Alþýðublaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 16
Mjólkurbúðamálið:
FOSTUDAGUR
17. SEPTEMBER 1976
FYRSTU MJOLKURBUÐIRNAR
LOKUÐU í GÆR ‘JtSL-ir-
—Það er rétt að I
kvöld, fimmtudags-
kvöld, munu mjólkur-
búðirnar við Selvogs-
götu og Lækjargötu i
Hafnarfirði loka i síð-
asta sinn og leggjast
þar með niður, sagði
Guðlaugur Björgvins
son framkvæmdastjóri
Mjólkursamsölunnar i
samtali við Alþýðu-
blaðið i gær.
—Þessi ákvörðun
kemur ekki á óvart, heldur er
beinlinis gert ráð fyrir þvi i lög-
unum um mjólkursölu, að á
timabilinu fram til 1. febrúar
1977 muni mjólkurbúðirnar
leggjast niður ein eftir aðra,
þannig að allar lokanirnar hafi
komið til framkvæmda fyrr-
nefndan dag.
Sagði Guðlaugur, að kaup-
maður einn í Hafnarfirði væri
búinn að fá leyfi fyrir mjólkur-
sölu þar, og hefði þvi verið talið
eðliiegt að loka þessum búðum
Samsölunnar. Væri búð kaup-
mannsins staðsett mjög nærri
báðum mjólkurbúðunum og þvi
enginn grundvöllur fyrir áfram-
haldandi rekstri þeirra.
I búðum þessum starfa nú 4
hálfs dags stúlkur og að sögn
Guðlaugs, var þeim öllum boðin
vinna hjá kaupmanninum, sem
þær ekki þáðu. Sagði hann að
Fordæmi
lokunina
- segir Lilja Kristjánsdóttir
— Ég fordæmi þessa lokun i
Hafnarfirði, sagði Lilja
Kristjánsdottir, en hún á sæti i
Starfshópum gegn lokun
mjólkurbúöa.
— Mér finnst það vægast sagt
vafasamt, að forráðamenn
Mjólkursamsölunnar geti leyft
sér að flytja starfsfólk sitt á
milli bæja eins og þeir ráðgera
nú. Við munum svara þessu á
einhvern hátt, en ég get auð-
vitan ekki sagt á þessu stigi
málsins á hvern hátt þaö
verður. En hins vegar sýnist
mér, að nú reyni á forystumenn
verkalýssamtakanna, hvort
þeir styðji okkur i raun eða ekki.
Það er ekki eftir neinu að biða
lengur. Stjórn Mjólkursamsöl-
unnar hélt þvi lengi fram, að
henni væri ekki heimilt að reka
mjólkurbúðir eftir 1. febrúar
n.k. Nú hefur hún sent Starfs-
hópnum gegn lokun mjólkur-
búða bréf, þar sem hún étur
ofan i sig þau ummæli og viður-
kennir ljóslega að heimild tíí
áframhaldandi reksturs sé fyrir
hendi. Ég ætla að vona, að þetta
sé aðeins það fyrsta sem hún
þarf að draga til baka, að
minnsta kosti munu þessar að-
gerðir hennar i gær ekki verða
til að draga úr baráttuvilja
okkar, sagði Lilja Kristjáns-
dóttir.
—ARH
Hæpin ákvöröun
- segir forseti
— Ég tel þetta vægast
sagt hæpna túlkun á laga-
ákvæðum um uppsagnar-
frest verkafólk, ef rétt
er eftir haft, sagði Björn
Jónsson forseti ASf, i
samtali við Alþýðublaðið
um búðalokanirnar f
Hafnarfirði. Björn
kvaðst ekki hafa haft
samband við lögfræðing
AS(, til að bera málið
undir hann. Hann sagðist
hins vegar álita, að þar
sem konur þær sem i búð-
unum tveimur vinna,
væru ráðnar í Hawfar-
firðí, þá væri það hæpin
ráðstöfun að segja þeim
upp vinnu fyrirvaralaust,
þó svo að næg atvinna
virtist f yrir þær í Reykja-
vfk.
