Alþýðublaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 7
ÚTLÖND 7 asas1 Föstudagur 10. september 1976. MIKILL VÖXTUR í ÚT- FLUTNINGI SJÁVARAF- URÐA FRÁ FÆREYJUM Fyrri helming þessa árs hafa Færeyingar flutt út rúmum tvöþúsund lest- um meira af sjávaraf- urðum en á sama tíma í fyrra. Fyrstu sex mánuðina í ár voru f lutt út 22.160 tonn en i fyrra 20.117 tonn af saltfiski/ frystum fiskaf- urðum og sildarafurðum. Að magni til hefur út- flutningurinn aukizt um 10.2 af hundraði en verð- mætið um 18.4. Hærra verð á frystum sjávaraf la. A hinn bóginn hefur útflutn- ingur frystra sjávarafurða farið vaxandi frá árinu áður. Fyrri- hluta þessa árs hafa Færeying- ar flutt út nær 9 þús. tonn fyrstra fiskafurða fyrir nær 80 milljónir en á sama tima i fyrra fluttu þeir út tæp 7 þús. tonn fyr- irum 47 milljónir króna (dkr). t heild hefur verðhækkunin orðið nokkur, en þó miklu mest á frystum flökum. Á þessum tima hefur útflutn- ingur á sildarafurðum meira en tvöfaldast, en verðmætið hefur þó ekki aukizt að sama skapi. Aukninguna i útflutningi sildarafurða verður þó að taka með fyrirvara vegna þess að i fyrra var mest flutt út af þeim á siðari helmingi ársins, en i ár hefur þegar verið útskipað stór- um hluta þess sem flutt verður út i ár. Þetta kemur fram i yfirliti sem Fisksala Færeyja hefur ný- lega sent frá sér. Yfirlitíð sýnir að saltfiskútflutningurinn hefur dregizt saman á þessu ári, og hefur hann minnkað um 1644 tonn frá i fyrra. Aðalástæðan til þessa sam- dráttar i saltfiskútflutningi er Portúgalir hafa ekki treyst sér til þess að greiða þaö verð sem Færeyingar krefjast fyrir saltfiskinn á yfirstandandi ári. Færeyingar hafa því ekkert flutt af saltfiski til Portúgal, en á hinn bóginn leitað fyrir sér um aðra markaði. sú, að ekki hefur verið seldur saltfiskur til Portúgal i ár, en i fyrra fór meira en helmingur alls saltfisks sem fluttur var frá Færeyjum þangað. t ár hafa Portúgalir ekki treyst sér til þess að kaupa saltfiskinn þvi verði sem Færeyingar vilja fá fyrir hann. t stað útflutningsins þangað hafa Færeyingar reynt m.a. að koma fiskinum á mark- að i Noregi, og hefur þegar tek- izt að selja tæp 2700 tonn þang- að. A sama tima i fyrra keyptu Norðmenn engan saltfisk i F'ær- eyjum. DEILUR UM STÖÐU MINNIHLUTAHÓPS SPILLA SAMSKIPTUM JÚGÖSLAVÍU 0G AUSTURRÍKIS Samkomulag Austur- ríkismanna og Júgóslava fer nú dagversnandi. Leiötogar landanna senda hvor öðrum tóninn á vixl, og láta þar margt óþvegið fjúka. Tilefni þessa eru deilur um stöðu slóvensks minnihlutahóps í Austur- ríki. Stjórnin i Vin hefur i hyggju að láta fara fram manntal til þess að ákvarða fjölda slóven- anna, sem búa flestir í Kárnten héraði, en því hafa leiðtogar slóvakanna, ásamt með stjórninni i Beograd, mótmælt harðlega á þeirri forsendu að brögð séu í taf li, og tilgangurinn sé að einangra þá þjóð- ernislega. Þrátt fyrir þessi mótmæli hef- ur Kreysky, kanslari Austur- rikis, ákveðið að manntalið skuli fara fram hinn 10. nóvem- ber. Stjónvöld i Austurriki hafa heitið þvi að fyllsta hlutleysis verði gætt, og tölulegt öryggi niðurstöðunnar verði hið sama og i almennum kosningum. Slóvakar hundsa manntalið — Þjóðernisvakning meðal þýzkættaðra Austurríkis- manna Leiötogar slóvaka i Karnten hvetja nú landa sina til þess að hundsa manntalið. Svar hinna þýzkættuðu ibúa er öflug þjóð- ernisvakning sem ætlað er að undirstrika hinn ,,þýzk-germ- anska” svip héraðsins. Fyrir skömmu fóru ,,Þýzkir þjóðernissinnar” i göngu i smá- bænum St. Kanzian. Slóvakar, sem efndu til mótmælaaðgerða vegna göngunnar, mættu járn- hnefa