Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 5
;!5&- iFimmtudagur 23. september 1976 VETTVAIMGUR 5 Skáklist framtíðarinnar (Kafli úr bókinni „Dásamlegur og spenn- andi heimur” eftir sovézka stórmeistarann D. Bronstein og G. Smoijan, cand.phil. Bók þessi er væntanleg á næstunni hjá útgáfufor- laginu „Znanie” (Þekk- ing) i Moskvu.). Það sem við vitum um skáklist i dag er að- eins byrjunin. Hvað biður okkar i framtið- inni? Hvemig verður skáklistin eftir árið 2000? Hvert verður hlutverk hennar, og mun fólk halda áfram að sýna henni áhuga? Þegar rætt er um framtiðina er hug- myndaflugið sett i gang. Kannski er það þess vegna sem okkur finnst svo skemmtilegt að spá og heyra aðra spá um framtiðina. Við göngum út frá þvi sem visu að andleg þróun okkar muni i fram- tiðinni auka sifellt á- huga okkar á skáklist- inni. Skák er i sjálfu sér ekki flókið fyrirbæri, en býr yfir óendan- legri dýpt. Enn þekkjum við engan skákmann, jafnvel ekki i hópi heimsmeistara, sem getur strax að loknUm fyrsta leik lýst meö orðum öllum möguleikum sem hann sér fyrir sér. En ef beztu skákmenn heims tefldu „upphátt” og ef tal þeirra væri tekið upp á segulband, þá gætu Bronstein allir heyrt hvað þeir hugsa fall- ega. FIDE hefur ekki enn komið auga á þennan möguleika: skákmót talandi stórmeistara. Engum vafa er þó undirorpið að á slik mót myndi fólk þyrpast i stórum hópum. Auk þess væri hægt að nota sjónvarpstæknina til að koma hugsunum meistar- anna til fjöldans. Hugsum okkur að i náinni framtið færu að spretta upp skákleikhús, þar sem haldnar væru sýningar, leiknar ævi- sögur stórmeistaranna, osfrv. Þar verður hægt aö sýna sam- timis merkustu skákeinvigin. Með þvi að nota sima- eða sjón- varpstækni verður mögulegt að sýna skákir sem verið er að tefla i öðrum borgum, á 20,40 eða jafnvel 100 töflum. Þá verð- ur hægt að skipuleggja fjöltefli og spurningakeppni og yfirleitt er engin hætta á öðru en að skákmönnum detti margt I hug þegar þeir eignast sitt eigið hús! I sliku húsi yrði staðsett út- gáfufyrirtæki, skákskóli, svik— myndasalur þar sem sýndar yrðu myndir af skákeinvigum sögunnar og einnig fréttamynd- ir. Þar yrði einnig fjölteflissal- ur þar sem fólk ætti þess kost að tefla við stórmeistara eða tölvu. Þar væri einnig hægt að skoða sjónvarpskassettur i litum af helztu skákum sögunnar. Börn framtiðarinnar munu hlusta á útskýringar sér- fræðinga á sama hátt og þau hlusta nú á ævintýrið um Hans og Grétu. Það sem okkur finnst stórkostlegt i skák okkar tima mun þeim finnast heldur lítils virði, og mistök okkar munu virðast þeim bera vottum mikla heimsku.Þau munu nefnilega kunna miklu meira I skák en við. Auk þess verður komið á „heimilisþjónustu” i þessu skákleikhúsi framtiðarinnar. Þá getur fjölskyldan haldið kyrru fyrir heima og veriö i simasambandi við skáktölvu. Siöan sendir tölvan reikning fyrir orkuna sem notuð var, og með reikningnum fylgir afrit af skákinni þegar leiknar hafa ver- ið nokkrar slikar skákir verður hægt að setja þær saman i bók og bera bókina saman við eldri skákbækur. Þá mun kannski koma i ljós að tölvunum fer meira fram i skák en fólkinu. Tölvumót verða þá jafnalgeng og spretthlaup er núna, og allir munu hafa aðgang að skák- tölvu. Eftilvill verður skáklist fram- tiðarinnar allt öðru visi að formi en sú skák sem við þekkjum i dag. Margar tillögur hafa komið fram um breytingar á skáklistinni, en af þeim nýj- ungum nefnum við hér aðeins eina. Fyrir u.þ.b. f jörutiu árum stakk Albert Einstein uppá þvi að þrividd yrði tekin upp i skák- list. Leitt er til þess að vita, að þessi tillaga hefur ekki ver- ið tekin til raunhæfrar at- hugunar. Það gæti orðið verð- ugt verkefni fyrir Einstein- stofnunina i Paris að skipu- leggja þrividdarskákmót, þar sem taflmennirnir hreyfðust i lausu lofti. Það yrði áreiðan- lega spennandi leikur. Ahorf- endum væri hægt að koma fyrir hvar sem væri i salnum, og til þess að sýna þessa skákkeppni þyrfti að nota tæki á borð við þau sem notuö eru f stjörnuturn- um. Breytingarnar sem hafa orðið á skáklistinni eru umfram allt tengdar tækninni viö að færa leikina yfir á sýningartöflu. