Alþýðublaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 11
Sfð Föstudagur 17. september 1976.
11
Islenskubættir Albyðublaðsins
eftir Guðna Kolbeinsson
Næst verBur fyrir okkur tima-
ritiö Sannar sögur, (5. tbl. —
ágúst 1976).
Sannar sögur koma frá hendi
sama útgefanda og timaritiö
Eros,enfjallaö var um eitt tölu-
blaö þess rits I þætti 10. sept. í
Erosi óðu uppi málvillur og
prentvillur og stafsetning var
langt f rá þvi 1 samræmi viö gild-
andi reglur.
Þess vegna varö ég siður en
svo undrandi þegar nafn fyrstu
sögunnar i Sönnum sögum
blasti við sjónum minum:
„Barnsrániö. Ötrúleg frásögn
föðurs.”
Eitt af þvi, sem islensku-
kennarar þessa lands eyöa
miklum tima i, er aö kenna
börnum að beygja oröin faðir,
bróöir, móöir, systir og dóttir.
brátt fyrir mismunandi kyn eru
beygingarendingar allra þess-
ara orða eins i öllum föllum og
báðum tölum. Oröiö faöir
beygist svo i eintölu: faðir —
föður — fööur — fööur. Algeng-
ustu villur i beygingu þessa orös
eru aö hafa þolfall eöa þágufall
þess faöiristaö fóöurog eignar-
fallið fööurs i staö fööur.
A samsvarandi hátt er
algengt aö heyra: Ég á einn
bróöir.'iistaö: Égá einn bróöur,
eða: Hann hljóp til bróöurssins;
i staö: Hann hljóp til bróöur
sins. — Ennfremur vill endingin
-ir þrengja sér inn i aukaföll
orðanna ddttir, móöir, systir.
T.a.m.: Ég veit bara ekki hvaö
ég á aö gera viö hana dóttir
mina; i staö: dótturmina.
Eftir aö hafa séð þessa fyrir-
sögn tók ég leiöréttingapennann
mér I hönd og hóf lesturinn. En
málfar ritsins kom mér þagi-
lega á óvart. Þaö var mjög
þokkalegt og útgefanda til jafn-
mikils sóma og málið á timariti,
hans, Erosi er honum til háö-
ungar og skammar. Sama má
segja um annan frágang. Prent-
villur fundust aö visu, en greini-
legt var að alúö haföi veriö lögö
viö prófarkalestur.
Siðasta skemmtiritið sem um
veröur fjallaö i þessari lotu er
Samúel (2. tbl. 8. árg. — ágúst
1976).
begar ég sá um þáttinn Dag-
legt mál i útvarpinu rak eitt
tölublaö Samúels á fjörur
minar. Var hinn vandláti
„islenskufræöingur” siöur en
svo ánægður meö málfar þess
rits eöa annan frágang, utan
þaö aö ritiö var prentað á góöan
pappir.
Agústhefti Samúels 1976 er
prentaö á góöan pappir, ekki
siöur en septemberheftiö I
fyrra. En nú hefur oröiö
breyting á ritinu. Litið er um
prentvillurogmálfar allgott. Er
full ástæða til aö þakka ritstjór-
unum, Þórarni Jóni Magnússyni
og ólafi Haukssyni, fyrir aö
hafa tekiö upp þá stefnu aö
vanda málfar ritsins og hvetja
þá til aö halda áfram á sömu
braut.
örfá atriði var ég þó
óánægður meö og skulu þau nú
tind til:
A bls. 2 segir svo: „,...blaö,
sem hefur inni að halda eins
mikið magn af fyrsta flokks
lesefni.
AF MALFARI
SKEMMTIRITAV.
Til mikilla bóta heföi verið aö
sleppa orðinu magn sem um
þessar mundir er tiskuorö i
islensku og notað i tima og
ótím a.
A bls. 11: „...þeirra á meðal
„Nothing From Nothing,” sem
var að dómi Samúels lang besta
lag kvöldsins, þótt bæöi „Fool to
Cry” og „Angie” veittu þvi
haröa samkeppni.”
Hafi eitt lagiö verið „lang
besta lag kvöldsins” hafa önnur
lög naumast veitt þvi haröa
samkeppni.
A bls. 19: „Gene Wilder biður
(!) heim samanburöviö myndir
fyrrum samstarf smanns
sins....”
Þarna er um aö ræða sögnina
bjóöa sem i eintölu i nútið er
skrifuö meö ý.Dg talaöer um aö
bjóöa einhverjum.Því er rétt að
segja hér: Gene Wilder býður
heim samanburöi ...
Og aö lokum. A bls. 24: „1
maihefti blaðsins hafa nektar-
dansmærnar...”
