Alþýðublaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG Kristnihald í Breiðholti „Það er menningarmál okkar að eignast kirkju sem fyrst”, segir sóknarnefnd Breiöholtssafnaðar. Nánar segir frá p þessu áhugamáli þeirra Breiðhyltinga á bls. 9 □□t tac: jcacna’i UTLOND Stoltir ræningjar „Vissulega er ég stoltur af flugráninu”, sagði einn króatanna, sem um siðustu helgi prufukeyrðu „flugránsáætlun” isl. stjórnvalda. rm 5ar of □ nc CZDC FRÉTTIR Mjólkurbúðalokun í gær! Fréttir dagsins er óvænt lokun mjólkur- búða i Hafnarfirði i gær. Fjallað er itar- lega um máliö á forsiðu og baksiöu i dag. Birt eru viðtöl viö ýmsa aðila sem málið varða. ... , .. s|á baksiðu 3Í □s1 l bc Qi '.Liít □scr.ic Víða komið við „Flokkum borgarastéttarinnar hefur tekizt að afla sér fylgis meðal verkaiýðs- stéttarinnar..” Jón G. Ivarsson kemur viða við i skrifum sinum Sjá bls. 13. □ L ggncL3c__- i r—rrsa£ ■ ~1 k mJLLm ILL LSi Finnur Torfi á þing! Fjallað er um flugrán og hermdaverka- menn i fyrri hluta leiðara dagsins. t siðari hlutanum er framboö Finns Torfa kynnt. Er þvi spáð að hann muni hljóta sæti á næsta þingi sem kjörið verður. Sjá bls. 2 IC30CC3CZ3' L.'L- JC "JCJ'___ x.:: "svsco o Oj b— )ciC3r“ ff acz Ji CO-^OL. !Oi toii---- „OÞÆGILEGA STUTT- UR FYRIRVARI” ,,Við fengum ekki að vita það fyrr en klukkan 10 i morgun, að til stæði að loka mjólkurbúðinni, sögðu afgreiðslustúlk- urnar i mjólkurbúðinni i Lækjargötu 20 Hafnar- firði, þegar Alþ.bl. ræddi við þær i gær. Okkur hafði ekki verið sagt upp vinnu, né hafð- ur neinn fyrirvari á þessu til að við gætum þá útvegað okkur vinnu við hæfi. Að visu hefur okkur verið boðin vinna hjá kaupmanninum sem tekur að sér mjólkursöluna og einnig i Mjólkursamsölunni i Reykjavik. En þaðeru talsverðir annmarkar a.m.k. á þvl að sækja vinnu alla leið til Reykjavikur, en ef við viljum hvorugan kostinn taka, þá verðum við að hanga heima kauplausar. Þá sögðu þær stöllur að þær CESILSKEYOO OEHOSHEYDO _______ NÝMJOLK | NÝMJÖLK LlTRAR I 2LÍTRAR ■ hefðu vitað að til stæði að loka þessum tveim mjólkurbúðum i Hafnarfirði, en þeim hefði ekki dottið i hug að af þvi yröi fyrr en um næstu mánaðarmót i fyrsta lagi. Það hefði því komið eins og þruma úr heiðskýru lofti, þegar þeim var sagt að nú ætti að loka búðunum umsvifalaust. „Annars höfðum við alltaf haldið að þessar lokunaraðgerðir væru miðaðar við 1. febrúar, bæði hér i Hafnarfirði og i Reykjavik. Þessi snögga lokun kemur sér því mjög illa fyrir okkur, sérstaklega af þvi að við fengum engan fyrir- vara til að ráðstafa okkar máíum, sögðu þær Helga og Bergljót að lokum. JSS Rafmagnsstjóri: Raforkuverðið er 15% of hátt — Ástandið er orðið þannig, að það er alveg á mörkunum að við sé- um að fara fram úr ná- grannalöndunum með raforkuverð, þótt þar hafi orðið að byggja rán- dýrar kjarnorkuraf- stöðvar og vatnsaflið viðast hvar brotið nema hjá Norðmönnum, sagði Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri i samtali við Alþýðublaðið. Það hefur verið hamrað á þvi árum saman að við byggjum við eitt hagstæðasta orkuverð i heimi og vatnsorka hér væri nær óþrjót- andi. Það kemur þvi óneitanlega nokkuð á óvart þegar i ljós kem- ur, að við eigum á hættu að veröa ósamkeppnishæf við nágranna- löndin hvað viðkemur verði á raf- orku til iðnaðar og húshitunar. 1 nýútkominni skýrslu um rekstur Rafmagnsveitu Reykja- vikur fyrir árið 1975, sem raf- magnsstjóri hefur tekið saman, er að finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Þar segir m.a.: „Leggja ber á þaö þunga áherzlu, að við þá verðstefnu stjórnvalda, sem mjög var áber- andi á timabilinu 1970—1975 og leitt hefur til um 15% hærra raforkuverðs en vera þyrfti, verður eigi unað. Skattlagning raforku i landinu er og orðinn gifurlega há.” Aðeins gálgafrestur Si'ðan segir i skýrslu rafmagns- stjóra: „Afleiðing alls þessakann aðverðasú.aðraforka til iðnaðar og húshitunar verði ekki sam- keppnishæf við erlenda orku- gjafa. Svo kann og að fara, að al- menn heimilisnotkun dragist saman. Nú þegar er raforka hér á landi að verða dýrari en i nágrannalöndum okkar. Stemma verður stigu við þessari þróun.” 1 samtalinu við blaðið sagði Aðalsteinn Guðjohnsen, að Raf- magnsveitan hefði ekki fengið að hækka gjaldskrána eins og ráð gert hafði verið. Þvi varð að taka erlend lán sem stórhækka vegna gengisbreytinga. Hér væri þvi að- eins verið að gefa gálgafrest, en að sjálfsögðu kæmi þetta niður á notendum siðar. Ef eðlilegar gjaldskrárhækkanir hefðu fengizt á undanfömum árum væri raf- orkuverðiðum 15% lægra á þessu ári og hefði verið 6,5% lægra i fyrra. Asiðasta ári hækkaði gjaldskrá Rafmagnsveitunnar fimm sinn- um, ef með er talin hækkun á söluskatti. Ekki er fyrirhuguð frekari hækkanir á þessu ári og verður reksturinn brúaður með iántökum. Skattlagning á raforkusölu nemur nú 33% af verði orkunnar og sagði rafmagnsstjóri að slikt þekktist alls ekki á öðrum Norðurlöndum og mjög alvarleg þróun hefði átt sér staö hérlendis I þeim efnum. sG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.