Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 2
2 / FRÉTTIR Föstudagur 24. september 1976 »lalw Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. (Jtbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur í lausasölu. Brot á samning- um og hreint siðleysi AAenntamálaráðherra hefur sent frá sér greinar- gerð, sem er svar við þeirri gagnrýni, sem komið hef- ur fram á veitingu embættis aðstoðarskólastjóra við fjölbrautarskólann í Breiðholti. Svar ráðherra er marklaust, enda hvergi komið að kjarna málsins. Vís- að er til umsagnar skólameistara f jölbrautarskólans og fræðslustjórans í Reykjavík, en þess aðeins getið f nokkrum línum að Fræðsluráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt með 5 atkvæðum að leggja til að dr. Bragi Jósepsson verði ráðinn, en annar umsækjandi haf i f engið eitt atkvæði og einn seðill verið auður. f þessu svari er að engu gerður samningur á milli menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um stofnun f jölbrautarskóla í Breiðholtshverf i, sem var undirritaður 16. október 1973. Þar segir f þriðju grein: „Skólinn skal vera hluti af skólakerfi Reykjavíkurborgar undir stjórn fræðslu- ráðs og yfirstjórn menntamálaráðuneytis. Skóla- stjóri, kennarar og aðrir uppeldislegir starfsmenn hans skulu skipaðir eða settir af menntamálaráðherra að fengnum tillögum fræðsluráðs". í þessari grein er skýrt tekið f ram, að menntamála- ráðherra skuli fara að tillögum f ræðsluráðs um ráðn- ingu starfsmanna. Ekki er nefnt að umsögn skóla- meistara þurfi, né umsögn fræðslustjóra Reykja- víkur. Umsögn fræðslustjóra i þessu tilviki er því kyn legri þegar þess er gætt, að engin lög eða reglur mæla fyrir um, að umsagna hans skuli leitað. — Hér er því vísvitandi gengið á snið við gerða samninga, lög og rétt. Ekki leikur vafi á því að einhverjar annarlegar hvatir ráða afstöðu menntamálaráðuneytisins til dr. Braga Jósepssonar.Staðreyndirnar tala í þessu máli. Þær eru þessar: Dr. Braga var vikiðfyrirvaralaust úr starf i í menntamálaráðuneytinu. Dómstóll hefur ógilt brottreksturinn. Dr. Bragi fékk fimm atkvæði í Fræðsluráði, þegar fjallað var um starf aðstoðar- skólastjóra. Annar umsækjandi fékk eitt atkvæði. AAenntamálaráðherra veitti honum starfið, þótt störf við skólann skuli veitt að fengnum tillögum fræðslu- ráðs, elns og segir í fyrrnefndum samningi. Dr. Bragi hefur sótt um 12 stöður eftir að honum var vikið úr starfi í menntamálaráðuneytinu, en enga fengið. Kunni menn einhverjar skýringar á þessum stað- reyndum aðrar en þær, að um persónulegar ofsóknir séað ræða, hljóta þeir hinir sömu að vera gersamlega siðblindir. Ögeðfelldasti kaflinn i greinargerð menntamála- ráðherra er þessi; „Auk þess tel ég miklu varða fyrir Fjölbrautarskólann, sem er i mótun að þar ríki sam- starfsvilji, góðvild og gagnkvæmt traust." Þarna er beinlínis gefið í skyn, að hefði dr. Bragi Jósepsson fengið stöðuna hefði ekki ríkt samstarfsvilji, góðvild né gagnkvæmt traust. Þetta er lúaleg árás á dr. Braga og er rétt að geta þess, að þegar hann var rek- inn úr menntamálaráðuneytinu rituðu allir