— Ég veit sagði Björn, að
sumar yngri konur I búðunum
hér, hafa þegar sagt upp
störfum og þvl hefur skapast
nokkur eftirspurn eftir starfs-
stúlkum i mjólkurbúðir á höfuð-
borgarsvæöinu. En ég tei rangt
ASI
að þaö sé lausn á málum hafn-
firsku kvennanna, að bjóða upp
á vinnu hér i Reykjavik, i staö
þeirrar sem þær nú hafa misst I
Hafnarfirði.
Málið i höndum ASB
Varöandi hugsanlegar að-
gerðir ASI I þessu máli, sagði
Björn Jónsson, að stjórn Al-
þýöusambandsins hafi á dög-
unum samþykkt almenna
stuðningsyfirlýsingu við baráttu
afgreiðslukvennanna i mjólkur-
búðunum gegn lokun búðanna.
Hins vegar væri það á valdi
stjórnar Félags
afgreiðslukvenna i brauð- og
mjólkurbúðum, að taka Hafnar-
fjaröarmálið fyrir. Auk þess
hefði stjórn ASB kosiö nefnd tii
að f jalla um þessi mál, og kæmi
þetta iiklega til hennar kasta
lika.
—Það hefúr verið vitað að
búðunum i' Hafnarfiröi yrði lok-
að eitthvað fyrr en öðrum, sagði
Björn Jónsson, en ég trúi þvi
ekki fyrr en ég á tiJ, að ákvörð-
unin um þessiskyndilegu lokun i
Hafnarfirði sé gerð samkvæmt
skipun forstj,. Mjóikursamsöl-
unnar. Þetta hlýtur að vera ák-
vörðun einhverra un^irsáta
hans. AR'H
Mjólkursamsalan myndi samt
sem áöur tryggja þeim fulla at-
vinnu fram til 1. febrúar n.k.
—Það er ekki rétt skilið, að
allar búðir Mjólkursamsölunn-
ar hafi átt að leggjast niður i
janúar á næsta ári: það er
raunar óframkvæmanlegt. Við
munum láta þetta ná yfir lengri
tfma, og þvi má búast við þvi að
fleiri búðum verði lokað á næst-
unni, sagði Guðlaugur Björg-
vinsson að lokum. ARH
Ekki gott að
■ ■
missa vinnuna
fyrirvaralaust
—Akvörðunin um lokun
búðanna i Hafnarfirði kom
okkur svo sannarlega á
óvart, sögðu þær Erla Frið-
jónsdóttir og Guöbjörg Þór-
arinsdóttir i samtali við
blaöið, cn þær unnu við af-
greiðsiu i mjólkurbúðinni á
Selvogsgötu 21.
—Við höfum alltaf staðið i
þeirri meiningu, að búðirnar
yrðu opnar fram yfir ára-
mót, ogvið fengjum að halda
þessari vinnu þangaðtil. Svo
var það fyrir fáeinum dög-
um, að kom hér maður og
bauð okkur vinnu hjá kaup-
manninum, sem fengiðhefur
söluleyfi á mjólk hérna! Viö
neituðum þvi auðvitað, enda
nær ekki nokkurri átt að fara
að okkur með þessum hætti.
Okkur stendur til boða vinna
hjá Mjólkursamsölunni i
Reykjavik, en allir sjá
hversu óþægilegt það er að
þurfa að hendast þangað á
hverjum degi til vinnu. Það
er auövitað þægilegra aö
njóta þessarar vinnu hér
heima.
Við spurðum um viðbrögð
hafnfirskra viðskiptavina
mjólkurbúðanna við fréttinni
um væntanlega lokun þeirra.
—Fólk er afskaplega hissa,
liklega er öllu nær að segja
að það gapi af undrun. Fólk
spyr: Atti þetta aö gerast
fyrr en 1. febrúar? Þetta
kemur öllum jafn mikið á
óvart, sögðu þær Guðbjörg
og Erla að lokum. AR„
Verka lýðsfélögi n
munu ræða
mjólkurmálið
um helgina
- segir formaður Verkakvennafélags
Hafnarfjarðar
Við höfðum samband
við Guðriði Eliasdóttur
formann Verka-
kvennafélags Hafna-
fjarðar í gær og
spurðum hana álits á
þessari skyndilegu lok-
un mjólkurbúðanna.
