Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 6
6 VETTVANGUR Föstudagur 24. september 1976 ££Sér FÆREYJAFRÉTTIR: Umtalsverðaukningfarþega með Smyrli Færeyingar hafa veitt upp í síldveiði- kvóta sinn -Ólöglegar áhafnir veiðiskipa í undirhúningi að byggja nýtt útvarpshús hinsvegar hefur skipið ekki nema um 300 hvilur, svo margir verða að sætta sig við lakari aðstæður. Stjórnendur fyrirtækisins telja, að furðu litið hafi verið um óánægju meðal farþega um aðbúð á skipinu, en vissulega ferðist vmsir ..misiafnir sauöir i þvi Þennan hátt telur Adolf Hansen algera óhæfu, að vonum, og beitir sér nú fyrir þvi bæði meðal sjómanna og útvegsmanna að sett verði á stofn skráningarstofa, sem hafi eftirlit með þvi að fram- hald verði ekki hér á. útvarpsmál Færeyinga Otvarpsstjóri Færeyja hefur tilkynnt, að frá og með 20. se ptember hefji útvarpiö útsendingar á tónleikum á 4 rásum, jafnframt verði útvarps- timi lengdur verulega á hverjum degi og útvarpsefni gert stórum fjölbreyttara. Mikill hugur er nú i Færeyingum að reysa nýtt út- varpshús og er nú svo langt komið, að það hefur verið teiknað og þvi ákveðinn staður. Eru menn bjartsýnir á að þetta veglega hús risi innan skamms tima. (Til samanburðar við þetta framtak Færeyinga, sakar ekki að geta þess, að driftin I útvarps- hússmálum okkar tslendinga er slik, að til er ein skófla, sem útvarpsmenn gáfu núverandi menntamálaráðherra til byggingarinnar, siðan hefur ekki af henni heyrzt, og þvi siður að hún væri tekin i notkun!! Færeyjaferjan „Smyrill” við bryggju á Seyðisfirði i siðustu tslandsferðinni i sutnar. Smyrill: Færeyska ferjan, Smyrill, hefur nú lokið utanlandssigling- um á þessu ári. Samkvæmt yfir- liti stjórnar fyrirtækisins hefur orðið umtalsverö aukning bæöi farþega og bifreiða, sem flutt hefur veriö milli landa. Þannig hefur skipið flutt um 17000 far- þega og 3200 bila i utanlands- siglingum. Ferjan hefurfluttsamtals til og frá Seyðisfiröi rösklega fimm þúsund farþega og 1200 bila. Það kemur i ljós, að áætlunar- leiðin milli Seyðisfjarðar og Þdrs- hafnar er i öðru sæti um far- þegafjölda. A leiðinni milli Bergen og Þórshafnar var far- þegafjöldi rösklega 8000 og fjöldi bifreiöa 1274. Þetta er um 50% aukning frá i fyrra, en aukningin i Islandsferðum nemur rösklega 100% frá s.l. ári. Leyfð farþegatala i einu var aukin i ár úr 350 i 500 og á þeim tima, sem ferðir urðu mann- flestar, var fulláskipað i sumar, einkum milli Isiands og Noregs, Likan af fyrirhuguðu útvarpshúsi i Gundadali i Færeyjum. marga te ', og verði aldrei komizt hjá einhverjum smávegis árekstrum. Síldveiðar Færeyinga Færeyska landsstjórnin hefur sett löndunarbann i Færeyjum á færeysk sildveiðiskip, sem hafa nú veittum 14000 tonn i Norðursjó og Skagerak, en Færeyingum var úthiutað 9200 tonnum á þessum slóðum. Hins vegar hefur Nor- egur leyft að taka um 4000 tonn af sinum kvóta til handa Færey- ingum. Norski kvótinn var 23000 tonn. Vegna megnar óánægju féllst þó landsstjórnin á, að færeysk skip mættu veiða allt aö 4000 tonn vestan 4 gr. v.l., en það leyfi var aðeins bundið við skip, sem ekki höfðu náð meðalafla, miöað við heildina. ólöglegar áhafnir veiðiskipa Adolf Hansen formaöur sjómannafélagsins i Færeyjum hefur bent á, að það tiökist nú i rikari mæli, aö veiðiskip séu mönnuð með 15-16 ára