Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 11
biaÍSPð1' Fimmtudagur 23. september 1976 11 Tónlist úr Carmen hljómaOi um aila byggingu skipasmiöastöOvarinnar. Getrauna- spá Alþýðu- blaðsins Fyrsti leikur seöilsins er leikur Aston Villa og Leicester. Villa-menn eru erfiðir heim að sækja, og hef ég trú á þvi, að nú fari þeir að fikra sig upp töfluna, eftir nokkra tapleiki i röð. Coventry hefur gengið nokkuð vel á móti Birminghám á heimavelli. Annars er leikur þessi nokkuð erfiður. Derby hgfur gengið illa það sem af er þessu keppnistima- bili. Þeir virðast ekki hafa fundið sig ennþá, og meðan svo er, vinna þeir tæpast marga leiki. Bristol City er eitt þeirra liða, sem hvað mest hafa komið á óvart i haust. Voru þeir um tima i efsta sæti en hafa heldur dalað i siðustu leikjum. Everton hefur heldur sótt sig undanfarið, þrátt fyrir tapið gegn Arsenal á dög- unum. Arsenal sækir jafnt og þétt á brattann á töflúnni, núna komið i þriðja sæti. Koma McDonalds i liðið viröist hafa verið liðinu til góðs, Arsenal ætti að sigra auðveldlega. Leikir Man. City og United eru alltaf spennandi og jafnir. Tæplega er hægt að tala um heima- eða útivöll þegar þau eigast við. Barátta verður örugglega mikil og gæti leik- urinn farið á hvaöa veg sem er. Middlesbro hefur gengið vel i haust. Þeir eru ekki auðunnir á heimavelli og i siöustu þrjú skipti, sem Middlesbro og Leeds hafa keppt á heimavelli Middlesbro, hafa heimamenn sigrað. Liverpool-liðið er i banastuði um þessar mundir, I efsta sæti sem stendur. Newcastle geta hins vegar átt stjörnuleiki, og sérstaklega á heimavelli, þannig að allt getur gerzt. Þetta er einn af erfiðu leikj- unum á seðlinum þessa vikuna. Einu stigi munar á félögunum en markamunurinn svipaður. Spáin er þvi, að QPR og Stoke geri jafntefli. Norwich er í miklum öldudal, hefur unniö einn leik, gert eitt jafntefli en tapað fjórum. Það. sem verra er, þeir hafa aöeins gert tvö mörk i sex leikjum. Tottenham liðið dettur hins vegar oft á góða leiki og er þá til alls vist. West Ham og Sunderland er i öðru og þriðja neðsta sætinu i 1. deild. Merkilegt, hvað West Ham hefur dottið niður. Ég spái þvi þó, að þeir eigi eftir að spjara sig, og byrji með þvi að sigra Sunderland á laugar- daginn. Þetta er einnig einn af erfiðu leikjunum á seölinum þessa vikuna. Chelsea og Blackpool eru bæði i toppbaráttunni i annari deild. Það er ekki óeðli- legt að spá jafntefli, þvi bæði liðin leika örugglega með öryggiö sem fyrsta boöorð. —ATA Einn með tólf rétta í fjórOu leikviku kom fram einn seöill meO 12 réttum. Reyndist eigandi hans vera 14 ára Borgnesingur, sem var meö tveggja raöa seöil. A annarri rööinni var allt rétt, en á hinni aðeins tveir réttir. Vinningur hans veröur kr. 244.500. Þar sem enginn seöill reynd- ist meö 11 réttum, var annar vinningur greiddur fyrir 10 rétta, og voru vinningshafar þrir, allir frá Reykjavik. Vinn- ingur hvers veröur kr. 34.900. Sjónhverfingar í myndlist: VILHJÁLMUR BERGSS0N SÝNIR Vilhjálmur Bergsson, sem nú sýnir i Norræna húsinu, nefnir sýningu sina „Ljós og iifrænar viddir.” Sýning þessi mun standa yfirtil októberog verður opin frá klukkan 15 til 22 dag- lega. A sýningunni eru 46 málverk, allt oliumálverk og er verð þeirra frá um 60 þúsund til 450 þúsund krónur. Vilhjálmur stundaði mynd- listarnám i Kaupmannahöfn frá 1958 til 1960 og i Paris frá 1960 til 1962. Hann hefur haldið margar sýningar bæði hér heima og erlendis, þar á meðal i Banda- rikjunum, Hollandi, Finnlandi og hinum Norðurlöndunum. Sýningin er mjög sérstök og hlýtur að vekja allmikla at- hygli, enda er hér um að ræða listform eða stil, sem litið eða ekkert hefur borið á hér á landi. Um sýningu sina segir Vil- hjálmur á þessa leið: „Fólk mun sjálfsagt fyrst taka eftir þvi, að þessi list er talsvert frábrugðin abstrakt og popplist undanfarinna ára- tuga.” Bendir hann á að birta og skuggi ráði miklu i myndbygg- ingunni og að litirnir spanni allt frá hinu mesta ljósflæði til dýpsta myrkurs. Um formin og litina segir hann: „Þau eru á viðtækan hátt tengd móður nátt- I N0RRÆNA HUSINU Vilhjálmur viö eitt verka sinna úru i nánd og frið, en eru jafn- framt sprottin úr hugarheimi listamannsins.” Sýningin er mjög vel þess virði aö menn liti þar inn og ef til vill munu einhverjir telja aö þarna sé upprennandi stjarna að fæðast á himni myndlistar- innar. —BJ 0PERAN „CARMEN” VAKTI HRIFNINGU í SKIPASMÍÐASTÖÐ BURMEISTER & WEIN Hvenær skyldi verkamönnum við Sig- öldu bjóðast að hlýða á Carmen yfir morgun- verðarborðinu? Trú- lega verður nú einhver bið á þvi. En það er einmitt það, sem "verkamönnum við dönsku skipasmiðastöðina Burmester og Wein bauðst, ekki alls fyrir löngu. Meðlimir Konunglegu dönsku óperunnar lögðu upp i söngför til verksmiöjunnar, gagngert til að syngja fyrir verkamennina. Ferðin hófst snemma morg uns, er eitt af skipum B&W, sótti einsöngvara og karlakór til Ny- havn. Farþegar þökkuðu fyrir sig með, að syngja lag eftir Edvard Grieg, á meðan skipið sigldi hægt út úr höfninni. Vakti söngurinn að vonum ánægju hjá árrisulu verkafólkinu á leið til vinnu. Sami söngur hljómaði er skipið sigldi inn höfnina i Refs- haleöen, þar sem verkamenn- irnir tóku á móti kórfélögum með pomp og prakt. Sem vonlégt er, gerði söng- skemmtunin stormandi lukku, og söng kórinn i liðlega hálfa klukkustund fyrir u.þ.b. 2200 verkamenn. AB c Meðlimir konunglegu óperuni ar sigla út höfnina á Nyhavi syngjandi söng eftir Grieg. I Í1 I ■■ '<Í »1 M ' '** ....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.