Alþýðublaðið - 16.09.1976, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.09.1976, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 16. september 1976J Fundir Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi Sighvatur Súðavik: Föstudaginn 17. sept. n.k. klukkan 21. Súgandafirði: Laugardaginn 18. sept. n.k. klukkan 16 (4 siödegis). Bolungavik: Sunnudaginn 19. sept. n.k. klukkan 16 (4 slðdegis) I Sjómannastofunni. A fundunum öllum mæta Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður og Kjartan Jóhannsson, varaformaður Alþýðuflokksins. Þeir hafa framsögu og svara fyrirspurnum. Fundirnir eru öllum opnir. Alþýðuf lokkurinn. UTBOÐ . Tilboð óskast i að annast stækkun á Félagsheimili Raf- magnsveitunnar við Elliðaár. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. ' Tilboðin verða opnuð á sama staö, miðvikudaginn 6. októ- ber 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVtKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 ________ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 íslenzka skipafélagið tilkynnir Stofnfundur islenzka skipafélagsins verð- ur haldinn i Átthagasal Hótel Sögu föstu- daginn 17. september kl. 19.20. Safnað verður hlutafjárloforðum að upp- hæð kr. 500 milljónir, og greiði hver aðíli a.m.k. kr. 30 þúsund inn á væntanlegt hlutafé innan 5 mánaða. Kr. 700 milljónir eru þegar fyrir hendi. Allir sem áhuga hafa, eru hvattir til að mæta á þessum fundi. Skipið sem væntan- lega verður keypt verður rekið á likum grundvelli og m.s. Gullfoss, og einnig fraktskip sem loforð eru fyrir hendi með nóga flutninga. íslenzka skipafélagið. Færeyski rithöfundurinn HEÐIN BRtJ heldur fyrirlestur: Det nationale arbejde pa Færöerne i Norræna húsinu i kvöld, 16. sept. kl. 20:30 Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Pierre Salinger (á myndinni), hinn bandariski blaða- maður, stjórnmálamaður og „bisnissmaður", sem í upphafi sjöunda áratugsins var blaðafulltrúi Kennedys forseta, hefur átt viðtal við frambjóðanda demókrata f forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Jimmy Carter. Viðtal þetta tók Salinger fyrir franska vikufréttaritið L'Express. Það fór fram á heimili Carters f Plains í Georgíufylki. Samtalið í heild sinni var mjög langt og ítarlegt, og þar ræddu þeir m.a. um vonir Carters um í heimspólitókinni, sannfæringu hans um að Bandaríkin eigi ekki að blanda sér í innanríkismál annara þjóða, viðhorf hans til Evrópuríkja og vaxandi fylgis kommúnista í SuðurEvrópu, svo og sambúðarinnar við Sovét- ríkin. Hér er aðeins birtur hluti viðtalsins. Salinger: Það er full- yrt að utanrikisstefna Carters, svo fremi þér verðið kjörinn forseti, sé ekki svo ýkja frá- brugðin stefnu Nixons og Fords — og að möguleikar Bandarikj- anna til að hafa áhrif á gang heimsmálanna séu næsta takmark- aðir. Hvert er álit yðar á þessum ummælum? Carter: Ég hef nú ekki heyrt nema einn mann segja þetta, og það er Kissinger. Ég held að við munum fá að sjá nokkuð áþreifan- legan mun á utanrikis- stefnu minni og forvera minna i forsetastóli. Ég vil taka ákvarðanir I utanrikismálum á mun opnari hátt og með þátttöku þings og þjóð- ar, svo hinar endanlegu ákvarðanir hafi fullan stuðning þegar þær hafa verið teknar. Og ég vil lika leggja miklu meiri áherzlu á að við ráðfærum okkur við vini okkar og bandamenn i Evrópu, Japan og okkar eigin heimsálfu. Ég vil lika leggja mitt lóð á þá vogarskál, sem fær auðveldað Evrópurikjum að mæla, einni röddu — og ég mun verða ó- sveigjanlegur i viöskiptum okk- ar við Sovétrikin án þess að skaða viðleitni til lausnar þeim vanda, sem við búum við i dag. Viðtal Salingers við Carter var tekið á heimili forsetaefnisins i Plains i Georgiu. Einangrunarstefna Salinger: Margir Evrópubúar telja gjarnan að Bandarikin hneigist að einangrunarstefnu. Þér hafið ferðast um Bandarik- in vitt og breitt og rætt við fólk, eruð þér þess sinnis? Carter: Nei. Flestir hér I Georgiu og öðrum miðrikjanna, svo sem Iowa, Nebraska og Kansas vita að svo til allar á- kvarðanir, sem teknar eru á sviði heimsstjórnmálanna varða bá sjálfa. Slikar ákvarð- anir varða alla Bandarikja- menn og það myndi skaða okkur mikið ef við forðuðumst ábyrgð og þátttöku i þeim ákvörðunum. A hinn bóginn tel ég banda- risku þjóðina mjög tortryggna i garð hvers kyns hernaðarlegra afskipta okkar annars staðar, svo sem dæmin frá Kambódiu og Vietnam hafa sýnt okkur, og næstum hafði hent okkur i Angóla. Ég mun aldrei flækja okkur i innanrikismál annarra þjóða hernaðarlega nema okkar eigin öryggi sé beinlinis ögrað. Ég mun beita mér af fullri orku á sviði Sameinuðu þjóðanna, inn- an Nato og standa við allar við- skiptaskuldbindingar, sem þeg- ar hafa verið gerðar. Ég mun útnefna sendifulltrúa, hina hæf- ustu menn, á allar alþjóðaráð- stefnur. Okkar rödd mun heyr- ast skýr og ákveðin á þingi þjóð- anna. Sú rödd mun ekki boða einangrunarstefnu, enda er það að mihu mati ekki stefna, sem bandariska þjóðin óskar. Meirihluti Salinger: Hvernig mun rikis- stjorn Carters bregðast við ósk- um um meirihlutastjórn i Ródesiu og Suður-Afriku? Carter: Þetta er spurning, sem enginn hefur enn svarað. Þjóð okkar er skuldbundin hug- sjóninni um löglega kjörna stjórn meirihlutans, hvort sem hvitir menn eða þeldökkir eiga þar hlut að máli. Ég vil undir- strika að við munum vera fylgj- andi friðsamlegri lausn, og aö þvi er varðar beina Ihlutun um málefni þessara þjóða mun ég fúslega beygja mig fyrir frum- Er Carter óstöðvandi?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.