Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 7
alþýðu- bi.aöiö Fimmtudagur 23. september 1976 LISTIR/MENNING 7 „Réttargæzlu í landinu verður að endur- skipuleggjd' vegi, sem ekki þola þá umferö, sem nauösynleg er, til dæmis ölfusveg frá Hverageröi aö Þorlákshafnarvegi. — Leggja varanlegt slitlag á Eyrarveg frá Selfossi að Eyrarbakka og Stokkseyri, sem löngu er kominn i tölu hraðbrauta. Einnig á Þorlákshafnarveg. Halda áfram vegalagningu frá Eyrarbakka að væntanlegu brúarstæöi við Óseyrarnes og áfram utan ár aö Þorláks- hafnarvegi. Jafnframt leggur kjördæmisráðið áherzlu á að vegalagningu verði haldið áfram austur héraðið og að nú þegar verði hafnar fram- kvæmdir við brú á ölfusá við Óseyrarnes. □ Fiskeldi í sjó Kjördæmisráöið telur, að með hliðsjón af góðri reynslu i ræktun vatnafiska verði nú þegar hafizt handa um tilraunir með klak nytjafiska i sjó og eldi seiða fram yfir viðkvæmasta æviskeið þeirra. Kjördæmis- ráðið telur, að slikar tilraunir muni leiða af sér fiskirækt i sjó i stórum stil, þjóðinni til stórkost- legra hagsbóta. □ Öryggisbúnað á Vestmanna- eyjaflugvöll Kjördæmisráöiö telur brýna nauðsyn bera til að bæta aðstöðu alla viö flugvöllinn i Vestmannaeyjum, bæði hvað snertir húsakost, sem nú er nánast enginn, og öryggis- búnað. Ennfremur að flug- brautir verði malbikaðar og gengið þannig frá flugbrautar- köntum að fasteignir og land i nálægð vallarins liggi ekki undir stórskemmdum af vikurfoki. A kjördæmisráðsfundinum voru eftirtaldir menn kosnir i stjórn ráðsins: Þorbjörn Pálsson, Vestmannaeyjum, Einar Eliasson, Selfossi, og Guðmundur Ingvarsson, Hvera- gerði. Til vara: Reynir Guösteinsson, Vestmanna- eyjum, Hjörtur Sveinbjörnsson, Stokkseyri, og Margrét Ólafsdóttir, Eyrarbakka. n Um starf Alþýðuflokksins Að Alþýðuflokknum beri að stefna að mun nánara samstarfi við verkalýðshreyfinguna en nú er. Það er höfuðnauðsyn að flokkurinn starfi i æ rikara mæli en áður að upprunalegum verk- efnum sinum, er flokkurinn og alþýðuhreyfingin var órjúfanleg heild. Flokkurinn og málgagn hans verður i einu og öllu aö styrkja og styðja starf verka- lýðshreyfingarinnar og hvika hvergi frá þeirri stefnu, að verkalýðshreyfingin og Alþýðu- flokkurinner eitt og hiö sama og baráttumálin hin sömu i anda frelsis, jafnréttis og bræðra- lags. Kjördæmisráðið vill i þessu sambandi benda á nauð- syn þess, að reynt verði að auka skiining og samstarf á milli verkalýðshreyfingarinnar og bændastéttarinnar i landinu, sem i mörgum tilvikum eiga svipaðra hagsmuna að gæta. Einsetnir skólar eru for- senda æskilegs námsstarfs - skólastjórar fordæma örar byggingar bankahúsa Aðalfundur Skólastjórafélags íslands var haldinn á Isafirði að þessu sinni. Formaður félagsins, Hans Jörgensen, baðst undan endurkosningu en i hans stað var kjörinn Vilbergur Júliusson, skólastjóri i Garðabæ. Aðrir i stjórn voru kjörnin: Leifur Eyj- ólfsson, skólastjóri, Selfossi, Oli Kr. Jónsson, yfirkennari Kópa- vogi, Böðvar Stefánsson, Ljósa- fossi, Kári Arnórsson, skólastjóri Reykjavik, og Gunnar Guðm- undsson, skólastjóri, Kópavogi. A fundinum voru gerðar fjöl- margar ályktanir og samþykktir, m.a. um einsetinn skóla, búnað skóla, skólahúsnæði, fræðslu- skrifstofur og fræðslustjóra, nýju námsskrána, skólasöfn, Kennaraháskóla Islands, grunn- skólann og framkvæmd raun- hæfrar menntastefnu, viðhald skólamannvirkja, stafsetningu, landssamband kennara, kennslu i heimilisfræðum, Samband islenskra barnakennara, launa-og kjaramál skólastjóra o.fl. Eftirfarandi samþykktir voru afgreiddar frá aðalfundinum: 1. Einsetnir skólar eru forsenda æskilegs námsstarfs. Vilji þjóðin ekki nú kosta þvi til, sem til þarf i byggingamálum skólanna veröur hún að biða eftir þvi, að við stöndum jafnfætis nágranna- þjóðum okkar og sætta sig viö lakari skóla, sem ekki eru i takt við samtimann. 2. I einsettum velbúnum skólum ættu nemendur kost á að ljúka daglegu námsstarfi sinu undir handleiðslu sérmenntaöra upp- alenda. 