Alþýðublaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMAL / FRÉTTIR
Föstudagur 10. september 1976.
alþýöu'
blaöið
i'tgefandi: Alþvðuflokkurinn.
Hekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. ttbr.stj.: Kristján Einarsson,
simi 14900. Aösetur ritstjórnar er i
Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsinga-
deild. Alþvðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar -
simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000
krónur á niánuði og 50 krónur i lausasölu._________________
í minningu
Maós formanns
Mao Tse Tung, Mao formaöur, er látinn. Hann
hefur markað dýpri spor i veraldarsöguna en flestir
aðrir menn á undanförnum áratugum. Hann hefur
verið leiðtogi rúmlega 800 miljóna manna og mótað
stjórnarfar, sem mjög er umdeilt en óneitanlega
áhrifaríkt.
Það eru ekki mörg ár siðan að islenzkir foreldrar
sögðu við matvönd börn sín, sem ekki vildu borða, að
þau skyldu minnast svöngu barnanna í Kína. Slíkt er
ekki nefnt lengur. Hrikaleg hungursneyð, klæðleysi
og hörmungar voru þær fréttir, sem fyrir nokkrum
áratugum bárust f rá Kína. Þessar f réttir heyrast ekki
lengur. Með skoðanir Maos að vopni hefur kínverska
þjóðin unnið sigra, sem allir hljóta að dáðst að. Á
meðan aðrar þjóðir, sem telja hundruð milljóna,
svelta, hef ur Kínverjum tekiztað fæða og klæða hvern
einstakling, skipuleggja heilbrigðisþjónustu og
útrýma ýmsum þeim öflum, sem leika aðrar þjóðir
grátt.
Þessi árangur hefur kostað mikil átök og fáir vita
með nokkurri vissu hvað á undan er gengið. En enginn
getur dregið i efa árangurinn og menn geta endalaust
spurt hvort öðru stjórnarfari hefði verið hægt að ná
svipuðum árangri.
Utanríkisstefna Kínverja hef ur tekið miklum breyt-
ingum á síðustu árum. Samskipti landsins við aðrar
þjóðir hafa orðið meiri og betri, og sambúðin yf irleitt
friðsamleg, nema þá helzt við Sovétríkin. Landið
hefur verið opnað að nokkrum hluta fyrir erlendum
mönnum, sem flestum ber saman um, að þróuninni í
Kína megi helzt líkjavið ævintýri. Einnig hefur veru-
leg breyting orðið á afstöðu þjóða til Alþýðulýðveldis-
ins Kina og því ekki lengur haldið utan alþjóðasam-
taka vegna stjórnarinnar á Taiwan.
Mao formaður og menn hans hafa unnið mikil
afrek, sem verða skráð á spjöld sögunnar sem einn
merkasti kafli í þjóðfélagsþróun síðustu áratuga.
Kenningar Maos hafa náð mikilli hylli meðal ýmissa
hópa manna utan Kína, og þá meðal annars víða á
Vesturlöndum. Margir hafa bent á stefnu hans sem
hina einu réttutil að bjarga fátækum milljóna-þjóðum
f rá hungurdauða og tortímingu Áhrifa hans gætir víða
og verður svo enn um langan aldur. Þrátt fyrir allar
deilur um stjórnmálastefnur og aðferðir til að hrinda
þeim í f ramkvæmd, munu fáir þrátta um stjórnmála-
hæfileika Mao Tse Tungs. Hann er eitt af mikil-
mennum þessarar aldar, sem hefur breytt veikburða
og niðurlægðri þjóð í stórveldi, þar sem rúmlega 800
milljónir manna hafa nóg að bíta og brenna og eru að
verulegu leyti sameinaðir um þá hugsjón að gera enn
betur.
í viðtali við Alþýðublaðið segir Björn Jónsson, for-
seti ASf, um Mao Tse Tung: ,,Þótt ég sé andstæðingur
margs þess, sem einkenndi skoðanir Maos formanns
og afskipti hans af heimsmálum, hlýt ég að dá einstæð
afrek hans, snilligáfu og hetjuskap, sem örugglega
mun skráð óafmáanlega á sögunnar spjöld.
Fáir eða engir menn á þessari öld skilja eftir sig
dýpri spor í veraldarsögunni. Hvert þau leiða getur
enginn f ullyrt, eri við sem í f jarlægð stöndum, hljótum
að vona að leið þeirra bendi ekki til tortímingar, held-
ur þrátt fyrir allt, til betri tiðar fyrir heimsbyggð
alla".
