþýðu blaðið Heyrt: Að vaskleg fram- ganga Slökkviliðs Reykja- vikur, þegar kviknaði i húsi i miðborginni fyrir nokkrum dögum, hafi vakið maklega aðdáun. — Gárungar hafa hins vegar skýringu á takteinum hvers vegna slökkviliðsstj. i Reykjav. Rúnar Bjarna- son, hafi brugðið svo hart við. Þeir segja, að hann hafi viljað vera búinn að slökkva eldinn áður en SveinnEiriksson, (Patton) kæmi með lið sitt frá Kefla- vikurflugvelli. Séð: Á SUF-siðunni i Tim- anum i gær bendir -Dag- björt Höskuldsdóttir á eftirfarandi staðreyndir: Aðeins niu konur hafa setið á Alþingi frá upphafi. 1 sveitarstjórnarkosning- unum 1974 voru kjörnir 1164 einstaklingar i sveitar- stjórnir. Þar af voru 42 konureða 3,7%. Konureiga sæti i 37 af 224 sveitar- stjórnum i landinu, eða 16,5%. Aðeins ein kona gegnir nú embætti oddvita, i Búðahreppi. — í upphafi greinar sinnar segir Dag- björt: „Nú þegar liðið er rúmlega hálft árið 1976 er grunsamlega orðið hljótt um kvennaárið margum- rædda. Séð: Sama Dagbjört Höskuldsdóttir kemst skemmtilega að orði i fyrr- nefndri grein: „Ég er orðin hálffeimin við að minnast á nokkuð sem heitir jafnrétti kynjanna. A flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir rúmlega tveim árum stóð ég upp og skammaði Framsóknarmenn fyrir þaö hversu fáar konur væru þar staddar, og hversu fáar konur væru i ábyrgðarstöðum innan flokksins. Þá fékk ég hrós hjá mörgum, að þetta væri bara nokkuð gott hjá mér — og svo var ég kosin i miðstjórn.” Frétt: Að hagur kjötkaup- manna sé nú mjög bág- borinn. Álagning er lág á þessari vörutegund og stendur i járnum að sumir þessara kaupmanna geti rekið verzlanir sinar. Þetta á þó eingöngu við um þá, sem verzla smátt og hafa engan rekstur tengdan verzluninni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.