Alþýðublaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 11
sssx- Föstudagur 10. september 1976. Tveir lands- leikir við Sviss í handbolta Nú ter handboltavertíðin senn að hef jast. Hefst hún ó- venju snemma í ár, þar sem landsleikur við Svisslend- inga verður nú á þriðjudaginn i næstu viku og annar á fimmtudaginn. Fyrsti karlalandsleikur á Akranesi Leikurinn á þriðjudaginn verð- ur leikinn á Akranesi og verður það fyrsti handboltalandsleikur- inn i a-flokki karla, sem þar er leikinn. Hinn leikurinn veröur leikinn i Reykjavik á fimmtudag- inn. 51 æfing hjá landsliðinu Frá 24. mai, hafa verið haldnar 51 landsliðsæfing og æfingarleikir og auk þess fjórir landsleikir, leikirnir við Kanadamenn og Bandarikjamenn. Æfingasókn hefur verið misjöfn og hefur kom- izt niður i fjóra menn. Svisslendingar i framför Talið er, að Svisslendingarnir séu heldur slappari en við þegar við dettum niður á góðan leik og þvi ættum við að geta unnið þá. Þeir hafa hins vegar verið i mik- illi framför að undanförnu. Þeir eru sterkir og stórir og keppnis- reyndir. Sá, sem leikið hefur flesta landsleiki er Ernst Zullig, og hefur leikið 56 leiki. íslenzka liðið tslenzka liðið. sem leika á þessa landsleiki er skipað eftirtöldum mönnum: Markverðir: Birgir Finnbogason, FH Guðjón Erlendsson, Fram. Jens Einarsson, IR. Aðrir leikmenn: Viðar Simonarson, FH Geir Hallsteinsson, FH. Þórarinn Ragnarsson, FH. Arni Indriðason, Gróttu. Þorbjörn Guðmundsson, Val. Bjarni Guðmundsson, Val. Agúst Svavarsson, tR: Viggó Sigurðsson, Viking. Björgvin Björgvinsson, Viking. Ölafur Einarsson, Viking. Magnús Guðmundsson, Viking. Þorbergur Aðalsteinsson. ATA HRAÐUR 0G GOÐUR SÓKNARLEIKUR - lofa forráðamenn Vals og ÍA í gærdag boðuðu forráðamenn Vals og íþróttabanda- lags Akraness íþróttafréttaritara á sinn fund. Var til- efnið að minna á úrslitaleikinn í bikarkeppni KS, sem leikinn verður á sunnudaginn klukkan tvö. Þarna voru mættir Pétur Sveinbjarnarson, formaður knattspyrnudeildar Vals, Gunnar Sigurðsson, formaður knatt- spyrnudeildar tA, þjálfari Skaga- manna, Ferguson, Gisli Sigurðs- son, gjaldkeri knattspyrnudeildar Vals, Jón Gunnlaugsson, fyrirliði tA og Ingi Björn Albertsson, fyr- irliði Vals. Siðasti alislenzki stórleikur sumarsins. Fram kom, aö leikur þessi yrði siðasti stórleikur sumarsins, þar sem tvö islenzk lið ættust við. Þarna ættust við tslandsmeistar- arnir frá i fyrra og núverandi Is- landsmeistarar. Skagamenn mæta nú i úrslitum bikarsins i áttunda skipti, en þeir hafa aldrei unnið bikarinn. Eru leikmenn liðsins þvi orðnir leiðir á þessu og vilja fá bikarinn heim. Valsmenn hafa lika eftir miklu að sækjast, þar sem aðeins einu liði hefur áður tekizt að vinna tvö- falt, þaö er KR-ingum en þeim hefur tekizt það tvisvar. Sóknarleikur Forráðamenn beggja aðila vildu taka fram, að leikinn yrði hraður sóknarleikur i þessum leik, enda hafi þessi tvö lið á að skipa skemmtilegustu sóknar- leikmönnum á landinu um þessar mundir. Báðir aðilar hafi óskað eftir þvi frá upphafi bikarkeppn- innar, að þessi tvö lið lentu saman i úrslitum, þvi slikum leik myndi fylgja góð aðsókn, þar af leiðandi góð stemmning og þá um leið góð- ur leikur. Bæði liðin hafa undirbúið sig vel undir leikinn, ekki er vitað um stórvægileg meiðsl og mæta liðin þvi sennilega með sina sterkustu menn. Gunnar Sigurðsson vildi taka fram, að sér fyndist bikarkeppnin hafa vaxið i áliti fólks og