starfs- menn fræðslumáladeildarinnar, þar sem hann var deildarstjóri, undir yfirlýsingu þess efnis, að allt samstarf við hann hef ði verið mjög gott og hann haf i í öllu sýnt áhuga og samvizkusemi í starfi. Hann hafi lagt sig fram um að leysa verkefni sín vel af hendi. Auk þess hefur dr. Bragi fengið frábær meðmæli f rá erlendum skólum og stofnunum, sem hann hefur starfaðí. Þessi ummæli ráðherrans eru því marklaus. öll framkoma menntamálaráðuneytisins í máli þessu er með slíkum eindæmum að vekur almenna hneykslun. En málinu er ekki lokið. Það verður tekið fyrir á fundi Fræðsluráðs Reykjavíkur á mánudag, væntanlega í borgarstjórn og á Alþingi. — Sú ályktun verður ein dregin að menntamálaráð- herra hafi ekki stýrt eigin penna, er hann undirritaði ákvörðun sína. Verði ekki gefnar nánari skýringar á atferli ráðuneytisins gagnvart Braga Jósepssyni er ekki annaðeftir en að kref jast opinberrar rannsóknar á starfi þess. Svo harkalega hefur verið brotið á ein- staklingi, sem barizt hef ur við kerf ið, að alþjóð hlýtur að fordæma atferlið harðlega. —ÁG—- Framkvæmdastjóri BSRB: :Engar óskir um að Itekin upp á vegum skjaramálin verði iheildarsamtakanna L1 Sem kunnugt er, rikir ■ nú mikil óánægja meðal ■ opinberra starfsmanna vegna lélegra launa- kjara. Munu margir þeirra vera að ihuga uppsagnir vegna þessa og nokkrir starfsmenn ■ hafa þegar sagt störfum sinum lausum, þar sem þeir telja sig fá betri laun annars staðar. Blaðið hafði samband ■ við Harald Steinþórsson ■ framkvæmdarstjóra BSRB og leitaði álits hans á þessu máli. Sagöi Haraldur, aö opinberir starfsmenn heföu fram til þessa búiö viö ákaflega takmarkaöan rétt, og þvi engin furöa þó ein- hverjir væru óánægöir meö sinn hlut. Þegar gengiö heföi veriö frá siðustu kjarasamningum, heföu veriö sett ný lög um samningsrétt og þ.á.m. verkfallsrétt. Þau gengju i gildi á næsta ári, en eins og allir vissu heföu opinberir starfsmenn búiö viö gerðardóma fram til þessa. Enn fremur sagöi Haraldur, aö opinberir starfsmenn heföu vissulega dregizt aftur úr i kjara- málum, og sömu sögu væri aö segja um allt launafólk i landinu. Þaö byggi við mjög léleg kjör. Þó sagöist hann telja aö hlutur opin- berra starfsmanna i þessum efnum væri einna verstur, vegna þess réttleysis sem þeir heföu búiö viö fram til þessa. „Heildarsamtökunum hefur hins vegar ekki borizt nein ósk frá aðildarfélögunum um, aö kjaramálin veröi tekin upp á '„Samstarfsvilji....” Framhald at bls. 3. Reykjavikur á fundi 6. sept. 1976 var þannig: „Fræðsluráð sam- þykkir meö 5 atkvæöum aö leggja til aö dr. Bragi Jósefsson veröi ráðinn i stööuna. Rögnvaldur Sæ- mundsson hlaut eitt atkvæði en einn seöill var auöur. Atkvæöa- greiösla var skrifleg.” Menntamálaráöuneytiö leitaöi umsagnar fræöslustjórans i Reykjavik, Kristjáns Gunnars- sonar. Er hún á þessa leið: „A grundvelli upplýsinga um menntun umsækjenda og starfs- reynslu þeirra viö skólastjórn er fram koma i umsóknunum, tel ég meö tilliti til gildis beggja þess- ara þátta aö r ætt sé aö umsækj- endur komi til álita viö ráöningu viö starfiö i þessari röð:. 