Alþýðublaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 9
sKsr Föstudagur 10. september 1976.
9
ir um Maó formann og áhrif hans?
Uppbygging iönabar i Kinverska alþýðulýöveldinu hefur verið geysi-
hröð.
Til þess að ná þvi marki, að metta þjóðina alla hefur þurft nýtt og
tæknivætt skipulag iandbúnaðarmála.
hann gat sameinað skáldlegt
hugarflug og miklar hugsjónir
köldum raunveruleika og mótað
stærstu þjóð veraldar eftir
hugsun sinni.
Þótt ég sé andstæðingur margs
þess sem einkenndi skoðanir
Maós formanns og afskipti hans
af heimsmálum, hlýt ég að dá
einstæð afrek hans, snilligáfur
hans og hetjuskap, sem
örugglega mun skráð óafmáan-
lega á sögunnar spjöld.
Fáir eða engir menn á þessari
öld skilja eftir sig dýpri spor i
veraldarsögunni. Hvert þau leiða
getur enginn fullyrt, en við sem i
fjarlægð stöndum hljótum að
vona aö leiö þeirra bendi ekki til
tortimingar heldur þrátt fyrir allt
til betri tiðar fyrir heimsbyggð
alla.
Tekið i hönd Maós formanns. Stefán ögmundsson heilsar formannin-
um, en hjá standa Steinþór Guðmundsson, Haukur Hafstað og kin-
verskur túlkur
Stefán ögmundsson, Menningar- og fræðslu-
sambandi alþýðu:
Meiri áhrif en hægt er að meta
Hver voru kynni þin af Maó for-
manni?
Viö vorum þrir áheyrnar-
fulltrúar frá islenzka sósialista-
flokknum á 7. þingi Kommúnista-
flokks Kina árið 1956, Steinþór
Guðmundsson, Haukur Hafstað
og ég. Þaö var fyrsta þing
flokksins eftir valdatökuna. Þetta
þing stóð i hálfan mánuð. Þar sá
ég Maó formann fyrst. Siöan hitt-
um við hann i 2000 manna veizlu
Hótel Peking, þar sem hann heils
aöi og ræddi við fjölda manna
Hann kom vel fyrir sjónir, róleg
ur maöur og hlýiegur i viðmóti
handtakið gott.
Hver telur þú að hafi verið mestu'
áhrif hans?
Ahrif hans sem leiðtoga
Kommúnistaflokks Kina og hinn
stóri þáttur hans i gjörbyltingu á
lifskjörum kinversku þjóðarinnar
er meira en hægt er að meta i
fáum orðum. En verkin sýna
merkin. Nýtt sameinað Kfna er
risið úr ösku sundrungar og
áþjánar. Vonandi leiða þau til
einingar i samtökum sósialista og
undirokaðra manna hvar sem
þeir búa, á svipaðan hátt og varð
með kinverskri alþýðu undir
forystu Maós of félaga hans.
Ragnar Arnalds, formaður
Alþýðubandalagsins:
Bægði
hungurvofunni frá
. Hver telur þú að hafi verið mestu
áhrif Maós formanns?
Mao Tse-tung hafði forystu
fyrir þvi stórvirki að sameina
fjölmennustu þjóð jarðar undir
sterkri stjórn.
Sú stjórn hefði vafalaust ekki
verið okkur að skapi, ef á hefði
reynt, — okkur, þessu litla broti
mannkyns sem búum hér norður-
frá i nokkrum iðnvæddum
löndum i einu horni Evrópu, með
margfalt betri lifskjör en meiri-
hluti mannkyns. Þar er óliku
saman aö jafna og önnur lögmál i
gildi.
Þjóð sem ætlar að lyfta sér upp
úr volæði hungurs og fátæktar
verður að sætta sig við harðræöi
og aga, — meira en okkur þykir
henta.
Mao Tse-tung var mörgum
gáfum gæddur, eins og kunnugt
er, en hans verður þó framar öðru
minnst i sögunni, sem leiðtogans,
er tókst með liðsmönnum sinum
að gera þjóö sina efnahagslega
sjálfstæða, þrátt fyrir óbliöar
aðstæður, og megnaði þar með aö
bægja hungurvofunni frá dyrum
sjötta hluta mannkyns, þar sem
40.000 munnar að metta koma i
heiminn á degi hverjum.
Brynjólfur Bjarnason,
fyrrverandi menntamála-
ráðherra:
Byltingin hefur gefið
mikla von -
í stað örvæntingar
Hver hafa áhrif kinversku bylt-
ingarinnar verið á baráttu aiþýö-
unnar i heiminum?
„Þessari spurningu er erfitt aö
svara i stuttu máli. Ég get bara
sagt, að áhrif kinversku bylting-
arinnar á baráttu alþýðunnar i
heiminum hefur verið ómetanleg,
einkum þó i nýlendum og vanþró-
uðum löndum. Fólkinu i þessum
löndum hefur hún gefið mikla von
Istað ikvæntingar, sumum þess-
ara þjóða hefur hún beinlinis ver-
ið hin mikla fyrirmynd og þeim
öllum er hún eins og Mimisbrunn-
ur, ótæmandi uppspretta lær-
dóms reynslu um framkvæmd
byltingarinnar i vanþróuðum
löndum. Þjóðum Austur-Asiu hef-
ur hún gefið þá sigurvissu, sem
dugði til sigurs þeirra i Kóreu-
striðinu og hinni langvinnu styrj-
öld i Indókina gegn voldugasta
herveldi heims. Sá sigur var
raunar eitt af mestu kraftaverk-
um veraldarsögunnar.”