unnið sér betri sess i islenzku iþróttalifi. Hann minntist þess, þegar tA lék úrslitaleikinn við Akureyringa á Melavellinum, þegar komið var fram i desember. Nú, hins vegar, afhendir for- sætisráðherra bikarinn að lokn- um leik við hátíblega athöfn. Hjátrú Nokkuð var rætt um hjátrú i- þróttamanna, en þeir þykja með hjátrúarfyllri einstaklingum. t þvi tilefni voru fyrirliðarnir spurðir, hvort Vikingshjátrúin hefði einhver áhrif á þá. Jón sagðist ekki trúa á hana, en samt myndu þeir vinna. Ingi Gunnlaugsson sagðist engu vilja spá um úrslit leiksins. Hann sagði, að þó þeim Skagamönnum hefði ekki gengið vel á móti Val i sumar, og þó að þeir hafi ávallt tapað úrslitaleiknum i bikar- keppninni, hlyti þetta að fara að koma hjá þeim. Hann væri þvi bjartsýnn á úrslit leiksins. Ingi Björn vildi heldur engar tölur nefna, en þær yrðu hagstæð- ar fyrir Val. Valur vinnur tvöfalt i ár. —ATA Ritstjórn AlþýðubÍaðsinT^rí | Síðumúla 11 - Sími 81866 LISTIB/MENNIMG 11 SÆNSKUR LEIKFLOKKUR SÝNIR í FÉLAGSHEIM- ILI SELTJARNARNESS Á LAUGARDAG Þessa dagana er á leik- ferð um landið á vegum Bandalags íslenzkra leik- félaga, sænski leik- flokkurinn NTO teater- studio. í þessari ferð sýn- ir fiokkurinn leikritið Sovande Oskuld, eftir Jan Wennergren og gerist leikurinn á kaffihúsi ein- hversstaðar í Mið-Evrópu á okkar dögum og kynnir eigendur og gesti staðar- ins. NTO teaterstudio hefur að- setur sitt i Mölnlycke i Sviþjóð og starfar i tengslum viö lýðhá- skólann i Wendelsberg, en sá skóli er menningarmiðstöð sænsku bindindishreyfingarinn- ar. Leikflokkurinn hefur nú sýnt á fjórum stöðum úti á lands- byggðinni, á Selfossi, tsafirði, Húsavik og i gærkvöldi sýndi hann á Neskaupsstað. A laugar- dag gefst siðan ibúum á höfuð- Atriöi úr sýningu sænska leikflokksins NTO teaterstudio á Sovande Oskuld. borgarsvæöinu kostur á að sjá Seltjarnarnesi og hefst sýningin sýningu flokksins, þvi þá mun klukkan 16.00. hann sýna i Félagsheimilinu á __GEK „UPPVAKNINGUR” í MÝRARSÝSLU! Alþýðublaðinu hefur borizt blaðið Nýr Grettir, en það er unnið og útgef ið af félögum i ungmenna félagi Stafholtstungna i Mýrasýslu. I ávarpi rit- nefndar segir, að lesend- ur hafi nú fyrir augum félagsbláð, ,,sem legið haf i í gröf sinni í u.þ.b. 35 ár og það sé undir þeim komið hvernig þeim litist á uppvakninginn". Efni Nýs Grettis er margvis- legt: ljóð, viðtöl, sögur og hug- leiðingar um félagsmál o.fl. Aftast er svo birt skrá yfir félagsmenn, en þeir eru nú 130 talsins. t ,,hugleiðingu um félagsmál” gerir formaður félagsins, Gunn- laugur Árnason, grein fyrir félagsstarfseminni. Má þar sjá að starfsemin hefur verið afar blómleg siðustu árin, og gamli svellandi ungmennafélagsand- inn virðist enn lifa góðu lifi á þessum slóðum. En hvað láta svo þessi ung- mennafélög af sér leiöa? Þvi svarar Agnes Guðmundsdóttir fyrir hönd félags sins: „Það heldur uppi félagslifinu i sveitunum... A þessu nýliðna ári, hef ég kynnzt félaginu meira en mig gat grunað. Mér finst gaman að vinna fyrir það. Að ofan: Forsiða „Nýs Gests”. Að neöan: Merki ungmennafélags Stafholtstungna Ég vona að flestum finnist gaman aö vinna i þágu þess. Margir fussa og sveia, ef ein- hver nefnir ungmennafélagið mitt. Það er bara af þvi að þeir þekkja það ekki. Þeir geta bara setið heima og glápt á sjónvarp- ið'.” —ARII UNGMENNAFÉLAG STAFHOLTSTUNGNA Varmatandi - Mýrasýslu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.