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum fann litt þekktur uppfinningamaður i þýzku smáþorpi upp einfalda segulaðferð til að færa leikina á sjálfvirkan hátt yfir á stórt sýningartjald. En hvorki þessi uppfinning né aörar svipaðar hafa orðið að raunveruleika. t framtiðinni verður þessu öðruvisi háttað. Þá veröa risa- stórar sýningartöflur i litum i skákleikhúsunum. Við hlið þeirra veröa minni töflur, þar sem meistararnir geta sýnt á- horfendum áætlanir sinar og hjálpað þeim til að skilja gang leiksins. Taflmennirnir munu synda mjúklega úr einum reit i annan og skilja eftir sig ljósrák svo áhorfendur geti fylgzt með leiö þeirra. Skáklist framtiðarinnar verð- ur listgrein fyrir fjöldann. Hennar verður notið i stórum sölum þar sem allir viöstaddir verða þátttakendur i sameigin- legu sköpunarstarfi, einsog lifandi risatölva. Beztu skákmenn heims geta nú þegar séð fyrir nýbyrjaða skák, allt til enda. En erfitt er aðhalda fastvið áætlanir sinar, standa af sér allar árásir and- stæðingsins og láta ekkert glepja sér sýn. Nú á dögum reynist sigurvegarinn oft vera sá sem ekki gerir slikar áætlanir langt fram i timann, heldur hugsar aðeins einn leik i einu. Þeir veröa yfirleitt ekki fyrir von- brigðum, enda eru þeir ekki á höttunum eftir hámarksár- angri. Þeir aðhyllast skyn- semisstefnuna. Slikir skák- menn hafa ekkert á móti þvi að endurtaka gamla leiki, sem þeim hafa gefizt vel ,áður. Sá sem vill ráða yfir þekkingu á þeim aðferðum sem leiða til sigurs verðurað skilja um hvaö baráttan snýst, hvert vörninni er beint og hvað það er sem ráðizt er á. En þetta er ekki nóg. t viðbót þarf að vera til staðar brennandi áhugi, hug- myndaflug, vilji, ieitarástriða og löngun til að finna réttu iausnina, auk samkeppnisanda. Þegar allt þetta er fyrir hendi, fæðist skáksnilhngur. Ef litið er i gömul skáktimarit og bækur má sjá sannkallaða byltingu sem orðið hefur i skák- inni. Frumstæður leikur er orðinn að háþróaðri listrænni visindagrein. Um leið sjáum viö að óhugsandi virðist vera að nokkurn tima rætist draum- urinn um hinn ósigrandi skák- mann. Aðeins vélar munu ná þeim árangri. Enn mun þó liða á löngu þar til vélarnar geta fetaö ó fótspor lifandi skákmanna, og skákmeistarar munu enn um langa framtið geta þróað hæfi- leika sina og kynnt sér stöðugt nýja möguleika skák- listarinnar. Höfundar þessarar bókar eru þess fullvissir, aö skáklistin verður jafnsjálfsagður hluti af menningarlifi fólks i framtið- inni og lestur sigildra ljóða og neyzla tónlistar er nú. Eftilvill verður ekki nema ein minuta i mannsævinni helguð skákinni, en við getum gert okkuránægða með það, þvi að ein minúta þá verður jafninnihaldsrik og heil öld er núna. (apn; Taimanov kemur og þjálf- ar íslenzka skákmenn Eins og fram kom f fréttum i sumar er von á sovézka stór- meistaranum Mark Taimanov hingað til lands og er ætlunin að hann leiöbeini og þjálfi hér Is- lenzka skákmenn. Um tima var nokkuð óljóst hvort af þessu yröi, en á föstudaginn var barst stað- festing á að vænta megi komu hans. Skákfélagið Mjölnir gengst fyrir komu hans hingaö og hefur það notið góðrar aðstoðar og milligöngu Friðriks Ólafssonar i málinu. Ekki er endanlega ákveöiö hve- nær Taimanov kemur, en alla vega verður það fyrir áramót og mun það koma i ljós innan tiðar þegar gengið verður frá samn- ingum. Taimanov hefur haldið sig i hópi fremstu skákmanna heims nú siðustu tvo áratugina og er þvi mörgum góðkunnur. Hann hefur einu sinni komið hingað til lands er hann tefldi á Reykjavikur- skákmótinu 1968, en þar sigraði hann ásamt landa sinum Vasjúkoff með 10.5 vinningum, þriðji var Friðrik með 10 vinninga. Hugmynd Skákfélagsins Mjölnis með komu Taimanovs er að reyna að bæta nokkuð þjálfunarvandamál skákmanna, en þessi þáttur hefur verið van- ræktur nokkuð og ekki haldizt I hendur við þróunina i öðrum greinum iþrótta.' Starf Taimanovs verður þvi tviþætt, annars vegar mun hann þjálfa meistaraflokksmenn og hins veg- ar kenna islenzkum þjálfurum góðar starfsaðferðir og leggja þannig grunn að áframhaldandi þjálfunarstarfi. Sovétmenn hafa lagt mikla áherzlu á þessi mál og náð góðum árangri. Von er að sem flestir notfæri sér tilsögn meistarans þvi hér er um einstakt tækifæri að ræða. Þá er ljóst.að erfitt verður að fjármagna dvöl Taimanovs hér og hefur félagið þegar hafizt handa um lausn þess máls. Einn fyrsti liður i fjáröfluninni verða tekjur af hraðmóti, sem haldið verður dagana 26. og 28. sept. og lýkur sunnudaginn 3. okt. Tefldar verða stuttar skákir, 7 umferðir eftir Monrad-kerti. Þátttöku er hægt aö tilkynna i simum 81817, 42768 og 26261 og þar má einnig fá nánari upplýsingar um mótið. Félagið vill hvetja alla, er á- huga hafa á komu Taimanovs hingað og njóta vilja tilsagnar hans, til þátttöku i mótinu, enda opið öllum. (Fréttatilkynning frá Skákf- elaginu Mjölni). í>0 Sjá einnig skákþátt á næstu síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.