Alþýðublaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 17. september 1976.
Geymið að fá ykkur í glas
þangað til að barnið er fætt
Þroskast ekki eðlilega.
Mörg börn mæöra sem þjást
af áfengissýki, þroskast ekki
eðlilega i móðurkviði eða eftir
fæðingu. Sum þjást af heila-
skemmdum, önnur af hjarta-
göllum og enn önnur fæðast með
vansköpuð kynfæri. Flest öll
börnin eru meira eða minna
vansköpuð i útliti. Það er engan
veginn hægt að bæta þann skaða
sem fóstrið verður fyrir vegna
áfengiseitrunar, og þess vegna
eru börn þeirra mæðra sem af
áfengissýki þjást, meira eða
minna vansköpuð allt sitt lif.
Þetta eru all skuggalegar
lýsingar, en sannar engu að sið-
ur. Sem áður segir voru rann-
sóknir þessar gerðar i Bandar-
ikjunum og Frakklandi, en þar
er tala áfengissjúkra kvenna
mjög há. Hér á landi eru það
sem betur fer ekki margar kon-
ur sem teljast til áfengis-
sjúklinga.
Aöeins 7 konur
Samkvæmt skýrslu Heil-
brigðismálaráðs Reykjavikur,
voru það aðeins 7 konur —
konur sem leituöu reglubundið
eftir aðstoð til áfengisdeildar
Heilsuverndarstöðvarinnar á
árinu 1975.
En þó svo að einungis 7 konur
teljist áfengissjúklingar, á
skýrslum, þá er það kunnara en
frá þurfi að segja, að fleiri kon-
ur á Islandi bragða áfengi. Þaö
þarf ekki annað en að ganga á
milli dansstaða tii að koma
auga á það, og sú sjón sem þar
mætir manni, er ekki alltaf fög-
ur.
Mörg verðandi móðirin hugs-
ar trúlega ekki mjög langt fram
I timann, þegar hún hugsar með
sér, er hún fer út að skemmta
sér, að gott sé að „slappa af yfir
einu glasi”. En það að slappa af
yfir einu glasi, einu sinni til
tvisvar I viku, getur haft slæm
áhrif I för með sér. Það er sýnt
og sannað að áfengi hefur skað-
vænleg áhrif á fóstur i móður-
kviði. Væri ekki ráðlegra að
hugsa eilítið um velferð og
framtið tilvonandi erfingja, en
það að skemmta skrattanum
eins og eina kvöldstund. Hvort
skyldi annars vera mikilvægara
i augum verðandi móður.
Stundum held ég að erfitt sé að
segja til um það. Það er alltaf
gott að vera hygginn eftir á, en
það getur bara verið orðið of
seint i þessu tilfelli. Þá liggur
kannski blásaklaust korna
barnið, sem orðið hefur Bakk-
usi að bráð strax fyrstu daga lifs
sins, vanheilt á sál og likama.
Hvað er til ráða?
En hvaö er þá til ráða? Sífellt
fjölgar áfengisútsölunum, og
freistingin efalaust mikil.
Skyldi vera nokkur önnur lausn
á þessu máli en sú, að láti ekki
undan freistingunum, a.m.k.
ekki þá mánuöi sem móðirin
gengur með barnið. Geymið að
fá ykkur i glas, þangaö til eftir
að barnið er fætt i heiminn, þá
vonandi heilt á sál og likama.
Aðalheiður Birgisdóttir
//Konur sem eru á-
fengissjúklingar eignast
vansköpuð börn". Setn-
ing þessi birtist ósköp
sakleysisleg, sem fyrir-
sögn við grein í Alþýðu-
blaðinu þriðjudaginn 14.
sept. Kannski hafa ekki
svo ýkja margir veitt
henni eftirtekt/ en ég held
þó að hún sé virkilega at-
hugunarverð.
Fæðast undir áhrifum
áfengis.
1 grein þessari segir enn
fremur. „Sum kornabörn fæð-
ast undfr áhrifum áfengis. í
naflastreng sumra þeirra hefur
áfengisprómillið verið helmingi
hærra en leyfilegt er, til þess að
ökumaður sé ekki ákærður fyrir
ölvun við akstur.”
Þetta kemur fram i brezku
læknariti og þar kemur einnig
fram að um vaxandi fjölda
kvenna er að ræða, sem vegna
áfengissýki fæða vansköpuö
börn. Rannsókn á þessu var
gerð i Bandarikjunum og
Frakklandi, en gæti eflaust átt
við okkur að einhverju leyti
lika.
Hversvegna „Öskubuska”?
Iþrótt er það
Lokið er nú merkilegri
baráttu, sem háð var á Islenzkri
grund, þar sem er skákmótið
nýafstaðna.
Þegar augum er rennt yfir
gang og úrslit, verður ekki
annað sagt en Islendingar megi
una sinum hlut mætavel. Hér
leiddu saman hesta sina mjög
vel þekktir menn I skákheim-
inum, og þó til séu sterkari
menn á þvi sviði, er það alls
ekki litið afrek, að ná toppsæti á
jafnsterku móti og þetta var.
Stundum tölum viö um, að það
sé mikils virði, að vekja athygli
á landi og þjóð, svona I land-
kynningarskyni. Um þá hug-
mynd má auövitað ræða fram
og aftur, og þess ber auðvitað að
gæta, að þaö er á éngan hátt
sama aö hverju athygli
umheimsins beinist.