Sagði Guðriður að þvi
væri ekki að neita að
þarna væri vegið
harkalega að starfs-
stúlkunum. En það
væru ekki aðeins þær
sem hafa þyrfti i huga,
heldur einnig neytend-
urna. Hefði hún heyrt
þvi fleygt, að ekki yrði
látið staðar numið,
þegar búið væri að loka
þessum tveim búðum,
heldur yrði einu
mjólkurbúðinni i
vesturbænum lokað
líka.
,,1 þessum bæjarhluta býr
mikið af gömlu fólki, sagði Guð-
riður, og þaðhefur yfirleitt ekki
bila, eða einhvern til að send-
ast, eins og við hin. En það er
einmitt fólk, eins og þetta
gamla fólk sem þessar breyt-
ingar koma verst niður á.
Þá sagði Guðriður að verka-
lýðsfélögin o.fl. félög myndu
ræða þetta nú um helgina og
senda siðan út sameiginlega
áskorun gegn lokununum.
,,En ég vil leggja rfka áherzlu
á, að þarna er illa farið með af-
greiðslustúlkurnar, að svipta
þær vinnunni, svo að segja
fyrirvaralaust.”
alþýðu
blaðið
Frétt: Að stjórnmálamenn
séu að komast að þvi, að
Aronskan, eða spurningin
um það hvort gjald verði
tekið fýrir aðstöðu varnar-
liðsins hér á landi eða ekki,
verði eitt af helztu
kosningamálum i næstu
Alþingiskosningum. Þetta
mál hefúr rist dýpra i
hugum almennings en
flesta grunaði. Má þvi
búast við, að stjórnmála-
flokkarnir verði fljótlega
að taka formlega afstöðu til
málsins.
Heyrt: Að litið gerist enn
i atvinnumálum Bilddæl-
inga. Þeú- eiga nýendur-
byggt frystihús, en skortir
fjármagn til rekstursins. 1
mörgum ibúanum er nú
urgur og þykir þeim sem.
litið bóli á byggðastefnunni
margrómuðu.
Séð: Að nú er kominn 38
milljóna bakreikningur á
Akraborg frá Noregi.
Virðast þar með vera að
rætast einhverjar af þeim
hrakspám, sem Björn
Pálsson hafði uppi á Al-
þingi, en eins og menn
muna, lagðist hann ein-
dregið gegn kaupum þessa
skips. Týndi hann til öll
hugsanleg rök gegn skipa-
kaupunum og hæddi kaup-
endur skipsins og þing-
menn kjördæmisins óspart.
Hlerað: Að ráðamönnum
Mjólkursamsölunnar hafi
verið bent á, að þeir hafi
gert glappaskot með þvi að
timasetja ekki uppsagnir
afgreiðslustúlkna i
mjólkurbúðum á einhverj-
um þeim tima árs, þegar
atvinna er næg.
Hlerað: Að undanfarna
daga hafi forráðamenn
Framsóknarflokksins setið
löngum stundum á fundum
með forráðamönnum Tim-
ans. Þykja þessar þrásetur
eindregið benda til þess að
brátt kunni að draga til tið-
inda i húsinu við Skugga-
sund.
Lesið: Að Dagblaðið hafi
næstum verið búið að neita
birtingu greinar Viimund-
ar Gylfasonar um lánafyr-
irgreiðslur Landsbankans.
Ekki er hægt að fullyrða
hvaða hagsmunir útgef-
enda réðu þvi að neita átti
Vilmundi um birtingu
greinarinnar, en hitt er vist
að alm. óánægja blaða-
manna með fyrrnefnda
neitun varð til þess að
þrýsta á ritstjórann með
birtinguna.
Séð: Að formaður Al-
þýðubandalagsins treysti
sér ekki til að taka beinan
þátt i mótmælastöðu 50-60
Fylkingarmanna og flokks-
bræðra sinna i tilefni af af-
mæli valdaránsins i Chiie.
Hópurinn stóð framan við
Bernhöftstorfuna, en for-
maðurinn norpaði i kuldan-
um á gangstéttinni við
Lækjargötu og horfði upp
til manna sinna umvafða
trotskistum.