Orðið mærhefur löngum orðið
islenskum málnotendum fóta-
kefli. Þaö beygist: mær — mey
— meyju — meyjar; fleirtala
meyjar. Þ.e.a.s. orömyndin
mærer aöeins notuö i nefnifalli
eintölu og þvi rétt aö tala um
dansmeyjarnar en ekki dans-
mærnar.
IÞROTTIR
ísl he end fndi ingarnir u ófaranna
1 gær léku Islendingar og
Svisslendingar seinni landsleik
sinn. Þeim fyrri lyktaöi sem
kunnugt er meösigri Svisslend-
inganna, 20-18, og þótti landan-
um þaö súrt i broddi sem von-
legter. Islendingar bættu aöeins
fyrir þetta tap meö þvi aö sigra i
gær meö 24-19.
Fyrri hálfleikur jafn.
Leikurinn hélzt I jafnvægi all-
an fyrri hálfleikinn. Svisslend-
ingarnir voru fyrri til aö skora,
og var þa r Sch ar að verki. Agús t
jafnar og svo er skoraö nokkurn
veginn til skiptis. Svisslending-
arnir komust mest þjrú mörk
yfir þegar 16. minútur eru liðn-
ar af leinum. Var staöan þá 7-4,
Svisslendingunum i vil.
Þá tóku Islendingarnir góðan
sprett og skora 6 mörk i röð og
laga stöðuna í 10-7. Skoraði
Ólafur Einarsson þjrú þeirra,
Björgvin Björgvinsson tvö og
Viðar eitt. Tvö sföustu mörk
hálfleiksins skoraði svo Julling
(2), en hann var bezti maöur
Svisslendinganna.
íslendingarnir taka af
skarið.
1 fyrri hálfleik voru liðin
nokkuð áþekk. Islendingarnir
áttu góða spretti, en duttu svo
niöur i algera meöalmennsku á
milli. Þvi miður voru góöu
sprettirnir ekki nógu margir, en
i seinni hálfleik gekk þeim bet-
ur.
Sjö fyrstu mfnúturnar voru
jafnar, en þá koma þrjú íslenzk
mörk, og staðan er 15-12. Þá
skora Svisslendingarnir tvö, en
þa gera Islendingarnir út um
leikinn meö fjórum mörkum 1
röð, og staðan 19-14.
Eftir þennan leikkafla var
sigurinn aldrei i hættu. Mest
komust þeir í átta marka mun,
eða 24-16 , en þá uröu slæm mis-
tök hjá liðinu og Jullig skoraöi
þrjú siðustu mörkin. Leikurinn
endaöi þvi með 24-19.
Liðin.
1 Svissneska liðinu var einn á-
berandi beztur maöur, leikmaö-
ur númer tvö, Jullig aö nafni.
Hann skoraöi tiu af mörkum
liðsins og átti fslenzka vörnin f
miklum eríiöelikum meö hann.
Einnig voru leikmenn númer 5,
Schar og númer 7, Affolter
nokkuð góöir.
Hjá islenzka liöinu bar enginn
af. ólafur Einarsson var drjúg-
ur aö skora, Viggó Sigurösson
duglegur. Björgvin Björgvins-
son var hreyfanlegur á linunni
og sum marka hans voru þrein-
lega ævintýralega falleg, en
hann fékk boltann ekki nógu
mikið. Birgir Finnbogason
varöi ágætlega, sérstaklega i
seinni hálfleik.
Mörkin.
Sviss: Júllig 10, Schar 3,
Affolter og Jehle 2, Graber og
Jörg Huber 1.
Island: Ólafur Einarsson 6,
Björgvin Björgvinsson 5, Viðar
Simonarson og Viggó Sigurös-
son 4, Arni Indriöason og Geir
Hallsteinsson 2 og Agúst
Svavarsson eitt.
1/1 ds. ORA gr. baunir kr. 175.00
1. fl. Libby’s tómatsósa kr. 149.00
1 pk. Maggi súpur kr. 98.00
1. kg. egg kr. 385.00
1 kg. sykur kr. 129.00
3 kg. C-ll kr. 545.00
1 stk. Akra smjörliki kr. 138.00
2 r. Andrex WC kr. 130.00
kinverskir úrvals óvextir
Odýrir
1/2 ds. ferskjur kr. 140.00
l/2*ds'.iepli kr. 92.00
1/2 ds. bl. ávextir kr.‘ 188.00
1/2 ds. ananas hringir kr. 169.00
1/2 ds.ananas bitar kr. 147.00
1/2 ds. aprikósur kr. 143.00
OPIÐ TIL KL. 7 A FOSTUDOGUM.
LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM. NÆG BÍLASTÆÐI
YERZLUNIN NOATUN
Hátúni 4a simar: 17260-17261
Ritstjórn Alþýðublaðsins er í
Síðumúla 11 - Sími 81866