1. Rögnvaldur Sæmundsson, skólastjóri. - 2. Dr. Bragi Jósefsson. 3. Frimann Ingi Helgason, tækni- fræöingur.” Hinn 17.9 1976 var Rögnvaldur Sæmundsson settur aöstoöar- skólastjóri um eins árs skeiö. Sú ákvöröun er byggö á sömu for- sendum og fram koma i fyrr nefndu bréfi skólameistara og umsögn fræðslustjóra. Auk þess tel ég miklu varöa fyrir Fjöl- brautarskólann sem er i mótun, að þar riki samstarfsvilji, góövild og gagnkvæmt traust.” —Viihjálmur Hjálmarsson. þeirra vegum. Viö erum bundnir verður þing Bandalagsins haldiö, af sérstöku samkomulagi, og ég og þar verða kjaramálin efst á tel þaö ekki vera sterkt fyrir baugi. En fram að þeim tima okkur aö rjúfa þaö, þó aörir fari munum við ekkert aðhafast.”. þá leiö. Aö hálfum mánuöi liönum —JSS Höfum nú fengið til sölu húsin í Hæðargaröi 1. I + Fun»h618i 1 9. R«vtf»vik ■ I ■ tlmar 81663 —61077 LogmaSui Jéo Einai Jtkobtíon Ein sérstæöasta og jafnframt glæsilegasta byggö á landinu við Arkitokt Vlfill Magnú&son. Byggjandi ByggingafélagiS Ármannsfell h.f. Ibúöimar veröa tilbúnar til afhendingar á tímabilinu maí—nóvember 1977. Á skrifstofunni er til sýni; fullkomiö líkan af byggöi ásamt teikningum. KOMIÐ OG LEITiÐ UPPLÝSINGA. Hér er um aö ræöa 23 sjálfstæöar einingar sem kalla mætti einbýlishús, raöhús eöa fjölbýlishús. 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herb. íbúðir sem seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. Verö frá kr. 6,9 millj. — 15,8 millj. Sameign veröur aö öllu fullfrágengin þ.e.a.s. gangstígar og bílastæði malbikuö, garður með trjágróðri og lýsingu. Húsin máluö aö utan. ÞETTA FEKKST FYRIR MILLJÓN í Morgunblaöinu í gær, birt- ist landsmönnum loks árang- urinn af einnar milljón króna gjöfinni sem byggingarfélagiö Armannsfell lét renna til byggingar Sjálfstæöishússins. En eins og menn muna, þá viöurkenndi borgarstjórinn i Reykjavik þaö á fundi meö fréttamönnum þann 24. september I fyrra aö Ármannsfell h.f. heföi gefiö eina milljón króna I hús- by ggingars jóö Sjálfstæöis- flokksins i byrjun ársins 1975, eöa einmitt um sama leyti og borgin auglýsti eftir umsóknum um byggingarlóöir fyrir fjölbýlishús. i Morgunblaöinu i gær er sem sagt fjögurra dálka auglýsing frá fasteignasölu I Reykjavik, sem auglýsir til sölu húsin viö Hæöargarö 1. Óhætt mun aö taka undir þá fullyröingu sem fram kemur i fyrrgreindri auglýsingu þar sem sagt er, aö he'r sé um aö ræöa eina sérstæöustu byggö á landinu. Aö minnsta kosti er hún sér- stæö, ef haft er f huga meö hvaöa hætti var staöiö aö út- hlutun þessarar ákveönu lóöar. ■—GEK Hvernig sem á því nú stendur... Hafréttarráðstefnan: „Hagstæð niðurstaða,? FUNDI hafréttarritetefnuSamelnuðu bióóanna lauk f dag án þess aó no^KuTnl^ursfáfiá fenslsi & honum. tléfur vcrið ákveðlð að ríðstefnan koml aftur saman næsta vor f New York. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið samband við tvo af fulltrúum tslands ð rððstefnunni, þð Hans G. Andersen sendiherra og Eyjölf Konrðð Jðnsson alþinglsmann og leitaði ðllts þelrra i og ðrangri ha

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.