En þrátt fyrir þessi orð í minningu Maós vill
Alþýðublaðið ekki draga úr því, sem miður hefur
farið. Hundruðum þúsunda manna, sem ekki kunnu að
meta skoðanir formannsins, var fórnað. Hann stjórn-
aði innrás og valdatöku í Tíbet og ýmsirtelja- að
skoðanir, andstæðar hans, hafi verið barðar niður af
mikilli hörku og grimmd. Og vafalaust hef ur tilgang-
urinn helgað meðalið.
Skoðanakönnun Alþýðublaðsins:
Á að birta nöfnin?
Hvað segja 336 karl-
ar og konur um þessa
spurningu? Alls bárust
i pósti 168 svör. Siðan
var hringt i aðra 168,
þannig að niðurstöð-
urnar eru byggðar á
viðbrögðurm 336 ein-
staklinga.
Aö þessu sinni voru spurn-
ingarnar reyndar tvær. Niöur-
stööur voru sem hér segir:
Spurning nr. 1- A aö birta
nöfnin á ávisanamálinu? 316
sögöu já, eöa 94.1%, 12 sögöu
nei, eða 3.6% og 8, eða 2.3%,
sögöust ekki geta sagt af eöa á
eins og málin stæöu.
Ef borin eru saman svörin i
pósti og sima litur þaö út sem
hér segir: 1 pósti-164 já, 4 nei og
ekkert óákveðið. 1 sima 152
já, 8 nei og 8 óákveöið.
Siðari spurningin var þessi: A
að birta nöfn afbrotamanna al-
mennt?
Niöurstöður voru þessar:
Já sögðu 268, eöa 79.8%, nei
sögöu 28, eöa 8.3% og 40, eöa
11.9%sögðu að slikt færi eftir at-
vikum. Nokkrir i þessum hóp
höföu ekki skoöun á málinu eöa
vildu ekki tjá sig.
Ef litiö er á hlutfallið milli
svara i pósti og sima veröur
myndin þessi: Já sögöu 164 I
pósti og 104 i sima . Nei
sögöu4ipóstiog24isima. Eftir
atvikum, óakveönir eöa vildu
ekki tjá sig voru alls 40 og allir i
sima. Póstsendu svörin viö
þessari spurningu voru öll af-
gerandi já eðu nei.
Þátttakan i þessari skoöana-
könnun má teljast mjög góö og
bárust bréf frá öllum landshlut-
um. Um 75% bréfanna voru af
Reykjavikursvæðinu. Tvö bréf
bárust erlendis frá, annaö frá
Sviþjóð, hitt frá Danmörku. Þá
má geta þess að 14 bréf bárust
af sveitabæjum og gefur þaö
nokkra visbendingu um þann al-
mennaáhuga , sem fólk hefur á
þessari skoöanakönnun.
^imahringingarnar eru þó
enn einungis bundnar viö
Reykjavikursvæöið. Þo er i ráöi
aö viö næstu könnun veröi einn-
ig hriogt til fólks úti á lands-
by ggöinni.
Allmikið af sendingum, at-
hugasemdum og bréfum birtust
meö þessari könnun. Sumt þess-
ara bréfa veröur væntanlega
birt i hominu, sem er daglegur
lesendaþáttur hér i blaðinu.
-BJ.
j\ að birta nöfnin?
' isy,..
’SkoI,an»k*""“”
■UðsinS til
*lgi nofn !>«*•*• ** hv.rt
erM ivbanamiSö °R
birta eigi »*roizm
nlmennt.
S« sem svarar þessum spurningum er
®kar, □-nalse^X^rsemv^
A ai birta nötnln I Svlsanamillnu? ®^ ""
A aöbirta nbf n af brotamanna almennt? ' ne
I dag verða margar nýjar verzlanir
opnaðar á Laugaveginum i glæsilegu
húsnæði þar sem áður var Húsgagna-
höllin.
Um eftirmiðdaginn leikur Lúðrasveit
Reykjavíkur nokkur sviflétt lög veg-
farendum til ánægju. Komið og kynnið
ykkur nýju Verzlanahöllina.
Opið til kl. 10 á föstudag og til hádegis laugardag
HÚLLIIU LAUGWEG^G^, jÍ^
—AG—