3. Skólastjórafélagið telur vafa- samt að það sé vilji þjóðarinnar að fjármagni almennings sé meðal annars fremur varið til fjölda bankabygginga með Þátttakendur i fimmta fræftslu- og kynningarmóti Skólastjórafélags tslands á lsafirfti s.l. sumar. Fóto: Ljósmyndastofan - ísafirfti. skömmu millibili, en nauðsynleg skólamannvirki ekki reist. 4. Félagið varar við þeirri þróun að skólar eru i æ rikari mæli mannaðir með fólki, sem ekki hefur neina uppeldislega menntun. Fólki með kennara- menntun bjóðast betri kjör i öðrum starfsgreinum og yfir- gefur þvi kennslustarfið, eða það skilar sér ekki til starfa i skólunum að loknu kennaraprófi sökum lélegra kjara, sem þar bjóðast og stafa af launakúgun hins opinbera, sem virðir ekki raungildi kennaramenntunar til launa og kjara, en notar sér hins vegar óréttláta löggjöf um laun opinberra starfsmanna til að halda þeim niðri. Félagið heitir á alla félaga 5.1. B. og L.F.S.K. að standa fast saman um þær aðgerðir, sem 5.1. B. kann að gripa til i þeim tilgangi að snúa þessari þróun við og bregðast hart við, ef kjaranefnd ákvarðar annars vegar kennurum og hins vegar skólastjórum með fullgilt kennarapróf misjöfn laun og kjör á grunnskólastigi. Aö lokum samþykkti Skóla- stjórafélag íslands eftirfarandi tillögu um launamál stéttarinnar: S.I. mótmælir nýgerðum samningi L.S.F.K. og rikisins þar sem yfir 60% skólastjóra i grunn- skólum 1. - 6. bekkjar grunn- skólans er ætlað að taka laun skv. tveim neðstu launaflokkum skólastjóra meðan enginn skóla- stjóri i grunnskólum 7. - 9. bekkjar taka laun skv. þeim flokkum. —bj Fundur Réttarverndar um upplýsingaskyldu: SAMMÁLA UM NAUÐSYN FREKARI UPPLÝSINGA Félagið Islenzk réttarvernd boðaði til og hélt fund s.l. laugar- dag um upplýsingaskyldu stjórn- valda. Fundurinn var haldinn á Hótel Esju, og var fjölsóttur. Þar mættu um 90 manns. Formaður Réttarverndar, dr. Bragi Jósepsson, hafði fengið ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins, Baldur Möller, til þess að hafa framsögu á fundinum. Þá var og boðið á fundinn fulltrúum frá útvarpi og sjónvarpi og öllum dagblöðum borgarinnar. Tilefni þessa fundar var nefndarskipun. Dómsmála- ráðherra hefur nýlega skipað nefnd, til þess að fjalla um og e.t.v. semja lagafrumvarp um málið og er Baldur Möller, ráöu- neytisstjóri formaður hennar, en hinir nefndarmenn próf. Sigurður Lindal og Einar Karl Haraldsson, formaöur Blaðamannafélags Islands. Frumvarp um upplýsinga- skylduna, sem lagt hefur verið fram fékk ekki hljómgrunn á Alþingi, enda var það álit nefndar, sem um það fjallaöi, að þar væru reistar alltof þröngar skorður með sllskyns undan- þágum frá skyldunni. Framsögumaður ræddi þetta mál vitt og breitt, án þess að koma inn á einstök atriði að neinu marki. Dvaldi dálitið við lög og reglur i öðrum löndum, einkum á Norðurlöndunum. Hér þykir ekki ástæða til að rekja að ráði einstakar ræður i umræðum fulltrúa fjölmiöla um málið. En óhætt er að fullyrða að aliir voru þeir sammála um, að brýna nauðsyn bæri til að opna möguleikana fyrir almenning, til þess aö geta fylgst með þvi, sem er að gerast i þjóölifinu hverju sinni. Enda þótt bent væri á fjölmörg atriði, sem nauösyn bæri til að hafa hliðsjón af i lagasetningunni, var engin ályktun gerð á fund- inum. Það kom hinsvegar skýrt fram, að fulltrúar fjölmiðla töldu það nauðsyn, að þeir fengju að fylgj- ast með starfi nefndarinnar eftir öllum föngum,og ættu þess kostaf ræða við einstaka nefndarmenn, eða nefndina alla meöan hún starfar. Er þess vissulega aö vænta, að orðið verði við svo frómri ósk. Það er örugglega öllum fyrir beztu, að niður verði fellt allt pukur i stjórnsýslúnni, og almenningur eigi greiöan aögang að upplýsingum, en sé ekki háður neinum geðþóttaákvörðunum einstakra embættismanna. Viti menn hið rétta, þarf enginn aö hýggja rangt. Félagið Islenzk Réttarvernd á skyldar þakkir fyrir aö hafa reifað þetta mál, enda er beinlinis i lögum þess, að þaö beiti sér fyrir fullnægjandi upplýsingaskyldu stjórnvalda. O.S. L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.