Og þaö er heldur ekki sama,
• hvort einskonar þjóörembingur
blandast inn i málið. Auðvitað
verðum við að hafa það I huga
að við erum smáþjóð, ein af
þeim mannfæstu I veröldinni, og
það væri hörð krafa aö Iþrótta-
menn okkar stæðu færustu
Iþróttamönnum milljónaþjóða
fullkomlega á sporði. En þegar
þeir hlutir gerast, vekur það
óblandna ánægju I allra
brjóstum.
Vitanlegt er, að afburðamenn
koma alltaf ööru hvoru fram á
sjónarsviðiö, jafnvelmeðalsmá
þjóða, og eru þess næg dæmi, að
hér verði ekki tlunduð. En þegar
litiö er yfir Islenzkt skáklif
veröur ekki annaö sagt en að
ánægjulegrar grósku gæti þar,
og hafi gætt lengi.
Þetta er ekki bundið við neina
eina stétt, sem hafi haslað sér
sérstaklega völl við skák-
iðkanir og dæmi eigum við um
hreina erfiðismenn, sem hafa
náð ótrúlega langt. Þvi getum
viö með verulegum rétti talað
um þjóöaríþrótt.
Eins og stendur eigum við tvo
stórmeistara I skák, og vist
myndu margar stórþjóðir vera
stoltar af sliku, og upp eru að
vaxa menn, sem llklegir eru til
að láta verulega að sér kveða
þegar aldur, þroski og leik-
reynsla bætist viö góða hæfi-
leika.
Það er þvi sýnt, að full ástæöa
er til að gefa gaum aö þvi, að
hér er akur, sem viö getum
yrjað með góðum árangri. 1 þvi
sambandi er vert aö minnast
þess, aö nokkur viðleitni hefur
fram komið, til þess að hagnýta
getu okkar færustu manna viö
að efla kunnáttu og getu hinna
yngri. Vel er aö svo sé.
En það er einnig önnur Iþrótt,
sem Islendingar hafa sýnt, að
þeir eru okatækir i, jafnvel i
keppni við stórþjóðir og mikla
meistara. Bridge er sennilega
sú íþrótt og leikur jafnframt,
sem á flesta þátttakendur
meðal þjóðarinnar, þegar alls
er gætt.
Að vísu skal fúslega játað, að
á þvi sviði hafa landar ekki
dreift neinum sérstökum ljóma
yfir land og þjóð, með þvl að
standa á toppnum, enda mætti
fyrr vera. En hlut sinum hafa
þeir oftast haldið, stundum vel
það.
Þaö er nokkuö athyglisvert,
að báðar þessar iþróttir, skák
og bridge, eru nokkuö annars
eölis en það, sem almenningur
venjulega kallar íþróttir. 1 þeim
reynir báðum meira á andlega
orku en likamlega, þótt ekki
megi vanmeta likamlega
þjálfun, til þess að ná fullum
árangri. Meðal bridgespilara
eru engir atvinnumenn sem geti
helgað sig Iþróttinni. Þar er
aðeins byggt á stopulum frl-
stundum, til æfinga, frá daglegu
brauðstriti.
Raunin er og sú, að Islenzka
rikið hefir ekki verið með neinn
galopinn móðurfaðm, til þess að
styrkja viðleitni áhugamanna,
og mikill timi og erfiði hefur
farið I að afla hins „þétta leirs”
svo unnt væri að halda starf-
seminni uppi. Viðhorf ISÍ
verður að telja með nokkrum
ólikindum. Hvorki Skák-eða
Bridgesamböndin hafa verið
viðurkennd I þeim röðum, þrátt
fyrir eftirleitan!
Bágt er að segja hvað þessu
veldur, þvi vissulega ættu and-
legar Iþróttir ekki siður að
hljóta viðurkenningu, heldur en
hinar likamlegu, þó þvi væri al-
veg sleppt, að þær hafa boriö
fegri blóm og ávexti, þar sem
landinn spreytir sig við erlenda
garpa. Hér er meira en litið at-
hugavert.
Þótt það sé allra góðra gjalda
vert, að beita bolmagni og fóta-
mennt, þar sem svo má kalla,
að mæla megi árangurinn i
pundfetum, hafa þó Islendingar
jafnan haft nokkurn metnað
fram aö þessu, að vera ekki
arlakar á hinu andlega sviði.
Það gæti og ætti að vera full-
komið Ihugunarefni fyrir ráöa-
menn, sem sannarlega hafa
meira horft til atgangs á
iþróttavöllum, en niðurstöðu af
hinum andlegu þolraunum, að
gera sér grein fyrir, hvað hefur
skilað beztum árangri.
tir þvi að á þetta er minnzt,
væri heldur ekki fráleitt, að
sömu menn Ihuguðu, hver er sú
aðstaða, sem þessum þáttum er
boðin.
Við reisum Iþróttahús,
byggjum upp aðstöðu fýrir
knattspyrnu, og hlynnum eftir
föngum að s.n. frjálsiþróttum.
Fjarri er mér að telja þetta
eftir. Á sama tima réttir fjár-
veitingavald okkar eitthundrað
þúsund krónur árlega að fjöl-
mennustu iþróttagrein okkar!
Ef til vill er hér að gerast
endurtekning á gamla ævin-
týrinu um öskubusku, og látin
gerast meö ráðnum hug. Sagan
á það til að endurtaka sig, jafn-
vel ævintýrasaga.
En hinar fornu stjúpsögur
hafa aldrei verið þeirri stétt til
sóma.
Oddur A. Sigurjónsson
( HREINSKILNI SAGT