Telur þú liklegt aö breyting
verði á stefnu kinverskra
kommúnista við andlát Maós?
„Ég tel ekki liklegt að mikil
breyting verði á stefnu kinverska
kommúnistaflokksins fyrst um
sinn, hvað sem siðar veröur.”
Kristján Guðlaugsson for-
maður Kinversk-íslenzka
menningarfélagsins:
Megnaði alltaf að
velja réttar leiðir
Lát Maós formanns er mikill
missir fyrir kinversku þjóðina og
alþýðu alls heimsins. Með honum
hefur mesti marxisti leninisti
vorra tima og bezti sonur
kinversku þjóðarinnar horfið.,
Hans verður ekki minnst nema aö
kinversku alþýðubyltingarinnar
verði getið i sömu andrá. Hann
kenndi og stjcfrnaði herskörum
byltingarinna i landi sina i tæpa
fimm áratugi og megnaði alltaf
að velja réttar leiðir i baráttunni.
Meðan andjapanska styrjöldin
stóð yfir leiddi Maó Tse-tung
baráttuna frá höfuðstöövum
sinum i Yenan og eftir sigurinn
yfir japönsku heimsvaldasinn-
unum stýrði hann byltingar-
herjunum til sigurs yfir innlendu
afturhaldi og erlendri heims-
valdastefnu. Hann var ávallt sá
djarfasti og glöggskyggnasti af
kinversku byltingarleiðtogunum,
sá þeirra sem tók af skarið þegar
vandamálin höfðu hrannast upp
og virtust ósigrandi.
Kinversk-islenzka menningar-
félagið minnist hans meö djúpri
sorg og vottar kinverskri alþýöu
samúð sina.
Verk hans munu lifa að eilifu og
halda áfram að vera leiðarljós
kinverskri alþýðu i sósialisku
uppbyggingarstarfi.
Gunnar Andrésson, for-
maður Kommúnistaflokks
Islands m-l:
Hann þróaði áfram
marxismann-
lenínismann
Hver hafa áhrif Maós formanns
og kinversku byltingarinnar veriö
á baráttu alþýðunnar i
heiminum?
Þaö sem ég vildi helzt taka
fram um Maó Tse-tung er að hann
er leiðtogi fjölmennustu þjóöar
heims og eftir lát Stalins er hann
helzti leiðtogi sósialiskrar og
marxiskrar-leniniskrar hreyf-
ingar i heiminum.
Einhverjur mestu pólitisku
sigrar hans eru menningar-
byltingarnar sem sýndu hvernig
rétt baráttuaðferð treystir völd
alþýðunnar i sósialismanum.
Hann þróaöi áfram marxismann-
leninismann á skeiði sósial-,
ismans og sýndi fram á hvernig
stéttarbaráttan heldur áfram í
sósialismanum.
Af þessu dró hann meðal
annars þær ályktanir, að
borgarastéttin hefði aftur náð
völdum i Sovétrikjunum. Þessar
niðurstöður Maós hafa haft einna
mest áhrif á þróun sósialiskrar
hreyfingar i heiminum siðustu
árin.
Telur þú liklegt aö breyting
veröi á stefnu kinverskra
kommúnista viö andlát Maós?
Breytingar verður ekki um að
ræða, ekki neins konar hallar-
byltingu, heldur mun stéttar-
barátta vissulega halda áfram i
þjóðfélaginu. Kinverska þjóðin
mun fylgja stefnu Maós i baráttu
gegn endurskoðunarstefnu og
borgaralegri hugmyndafræði, i
anda menningarbyltingarinnar.
Albert Guðmundsson,
stórkaupmaður:
Kínverska þjóðin
hefur misst
stórbrotinn foringja
Hver hafa verið áhrif Maós for-
inanns á þróun heimsmála eftir
byltinguna?
„Störf og athafnir Maós hafa
tvimælalaust haft mikil áhrif á
þróun heimsmála oghalda áfram
að hafa áhrif langt fram i timann.
Stefna hans hefur skapað jafn-
vægi milli risaveldanna. Hans
verður tvimælalaust minnst sem
eins af mestu þjóöarleiðtogum
mannkynsins. Það fer ekki á milli
mála að jafnvel andstæðingar
hans hljóta að viöurkenna hina
stórbrotnu hæfileika hans. Kin-
verska þjóðin hefur misst stór-
brotinn foringja”.
Alitur þú, aö einhver breyting
verði á stefnu kinverskra
kommúnista (stjórnvalda) viö
fráfall hans?
,,t minum huga er allur
kommúnismi slæm pólitisk hug-
sjón. En meðan kommúnismi er
við lýöi i Kina, þá vona ég að hann
haldi áfram á þeirri braut, sem
Maó markaði, en nálgist ekki
Kremlinisma. Ég get ekki imynd-
aö mér aö sú ógæfa hendi arftaka
Maós, að breyta frá þeirri stefnu,
sem virðist hafa fært kinversku
þjóðinni gott gengi og virðingu
meðal þjóða.