lögreglunnar, sem að sögn blaðsins ,,Profil” tekur ávalt málstað hinna þýzkættuðu ibúa gegn slóvökunum. En i þetta skipti gekk lögregl- an full langt. Myndir af slóvök- um á flótta undan óðum lögregluþjónum, sem birtust i júgóslavneskum blöðum, kyntu undir eldum haturs og bitur- leika og verða ekki til þess að auðvelda lausn mála. Brugðist við hart á báða bóga Daglega birta blöð i Júgóslaviu harðorðar greinar um málið, og ástandið við landamærin versnar stöðugt. Vitt og breitt um Júgóslaviu eru haldnir fjöldafundir þar sem mótmælt er „nýnazistiskum” aðgerðum austurrikismanna, og „bræðr- unum” handan landamæranna lofað fullum stuðningi. Austurrikismenn lita svo á, að fundir þessir séu skipulagðir af stjórnvöldum og spegli þvi ekki einlægan vilja júgóslavnesku þjóðarinnar. Ekki leikur nokkur vafi á þyi að aðgerðir af þessu tagi þurfa mikillar skipulagn- ingar við og sú skipulagning er á fárra færi annarra en stjórn- valda i Beograd. En enginn þarf að efast um að tilfinningar al- mennings i Júgóslaviu eru sannar, — og heitar. Nýlega birti júgóslavneska blaðið „Politika” myndir frá aðgerðum austurrisku lögregl- unnar i St. Kanzian. A sömu siðu voru birtar myndir frá hryðjuverkum lögreglu hvitu minnihlutastjórnarinnar i Suður-Afriku, og þessum at- burðum likt saman. Kreysky kanslari Austurrikis brá við hart, og i ræðu sem hann hélt réðist hann harkalega á ófrelsi það sem júgóslavneskir fjöl- miðlar búa við. Aðrir austur- riskir valdhafar hafa skvett oliu á eldinn með svipuðum yfirlýs- ingum um ástand innanrikis- mála i Júgóslaviu. Kemur máliö til kasta Sameinuðu þjóðanna Margir velta þvi nú fyrir sér hvort Júgóslavar hyggist færa deiluna út fyrir landamæri rikj- anna tveggja, með þvi að leggja málið fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Stjórnin i Beograd getur ekki verið viss um einlægan stuðning hvorki frá Atlandshafsbanda- lagsíöndunum né heldur löndum varsjárbandalagsins, en likast til eiga þeir visan stuðning „hinna óháðu rikja”, en til þess hóps telst Júgóslavia. Stjórnmálamenn i Vin telja ekki að Júgóslavar muni leggja málið fyrir öryggisráðið, nema vera vissir um stuðning fyrir- fram. A meðan menn velta málun- um þannig fyrir sér fram og aft- ur versnar ástandið á landa- mærum stnum stöðugt. Slóvakar i Karnten halda þvi fram að atvinnurekendur séu nú tregari en áður að veita fólki af júgóslavnesku þjóðerni vinnu. Einnig eru júgóslavar ekki par hrifnir af þvi að við landamærastöðvar hafa austur- riskir tollþjónar tilhneigingu til þess að láta austurriska bila njóta forgangs með tollskoðun. Slikir „herraþjóðartilburðir” eru Júgóslaviu megin landamæranna túlkaðir sem hreinn fasismi. Ákvæði friðarsamning- anna rofin? í 9.paragrafi friðarsamnings Austurrikismanna og Júgóslava er lagt bann við starfsemi nas- ista i Austurriki. Frómt frá sagt hafa austurrikismenn ekki tekið þetta paragraf of hátiðlega, né Bruno Kreisky, kanslari Austurrikis heldur paragraf 7. sem kveður á um lögbundin réttindi minni- hlutahópa i Austurriki. Ekki er útlit fyrir að iausn finnist á deiiumálum rikjanna alveg á næstunni. Þeir höfðu rétt fyrir sér sem spáðu þvi að manntal I Karnten myndi hafa i för með sér mikil óþægindi fyrir Austurrikismenn, bæði á inn- lendum og erlendum vettvangi. —ES Josip Bros „Tito”, forseti Júgóslaviu Slóvakar i austurriska héraðinu Karnten eru búsettir á svæðinu frá landamærunum og upp aö punktalfnunni, en fjölmennastir eru þeir á skyggðu svæðunum syöst, þar sem slóvenska er jafnrétthá v- þýskunni sem opinbert mál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.