drengjum, jafnvel allt niður i 13 ára drengi. Forráðamenn italska kommúnistaflokksins slita nú æ fleiri af þeim böndum, sem tengja hann við kommúnistaflokkana í Austur-Evrópu. Á 8 ára afmæli innrás- arinnar í Tékkóslóvakíu birti L'Unita, málgagn flokksins leiðara, undir- ritaðan af aðalritstjóran- um Luca Pavolini. Þar sagði m.a.: Fyrir 8 árum, 21. ágúst 1968, gerðu hermenn frá 5 Varsjárbandalagsríkjum innrás i Tékkóslóvakiu i þeim tilgangi aö binda endi á tilraun sem þar var gerð meö nýja teg- und sósialisma, stefnu sem vakti áhuga, vonir og ekki sizt ákafar umræður innan alþjóða verkalýðshreyfingarinnar. Er innrásin var gerö lýsti flokkur okkar yfir vanþóknun sinni, vanþóknun sem hefur vaxið á þessum átta árum. Þetta gerð- um við ljóst á ráðstefnu kommúnistaflokka sem haldin var i Austur-Berlin. Þá greindi leiöarinn meðal annars frá valdatima Dubceks og útlistaði þá lærdóma sem i- talskir kommúnistar telja sig geta dregiöaf innrásinni. „Hver kommúnistaflokkur á kröfu til þess að mega vinna að þróun kommúnismans, á þann hátt sem hann telur bezt henta.” Þessi hreinskilni ritstjóra L’Unita, þessi afstaða italskra kommúnista, sem var mönnum löngu kunnug fór mikið i taugar leiðarahöfundar Rude Pravo (eða þess sem gefur leiðarahöf- undinum linuna). Að sögn Rude Pravo gera italskir kommúnistar sig brot- lega við ákvæði þess samnings sem gerður var á ráðstefnunni i Austur-Beriin. Samningur þessi kveður á um jafnstöðu flokk- anna og aö þeir skuli ekki skipta sér af innanflokksmálum hvors annars. Þá likir Rude Pravo skrifum L’Unita við skrif blaða Axels Springers. „Engan undrar þótt Axel Springer felli tár vegna þróunarinnar i Tékkóslóvakiu, en þegar blað á borö viöL’Unita gengur i lið með slikum niður- rifsmönnum verður ekki orða bundizt.” Siöar i greininni seg- ir: L’Unita vill ráða hverjir eiga aö vera, og hverjir ekki i tékk- neska kommúnistaflokknum. Nokkrum dögum siöar svar- aði ritstjóri L’Unita þessum orðum Rude Pravo eitthvað á þessa leið: Þegar grannt er skoðaö virðist það ekki sérlega kænlegt að ásaka okkur um af- skipti af innanflokksmálum tékkneska flokksins. Slik af- skipti eru alls ekki ætlun okkar. Þessar orðahnippingar rit- stjoranna sýna betur en margt annaö aö ekki tókst á fundinum i A-Berlin aö leysa ágreining þann sem er milli kommúnista- flokka Vestur-Evrópu annars vegar og flokkanna I Austur- Evrópu hinsvegar. Tékkar og Búlgarir eru nú tryggustu stuðningsmenn Kremlarbænda I baráttunni við „undanvilling- ana á Vesturlöndum. Skrifin i Rude Pravo um i- talska kommúnistaflokkinn viröast vera upphafið aö harön- andi stefnu Kremlar gegn þeim flokkum sem vikið hafa út af hinni „réttu” linu. Moskva virð- ist undirbúa hugmyndafræði- legt strið gegn flokki Berlinguers. Það er margt sem bendir til þess að áráa Rude Pravo á L’Unita hafi verið skipulögð annars staðar en á ritstjórnarskrifstofunum I Prag. —ES Aóalritari (talska kommúnistaflokksins, Berlinguer, undir merki flokksins. Málgagn tékkneska kommúnistaflokksins Rude Pravo hefur ráðizt harkalega gegn flokki Berlinguers vegna skrifa I L’Unita um afmæli innrásar Varsjárbandalagsrikjanna I Tékkó- slóvaklu. RUDE PRAV0 LIKIR MALGAGNI ITALSKA K0MMÚNISTAFL0KKSINS VIÐ BLÖÐ K0MMÚNISTAFL0KKSINS VIÐ BLÖÐ A. SPRINGERS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.