Alþýðublaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 5
sstar
Föstudag
ur 17. september 1976.
VETTVANGUR 5
Leiklistarskólinn
vonast eftir
framtíðarhúsnæði
Borgarráö hefur heimilaö
fræðslustjóra að segja upp leigu-
samningi við rikissjóð vegna þess
húsnæðis sem nú er til afnota
fyrir Leiklistarskóla rikisins, að
Lækjargötu 14. Hefur Leiklistar-
skólanum veriö boðin aðstaða i
Miöbæjarskólanum að Frikirkju
vegi 1.
Að sögn Péturs Einarssonar
skólastjóra Leiklistarskólans
hefur ekki verið gengið frá þessu
máli endanlega ennþá, en
samningar standa nú yfir. Ekki
mun vera ætlunin að
Leiklistalistarskólinn flytji alla
starfsemi sina yfir I Miðbæj
arskólann,, heldur verður kennt
að einhverju leyti áfram i
gamla húsnæöinu, en hluti
kennslunnar mun færast I Miö-
bæjarskólann.
Sagöi Pétur að ^.kki væri mjög
bagalegt þo skólámi yrði til húsa á
tveim stöðum, þvi hann hefði
verið skiptur fyrir og nemendur
hefðu þurft að hlaupa úr einum
stað i annan tii að sækja kennslu-
stundir.
Þessi ráðstöfun kæmi ekki til
með að standa nema i ár, en að
þvi loknu væri vonazt tii að
skólanumyröi séð fyrir heppilegu
húsnæði, og þá til langframa.
,,Það er ekki hægt að segja að
húsnæðið að Laugavegi 14, sé
sérlega heppilegt til starfsemi
sem þessarar, sagði Pétur. Við
þurfum að hafa hljótt meðan á
kennslu stendur, en það er ekki
nokkurleið þar sem húsiðstendur
við eina af mestu umferðargötum
borgarinnar, og auk þess er
sifelld flugumferð.
Annað vandamál sem við
höfum að gllma við er að við
þurfum meira pláss til okkar
kennslu, en tiðkast þegar um
hefðbundið skólastarf er að ræða.
Þetta leysist að hluta þegar við
flytjum i Miðbæjarskólann, þvi
þar fáum við stórar og rúmgóðar
kennslustofur.
En við erum alltaf að gera
okkurvonir um að við komumst
fljótlega I framtiðarhúsnæöi sem
kemur til með að henta okkur á
allan hátt.
Leikritaskáldið Guðmundur Steinsson fjailar um kunnugt viðfangsefni
I Sólarferö. Hann hefur um árabil verið leiðsögumaður islenzkra
ferðalanga á Spáni. Þessi mynd var tekin á aðalæfingu.
Fyrsta frumsýning
Þjóðleikhússins
Fyrsta frumsýning
Þjóðleikhússins á leikárinu sem
nú fer i hönd, verður næsta
laugardagskvöld, en þá verður
sint nýtt islenzkt verk eftir
Guðmund Steinsson sem nefnist
Sólarferð.
Sólarferð er þriðja leikritið
eftir Guðmund Steinsson sem
sýnt er i Þjóðleikhúsinu en áður
hafa verið sýnd þar leikritin
Lúkas og Forsetaefnið. Þá hafa
tvö verk Guðmundar verið sýnd
hjá leikklúbbnum Grimu,
Fósturmold og Sælurlkið.
Eins og nafn leikritsins bendir
til, fjallar það um ferðalag til
sólarlanda, og er það lýsing á
islenzkum hjónum i slikri ferð.
Guðmundur Steinsson hefur um
árabil verið leiðsögumaður
islenzkra ferðamanna á Spáni og
Kanaríeyjum og er þvi vel
kunnugur efni þvi sem hann fjall-
ar um I leikritinu.
Til að auka enn frekar á
sólarlanda stemninguna meðal
gesta, eru sýndar nokkrar
myndir Tryggva ölafssonar i
anddyri Þjóðleikhússins og er
tema myndanna það sama og
sýningarinnar. Þá munu tveir
gitarleikarar leika spánska
músik fyrir sýningargesti, fyrir
sýningu og i hléi.
Leikstjóri er Brynja Benedikts-
dóttir en Sigurjón Jóhannsson
hefur teiknað bæöi leikmynd og
búninga. Með hlutverk hjónanna
Stefáns og Ninu fara þau Þóra
Friðriksdóttir og Róbert
Arnfinnsson, en með önnur
hlutverk fara Bessi Bjarnason,
Guðrún Stephensen, Gisli
Alfreðsson, Sigriður
Þorvaldsdóttir, Flosi Ölafsson,
Auður Guðmundsdóttir og
SigurðurPálsson. Mun þetta vera
i fyrsta skipti sem Sigurður
Pálsson stigurá leiksvið, en hann
er landsmönnum vel kunnur fyrir
ljóð sin, en hann er eitt
listaskáldanna vondu.
Að siðustu má geta þess, að
frestur til að kaupa áskriftarkort
að sýningum á stóra sviðinu,
rennur út á morgun, laugardag,
en kortin gilda á sjö sýningar og
kosta rúmar fimm þúsund
krónur.
Ritstjórn Alþýðublaðsins er í .
Síðumúla 11 - Sími 81866
TIL
HÚSBYGGJENDA
Vinsamlegast athugiö, aö lögn rafmagnsheimtauga er mun dýrari aö vetri en að
sumri, og aö allmiklir annmarkar eru á aö leggja þær, þegar jarövegur er frosinn.
Af þessu leiðir, aö húsbyggjandi getur orðið fyrir verulegum töfum viö aö fá
heimtaug afgreidda aö vetri.
Því er öllum húsbyggjendum, sem þurfa heimtaug í haust eöa vetur, vinsamlegast
bent á aö sækja um hana sem allra fyrst.
Þá þarf aö gæta þess, aö byggingarefni á lóóinni eöa annað, hamli ekki lagningu
heimtaugarinnar. Jarövegur á því svæði, sem heimtaugin liggur, þarf einnig aö
vera kominn í sem næst rétta hæö.
Gætiö þess einnig, aö uppgröftur úr húsgrunni lendi ekki fyrir utan lóðamörk, þar
sem hann hindrar meö því lögn, m.a. aö viðkomandi lóö.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiöslu Ráfmagnsveitunnar,
Hafnarhúsinu, 4. hæö. Sími 18222.
m
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
í) Auglýsið í Alþýöublaðinu
UTAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER
Ofsaleg útsala!
KOMIÐ — SJÁIÐ — SANNFÆRIZT
• •
Öll okkar teppi
eru nú d útsölu
Lítið við^Jj^jj LITAVER því það
j^lhefur ávallt borgað sig
H3AVin-»aAVin-H3AVin-U3AVin*H3AVin-H3AVin-U3AVllVU3AVin